Morgunblaðið - 09.10.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 Undir hausthimni Garóyrkja Hafliöi Jónsson Haustið 1939 naut ég þeirrar ánægju að dveljast í nokkrar stundir með séra Sigtryggi Guð- laugssyni i hinum landskunna garði hans, Skrúð að Nýpi í Dýra- firði. Sigtryggur var þá orðinn há- aldraður og þó með allan hugann við það að búa garðinn sinn undir það, að mæta vetri. önnur urðu kynni mín ekki af þessum mæta manni og fræðara, en þau hafa þó verið mér afar dýrmæt endur- minning og mjög sennilega átt sinn þátt í að marka mér lífs- brautina. Hann kenndi mér málsháttinn „að lakur er sá skúti, sem ekki er betri en úti“ meðan ég veitti hon- um hjálparhönd við það að sauma og vefja tré og runna í garðinum inn í pokastriga. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá, með þessum umbúnaði, að forða greinum trjánna frá því að brotna eða rifna frá stofni undan snjófarginu, sem varð í garðinum að vetrinum. Runnarnir sem eingöngu voru ribsberjarunnar hefðu vafalítið farið illa undan snjóþunganum ef greinarnar hefðu ekki verið reyrð- ar saman þannig að þær litu út eins og reifastrangar, þegar búið var að vefja allt saman með niður- klipptum strigaræmum. Flestum þætti nú í dag ærin fyrirhöfn að standa að slíkum vetrarbúnaði á trjám sem séra Sigtryggur taldi nauðsynlegt í garðinum sínum er allir aðrir skrúðgarðar landsins hafa síðar verið kenndir við, en þrátt fyrir allt vilja þó margir verulega vinnu á sig leggja til að forða viðkvæm- um trjám frá því að fara forgörð- um eða verða fyrir miklum sköð- um í snjórenningi, frosthörkum og snjóþyngslum. Aðferð séra Sig- tryggs við að vefja og binda upp greinar á vissulega fullan rétt á sér t.d. við gullregn, hlyn, ask og álm svo nokkrar af viðkvæmari trjátegundum séu nefndar, er geta farið illa ef á þau safnast mikill snjór. Þá getur slíkur umbúnaður ráðið miklu um lífdaga margra viðkvæmari runna sem hér eru orðnir algengir í ræktun, en þola illa froststorma og frjósa niður á hörðum vetrum. Of lítið er um það að settar séu stoðir við tré og væri þó vissulega þörf á slíku í okkar stormasama landi. Það reynir ekki lítið á rætur trjáa þegar vindarnir gnauða um þau og þess eru mörg dæmi að trjáplöntur leggist útaf og gangi upp úr mold, jafnvel að sumarlagi, í stórviðrum. Með stoð- um mætti oftast fyrirbyggja að slíkt gæti átt sér stað. Þegar tré eru bundin upp við stoðir þarf að gæta þess að stoðin standi eins nærri trénu og mögulegt er og að þau séu svo vel skorðuð að þau berjist ekki við styrktarstoðina. Einnig þarf að varast að bandið sem bundið er með, herðist að stofni trjáplöntunnar t.d. í lang- varandi vætutíð. Best er að binda með þar til ætluðu bandi úr basti, en það drekkur ekki í sig vætu. Hafður er góður vafningur á bandinu milli stoðar og trjástofns og helst þarf að vera svo rúmt milli bands og plöntu, að hægt sé að koma fingri á milli þar sem bandið gengur að plöntunni. Sé hætta á að plönturnar verði fyrir miklum snjóskafrenningi að vetr- inum má koma í veg fyrir að þær skaðist af barningi með því að vefja þær við stoðina með striga- renningum sem leystir eru af þeg- ar komin eru vorhlýindi. En þrátt fyrir það þó frost og snjóar geti orðið miklir örlaga- valdar fyrir trjágróður, eru vetr- arbleyturnar og óstöðugleikar veðráttunnar alvarlegasta vanda- málið sem allir ræktunarmenn eiga hér við að glíma. Allir sem gróðursetja, ættu að hafa það efst í huga, að búa þannig um gróður- beðin, að þar geti aldrei safnast fyrir vatn. Það veldur kulda og loftleysi 1 jarðveginum og orsakar holklaka. Þar sem hætta er á að slíkt geti átt sér stað, er nauðsyn- legt að búa svo um, að vatn hafi greiða leið frá rótum plantnanna svo að vatn safnist ekki fyrir í polla yfir rótum trjánna. Mjög hyggilegt er að bera grófan sand meðfram trjám. Ef jörð springur í frostum, leitar sandurinn í sprungurnar og þá er rótunum síður hætta búin. Ekki sakar að bera húsdýraáburð að trjánum strax að hausti, en varast ber að hann liggi fast upp að rótarhálsi trjánna svo að áburðurinn geti ekki orsakað fúa í trjáberkinum. Barrtré eiga ekki vel heima á litlum lóðum, en þó er réttlætan- legt að hafa eitt til þrjú tré. Þeim þarf jafnan að skýla fyrstu vaxt- arárin þar sem þau eru viðkvæm fyrir morgunsól þegar jörð er frosin og þau ná ekki til vatns og allur safi þeirra er jafnframt fjötraður í klaka. Fyrir nauðsyn- legu skjóli þarf að hyggja strax að hausti. Oftast nægir einföld skjólgrind sem veitir þeim skugga fyrir morgunsólinni, en betra er að hafa gisnar grindur eða laupa sem veita þeim skjól fyrir öllum áttum og verja trén fyrir snjó- barningi. Margir reisa yfir þau topptjöld sem er fljótlegasta að- ferðin til að skýla þeim og hefur gefist nokkuð vel. Mjög hefur borið á því að gljá- víðir sem stendur nærri eða við götuljósker, verði fyrir alvarlegu kali að vetrinum. Gljávíðirinn heldur laufi langt fram á vetur og ljósið ruglar hann Október tílboö Viö bjóöum æfingar í sal í 1 mánuö og 10 skipti í sól- arlampa á QFA aöeins kr. OwW Viö bjóöum æfingar í sal í 1 mánuö og 20 skipti í sól- arlampa á aöeins kr. | IUU Ný heilsa Þín heilsa Fyrir aöeins kr. á mánuöi bjóöum viö: 650, Æfingar í rúmgóöum og björtum sal undir leiösögn færustu leiöbeinenda allan tímann sem opið er. Teygjuæfingar eöa Aerobic (músikleikfimi) frá kl. 10 á morgnana og fram aö lokun, alla daga vikunnar. Séraðstoö fyrir þá, sem þurfa á megrun aö halda s.s. megrunarbæklingar, sérhannaöir matseölar og fl. Góöa baöaðstööu. Saunaklefa. Afnot af hárþurrkum og krullujárnum. Kaffisopa aö loknum æfingum í notalegri nuddstofu. Munið: Stærsta sólbaðstofa bæjarins með sér klefum og fl. Engin tímapöntun, engin biö, bara að koma þegar þér hentar. Ópið mánudaga til og með fimmtudaga frá kl. 07.00 til kl. 22.00. Föstudaga frá kl. 07.00 til 20.00. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.00 til kl. 15.00. Við erum ódýrir Líkams og heilsuræktín, Borgartúni 29, sími 28449. 5 skipti kr. 315,00- 10 skipti kr. 500,00- 15 skipti kr. 680,00- 20 skipti kr. 875,00- Allar nánari upplýs- ingar á staðnum, komið og lítiö inn, því sjón er sögu rík- ari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.