Morgunblaðið - 09.10.1983, Side 5

Morgunblaðið - 09.10.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 5 Á slóðum Madigans Á dagskrá sjónvarpsins kl. 22.15, að loknum þriðja þættinum um Wagner, er áströlsk heimildarmynd sem nefnist „Á slóðum Madig- ans“. Myndin er frá leiðangri sem rakti og kvikmyndaði þá leið sem dr. Cecil Madigan fór árið 1939 yfir ókannaða Simpson-eyðimörk- ina í Ástralíu. Voru leiðangursmenn tíu talsins. Þýðandi og þulur er Þórhallur Guttormsson. Illjóóvarp mánudatí: Setning Alþingis — bein útsending Útvarpad verður frá setningu Al- þingis í beinni útsendingu á mánudag, 10. október, kl. 13.30. Útsendingin hefst á guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni þar sem séra Árni Pálsson, sóknarprestur f Kópavogi, þjónar fyrir altari. . .......................................................................*• ' W . Hjálmar Ólafsson „Þá kviknuðu eldar í blágresis- brekku" er yfirskrift þáttar sem er á dagskrá útvarpsins kl. 14.15 í dag. Þátturinn er tekinn saman og fluttur í tilefni Norræns bókmenntaárs sem nú er hafið, en það miðast við skólaárið 1983—1984. Þátturinn er í umsjón þeirra Hjálmars Ólafssonar og Vé- steins Ólasonar. „Þátturinn er gerður vegna bók- menntaársins,“ sagði Vésteinn Óla- son, þegar hann var inntur eftir efni þáttarins.“ „Lesin verða upp ljóð frá Norðurlöndunum og einnig frá Vésteinn Ólason smærri þjóðum, eins og Grænlend- ingum og Sömum. Ekki verða þó les- in ljóð frá íslandi, enda teljum við að íslandi séu gerð góð skil með ljóða- þýðingunum. Ýmsir lesarar verða með okkur, auk þess sem við heyrum raddir þriggja skálda, af bandi, lesa eigin verk. Stuttar kynningar verða á skáldunum og inn i þáttinn blöndum við norrænni tónlist sem við teljum að hagi þessu vel. Flest skáldin sem kynnt verða eru flest frá miðbiki þessarar aldar,“ sagði Vésteinn að lokum. Illjóóvarp sunnuda^: „Þá kviknuðu eldar í blágresisbrekku“ Vfsinda- rásin „Vísindarásin** nefnist þáttur dr. Þórs Jakobssonar, veðurfræðings, sem er á dagskrá útvarpsins kl. 18.00 á morgun, mánudag. Er það annar þátturinn sem fluttur er nú í vetrardagskránni, en „Vísindarásin" er nokkurs konar framhald af þátt- um sem dr. Þór Jakobsson flutti á liðnum vetri. „Það sem ég reyni að gera með þessum þáttum," sagði dr. Þór, „er að koma með fréttir úr vísinda- heiminum og nýjungar á óform- legan hátt á almennu máli. í vetur verð ég með viðtöl við íslenska vís- indamenn, þó ekki hafi verið hægt að koma því við fyrir þennan þátt, enda má segja að hann sé byrjun- in því að í síðasta þætti rifjaði ég mikið upp það sem á undan var komið. í þessum þætti styðst ég mikið við skýrslur raunvísindastofnana atvinnuveganna, segi meðal ann- ars frá Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins. Einnig verða lesnar erlendar fréttir, sérstak- lega úr riti Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar. Þá vil ég gjarnan koma því á framfæri að bréf, fyrirspurnir, uppástungur og innlegg í umræð- ur eru vel þegnar, sérstaklega vil ég benda ungu fólki og náms- mönnum á að notfæra sér það. Við þeim fyrirspurnum sem berast mun ég síðan leita svara við hjá sérfræðingum I viðkomandi máli. Þá kem ég í vetur til með að nota það plötusafn útvarpsins, sem hef- ur að geyma dýra- og náttúru- hljóð,“ sagði dr. Þór Jakobsson að lokum. Þátturinn verður á dagskrá vikulega í vetur. Nokkrar GQÐAR ASTAÐUR til að skreppa til Lond( r*. Hverra þessara 13 atriða gætirðu hugsað þér að njóta? Merktu x þar sem við á □ Lúxushótel í miðborginni, Islending- um að góðu kunn. □ Leiksýningar með góðkunningjum okkar af hvíta tjaldinu. □ Enskur bjór og einstök kráarstemmn- ing. Islenskur fararstjóri á skrifstofu S-L í miðborginni, með viðtalstíma á hverju hóteli 3svau- í viku. □ Glæsilegar verslanir. □ Úrvals þjónusta um borð í jxrtu Flug- leiða. □ Tónleikar af öllum stærðum og gerðum. □ Gönguferð um dýragarðinn og Regent Park. □ Stórleikir liða, eins og Arsenal, Totten- héun, West Ham og Watford. □ Vaxmyndasafn Madame Tussaud. □ Urmull veitinga- og skemmtistaða. □ Listasöfn, ss. British Museum og Tate Gallery og ótal sögufrægar byggingar. □ Heimsfrægir söngleikir, ss. Evita, Cats □ Verð frá kr. 8290, bamaafsláttur kr. 3500. Átt þú að skreppa til London? 0-1 atriði: Snúðu þér aftur að því sem þú varst að gera. 1-3 atriði: Þú ert volgur - en getur svosem sleppt London þetta árið. 3 - 10 atriði: Þig dauðlangar - skelltu þér! 10 — 15 atriðl: Þú ert varla í húsum hæf- ur af útþrá. Engin spum- ing-þú ferð Brottfarardagar: 11. okt , 13. okt., 18. okt„ 20. okt.t 25. okt., 27. okt., 2. nóv., 4. nóv.; 9. nóv., 11. nóv., 16. nóv., 18. nóv., 23. nóv., 25. nóv.t 30. nóv., 2. des.t 7. des., 9. des , 14. des., 16. des.t 21. des , 23. des , 28. des., 30. des. Innifalid: Flug, gisting med morgunmat, akstur til og frá flugvelli erlendis og fslensk fararstjóm í feróum merktum •. O.fl. □ Helgar- og vikuferdir. Hafid samband vid söluskrifstofur Samvinnuferda- Landsýnar eda umbodsmenn. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.