Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 41 Sveinn Guðmunds- son fímmtugur Það eru nokkur ár frá því, að einn af félögum mínum í Laugar- dalslaug ávítaði mig fyrir að vera dásama sund og sundlaugar í út- varpinu. Hann bætti við: „Þú áttir ekki að láta fólk fá hugmynd um hve mikið og margt það fer á mis við, sem ekki sækir laugarnar." Þetta voru orð að sönnu um kosti þessa, en lýstu líka eiginhags- munakennd vinar míns, sem vildi búa einn að þessum lystisemdum, því hann óttaðist að svo færi að við kæmumst varla að fyrir að- sókn. Kostir lauganna og heitu pott- anna eru margir. Hvergi eru þeir jöfnu jafnari, þar sem ráðherrar og fógetar og kolasalar hafa farið úr fötunum, þar vegur skraddar- ans pund lítið. Það hlýtur að vera hverjum og einum sérstök upplifun að drífa sér ofan í vel líkamsheitt vatnið i heitu pottunum og vekja minn- ingar um er við í upphafi lífs okkar syntum um sem fiskar í yl- volgu móðurlífsvatninu, og þannig hafa aukið gildi til afslöppunar og endurnæra menn til áframhald- andi baráttu. Það er ekkert spursmál að heitu pottarnir hafa lækningarmátt á gigt, streitu og margvíslega sálræna kvilla. Samt er ótalið það, sem e.t.v. vegur þyngst, en það er jafnræðið og gagnkvæm umhyggja og vin- átta sem þar myndast. Áhugi á velferð samborgarans og þjóðfé- lagsins svífur þar yfir heitu vatn- inu. Láti einhver ekki sjá sig í nokkra daga, er farið að undrast yfir hvað hafi komið fyrir. Því miður koma ekki allir alltaf aftur, og er söknuður að mörgum kveð- inn. Þegar hún eða hann birtist aftur í pottinum, þá er fagnað. Alltaf eru einhverjir nýir að bætast í hópinn. Sumir leggja lítt til mála, aðrir telja sig geta leyst flest mál líðandi stundar og það getur líka verið afslöppun í því að hlusta jöfnum höndum á rabb um ferðir geimskipa, kafbáta, stjórn- mál, fótbolta og hneykslismál, en undir niðri er kímnin, sem öllu máli skiptir. Sumir leggja ekki mikið til mál- anna, en geta verið þeim mun hnyttnari, þegar þeir skjóta að orði. Allt þetta kemur mér í hug, er einn af ágætum pottfélögum og vinum mínum, Sveinn Guðmunds- son, verður fimmtugur í dag. Það eru um tíu ár frá því að hann fór að sækja heitu pottana í hádeginu alla virka daga, líkt og undirritað- ur og ýmsir aðrir, svo sem frægir togarakapteinar, kvikmyndatöku- menn, prentarar, fótboltahetjur, starfskraftar af báðum kynjum og lögmenn. Mér varð það strax gleðiefni að þessi óvenjulegi kvistur á þjóðar- líkamanum skyldi bætast í hóp- inn. Hann hafði í nokkur skipti borið fyrir augu mér á hjóli í um- ferðinni, þar sem hann smaug á milli bílanna af lagni og öryggi. Þá var hann sendill í Ríkis- prentsmiðjunni Gutenberg. Um þessar mundir eru þrjátíu ár frá því að Sveinn hóf störf hjá Gamla kompaníinu. Nýtur hann þar verðskuldaðrar virðingar. Enda þótt forsjónin hafi lagt það á Svein Guðmundsson að hann megi ekki binda bagga sína sömu hnútum og flest annað sam- ferðafólk hans, þá ber hann höfuð- ið hátt, þótt ekki sé hann hár í lofti. Með okkur tókst góð vinátta og kom á daginn að Sveinn var ósvik- inn Reykvíkingur í báðar ættir. Foreldrar hans létust með nokk- urra mánaða millibili á árinu 1977. Móðir hans hét Jónína