Morgunblaðið - 09.10.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.10.1983, Blaðsíða 48
HOLLUWOODi BítlaæöiáVV SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 Tæknifrjóvgun: Setja þarf lög til að tryggja rétt barnanna — segir Jón Hilmar Ragnarsson læknir ÁRLEGA gangast um 10 konur undir árangursríkar tæknifrjóvganir hér á landi, en um þaó bil 40 konur hafa gengist undir slíka aógerð frá upphafi. Hafist var handa um þessar aðgerðir hér árið 1980. Aðgerðin er fólgin í því að konurnar eru sæddar með sæði sem fengið er frá máli skýrt hér í hlaðinu fyrr á þessu ári Jón Hilmar Alfreðsson, kven- sjúkdómalæknir, sagði aðspurður, að það gæti verið að setja þyrfti lög til að tryggja rétt þessara barna, til jafns við önnur börn. Hann sagði að víða væri farið að ræða slíka lög- gjöf á Norðurlöndunum, en búið væri að setja slíka löggjöf í mörg- um ríkjum Bandaríkjanna, í Frakk- landi og víðar. Hann vissi til að undirbúningur slíkrar löggjafar væri langt kominn í Svíþjóð. Vert væri að huga að þessum málum, en ekki ástæða til að flýta sér um of. Víða hefði komið fram það sjón- armið í sambandi við væntanlega löggjöf, að hún gæti haft slæm dönskum sæðisbanka, og var frá þessu áhrif ef hún væri vanhugsuð og reynst þá verri en engin. Jón Hilmar sagði að þeir önnuðu ekki eftirspurninni eftir tækni- frjóvgun eins og nú væri málum háttað. Ekki væri hægt að fá meira sæði frá sæðisbankanum í Kaup- mannahöfn en nú fengist og ýmsir erfiðleikar væru í veginum með að fá það annars staðar frá. Til dæmis væru Svíar ekki komnir með neina svona banka. Ýmsir sænskir spítal- ar hefðu leitað til bankans í Kaup- mannahöfn, en fengið synjun. Það væri því ekki hægt að fullyrða um hvert framhaldið yrði á næstu ár- um. Reyndi að ginna stúlku upp í bifreið MAÐUR REYNDI að lokka stúlku inn í bifreið sína í fyrrinótt. Til átaka kom þeirra í millum þegar stúlkan neitaði. Maðurinn reyndi að ýta henni inn í bifreiðina og sló stúlkuna í and- litið, en hún náði að rífa sig lausa og komst undan. Atvik eru þau að stúlkan var á leið heim til sín af veitingastaðnum Hollywood upp úr klukkan þrjú í fyrrinótt. Neðarlega á Háaleitis- braut gaf maður sig á tal við hana og bauð henni upp í bifreið sína. Hún hafnaði boði mannsins og kom þá til átaka. Maðurinn reyndi að þvinga hana inn í bifreiðina, en náði ekki fram vilja sínum þegar stúlkan veitti honum mótspyrnu. Hann sló hana í andlitið, en þá náði stúikan að rífa sig lausa og komst undan manninum og heim til sín. Atvik þetta var kært til lögregl- unnar. Stúlkan gat gefið nokkuð greinargóða lýsingu á manninum og bifreið hans. Hins vegar hafði ekki tekist að hafa upp á manninum þegar Mbl. fór í prentun í gær. Sælgæti selt á bensín- stöðvum? OLÍUVERSLUN íslands hf. hefur leitað eftir því við heilbrigðiseftirlit- ið að fá að hefja sölu á sælgæti og gosdrykkjum á bensínstöðvum sín- um í Reykjavík. Þórður Ásgeirsson, forstjóri OLÍS, sagði að þetta væri liður í bættri þjónustu við viðskiptavin- ina. Þetta tíðkaðist víðast hvar erlendis, sem og út um lands- byggðina eins og fólk kannaðist við. Ekki sagði hann að neitt væri þó ákveðið í þessum efnum ennþá, né hversu umfangsmikið það yrði, ef það yrði ofan á að ráðast í þetta. Asatrúarmenn: Reisa 4ra m hátt Þórs- líknesi Ásatrúarsöfnuðurinn hefur ákveðið að reisa nýtt Þórs- líkneski á bæ Sveinþjarnar Bein- teinssonar allsherjargoða á Draghálsi í Hvalfjarðarstrand- arhreppi. Hefur orðið að sam- komulagi milli allsherjargoða og Hauks Halldórssonar myndlist- armanns, að hinn síðarnefndi annist verkið og mun styttan reist næsta vor. Haukur Halldórsson hefur þegar lokið gerð frummyndar- innar og sýnir hún Þór stand- andi með reiddan hamarinn Mjölni. Líkneskið verður fjög- urra metra hátt, og í því verður aðstaða fyrir allsherjargoðann við helgiathafnir og efst í líkn- eskinu má kveikja eld, svo lýsi úr augum ássins. Sjá viðtal við Hauk Hall- dórsson á blaðsíðu 26 og 27 í Morgunblaðinu í dag. Lögreglumennirnir Kristbjörn Guðlaugsson og Helgi Sævar Helgason fylgjast með er verslun Hagkaups í Skeifunni var lokað. Morgunbiaðið/ köe. L ' il ' 1 jéism, ’. "* ■ ** - , ' l> > • j I • ■r »i V < Sg s j JRpv Þremur verslunum lok- að með lögregluvaldi „VIÐ HÖFUM ákveðið að verða við eindregnum tilmæl- um lögreglunnar um að loka versluninni, því það er Ijóst að ef við gerum það ekki, þá loka þeir versluninni," sagði Gísli Blöndal, hjá Hagkaup, en skömmu eftir kl. 13 í gær lokaði verslun Hagkaups í Skeifunni að tilmælum lög- reglunnar, en ætlunin hafði verið að hafa opið til klukkan 16, en það er brot