Morgunblaðið - 09.10.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983
43
vegna þess að hún vissi að Peter
er mjðg svo hrifinn af gömlu
góðu kvikmyndunum og er undir
áhrifum frá þeim. Audrey telur
að aðeins örfáar þeirra kvik-
mynda, sem gerðar eru í dag,
sýni hina jákvæðu og róman-
tísku hliðar lífsins. Það er ein-
mitt slíkt sem hún sækist eftir.
Mótleikari Audrey í They All
Laughed, Ben Gazzara, heldur
því fram að allir hljóti að eiga
sér uppáhaldsmynd með Audrey
Hepburn. Hún sé falleg, kynæs-
andi og hæfileikarík kona. Hann
segist vera tilbúinn til að starfa
með henni hvenær sem er, hvar
sem er. Yfirlýsing, sem margt
frægt fólk hefur samsinnt.
D.R.S. og
minningin
„Myndin er eiginlega um mig
og Dorothy, hvernig ég varð
ástfanginn af henni, “ segir Pet-
er Bogdanovich leikstjóri. „Hún
var svo falleg, svo vingjarnleg,
hlý og fyndin."
Bogdanovich tók dauða henn-
ar mjög nærri sér, — og hann
óttast að myndin sem Bob Fosse
er að gera um líf hennar, verði
til að kasta rýrð á minningu
hennar.
„Auðvitað hefur fólk enn
áhuga á henni, en það er aðeins
sýndarmennska og gróðahyggja.
Enginn þekkti hana betur en ég,
hvorki Hugh Hefner né Bob
Fosse, sem ekki svo mikið sem
hitti hana. Það sem hefur verið
ritað um Dorothy eftir dauða
hennar er mikið til rangt, því svo
fáir þekktu hana."
Jamie Lee Curtis lék Dorothy í
sjónvarpsmyndinni „Death of a
Centrefold (Dauði miðopnunnar)
og Mariel Hemingway leikur
hana í mynd Bob Fosse, sem
nefnist „Star 80“.
Peter Bogdanovich ætlar að
bæta úr þessu og tvö undanfarin
ár hefur hann skrifað söguna um
Dorothy Stratten. Upphaflegur
titill bókarinnar var „The Kill-
ing of the Unicorn" (Morðið á
einhyrningnum), síðar einfald-
lega breytt í „D.R.S.
(1960-1980)“.
Það er kaldhæðni örlaganna
að síðasta myndin sem Dorothy
R. Stratten lék í skuli heita
„They All Laughed", en Bogd-
anovich hafði einsett sér að gera
fyndna og rómantíska kvik-
mynd. Hann sjálfur hafði hugs-
að sér að leika spæjarann unga,
en hann reyndist vera of gamall
og réði því John Ritter í sinn
stað. Bogdanovich segir þá per-
sónu lýsa honum sjálfum vel
þegar hann var þrítugur.
Hann endursamdi handritið
jafnóðum og skrifaði setn-
ingarnar fyrir leikarana daginn
áður en takan fór fram. Þannig
var handritið alltaf ferskt eins
og ísköld melóna, og samið með
ákveðna leikara í huga. En eftir
að Bogdanovich kynntist Dor-
othy, bætti hann kvenperónu inn
í handritið, svo D.R.S. gæti verið
með.
Peter segist vera mjög ánægð-
ur með endanlegu gerð myndar-
innar, og þó að hann viðurkenni
að það sé sársaukafullt fyrir sig
að sjá myndina, ákveðin atriði í
það minnsta; hann segist hafa
horft á myndina á tveggja mán-
aða fresti síðan hann lauk við
hana í október 1980.
Peter segir að í „They All
Laughed", sé Dorothy eins og
hún hafi alltaf átt að sér að vera.
