Morgunblaðið - 09.10.1983, Side 41

Morgunblaðið - 09.10.1983, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 41 vel, með góðri aðstoð lækna, en einsetti sér líka sjálfur að verða fullfær aftur og stundaði göngur, hjólreiðar og líkamsrækt í þeim tilgangi. Er ég kynntist honum fáum árum eftir slysið, var ekki að sjá á manninum nein varanleg meiðn. Hilmar var afkastamaður til verka, átti gott með að skipu- leggja tíma sinn vel, en átti þó einnig til að gleyma stað og stund við vinnu. Hann hafði með ein- dæmum gott minni og átti gott með að skilja kjarna frá hismi. Voru þessir eiginleikar honum ákaflega mikilvægir í starfi þar sem skýrslur og pappírsflóð vill verða yfirgnæfandi. Var gaman að vinna með honum á fundum af þessum sökum, og átti hann mik- inn þátt í því, að fundir með hon- um urðu yfirleitt styttri og árang- ursríkari en oft vill verða í starfi sem þessu. Hann var mjög vel rit- fær og málfær, bæði á íslenzku og ensku, og skýr í sínum boðskap. Að frumkvæði Hilmars voru haldin á vegum FAO þrjú alþjóða- þing um fiskveiðarfæri og -tækni, hið fyrsta í Hamborg 1957, síðan í London 1963 og loks hið síðasta í Reykjavík 1970. Öll voru þing þessi undirbúin undir leiðsögn og stjórn Hilmars. Mörg hundruð sérfræðingar hvaðanæva úr heim- inum sátu hvert þing og haldin voru fjölmörg undirbúin erindi. Þessi erindi, ásamt umræðum og skýringarmyndum urðu síðan uppistaðan að miklum ritverkum, er Hilmar ritstýrði og gefin voru út í London undir nafninu „Mod- ern Fishing Gear of the World" I, II og III. Eru þetta mikil verk og safnrit fróðleiks um þessi mál. Var hið fyrsta þeirra brautryðj- andi útgáfu á þessu sviði og verður nafn Hilmars ávallt órjúfanlega tengt þessum verkum og þekkt af þeim sökum um allan heim. Hilmar og kona hans Anna hafa búið í Róm síðan 1952. Var oft gestkvæmt hjá þeim önnu og nutu gestir af öllum þjóðernum jafnt þeirra gestrisni. Hilmar naut sín í félagsskap og var auk þess heimilimaður eins og aðstæður leyfðu, og hafði hann yndi af að koma með sína erindreka og sam- starfsmenn heim til viðræðna. Bar auk þess ósjaldan við, að íslend- ingar í opinberum erindagjörðum í Róm, eða annarra erinda, leituðu til Hilmars og konu hans um að- stoð eða fyrirgreiðslu af ýmsu tagi. Má segja, að Hilmar hafi starfað sem óformlegur ræðis- maður íslendinga í Róm öll þessi ár og taldi han það aldrei eftir sér. Studdi Anna hann dyggilega í þessu hlutverki. Verður þetta seint fullþakkað af íslendinga hálfu. Þau hjónin voru hins vegar bæði mjög alþjóðleg í sér, Hilmar var sér þess alltaf meðvitandi, að heimshöfin öll og innsævir álf- anna voru hans starfsvettvangur og skyldu hans voru í hans huga mjög ótvíræðar í þeim efnum. Hann var heimsmaður í orði og verki. Þau hjón undu sér vel á Ítalíu, blönduðu geði og lífi við ítali og töluðu ítölsku vel. Þetta kann að láta einkennilega í eyrum, en þeir, sem til starfa hjá alþjóðastofnun- um þekkja, vita, að slíkt er alls ekki reglan, fremur hið gagn- stæða. Síðustu ár áttu þau Anna sitt annað heimili á Islandi, en héldu húseign sinni og áttu heim- ili í Acilia skammt suðvestan við Róm. Hilmar lét af starfi hjá FAO snemma árs 1982 eftir 30 ára sam- felida þjónustu. Anna og Hilrnar eignuðust þrjú börn, Sigrúnu, gifta verkfræðingi og núna búsett í Róm, eftir nokk- urt heimshornaflakk með manni sínum í starfi hans, Gunnar, sem starfað hefur í mörg ár við Haf- rannsóknastofnunina í Reykjavík, og Önnu Lóu, gifta blaðamanni og búsett í London. Barnabörnin eru orðin þrjú. Ég veit, að ég skrifa fyrir hönd allra þeirra íslendinga, sem áttu þess kost að kynnast Hilmari og vinna með honum í FAO, er ég votta konu hans, Önnu, og börnum þeirra einlæga hluttekningu við fráfall Hilmars, svona alltof fljótt, og bið þeim öllum blessun- ar. Hvíli hann í friði. Agnar Erlingsson Magnús