Morgunblaðið - 09.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.10.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 Bygging flugstöðvarinnar hafin Morgunblaðið/ RAX Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra flytur ræðu við upphaf byggingar- framkvæmda við nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli. „Lagöur grund- völlur aö veru- legum umbótum á sviði flugmála “ Hér fer á eftir ræða Geirs Hall- grímssonar utanríkisráðherra, sem hann flutti á föstudag við upphaf byggingarframkvæmda við nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli. Góðir gestir. Með þessu fyrsta skrefi í dag er lagður grundvöllur að veru- legum umbótum á sviði íslenskra flugmála og samgöngumála al- mennt. Jafnframt er væntanlega einnig rennt fleiri stoðum undir meiri og fjölbreyttari atvinnu- uppbyggingu hér á Suðurnesjum í framtíðinni. Mönnum hefur lengi verið ljós sú staðreynd, að ófremdarástand ríkti í húsnæðismálum núver- andi flugstöðvar sem brýn þörf væri að bæta úr. Byggingin, sem við erum hér stödd í, var byggð árið 1949 og var upphaflega ætl- uð sem bráðabirgðabygging, er stæði í tuttugu ár. Hún hefur staðið þann tíma af sér og vel það, en er nú orðin þröskuldur að frekari útþenslu millilandaflugs. Byggingin uppfyíTir engan veg- inn þær kröfur er gera verður til aðbúnaðar farþega og aðstöðu starfsfólks. Stækkunarmögu- leikar eru fyrir löngu tæmdir, bæði hvað varðar þá þjónustu er fer fram í sjálfri byggingunni eða utan hennar. Gífurleg þrengsli myndast á álagstímum sem gera það að verkum, að farið er langt fram úr leyfilegum ör- yggisstöðlum hvað varðar fólks- fjölda. Það er því ljóst, að núver- andi aðstaða og staðsetning hamlar eðlilegri þróun og frek- ari uppbyggingu. Þessar staðreyndir um vand- ann sem við blasir, hafa lengi verið ljósar. Þegar á árinu 1970 beitti þáverandi utanríkis- ráðherra sér fyrir fyrstu undir- búningsathugun að byggingu nýrrar flugstöðvar. Segja má að unnið hafi verið að þessum mál- um sleitulaust síðan. Gerðar hafa verið fjölmargar athuganir á einstökum þáttum byggingar- innar, hagkvæmnisathuganir framkvæmdar og hönnunarfor- sendur endurskoðaðar. Niður- staðan er sú teikning sem við höfum fyrir framan okkur í dag. í tengslum við endurskoðun varnarsamningsins við Banda- ríkin árið 1974 var m.a. ákveðið að stefnt skyldi að aðskilnaði farþegaflugs frá starfsemi varn- arliðsins. Algjör forsenda slíks aðskilnaðar var bygging flug- stöðvar á svæði í námunda við flugbrautir, þannig að aðkeyrsla yrði ekki um núverandi varn- arsvæði. Bygging nýrrar flug- stöðvar og flutningur hennar er alger forsenda þess að unnt sé að skilja á milli almennrar flug- starfsemi og farþegaumferðar annars vegar og starfsemi varn- arliðsins hins vegar. íslendingar hljóta að vera sammála um nauðsyn og hagkvæmni slíks að- skilnaðar. Ennfremur er slíkur aðskiln- aður í þágu starfsemi varnar- liðsins og því samþykktu Banda- ríkjamenn þegar 1974, að þeir mundu einir greiða allan kostn- að vegna gerðar flughlaða ásamt lögnum, aðkeyrslubrautum og vegalagningu, en sá kostnaður er nú áætlaður um 36 milljónir dollara. Ennfremur féllust Banda- ríkjamenn á það 1978 og 1979 að taka þátt í byggingarkostnaði flugstöðvarinnar sjálfrar með 20 milljóna dollara framlagi. Á kjörtímabili síðustu ríkis- stjórnar var gengið frá ákvörð- unum um flesta þætti þeirrar