Hún hafi lítið verið gefin fyrir
varaliti, augnskugga og þess
háttar dót. Þegar hún sat fyrir
hjá Playboy var hár hennar lýst,
en í „Hlátrinum" er það eins og
það var áður en hún kynntist
klámkóngunum sem gerðu hana
fræga.
HJÓ.
Úr heimi kvikmyndanna
BLADE RUNNER
— ný mynd Ridley „Alien“ Scotts
verður sýnd á næstunni
Pris og Batty, eftirlíkingarnar sem Deckard er á höttunum eftir.
Austurbæjarbíó hefur von bráðar sýningar á nýrri mynd breska leikstjórans
Ridley Scotts, Blade Runner. Hún gerist í framtíðinni, nánar tiltekið í Los
Angeles í kringum 2020, en Scott hefur þó nokkra reynslu af gerð framtíðar-
mynda, því hann gerði Alien á sínum tíma. Það er Harrison Ford sem fer
með aðalhlutverkið í Blade Runner en hún er næsta mynd hans eftir Raiders
of the Lost Ark.
SÖGUÞRÁÐUR
Blade Runner er ekki bara
framtíðarmynd heldur einnig
framtíðarleynilögreglumynd og
Harrison leikur leynilögreglu-
manninn. Sá heitir Rick Deckard
og er kallaður til starfa við mjög
sérstakt verkefni. Þannig er nefni-
lega að samkvæmt myndinni verð-
ur helsti iðnaður jarðarbúa (sem
eru orðnir alltof margir fyrir Jörð
litlu og hefur því fjöldi manns
þurft að flytja á aðrar plánetur)
eftir svo sem 37 ár héðan frá talið,
gerð eftirlíkinga af mannskepn-
unni. Eftirlíkingarnar eru sendar
á pláneturnar sem fólk hefur flutt
til og eru þar þrælar.
Eftirlíkingarnar eru svo full-
komnar að ógerlegt er að þekkja
þær frá venjulegu alvörufólki og
þeim er meinaður aðgangur að
Jörðinni. Stundum reyna þær að
snúa aftur á heimaplánetuna og
tekst það oft og iðulega. Þá eru
sendir af stað sérstakir hópar
leynilögreglumanna, sem bera
nafn myndarinnar og eru Blade
Runners eða Egghlauparar eins og
vel má kalla þá á íslensku, og þeir
finna eftirlíkingarnar með sér-
stöku prófi og eyða þeim. Deckard
er þannig leynilögga.
Fyrirtæki sem heitir Tyrell og
framleiðir eftirlíkingar kemur
með nýja gerð, Nexus 6-eftirlík-
ingar, á markaðinn og fullkomnari
geta þær ekki orðið. Þær hafa ver-
ið sendar út á pláneturnar en fjór-
ar af þessum nautsterku eftirlík-
ingum hafa snúið aftur til Jarðar
og leita skapara síns. Deckard er
reyndar fyrrum lögga og fyrrum
Egghlaupari en mál þetta er al-
varlegra en flest önnur, og Deck-
ard var bestur á sínu sviði svo
hann er fenginn aftur til starfa.
Hann byrjar verkefnið á því að
hitta að máli Tyrell sjálfan en hjá
honum hittir hann unga fallega
konu, Rachael að nafni, og hann
verður ástfanginn af henni. En
hann kemst að því síðar að einn
galli er á þessu ástalífi. Rachael er
nefnilega eftirlíking, og ástin get-
ur ekki varað lengi því eftirlík-
ingarnar lifa aðeins um fimm ára
skeið.
En alla vega. Leit Deckards leið-
ir hann í næturklúbb þar sem
hann hittir fyrsta strokumanninn
og Rachael bjargar honum úr
harðvítugum slagsmálum við ann-
an og Deckard verður skiljanlega
alltaf meira og meira ástfanginn
af henni. Foringi flóttamannanna,
Batty, hefur í millitíðinni fundið
skapara sinn, Tyrell, og gengið
endanlega frá honum og býr sig
nú undir að hitta Deckard fyrir
lokaátökin.