á reglugerð sem í gildi er um opnunar- tíma verslana í Reykjavík. Lögreglan kom á staðinn upp úr tólf og eftir um það bil klukkustundarfund með forráðamönnum Hag- kaups varð þetta niðurstaðan. „Við gerum þetta í trausti þess að borgaryfirvöld taki málið tafarlaust upp og leiðrétti nú þegar það mikla misræmi sem ríkir í þessum efnum milli höfuðborgarinnar og ná- grannasveitarfélaganna og það er rétt að taka fram að við höfum náð samkomulagi við starfsmenn okkar um þennan opnunartíma," sagði Gísli ennfremur. Aðspurður kvaðst Gísli ekki geta svarað því nú hvort verslun Hagkaups yrði opin til kl. 19 á mánu- dag, en það er einnig brot á reglugerð um opnunar- tíma verslana í Reykjavík. Hins vegar sagðist hann búast við að það tæki borgaryfirvöld lengri tíma en eina helgi að breyta reglugerðinni, þó þeir vonuðust vissulega til að það tæki sem stystan tíma. Kjötmiðstöðin og JL-húsið ætluðu einnig að hafa opið til kl. 16 á laugardag og lokaði lögreglan einnig þeim verslunum. Hraðfrystihús Patreksfjarðar: Vilja hefja starfrækslu á ný og ráða 25 ástr- alskar stúlkur til starfa Patreksfirdi, 8. október. Frá blaóamanni Morgunblaósins, 6mari Valdimarssyni. „VIUI heimamanna er grundvallar- atriðið í þessu máli og nú verður að koma í Ijós, hvort hægt verður að mynda breiðfylkingu og skapa sam- stöðu hér heima til að leysa þann vanda sem við blasir," sagði Jens Valdimarsson kaupfélagsstjóri og stjórnarformaður Hraðfrystihúss Patreksfjarðar í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. Öllum starfsmönnum HP, um fjörutíu manns, hefur verið sagt upp og húsinu lokað. Hefur það meðal annars í för með sér stöðvun fiskveiöiskipa hússins, en HP gerir út skuttogara og 40 tonna bát, auk þess sem húsið hefur keypt fisk af smábátum á Patreksfirði, sem nú eru einnig stopp. „Það eru miklir fjárhagsörðug- leikar, sem hafa valdið því að við höfum neyðst til að loka hraðfrysti- húsinu, á meðan lausna á vandan- um er leitað," sagði Jens ennfrem- ur. „Það standa yfir viðræður við banka og fleiri aðila um úrræði. Ég get því ekki á þessari stundu um það sagt, hvenær okkur tekst að hefja starfsemi á ný, en ég hef trú á að það geti orðið, og að samstaða hér heima náist. Við höfum m.a. leitað eftir heimild til að flytja inn 25 ástralskar stúlkur til vinnu í frystihúsinu, því þótt nú sé hætta á tímabundnu atvinnuleysi, vantar í rauninni fólk þar til starfa. Þegar það er í fullri nýtingu vinna þar um 70 manns.“ Jens sagði að stjórn HP hefði óskað eftir því við hreppsfélagið, að það gerðist aðili að rekstri frysti- hússins, og „því uppbyggingarstarfi sem þarf að eiga sér stað“, eins og hann orðaði það. „Ég á ekki aðeins við að lokið verði við byggingu frystihússins, sem við áætlum að muni kosta um 18 milljónir króna, heldur þarf að endurskipuleggja allan rekstur þess, bæði fjárhags- legan og daglegan rekstur. Á þess- ari stundu vil ég ekki segja hversu mikið fé við þurfum til að geta haf- ið rekstur á ný, enda þurfa að koma til fleiri samverkandi þættir. Stað- Hvalvertíð lokið: an eins og hún er, er óneitanlega mjög tvísýn.“ Togari Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar, Sigurey, kemur til landsins úr viðgerð í Englandi eftir um 10 daga. Hvenær skipið fer til veiða aftur er alveg óljóst, að sögn Jens. Hann sagði að komið hefði til tals að HP gerði bátinn Þrym út á veið- ar áfram, og að Fiskvinnslan á Bíldudal keypti aflann. Hvað úr því yrði myndi skýrast eftir helgina. „Aðalatriðið er að okkur takist að koma húsinu í gang sem fyrst,“ sagði Jens, „og að hér þurfi ekki að koma til stórfellds atvinnuleysis." 23 hvali vantaði til að aflakvótinn næðist HVALVERTÍÐ er nú lokið að þessu sinni og var það 36. vertíðin, sem Hvalur hf. stundar þessar veiðar. Komu hvalbátarnir til hafnar f Reykjavík á fimmtudags- kvöld og á sama tíma lauk vinnslu í Hvalstöðinni. Alls bárust nú 244 hvalir á land, en leyfilegt var að veiða 267. Nú voru aðeins þrír hvalbátar við veiðarnar í stað fjögurra áður vegna minnkandi aflakvóta. Að sögn Kristjáns Loftssonar, for- stjóra Hvals hf., voru skilyrði til veiðanna léleg í sumar, en þrátt fyrir það var útkoman á vertíðinni þokka- leg. Alls hefði mátt veiða 167 lang- reyðar en aðeins 144 hefðu veiðst. Sagði hann langreyðina hafa horfið af miðunum um miðjan ágúst ásamt steypireyði, hnúfubak og búrhval, sem allir eru friðaðir og búrhvalur- inn í fyrsta sinn nú. Sandreyðurin hefði komið í staðinn og veiðar á henni hefðu gengið vel og kvótinn, alls 100 dýr, hefði auðveldlega verið fylltur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.