Morgunblaðið - 09.10.1983, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.10.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 27 þessu! — Enn er sjávarútvegsspil- ið þó notað, og það gladdi mig í sumar er ég kom vestur í ólafsvík, að sjá spilið þar í skólanum; Ólsarar kenna krökkunum á sjáv- arútveginn í gegnum spilið okkar gamla. — Erindið var annars það til Ólafsvíkur, að ég var með sýn- ingu í sumar, og fékk aldeilis hreint frábærar móttökur. Það eru miklir ágætismenn þarna í ólafsvík, eins og annars staðar undir Jökli raunar." Tröllin heilla mest — Af þjóðsagnamyndum þfnum er greinilegt að þú hefur mest dá- læti á tröllum, og þú hefur reynd- ar gert bók um tröll. Heilla tröllin big? „Já ég las þjóðsögurnar þegar á barnsaldri, og hef haldið því áfram til þessa dags. Tröllin heill- uðu mig strax og draugarnir einn- ig, það er rétt. Heimur trölla og drauga er heimur hins ókunna, heimur hins dularfulla, þar birtist ótti mannsins við sjálfan sig og ótti mannsins við náttúruöflin sem hann verður að lifa við en getur ekki hamið eða stjórnað. Þessi óttalegi og hálf óraunveru- 1400—1449, þar sem þú tekur við- fangsefnið öðrum og heldur raun- særri tökum. Er það jafn skemmtilegt? „Já, já, það er skemmtilegt, þótt á annan hátt sé. Þarna er ég að lýsa mönnum, stöðum og atburð- um, sem lýst er með orðum í ann- álum og öðrum fornum heimild- um. Ég fer eftir því litla sem vitað er um tísku, húsakost og fleira, og reyni svo að geta í eyðurnar. Oft er um allgóðar lýsingar að ræða á því sem ég tek fyrir, en oftar verð ég þó að notast við ímyndunarafl- ið eitt! — Það er heldur ekki erfitt þegar myndauðugt efni er á ferð eins og Svarti dauði eða dráp Jóns Gerrekssonar. Erfiðara getur ver- ið að ná fram útliti og andlits- dráttum einstakra manna, en það hef ég þó reynt eftir bestu getu. — Það er heldur ekki neitt nýtt, því lengi hafa myndlistarmenn reynt að geta sér til um útlit manna, svo sem Snorra Sturlusonar og margra annarra genginna stór- menna. Flestir eða allir sem lesa eitt- hvað, skáldsögur eða sagnfræði, sjá ósjálfrátt fyrir sér söguper- sónurnar, þó engar myndir fylgi. Fólkið er ýmist fagurt eða ljótt, ég veit ekki til að listmálarar hafi notað þessa aðferð áður. Ég hef verið að gera tilraunir með þetta undanfarið, og er bara nokkuð ánægður með árangurinn. Ég byrjaði á þessu í Kassagerðinni, kynntist þar litameðferðinni og tæknilegri hlið málsins, og hef síð- an verið að prófa mig áfram. Bestu litirnir í þetta eru silki- prentlitirnir, þeir eru svo mjúkir og endingargóðir, og auðveldir við að eiga. Eg strekki nylon á ramma og mála litina þar á og dreg síðan í gegn með gúmmíi. Með þessu fæst sérstök áferð, sem ekki næst með vatnslitum eða olíu, þarna er komið nýtt málverk, sem ég kalla þrykkimálverk. — Myndefnið hjá mér er hins vegar eins og nær allt- af fígúratíft, ég held mig meira við það en abstrakt, þó gaman geti verið að grípa í það af og til.