RIDLEY SCOTT
Ridley Scott er einn af fjöldan-
um öllum af breskum leikstjórum
sem loks fóru út í gerð bíómynda
eftir langan feril sem auglýsinga-
gerðarmenn. Með Ridley í þeim
hópi eru menn eins og Hugh Hud-
son (Chariots of Fire) og Alan
Parker (Bugsy Malomc) en allir
þrír gerðu þeir sína fyrstu mynd
með framleiðandanum David
Puttnam.
Fyrsta mynd Scotts var The Du-
ellists, saga um ást og riddara-
mennsku í Napóleónsstríðunum
með Keith Carradine, Harvey
Keitel og Diana Quick. Sú mynd
setti síður en svo aðsóknarmet en
gagnrýnendur lofuðu hana í há-
stert og sögðu að hér væri kominn
mjög svo efnilegur leikstjóri fram
á sjónarsviðið. Og þeir höfðu
greinilega rétt fyrir sér því næsta
mynd hans, Alien, setti næstum
því aðsóknarmet og varð gífurlega
vinsæl.
Eftir hana var handritið að
Blade Runner sent Scott en hann
var í fyrstu í vafa um hvort það
væri sterkur leikur hjá sér að gera
tvær framtíðarmyndir í einni
runu. Hann segir: „Það er þessi
fáránlega hugmynd í kvikmynda-
iðnaðinum að þú þurfir að fara
varlega ef þú vilt ekki vera einn af
þessum leikstjórum sem aðeins
gera eina tegund kvikmynda. Mín
fyrstu viðbrögð þegar ég fékk
handritið í hendur voru á þá leið
að ég sagði nei, en svo rann það
upp fyrir mér að myndin mundi
alls ekki verða mjög lík Alien.
Ridley Scott, leikstjóri Blade Runner.
Harrison Ford leikur Deckard leyni-
lögreglumann af Marlowe-tegund-
inni.
Blade Runner stendur mun nær
raunveruleikanum því til að byrja
með gerist hún á tíma sem flestir
áhorfendur hennar eiga eftir að
lifa.“
Eitt af því fyrsta sem Scott
gerði eftir að hann samþykkti að
gera myndina, var að breyta leyni-
löggunni Deckard í einskonar
framtíðargerð af Marlow leyni-
löggu Raymond Chandlers. Með
því vildi hann færa myndina „nær
samtímanum". Hann vildi að
áhorfendurnir fengju það á til-
finninguna að sagan „gæti átt sér
stað árið 1982“. Og ég gerði það
m.a. með því að hverfa aftur um
40 ár, sem einskonar jafnvægi við
það að myndin gerist 40 árum eft-
ir þennan dag. Svo Blade Runner
lítur út eins og leynilögreglusaga
frá fjórða áratugnum — mikið af
skuggum og Raymond Chandlers-
ískum samtölum en hefur í sér 21.
aldar söguþráð og umhverfi."
HARRISON FORD
Það var í mynd Georges Lucas,
American Graffiti árið 1970 sem
Harrison Ford fékk fyrst tækifæri
til að láta á sér bera. Síðan þá
hefur hann leikið í myndum eins
og Force Ten From Navarone, Han-
over Street og The Frisco Kid. En
það er vinnan með Lucas sem
komið hefur honum til alþjóðlegr-
ar frægðar og frama í Star Wars
myndunum sem nú eru orðnar
þrjár að tölu. Raiders of the Lost
Ark kom þar inn á milli og nú er
hann að vinna að Raiders númer
tvö. Þessar síðasttöldu fimm
myndir eru að mestu leyti byggðar
á tækniatriðum sem njóta sín mun
betur en nokkurntíma leikararnir,
sem yfirleitt falla í skuggann af
þeim. Því telst það Ford nokkuð til
góða að hafa „lifað þær af“ og
verða að auki einn af eftirsóttustu
kvikmyndaleikurum Bandaríkj-
anna.
