Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 44
ettalestuídagm.a.: Greint frá nýjum sjónvarps- þáttum um tónskáldið Richard Wagner. sem nú hefja göngu sína. Bls. 18 SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 Tveir ráðuneytisstjórar: Segja af sér störfum í utanfararneftidinni — telja ekki nægilegt tillit tekið til álits nefndarinnar Tvcir af þrcmur ráðuncytisstjórum, sem setið hafa í utanfararnefnd ríkis- ins undanfarna mánuði, hafa sagt af sér nefndarstörfum. Ástæðan er sú, að þeir telja ekki hafa vcrið tekið nægilegt tillit til umsagnar nefndarinnar um utanlandsferðir opinberra starfsmanna. 1‘etta eru ráðuneytisstjórarnir Bald- ur Möller í dómsmálaráðuneytinu og Hallgrímur Dalberg í félagsmálaráðu- neytinu. l’riðji ráðuneytisstjórinn í nefndinni, Sveinbjörn Dagfinnsson í landbúnaðarráðuneytinu, situr enn í nefndinni og er þar raunar einn sem stendur. Utanfararnefnd er ætlað að vera ráðgefandi um utanlands- ferðir á vegum stofnana ríkisins að ráðuneytum undanskildum. Nefndarstörfin eru ólaunuð og þykja af margvíslegum orsökum ekki eftirsóknarverð. Því hefur verið skipt um nefndarmenn á um hálfs árs fresti. Nefndin tekur til meðferðar ferðabeiðnir stofnana, undirritaðar af viðkomandi for- stöðumanni og þeim starfsmanni, er skal fara í ferðina. Ráðuneytis- stjóri þess ráðuneytis, er hver stofnun heyrir undir, skal vera viðstaddur er ferðabeiðnin er af- greidd. Samkvæmt reglum nefndarinn- ar á hún aðeins að vera leiðbein- andi, en sé ekki farið að ráðum nefndarmanna skal gera þeim grein fyrir þeim ástæðum, er liggja að baki nýrri ákvörðun við- komandi ráðherra eða ráðuneytis. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði í samtali við fréttamann Morgun- blaðsins í gær, að ástæðan fyrir afsögn þeirra Hallgríms hefði ver- ið sú, að þeirra áliti hefði verið svo lítið sinnt, að þeir hefðu ekki talið tíma sínum vel varið með áfram- haldandi fundasetu á þeim vett- vangi. „Við töldum að þessi nefnd ætti að gegna því hlutverki að draga úr utanlandsferðum, en ár- angurinn hefur eitthvað látið á sér standa," sagði Baldur. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var það utanlandsferð tveggja starfsmanna á vegum lista- og safnadeildar mennta- málaráðuneytisins, sem fyllti mælinn hjá ráðuneytisstjórunum tveimur. Morgunblaðinu tókst ekki í gær að ná tali af Sveinbirni Dagfinnssyni, ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðuneytinu og starf- andi formanni utanfararnefndar. „Fæðing sál- ar“ til Eyja í gær var lokið við að gera mót af einni stærstu höggmynd Einars Jónssonar, Fæðingu sálar, en fjöldi fyrirtækja á fastalandinu hefur sameinast um að gefa hana til Vestmannaeyja í tilefni 10 ára gosloka- afmælis. Höggmyndin verður steypt í brons í Bretlandi, en við verkið standa mótasmiðirnir Marg Green og Ted Knell. Myndin verður vænt- anlega sett upp í miðbænum í Eyjum næsta vor. Höggmyndin túlkar náttúruöflin; jörð, haf, eld og himinn vera að skapa manninn. Ljósmynd Mbl. Ragnar Axelsson. Alþjóðlega skákmótið í Sviss: Jón L. vann á endasprettinum JÓN L. Árnason vann biðskák sína gegn Frakkanum Roos á alþjóðlega skákmótinu í Sviss og tókst þar með að vinna mótið; hafnaði f 1—2. sæti ásamt Zuger frá Sviss. Þeir hlutu 9 vinninga af 13 mögulegum. í 3—4. sæti urðu alþjóðlegu meistararnir King frá Englandi og Bischoff frá V—Þýzkalandi með 8 vinninga. Eng- ir stórmeistarar tóku þátt í mótinu, en hins vegar 7 alþjóðlegir meistar- ar. Deilt um gengisforsendur þjóðhagsspár 1984: Þjóðhagsstofiiun vill meira svigrúm en Seðlabankinn — stofnunin tekur ekki mið af forsendum fjárlagafrumvarps ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gerir tillögur um meira gengissvigrúm í þjóðhagsspá fyrir árið 1984 cn lagt var til grundvallar við gerð fjárlagafrumvarpsins. í megindráttum byggist fjárlagafrumvarpið fyrir 1984 á því að genginu verði haldið föstu gagnvart dollar en Þjóðhagsstofnun vill að miðað sé við meðal- gengi ákveðinna mynta. Þessi ágreiningur um gengisstefnuna á rætur að rekja til ólíkra viðhorfa embættismanna í fjármálaráðuneytinu og Seðla- bankanum annars vegar og Þjóðhagsstofnun hins vegar. Fjárlagafrumvarp og þjóð- hagsspá verða lögð fyrir alþingi strax og það kemur saman eftir rúmar tvær vikur. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt fjárlaga- frumvarpið fyrir sitt leyti en Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, kynnir nú einstök atriði í þjóðhagsspánni fyrir aðil- um vinnumarkaðarins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins þykir ýmsum sem of mik- illar bjartsýni gæti í þjóðhags- spánni einkum að því er varðar loðnuafla — 400 þúsund lestir — á næsta ári og líkur á því að fisk- verð hækki um 3% í Bandaríkjun- um. Spána um fiskverðshækkun- ina byggir Þjóðhagsstofnun á áliti OECD en íslenskir fiskframleið- endur eru ekki jafn bjartsýnir. Það er álit Þjóðhagsstofnunar að með því að binda gengi krón- unnar ekki fast við dollarann fáist svigrúm til sveigjanlegri efna- hagsstjórnar en ella og sé óraun- hæft að gera ráð fyrir öðru en að einhver „gengisaðlögun" reynist nauðsynleg á næsta ári. Að baki ákvörðunum þeirra sem stóðu að gerð fjárlagafrumvarpsins býr að óeðlilegt sé að marka þannig opinbera gengisstefnu og gefa fyrirheit um gengislækkanir fram í tímann. Til þessa hefur ríkis- stjórnin fest gengið við dollar. Jón L. Árnason „Frakkinn tefldi ónákvæmt í lokin og mér tókst að vinna í 107 leikjum. Þetta var mikil maraþon- skák,“ sagði Jón L. í samtali við Mbl. Jóni tókst að krækja sér í efsta sætið ásamt Zuger með frá- bærum endaspretti. Hann hlaut 4!á vinning í síðustu fimm um- ferðunum. „Ég tapaði fyrir King frá Englandi í 8. umferð og þá var eins og jafnteflismollan gufaði upp. Áður hafði ég gert fimm jafntefli í röð. Mér tókst vel upp í lokin og vann góða sigra. Það var eins og ég vaknaði upp af værum svefni við tapið," sagði Jón L. ennfremur. Slátrað við Laxá Morftunblaði8/KÖE. Slátrun sauófjár stendur nú yfir um land allt. Þeir sögðu það Borgfirðingar í sláturhúsinu við Laxá í Leirársveit þar sem þessi mynd var tekin í fyrradag að lömbin væru smá en fremur væn og næðu varla meðalfallþunga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.