Jóhannesson fulltrúi — Minning Fæddur 9. desember 1920 Dáinn 1. október 1983 Það fer ekki hjá því, að dauðinn komi alltaf á óvart, þó að við mennirnir megum vita, að þeim sem fæðist er áskapað að deyja og hverfa af því sjónarsviði er við sem eftir lifum fáum greint. Þessu kynnist hver og einn, og þó sér- staklega þegar séð er eftir ástvin- um, vinum og samstarfsmönnum. Visst tómarúm skapast, sem við vitum að verður aldrei fyllt. Það þyrfti ekki útaf fyrir sig, að koma neinum, sem þekktu til sjúkdóms Magnúsar Jóhannesson- ar, á óvart að hverju dró um enda- lok þeirrar baráttu um líf og dauða, en dauðinn sigraði fyrr en nokkurn gat grunað. Er við á Ráðningarstofunni mættum til vinnu sl. mánudag fundum við greinilega að einn hlekkur var brostinn og stóllinn auður. Hluti af daglegu lífi og amstri daganna hafði breyst og kemur ekki aftur. Árið 1977 var ákveðið af borgar- stjórn að stofna sérstaka deild á Ráðningarstofunni, sem skyldi sérstaklega annast fyrirgreiðslu fyrir öryrkja varðandi atvinnu við þeirra hæfi. Magnús Jóhannesson var ráðinn til að gegna þessu starfi frá upphafi eða frá 1. janúar 1978. Kom því í hans hlut, að móta þessa starfsemi, sem hann gerði af mikilli prýði og vandvirkni, sem honum var svo lagin. Sýndi hann í starfi sínu rikan skilning á at- vinnuvandamálum fatlaðs fólks og reyndi eftir mætti að leysa úr vanda þess. { starfinu kom vel fram hug- kvæmni hans og vilji til að brjóta upp á nýjum leiðum til hjálpar þeim, sem i erfiðleikum áttu. Prúðmannleg framkoma og góð- vild einkenndu öll störf hans í ör- yrkjadeildinni, en oft er þar fjall- að um viðkvæm mál einstaklinga, sem þarfnast skilnings og velvild- ar, sem Magnús hafði í ríkum mæli. Ég held að enginn hafi farið sár af hans fundi. Magnús var ættaður úr Húna- vatnssýslu og af Barðaströnd. Hann ólst upp í Bolungarvík og taldi sig fyrst og fremst Vestfirð- ing. Foreldrar hans: Guðrún Magnúsdóttir og Jóhannes Teits- son voru orðlagt dugnaðar- og gáfufólk og fékk Magnús það i arf, sem reyndist honum drýgst á lifs- leiðinni. Magnús var eins og móðir hans vel skáldmæltur og góður tóm- stundamálari og eru margar myndir hans mjög vel gerðar. Ef Magnús hefði notið nægilegrar til- sagnar og þjálfunar á þvi sviði hefði sú list hans náð langt. Magnús var um áraraðir í for- ystusveit sjálfstæðismanna hér i Reykjavík, bæði i samtökum ungra sjálfstæðismanna og þó fyrst og fremst í Málfundafélag- inu óðni, sem hann var formaður fyrir í mörg ár. Þá sat Magnús um tima í borgarstjórn Reykjavíkur sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ég þekkti mjög vel félagsmála- störf Magnúsar í gegnum árin, því samleið okkar á þvi sviði er orðin æði löng. Magnús var góður ræðu- maður, rökfastur og snjall. Allt sem hann sagði var nákvæmlega hugsað og sannfæringarkraftur mikill. Ég held að ég hafi aldrei kynnst jafn ákveðnum stuðn- ingsmanni sjálfstæðisstefnunnar og honum og er þá ef til vill nokk- uð sagt, því mörgum hef ég þeim mönnum kynnst. Ævistarf Magnúsar var mikið og störfin margháttuð sem ekki verða rakin hér. Ég mat hann mikið sem góðan dreng og merkan samferðamann og það held ég að allir geri, sem áttu því láni að fagna að kynnast honum. Við á Ráðningarstofunni þökk- um honum viðkynninguna og sam- starfið og flytjum eftirlifandi eig- inkonu hans, Berthu Karlsdóttur, og börnum þeirra og öðrum ást- vinum okkar hjartanlegustu sam- úðarkveðjur og biðjum þeim bless- unar Guðs á ókomnum árum. Gunnar Helgason Ég kveð Magnús Jóhannesson, með þökk fyrir samveruna. Við vorum vinnufélagar á Ráðn- ingarstofu Reykjavíkurborgar, þar sem Magnús sá um öryrkja- deild. Þar tók hann ljúfmannlega á móti þeim sem til hans leituðu með sína erfiðleika, og þeir voru margir og margvíslegir. Okkur Magnúsi varð vel til vina, bæði Vestfirðingar og þekktum margt fólk