hönnunarvinnu sem núverandi teikning er miðuð við. Jafnframt samþykkti Alþingi lántökuheim- ild að upphæð 10 milljónir króna til þess að framkvæmdir gætu hafist. Framkvæmdir eru nú hafnar við 1. áfanga flugstöðvar- innar samkvæmt verksamningi, sem gerður hefur verið við Hag- virki hf. 27. september sl. Ég vil leyfa mér að nota tæki- færið nú og færa fyrirrennara mínum í starfi, óiafi Jóhannes- syni, sérstakar þakkir fyrir ötula forystu í málinu. Nokkur gagnrýni hefur komið fram varðandi stærð og bygg- ingarkostnað nýju flugstöðvar- innar. Hvað snertir stærð hennar, ber að hafa í huga, að í núver- andi flugstöð eru allar þjónu- stustofnanir mjög aðþrengdar, svo ekki sé meira sagt. Nýja flugstöðin, sem verður um 80% stærri að flatarmáli en núver- andi bygging án farþegaútgangs, mun vissulega bæta úr þessum þrengslum, en fyrir liggur þegar að flestar stofnanir fá sínar óskir um húsnæðisstærð ekki uppfylltar að öllu leyti. Dæmi um litla en mikilvæga stofnun er pósthúsið. Núverandi starfsað- staða er þannig, að stofnunin, sem opin er allan sólarhringinn, hefur aðeins 23 fermetra til um- ráða. Til marks um tekjumögu- leika skal skýrt frá því, að veltan hjá stofnuninni fyrstu 9 mánuði þessa árs nemur um 23 milljón- um króna. í nýju flugstöðinni er ráðgert, að húsnæði pósthússins muni næstum því þrefaldað, en það mun samt ekki fullnægja óskum þess. Með sama hætti er hægt að gera samanburð á stækkunar- þörfum annarra þjónustueininga flugstöðvarinnar. Flestir kann- ast t.d. við þau gífurlegu þrengsli er skapast í farangurs- og tollafgreiðslu, ef farþegar fleiri en einnar flugvélar koma til landsins á sama tíma. Úr þessu verður bætt verulega í nýju flugstöðinni. Stærð flugstöðvar er mjög háð því hve mikill fjöldi farþega þarf að fara um hana á tilteknum tíma. Staðsetning landsins frá Evrópu annars vegar og Norð- ur-Ameríku hins vegar og tengsl flugferða til beggja átta, tak- marka möguleika íslenskra flug- félaga að dreifa komu- og brott- farartímum. Þessi staðreynd hefur óhjákvæmilega haft áhrif á hönnun og stærð nýju flug- stöðvarinnar. Varðandi byggingarkostnað nýju flugstöðvarinnar, er þess að geta, að margt hefur verið gert á undanförnum árum til að lækka hann. Hefur byggingin og í reynd verið minnkuð þrívegis frá því sem upphaflega var ráðgert. Sést það einna best á því, að árið 1978 var viðmiðunarkostnaður 945 milljónir Bandaríkjadollara, en nú fimm árum síðar er upp- hæðin komin niður í 942 milljón- ir Bandaríkjadollara, þrátt fyrir mikla verðbólguþróun á þessu tímabili, ekki aðeins hérlendis, heldur einnig í Bandaríkjunum alveg fram á síðastliðið ár. En þar með eru öll kurl ekki komin til grafar. Núverandi kostnað- aráætlun miðast við framreikn- aðan kostnað, þ.e.a.s. heild- arkostnað eins og hann verður þegar byggingunni er að fullu lokið árið 1987. Slíkt tíðkast ekki hérlendis, en eðlilegt þykir að hafa þennan hátt á, m.a. vegna hlutdeildar Bandaríkjanna í kostnaðinum. í kostnaðaráætlun flugstöðvar er einnig þáttur sem rétt er að gera nánari grein fyrir. Hann er sá, að staðsetning er ákveðin í nánd við flugbrautir þar sem nægilegt landrými er fyrir hendi til að tryggja framtíðarmögul- eika á uppbyggingu margvíslegr- ar þjónustu og atvinnustarfsemi tengda fluginu. Flugstöðin verð- ur fyrsta byggingin í nýjum byggðarkjarna, er verður að fá alla þá þjónustu sem nauðsynleg þykir í þéttbýli. Gera verður frárennslislögn tæpa 5 km út að sjó, vatnslagnir eru 3,5 km að lengd, raflínulögn 2,5 km og hitaveitulögn getur orðið yfir 5 km. