Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 39 Við skulum vona að utanferðin endi ekki i þennan hátt hji strikunum. Heimir Barðason situr lengst til vinstri, síðan Þorvarður Björgúlfsson og Þorkell Ágústsson. Félagarnir þrír i flugi i Honda- og Kawazaki-hjólum sínum. Þeir ferðuðust hins vegar með Flugleiðum i ifangastað. Það þarf útsjónarsemi og hugrekki f aðfarir sem þessar. Þorvarður gefur „victory“-merki í miðju stökki. Betra er kapp með forsji. Þorkell með ballettæfingar en ætlunin var að hjólið prjónaði fyrir Ijósmyndarann. Heimir fari á vitinu, Keli á brjál- seminni og Þorvarður á vöðvun- um,“ bætti Októ við. Og allir skelltu uppúr, en sögðu þó þessa lýsingu nærri lagi. Keyrum á milljón og verðum síðastir „Við höfum verið að keppa hér heima og það gerum við gegn hvor öðrum í Danmörku," sagði Heim- ir. „Þegar flaggið fellur erum við andstæðingar. En það mun ekki skipta mig máli hvort ég verð fyrstur íslendinganna." „Já, maður verður að sætta sig við það ef maður tekur ekki er- lendu andstæðingana, þá vill mað- ur nú vera fremstur landanna," sagði Þorkell glettinn. „Nei, ég ætla ekki að gera upp á milli keppendanna eins og Þorkell. Ég ætla bara að aka eins hratt og ég kemst. Ekki hugsa um hver er fyrir framan, bara komast framúr og framúr.. alveg sama hvað keppandinn heitir," sagði Heimir. „Þetta verður þannig að Heimir hugsar: Hvað, fer þessi framúr og þessi og þessi..., “ sagði Þorkell í gamansömum tón. „Ég held að ef sú staða kæmi upp, sem er mjög ólíklegt, að Varði yrði t.d. fyrstur og Heimir annar, þá myndu þeir ekki keppa innbyrðis," sagði Októ. „Bull,“ sagði Heimir þá ákveð- inn. „Ég fer út í þeim tilgangi að taka framúr þeim sem er fyrir framan." „Það góða við þessa íþrótt er það að þú ert einn á báti og getur ekki kennt öðrum um ófarir þínar. Þetta er ekki eins og t.d. í fótbolta þar sem tíu aðrir leikmenn töpuðu fyrir þér. Við verðum að fara út með því hugarfari að ætla að keyra alla í kaf. Við verðum að hafa sjálfstraust til að ná árangri, hvernig sem allt fer,“ sagði Þor- varður. „Þessi utanlandsferð er það mikið lokuð bók fyrir okkur að maður verður bara að miða að sama takmarki og hér heima, sigri. Hérna heima keyrum við í botni frá byrjun, en úti verðum við að hafa „ternpó", því keppnin er hálftíma lengri en við erum vanir. Þetta verður örugglega það jafnt að ef smá loft tapast úr dekkinu þá er maður búinn að vera,“ sagði Heimir. Þorvarður kvað það geta komið þeim til góða að þeir hefðu ekki aðra hugsun í heilabúinu en að sigra í Moto Cross, en hvort það dygði væri síð- an annað mál. „Við keyrum hérna alveg á milljón og verðskuldum að lenda framarlega. síðan förum við út, keyrum á milljón og verðum kannski síðastir,” skaut Þorkell brosandi inní. Heimir kvað þetta óþarfa vonleysi. „Við erum þarna að keppa við tuttugu toppklassamenn í Moto Cross og verðum því virkilega að spá í hlutina. Ég stefni hiklaust á fyrsta sætið. Það blundar kannski í manni að ná glæstum árangri, en ætli verði nokkuð úr honum í þess- ari keppni," sagði Heimir. Þorvarður kvaðst einnig hik- laust stefna á efsta sætið og Þor- kell líka. „Við stefnum allir innst inni á efsta sætið, en hvað við ger- um okkur ánægða með er síðan annað mál og verður bara að koma í ljós,“ sögðu þeir félagar að lokum. G.R. NESCO, innanlandsdeild, hefur starfað aö inn- flutningi og sölu á heimilisrafeindatækjum, þ.e. sjónvörpum, útvörpum, hljómtækjum, mynd- bandstækjum o.fl. hérlendis frá árinu 1968 og hef- ur nú, eins og kunnugt er, umboð m.a. fyrir AKAI, CLARION, GRUNDIG, ORION, TEXAS