PHILIP K. DICK
Blade Runner er byggð á skáld-
verki eftir Philip K. Dick sem
heitir Do Androids Dream of Electr-
ic Sheep) (Geta vélmenni dreymt
rafmagnaðar kindur?) en Dick lést
á síðasta ári rúmlega fimmtugur
að aldri. Philip K. átti aldrei nein-
um stórkostlegum vinsældum að
fagna fyrr en á síðustu árum að
menn fóru að veita verkum hans
verðskuldaða eftirtekt, og nú eru í
vinnslu tvær aðrar kvikmyndir
sem byggðar eru á verkum hans.
Dan O’Bannen (Dark Star, Alien)
vann að handriti þeirra.
Þó Philip K. Dick hafi skrifað
nóg af sögum til að veita heilli
kynslóð kvikmyndagerðarmanna
innblástur, er Blade Runner
fyrsta sagan hans sem komist hef-
ur á breiðtjaldið. Jean-Pierre Gor-
in, samstarfsmaður Godards
(Tout va Bien), gerði árangurs-
lausar tilraunir til að fá Holly-
wood til að fjármagna kvikmynd
eftir bókinni Ubik, sem Dick reit
1969 og enginn ■ annar en John
heitinn Lennon var áfjáður í að
gera kvikmynd eftir annarri bók
Dicks, The Three Stigmata of
Palmer Eldritch, frá 1966. Hug-
myndinni var komið á framfæri
við framleiðanda Mean Street,
Jonathan Taplin, en hann hefur að
líkindum ekki verið eins áfjáður
og Lennon.
Þá var það leikstjórinn Martin
Scorsese, sem áhuga fékk á Blade
Runner 1969 þó ekkert hafi orðið
úr framkvæmdum. Bókinni var
seinna komið á framfæri við Rob-
ert Jaffe, sem skrifaði kvikmynda-
handrit eftir henni í gamansöm-
um tón. Dick þótti það svo lélegt
að þegar þeir hittust fyrst „vildi
ég vita hvort hann vildi að ég
lúskraði á honum þarna á flugvell-
inum eða biði með það þangað til
við kæmum heim í íbúðina mína,“
eins og Dick sagði eitt sinn í
blaðaviðtali. Leikarinn og hand-
ritahöfundurinn Hampton Fanch-
er reyndi næstur við gerð kvik-
myndahandrits eftir bókinni, eftir
að hafa reynt að fá Dick sjálfan til
að skrifa það, og enn var Dick
óánægður. „Þegar ég las það fyrst
hugsaði ég með mér að ég skildi
flytjast til Sovétríkjanna þar sem
ég er gersamlega óþekktur og fá
mér vinnu við að gera ljósaperur í
verksmiðju og líta aldrei á nokkra
bók framar og láta sem ég væri
ólæs,“ sagði hann.
Handritið sem Dick gat sætt sig
við á endanum gerði David Webb
Peoples upp úr handritið Fancers
enda eru þeir báðir titlaðir hand-
ritshöfundar myndinnar.
Ridley Scott, sem aðeins hitti
Dick einu sinni þegar Blade Runn-
er var næstum fullgerð og hafði þá
ekki lesið neina af bókum hans,
fann titil myndinnar í tilvitnun í
handritinu. Tilviljun ein réði því
að til var sama nafn á vísinda-
skáldsögu frá 1974 eftir Alan E.
Nourse, sem William nokkur
Burroughs reit Blade Runner (a
movie) eftir og hafði í huga gerð
kvikmyndar eftir henni. Nauð-
synlegt var að semja um nafn-
notkunina þó ekkert annað hafi
verið notað frá Nourse eða Bur-
roughs í myndinni. Blade Runner
er eins og allir geta séð þó nokkuð
handhægari en Do Androids
Dream of Electric Sheep? ...
— ai