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir, sem skiptir milljónum dollara, er allur meðtalinn í heil- darkostnaði flugstöðvar sem, eins og áður segir, kemur vænt- anlegum byggðarkjarna að full- um notum. Þegar rætt er um kostnað flugstöðvar er ekki úr vegi að benda á þá athyglisverðu stað- reynd, að nettóhagnaður Frí- hafnarinnar á sl. ári, 3,2 milljón- ir dollara sem skilað var í ríkis- sjóð, myndi, miðað við svipaða upphæð árlega, nægja til að greiða allar afborganir og vexti af nauðsynlegri lántöku Islands vegna byggingarinnar, að upp- hæð 22 milljónum dollara. Ég tel eðlilegt, að lántöku til byggingar flugstöðvarinnar sé haldið aðskildri og ákveðnum tekjum ætlað að standa undir greiðslu lána. Ný flugstöð verður og vonandi til þess að laða flugv- élar og farþega til lendingar hér og með þeim hætti munu tekjur flugvallarins og fyrirtækja og stofnana hér aukast. En þótt nauðsynlegt sé að gæta aðstöðu farþega, sem um völlinn fara, þá er ekki síður ást- æða til að huga að aðbúnaði starfsfólks. í núverandi flugstöð vinna á háannatímum yfir 400 manns. Þessi gamla flugstöð er með öðrum orðum einn stærsti vinnustaður landsins undir einu þaki. Aðstaðan í dag uppfyllir engan veginn ákvæði í lögum um vinnuvernd starfsfólks. 1 nýju flugstöðinni er í öllu fylgt ströngustu ákvæðum gildandi byggingarreglugerðar, svo og lögum um vinnuvernd og hollus- tuhætti. Að flugmálum íslendinga í dag starfa með einum eða öðrum hætti hátt á 3. þúsund manns. Þessi atvinnugrein er með þeim þýðingarmestu á landinu og því nauðsynlegt að skapa henni, eins og öðrum greinum, nauðsynleg vaxtarskilyrði. Ekki síður ber að geta mikil- vægi flugstöðvarinnar fyrir Suð- urnesin í heild. Flestir starfsm- enn stöðvarinnar eru héðan og því nátengdir hagsmunir í húfi. Með þeim byggðarkjarna, er myndast mun í kringum flugst- öðina í framtíðinni, byggingu flugskýla og annarri við- haldsaðstöðu, aðstöðu fyrir olíu- dreifingu, svo og möguleikum á tollfrjálsu svæði fyrir iðnrekst- ur, svo eitthvað sé nefnt, skapast ný skilyrði sem ekki hafa verið til staðar fyrr vegna þrengsla í nágrenni núverandi flugstöðvar. Ég hef valið að beina orðum mínum hér á undan að vissum þáttum í innri gerð flugstöðvar- innar. Hitt er ekki síður mikil- vægt, að stöðin sjálf beri þann svip sem okkur íslendingum sé til sóma. Um flugstöðina fara langflestir þeirra útlendinga, er sækja okkur heim, svo og allir er koma við í millilendingarflugi. f sumum tilfellum eru þetta fyrstu kynni af landinu og jafn- vel einu kynnin. Flugstöðin er þannig anddyri landsins út á við og skiptir miklu máli, að það sé aðlaðandi og góð landkynning. Okkur íslendinga skortir ekki verkefnin. Þau blasa hvarvetna við. Þetta á svo sannarlega við á sviði flugsamgangna sem ann- arra þjóðþrifamála. Víðar en hér þarf að byggja flugstöð við flugvelli, en þessi flugstöð er umfram allt flugstöð allra lands- manna, sem þeir munu allir njóta góðs af, beint eða óbeint. Um leið og ég þakka öllum þeim sem starfað hafa að undir- búningi flugstöðvarbyggingar- innar fyrr og síðar, óska ég þeim sem starfa munu að byggingar- framkvæmdum allra heilla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.