“ Þórslíkneski á Draghálsi — Og nú, þegar sýningin er komin upp, hvað tekur þá við? „Það er nú margt og mikið skal ég segja þér. Ég er búinn að nefna Noregsferðina, og svo er að vinna að næsta bindi lslenskra annála. Haukur á vinnustofu sinni. Það er skemmtileg tilviljun að hér á sama stað og Haukur fæst við að myndskreyta þjóðsögur, sat Jón Árnason og vann að þjóðsagnaritun sinni á öldinni sem leiö. legi heimur heillar mig mun meira en „góðu“ sögurnar eða álfasög- urnar, en með því er ég þó ekki að leggja neitt gæðamat á þessar sögur, sem allar eru frábærar bókmenntir. íslensku tröllasögurnar eru frábærar, og það er eins og mynd- irnar blátt áfram ryðjist fram, þegar ég fer að lesa þær. — Ég varð svo fyrir því „óláni“ fyrir nokkru, að komast í norskar þjóð- sögur, og þar eru jafnvel enn hrikalegri og stórfenglegri trölla- sögur en í þeim fslensku. Þarna fann ég til dæmis sögu af þremur tröllum í skógi, sem aðeins höfðu eitt auga, sem þau urðu að skipt- ast á um að nota! Það er ekki svo lítið, sem hægt er að gera með svona sögum, og nú ætla ég að fara til Noregs í vetur og vinna úr þessum sögum. Ég hef áður verið þarna, í Norður-Noregi, f Uppdal norðan Þrándheims, og þangað fer ég nú. Ég kann vel við Norðmenn, og hlakka til að breyta aðeins til. — Ég er þó ekki alfarinn héðan, langt í frá, hér heima bfða einnig mörg verkefni, sem mig langar til að fást við, verst hvað maður get- ur gert lítið af þvf sem manni finnst skemmtilegt." Björn Jórsalafari á gangi í Austurstræti — í þjóðsagna- og tröllamynd- um þínum lætur þú gamminn geisa í meira og minna óraun- verulegum heimi. Nú er aftur að koma út bók sem þú hefur myndskreytt, íslenskir annálar hátt eða lágvaxið og svo framveg- is. Þetta sé ég fyrir mér eins og aðrir, og festi það síðan á blað. Stundum getur það þó verið erfitt að hafa enga fyrirmynd, og þá er ekki annað að gera en fara út og sjá hvort hún er ekki á ferli meðal okkar sem nú erum uppi. — Ég get nefnt sem dæmi, að í íslenskum annálum er mynd af Birni Jór- salafara Einarssyni, hinum víð- förla höfðingja. Ég sá manninn ljóslifandi fyrir mér, en gat þó ekki komið honum á blað, svo ég væri ánægður með. Þá var það eitt sinn, er ég var á gangi í Austur- stræti, að ég sé þennan mann koma gangandi, Björn heitinn Jórsalafari kom þarna á móti mér, nákvæmlega eins og ég hafði séð hann! Þá var ekki annað eftir en að drífa sig hingað upp á bjálka og teikna manninn, og i bókina er hann kominn! Myndskreytingar fslenskra annála hefur verið skemmtilegt verk, og ég hef gaman af miklu fleiri hlutum en tröllum og forynj- um, þótt slíkt sé í uppáhaldi hjá mér. f fyrra gerði ég til dæmis myndir við Stóru barnabókina, mjög skemmtilegt verkefni og dá- lítið öðru vísi en það sem ég þá var að fást við.“ Tilraunir með þrykkimálverk — Á sýningunni nú ertu með nýstárleg málverk, hvað getur þú sagt um þau? „Sjón er nú sögu ríkari hér eins og oftar, en ég get þó sagt það, að ég kalla þetta „þrykkimálverk" og Enn get ég nefnt þér, að ég er búinn að taka að mér að steypa upp fjögurra metra hátt Þórslíkn- eski fyrir Sveinbjörn vin minn allsherjargoða á Draghálsi. Þó ég sé ekki Ásatrúarmaður — ég er trúlaus — þá er ég sammála Sveinbirni um að varla er vansa- laust að hafa ekki veglegt Þórs- lfkneski á Draghálsi, þó ekki væri nema vegna allra erlendu ferða- mannanna sem þangað koma. Ég hef því gert frummynd af Þór, og í vetur á að steypa hana upp. Þetta er hin vígalegasta stytta, Þór stendur uppréttur með reiddan hamarinn Mjölni, en ekki sitjandi á kamri eins og hann hefur oft verið sýndur. Inni í lfkneskinu verður eins konar altari, og f aug- unum logar eldur þegar það á við. Þetta verður gaman að setja upp, og eigi einhver hús með fjögurra til fimm metra lofthæð, þá vantar okkur slíkt húsnæði um tíma f vet- ur vegna þessa verks." Þar með látum við viðtalinu lok- ið, í tilefni fjórðu einkasýningar Hauks Halldórssonar. Um leið og listamaðurinn