INSTRU- MENTS, THORENS o.fl. leiöandi framleiðendur. NESCO utanlandsdeild byrjaði árið 1975 á verzl- unarstarfsemi á Norðurlöndum, sem síöan hefur færst yfir á svið alþjóðlegrar framleiðslu- og verzl- unarstarfsemi. i raun starfar NESCO utanlands- deild sem framleiðslufyrirtæki án eigin verksmiðja. Mjög ör vöxtur hefur verið í starfseminni, einkum erlenda þættinum, á undanförnum misserum. Þess vegna óskar fyrirtækið að ráða í eftirtaldar stööur: Alþjóðlegur framleiöslu- og markadsstjóri Starfiö felst í alhliöa vinnu viö varningsþróun og framleiöslu- og markaösmál á heimilis-rafeindatækjum fyrir Norðurlandamark- aðinn og ýmis önnur Evrópulönd, með aösetur á íslandi en tíöum feröalögum til framleiöslu- og markaöslandanna (Austur- lönd fjær, Evrópa). Meginþættir starfsins eru þessir: 1. Samskipti við verktaka-verksmiöjur um hönnun, gerö, þróun og framleiöslu varnings (Product Management). 2. Gæðastjórnun og -eftirlit ásamt umsjón með opinberum öryggis- og truflanaviöurkenningum. 3. Framsetning á varningsmálum innan fyrirtækis, gagnvart auglýsingastofum (innlendum og erlendum) og viöskiptavin- um. 4. Markaösathuganir og skilgreining á samkeppnisstööu. 5. Vinnsla sölugagna og stjórnun auglýsinga- og útbreiöslu- starfa. 6. Fjölmiöla- og almenningstengsl. 7. Þátttaka í beinu sölustarfi. Hér er um aö ræða margþætt og sjálfstætt ábyrgðarstarf, og þarf viökomandi aö vera áhugasamur um rafeindatæknimál og hafa til aö bera frumleika, skipulagshæfileika og hæfileika til aö umgangast fólk og tjá sig í ræðu og riti — bæöi á íslenzku og erlendum málum, einkum á einu eöa fleiri Noröurlandamála og ensku. Ennfremur þarf viökomandi aö hafa til aö bera viö- skiptavitund og mikinn starfsvilja og starfsorku. Aðstaöa og vilji til tíöra feröalaga, reglusemi og traustleiki er skilyröi. Æskilegt er aö viökomandi hafi menntun á sviöi rafeinda- eöa rafmagnsverkfræði meö markaössetningu sem hliðar- og áherzlugrein. Ennfremur kemur til greina áhugasamur maöur á sviöi rafeindatækni, sem hefur háskólapróf j viðskiptafræöum. Boöin eru mjög góö launakjör, afar sérstakt og áhugavert starf og miklir framtíöarmöguleikar. Verzlunarstjóri Starfið felst i stjórn smásöluverzlunar fyrirtækisins í Reykjavík. Hér er um aö ræöa sjálfstætt ábyrgöarstarf og nokkur manna- forráö. Verzlunarstjórinn þarf aö vera áhugasamur um raf- eindatæknimál og hafa til aö bera skipulagshæfileika, góöa almenna menntun, málakunnáttu — einkum í ensku, vandaöa framkomu og hæfileika til aö umgangast fólk. Auk þess mikinn starfsvilja og starfsorku. Starfsreynsla á þessu sviöi væri æski- leg. Mikiö er lagt upp úr reglusemi og áreiöanleika í hvívetna. Boöin eru mjög góð launakjör, áhugavert starf og framtíðar- möguleikar. Sölumenn Leitaö er aö sölumönnum til starfa í smásöluverzlun fyrirtækis- ins í Reykjavík. Viökomandi þurfa að vera áhugasamir um rafeindatæknimál og hafa til aö bera góöa almenna menntun, málakunnáttu, (ensku), lipra og vandaða framkomu og hæfileika til að um- gangast fólk. Starfsreynsla á þessu sviöi er æskileg — en ekki skilyröi. Mikiö er lagt upp úr reglusemi og áreiöanleika í hví- vetna. Boðin eru mjög góö launakjör, lifandi starf og framtíöarmögu- leikar. — X — Fyrirspurnir/umsóknir um öll ofangreind störf sendist Helga Magnússyni, viðskiptafræöingi og löggiltum endurskoöanda, Síöumúla 33, Reykjavik. Umsóknum skulu fylgja fullkomnar persónu- og ferilsupplýs- ingar. Meö allar upplýsingar veröur farið sem algert trúnaö- armál og öllum veröur svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.