sameiginlega, oft staldraði Magnús við á minni skrifstofu og við ræddum ýmislegt og ósjaldan var íslandskortið á veggnum hjá mér skoðað og ferð- ast um landið vítt og breitt eftir því. Magnús hafði víða ferðast, innanlands og utan, og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja. Velgefinn, víðlesinn og listrænn vel, átti gott með að setja saman vísu, enda ekki langt að sækja það, því móðir hans, Guðrún Magnús- dóttir, var sérlega vel hagmælt og eftir hana eru þrjú erindi sem fylgja. Mér þótti vænt um þegar Magn- ús gaf mér bók móður sinnar, sem út kom 1969 og heitir Ljóðmæli, þar er marga perlu að finna. Magnús var líka mjög listfengur sem málari og hélt nokkrar einka- sýningar, og á ég einmitt eina fal- lega mynd eftir hann sem sýnir báta í nausti. Og nú er fleyið hans komið í naust, komið að landi, ferðinni lokið og ég þakka góða og einlæga vináttu. Guð biessi Bertu, börn þeirra og fjölskyldur. Hvar sem gegn um myrkur þér geisli [skin, þar er guð þinn styrkur að leita þín. Þetta vinarljós það er vorsins gjöf, til að vekja rósir á lífsins gröf. Hvíli hann í friði. Guðrún S. Guðmundsdóttir Magnús Jóhannesson, fulltrúi, Suðurhólum 18, Reykjavík, andað- ist að morgni laugardagsins 1. október sl. tæplega 63 ára að aldri. Ég hafði rætt við Magnús degin- um áður og virtist honum í engu brugðið, en hann var búinn að vera heilsuveill um árabil, hjart- veikur og hafði fengið mörg áföll, nú kom að því að hjartað þoldi ekki meira. Magnús fæddist í Kálfadal, Gufudalssveit í Austur-Barða- strandarsýslu, þann 9. desember 1920, en ólst upp í Bolungarvík. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún, skáldkona, Magnúsdóttir frá Klukkufelli í Reykhólasveit og Jó- hannes Teitsson húsasmiður, Húnvetningur að ætt, sem var þá oddviti í Bolungarvík. Magnús lærði húsasmíði og stundaði þá iðn ásamt byggingar- eftirliti. Hann tók mikinn þátt í félagsstörfum og var félagi í Trésmiðafélagi Reykjavíkur og um sinn starfsmaður þess félags- skapar. Einnig hafði hann mikinn áhuga á stjórnmálum, gegndi ýmsum trúnaðar- og skyldustörf- um fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var um langt árabil formaður Málfundafélagsins óðins. Magnús var í nokkur ár borgarfulltrúi í Reykjavík, hann átti sæti í hús- næðismálastjórn og í stjórn Ráðn- ingarstofu Reykjavíkurborgar. Síðustu árin var Magnús starfs- maður Ráðningarstofunnar og hafði aðallega með að gera mál- efni og ráðningu öryrkja til starfa og fórst það vel úr hendi eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Magnús var maður listfengur og stundaði listmálun í frístundum og hélt nokkrar málverkasýningar á eigin verkum, sem fengu góða dóma. Ég kynntist Magnúsi vel í fé- lagsstarfi og vinnu og mat hann mikils sem traustan félaga, en þó lipran í allri umgengni. Það er sjónarsviptir að mönnum sem Magnúsi, sem falla frá fyrir aldur fram. Eftirlifandi eiginkonu Magnús- ar, Berthu Karlsdóttur, börnum þeirra og öðrum vandamönnum votta ég innilega samúð. Pétur Hannesson Á gröfum blikar geislarós í gegnum dauðans ský og sérhvert slokknað lífsins ljós fær ljóma sinn á ný. Nú líður dagsins ljósskeið hljótt að ljúfri næturtíð, og svefnsins engill sætt og rótt þér syngur kvöldljóð blíð. (G.M.) OMRON OMRON búöarkassar fyrir minni og stærri fyrirtæki fyrirliggjandi. Verö frá kr. 13.500. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 Simi 20560 RYMINGARSALA Rýmum fyrir nýjum haust- og jólavörum GERIÐ rir nyju GOÐ KflUP TIL JOLAGJAFA Jóladúkar allskonar. Saumaöir rocokostólar frá 500 kr. Kínverskir kaffidúkar. Saumaöir klukkustrengir 268 kr. Straufríir matardúkar. Uppfyllingargarn. Straufríir blúndudúkar. Flauelsbútar — velourbútar. SELJUM LÍKA TILBÚNA PÚÐA, MOTEL FRÁ KR. 350,- UPPSETNINGABÚÐIN, HVERFISGÖTU 74.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.