Morgunblaðið - 09.10.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.10.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 rekstri Slippstöðvarinnar og nú er þetta sterkt og rótgróið fyrirtæki. Því hefur oft verið haldið fram og það með nokkrum rétti, að samn- ingar þeir sem stöðin gerði við Einar ríka á sínum tíma hafi verið sá vendipunktur, sem betri tíð framundan byggðist á. Einar skrifaði bréf til Stefáns á sextugsafmæli hans fyrir 10 árum og segir þar m.a. þetta: „Ég hef sjaldan fyrirhitt á lífsleiðinni jafneinlægan mann og þig og mik- inn drengskaparmann. Ég er ekki viss um að viðskipti mín við Slippstöðina hf. hefðu orðið jafn- mikil og þau urðu, ég vona okkur báðum til mikillar blessunar, ef þinna mannkosta hefði ekki notið við.“ Þessi orð segja raunar allt sem þarf að segja um þátt Stefáns í því sem áunnist hefur á liðnum árum. Við höfðum spurnir af því, að skipin reyndust Einari vel og þessi samskipti urðu Stefáni til þeirrar blessunar, sem Einar von- aðist svo eftir. Það er mér kunn- ugt um, og mér er heldur ekki grunlaust um það, að það hafi ein- mitt verið þetta verkefni hans, sem hefur gert það að verkum, að mér finnst hann hafa yngst á þeim árum, sem liðið hafa síðan hann tókst það á hendur. Stefán er og hefur verið gæfu- maður. Öll þau verk, sem hann hefur tekið að sér og honum hafa verið falin, hefur hann leyst af hendi á farsælan hátt. Þrátt fyrir allt þetta var hans mesta gæfa að eignast sína ágætu eiginkonu, sem hann giftist árið 1940. Hún heitir Guðbjörg Bjarnadóttir og er ætt- uð frá Leifsstöðum í Eyjafirði. Bubba er góð kona og frá henni geislar góðvild og hjartahlýja. Hún hefur verið Stefáni stoð og stytta og það hefur hann kunnað að meta. Hún varð sjötug fyrr á þessu ári og kennir enn vélritun í Gagnfræðaskólanum, en það hefur hún gert um nær 30 ára skeið. Þeim varð tveggja sona auðið, sem báðir eru uppkomnir og fyrir löngu farnir úr foreldrahúsum. Bjarni fæddist árið 1949 og starf- ar nú sem arkitekt á Akureyri, er giftur Svövu Aradóttur og eiga þau tvö börn. Guðmundur fæddist árið 1953, er giftur Guðrúnu Jónsdóttur og starfar sem fram- kvæmdastjóri Apótekarafélags ís- lands. Þau eiga eitt varn, en son átti hann fyrir hjónaband. Þetta eru ljúfir drengir og bera foreldr- um sínum gott vitni. Kæru vinir, Stefán og Bubba. Á þessum tímamótum sendum við Guðríður ykkur bestu kveðjur og árnaðaróskir. Stefáni þakka ég samvinnuna á liðnum árum og vonast til þess, að við megum njóta krafta hans sem lengst. Gunnar Ragnars Blaöburöarfólk óskast! Austurbær Laugavegur frá 101 —171 JltotQgiiittMftfrife 35 Armstrong Armafilex pipueinangrun Pípulagningamenn - Húsbyggjendur - Lesið þessa auglýsingu! Veruleg verðlækkun á ARMAFLEX-pípueinangrun hefir nú nýlega gert það að verkum, að þessi vandaða framleiðsla á pípueinangrun, sem hingað til hefir hér á landi einungis verið notuð til einangrunar í frystihúsum og verksmiðjum, mun nú halda innreið sína á sölumarkað pípueinangrunar fyrir hverskonar húsahitun og kaldavatnsleiðslur. FYRIRLIGGJANDI: slöngur — plötur — límbönd og tilheyrandi lím og málning. Þ. ÞQRGRIHSSQN & C0 Hringið eftir ókeypis sýnishorni-bæklingi. Ármúla 16, Reykjavík, sími 38640. Tökum notaða, vel með farna Lada-bíla upp í nýja. Nýir og notaðir bílar Stórkostlegir greiðsluskilmálar Lánum helming af veröi í 9 mánuði Óverðtryggt Verð frá kr. 271.000 Lada 1200 kr. 153.000 Lada 1300 kr. 142.000 Lada Safír kr. 162.000 Lada Canada kr. 192.000 Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.