horfir á eftir okkur niður stigaopið, segir hann frá því að faðir hans, Halldór Sigur- björnsson, og afi, séra Sigurbjörn Á. Gfslason í Ási, hafi á sínum tíma átt mestan þátt í að hvetja sig til listmálunar. „Síðar tók föð- urbróðir minn við,“ segir Haukur, „hann Lárus Sigurbjörnsson, og það er þeim að þakka — eða kenna — að ég stend nú í þessum spor- um. Hvað sem öðrum finnst um þetta sem ég er að gera, þá er ég þeim þakklátur fyrir aðstoðina og hvatninguna!" Ert þú að leita að hillum í stofuna, barnaherberqið, qeymsluna, lagerinn eða verslunina? Þetta er lausnin. FURUHILLUR U Hillustærðir: 30x80 og 50x80 Uppistöður: 61, 112 og 176 cm. ■4 n Útsölustaðir: REYKJAVÍK: Liturinn, JL-HOsið, KÓPAVOGUR BYKO, Nýbýla- LfeB vegi 15, HAFNARFJÖRÐUR: Málmur, Reykjavlkurvegi, AKRANES: Verslunin Jtm Bjarg, BORGARNES: Kaupfélag Borgfirðinga, STYKKISHÓLMUR: Husið. *----- ^ PATREKSFJÖRÐUR: Rafbuð Jónasar, BOLUNGARVlK: Jón Fr. Einarsson, (SA- ■■■ ID FJÖRÐUR: Húsgagnaverslun Isafjarðar, BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, EGILSSTAÐIR: Verslunarfélag Austurlands, SEYÐISFJÖRÐUR: Verslunin Dröfn, REYÐARFJÖRÐUR: Verslunin Lykill, FASKRÚÐSFJÖRÐUR: Verslunin Pór, VÍKI MÝRDAL: Kaupfélag Skaftfellinga, VESTMANNAEYJAR: Þorvaldur og Einar, SELFOSS: Vöruhús K.A. TOLVU I uL\/U\/FEljIiNG undirbúningur og f ramkvæmd Stöðugt fleiri fyrirtæki taka ákvörðun um kaup á tölvubúnaði til notk- unar við fjárhags-, viðskipta-, launa-, birgðabókhald og framleiðslu og verkstýringu. Dæmin sýna og sanna að fátt er mikilvægara en réttur undirbúningur þegar tekin er ákvörðun um með hvaða hætti sé ráðlegast að tölvuvæða fyrirtækið. MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS er að gera þátttakendur færa um að skilgreina kröfur og þarfir eigin fyrir- tækis og kynna fyrir þeim hefstu lausnir sem koma til greina. EFNI: - Hvað er tölva - hvemig vinnur tölva. - Hvaða rekstrarþætti er hagkvæmt að tölvuvæða - stjómun, fjármála- svið, birgðastýring, framleiðslustýring. - Undirbúningur tölvuvæðingar - úttekt á þörfum fyrirtækisins, skil- greining á kröfum fyrirtækisins til tölvulausnar. - Söfnun upplýsinga - gerð útboðsgagna, samanburður tilboða, val hug- búnaðar og vélbúnaðar. - Framkvæmd tölvuvæðingar - fjármögnun, námskeið, samningur við seljendur. - Áhrif tölvuvæðingar á starfsfólk og stjórnun. - Sýning á nokkmm tölvukerfum. Sérstaklega verður fjallað um framboð á hugbúnaði og vélbúnaði á ís- lenska markaðnum. ÞÁTTTAKENDUR: Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana er hafa með höndum ákvörðun um val tölvubúnaðar og umsjón með framkvæmd tölvuvæð- tngar. LEIÐBEINENDUR: Gunnar Ingimundarson, við- skiptafræðingur, próf í við- skiptafræði frá Háskóla ís- lands, 1981, starfar sem ráð- gjafi hjá Félagi islenskra iðn- rekenda við undirbúning og framkvæmd tölvuvæðingar. Páll Kr. Pálsson, hagverkfræð- ingur, próf í hagverkfræði frá Tækniháskólanum f V-Berlín 1980, deildarstjóri tæknideild- ar Félags fslenskra iðnrekenda og stundakennar' við Háskóla Islands. TIMI: 17.—19. október 1983 kl. 13—18, samtals 15 klst. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ATH: Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfsmenntunnarsjóður Starfsmanna ríkisstofnanna greiðir þátttökugjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa viðkomandi skrifstofur. STJORNUNARFELAG ÍSLANDS IÍm|J8293023

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.