Jónsdóttir, en móðir hennar var allþekkt í bæjarlífinu fyrir atorku og dugnað, hún hét Salvör Guð- mundsdóttir og vann t.d. við að bera kolapoka úr uppskipunarbát- um hér við höfnina. Meðal ann- arra barnabarna hennar er Ivar Guðmundsson fyrrv. blaðam. Fað- ir hans hét Guðmundur Dagfinns- son, sjómaður. Sveini hefur stund- um orðið tíðrætt um móður sína við mig og þann skilning, sem hún sýndi honum, og hve hann, eftir á að hyggja, kunni að meta kröfur hennar í hans garð. Meðal sér- stæðra ættmenna Sveins var Guð- bjartur Pálsson, kallaður Batti rauði. Hann er dáinn. Við vorum góðkunningjar. Sveinn þekkti hann ekki, en kunni hins vegar að meta þá skoðun mína, að Batti hefði haft löngun til að verða öðr- um að liði enda þótt það tækist ekki eða væri misskilið. Sveinn er mikill trúmaður og metur að verðleikum starf KFUM. Hann telur sig standa í þakkar- skuld við þann félagsskap. Hann hefur sagt mér að trúin hafi verið hans styrkasta stoð. Sveinn er mikil aflakló og eru til frægar sög- ur af lúðuveiðum hans. Ef lýsa ætti skapgerð Sveins, þá koma mér helst í hug fílarnir í Afríku, eins og þeir birtust á skjánum, hér fyrir skömmu. Þeir eru friðsemdarverur, þaulminnug- ar og rammar að afli. Góðlyndið er aðaleinkenni þeirra. Þeir fíla sig líka best í óspilltri náttúrunni. Þeir reiðast sjaldan og seint, en geta verið voðalegir í þeim ham. Eg hef fyrir víst að Sveinn reiðist ekki, en þó hef ég séð hann bregð- ast illa við, er einhver, sem taldi sig eiga í fullu tré við hann, sýndi honum dónaskap á veitingastað. Áður en maðurinn gat áttað sig á neinu, hafði Sveinn hent honum á nokkra kaktusa, sem voru þar í potti ekki fjarri. Þá fílaði Sveinn sig, en maðurinn var á nálum í bókstaflegri merkingu. Mér þykir trúlegt að ýmsir góð- vinir Sveins muni samfagna með honum í dag á þessum áfanga í lífi hans. Mér er og ljóst að Sveini er lítt um lof gefið og myndi kalla slíkt skjall og spyrja hvað búi undir. Mér er hins vegar svo farið að geta ekki ætíð orða bundist og finnst mér þetta ærið tilefni til þess að fagna og óska afmælis- barninu til hamingju og Reykjavík að eiga slíka andans hetju í bar- áttu hversdagsins. Gjarnan hefði ég viljað vera í því mannvali, sem skála mun við afmælisbarnið í dag, en ég mun lyfta einu laufléttu glasi honum til heiðurs við Cheops-pýramídann suður 1 Egyptalandi. Skál unga kempa. Gunnlaugur Þórðarson ítalska 0g spænska, námskeiö fyrir oyrjendur hefst í október. Upplýsingar og innritun í síma 84236 kl. 5—7. MTX50 LÉTT BIFHJÓL FYRIR 15 ÁRA OG ELDRI Kr.: 49.980,- HONDA A ISLANDI VATNAGÖROUM 24, SÍMI 38772 — 39460. KRAFTUR ÖRYCCI - ENDINC HJDLASKÓFLUR • □ SALA S LaJONUSTA ♦ Caterpillar. Cat og3 eriRkrásett vörumerki PLUS . U 910-65 HÖ (48 KW) ÞYNGD: 6.800 KG SKÓFLUR: 0.8 m3 - 1.1 m3 950 B- 155 HÖ (117 KW) ÞYNGD: 15.700 KG SKÓFLUR: 2.3 m3 - 3.0 m3 920 - 80 HÖ (60 KW) ÞYNGD: 8.800 KG SKÓFLUR: 0.9 m3 - 1.6 m3 966 D - 200 HÖ (149 KW) ÞYNGD: 21.500 KC SKÓFLUR: 3.1 m3 - 3.5 m3 930 - 100 HÖ (75 KW) ÞYNGD: 9.950 KG SKÓFLUR: 1.3 m3 - 1.9 m3 980 C - 270 HÖ (201 KW) ÞYNGD: 27.500 KG SKÓFLUR: 4.0 m3 - 4.8 m3 [hIhekla J Laugavegi 170 -172 Sir HF Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.