Morgunblaðið - 09.10.1983, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983
25
ptfrfw Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið.
Alþingi kemur saman til
funda á morgun, mánu-
dag. Þingi var slitið 14. mars
síðastliðinn þannig að tæpir
sjö mánuðir hafa liðið án
þess að löggjafarsamkundan
hafi setið að störfum. Þetta
er óvenju langur tími og mik-
ilvægar breytingar hafa orðið
á stjórnmálalífinu þessa
mánuði. Kosningar fóru fram
23. apríl, tveir nýir flokkar
bættust þá í hóp þingflokka.
Ný ríkisstjórn, Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks,
settist að völdum 26. maí.
Stjórnarsamstarfið leiddi til
þess að efnahagsmálin voru
tekin fastari tökum og þeir
eru nú háværastir í stjórnar-
andstöðu sem hæst töluðu um
fyrirsjáanlegt neyðarástand í
efnahagsmálum á meðan þeir
sátu við stjórnvölinn. Segja
má að ríkisstjórnin hafi grip-
ið til neyðaraðgerða til að
vinna bug á óðaverðbólgunni
og óneitanlega hefur töluvert
miðað í þeirri baráttu.
Morgunblaðið benti á það
skömmu eftir að nýja ríkis-
stjórnin var mynduð að þá
strax hefði átt að kalla þing
saman til fundar og taka
þann pólitíska slag sem
óhjákvæmilega fylgir jafn
víðtækum ráðstöfunum og
nauðsynlegt var að gera. Lík-
legt er að á fyrstu dögum og
vikum þingsins fari þær um-
ræður fram sem með réttu
áttu að eiga sér stað á alþingi
strax eftir að stjórnin var
mynduð. Meirihluta stjórnar-
innar á þingi hefur enginn
dregið í efa, hún nýtur stuðn-
ings 37 þingmanna (23 sjálf-
stæðismanna og 14 fram-
sóknarmanna) en stjórnar-
andstaðan er fjórskipt með 23
þingmenn (10 alþýðubanda-
lagsmenn, 6 alþýðuflokks-
menn, 4 frá Bandalagi jafn-
aðarmanna og 3 frá Samtök-
um um kvennalista).
Reynslan sýnir að rúmur
meirihluti ríkisstjórnar á
þingi hefur ekki sjálfkrafa í
för með sér að stuðnings-
menn hennar séu samhentir
og skilvirkir i störfum. Ein-
staka stjórnarþingmenn telja
sig hafa meira svigrúm en
ella til að hafa í frammi
gagnrýni bæði á þingflokks-
fundum og utan þeirra. Verð-
ur fróðlegt að fylgjast með
því hvernig mál skipast að
þessu leyti á fyrstu dögum
þingsins.
Ekki er líklegt að neitt
komi á óvart í málflutningi
Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks á alþingi. Ef marka má
málgögn þessara flokka ætla
þeir báðir að höfða til þess að
efnahagsaðgerðirnar þrengi
hag launþega um of og þeir
ætla báðir að reyna að slá sig
til riddara í krafti þess að
þeir tali máli verkalýðshreyf-
ingarinnar. Þetta er gamal-
kunnur söngur sem gafst
flokkunum vel á fyrri hluta
árs 1978. Hann ætti þó að
vera verkalýðshreyfingunni
áhyggjuefni því að málflutn-
ingur hennar og „fagleg" bar-
átta missir marks ef almenn-
ingi finnst að hið eina sem
hreyfingin hafi til málanna
að leggja sé að taka undir
með stjórnarandstöðunni
sem er þar að auki jafn úr-
ræðalaus og raun ber vitni.
Hvorki Bandalag jafnaðar-
manna né Samtök um
kvennalista ráða yfir eigin
málgagni. Þess vegna er af-
staða þeirra til stóru mál-
anna í stjórnmálabaráttunni
ekki eins kunn og hinna
stj órnarandstöðuf lokkanna.
Báðir sóttu þessir flokkar
fram í kosningunum með því
að höfða til fólks með óhefð-
bundnari mál á oddinum, ef
þannig má að orði komast, en
gömlu flokkarnir. Af þeirri
ástæðu einni er þess að
vænta að umræður á alþingi
breyti nokkuð um svip eftir
að 7 nýir þingmenn flokk-
anna taka sæti í þingsölum.
Það verður ekki til að
stytta umræður að þingflokk-
ar eru nú sex en voru fjórir
áður. Og í almennum stjórn-
málaumræðum í ríkisfjöl-
miðlum þar sem allir flokkar
fá jafnan tíma mun þess
glöggt gæta að stjórnarflokk-
arnir eru aðeins tveir en
stjórnarandstöðuflokkarnir
fjórir. En stjórnarsinnar geta
þó huggað sig við þá alkunnu
staðreynd að ekki fara alltaf
saman magn og gæði í ræðu-
höldum á alþingi og þing-
mönnum ætti að vera það
kappsmál að menn temdu sér
að vera skorinorðari þegar
þeir taka til máls á hinu háa
alþingi.
Efnahagsástandið, bráða-
birgðalög ríkisstjórnarinnar,
staða ríkissjóðs og fjárlaga-
frumvarpið fyrir árið 1984
verða helstu málin á fyrri
hluta þingsins. í þessum
málaflokkum reynir mest á
þá Steingrím Hermannsson,
forsætisráðherra, og Albert
Guðmundsson, fjármálaráð-
herra. En fleiri mál koma til
kasta alþingis strax á fyrstu
vikunum. Álmálið og framtíð
stóriðju verður tekið fyrir.
Þar hefur Sverrir Hermanns-
son, iðnaðarráðherra, greitt
úr þeirri flækju sem Hjörleif-
ur Guttormsson bjó til. Geir
Hallgrímsson, utanríkisráð-
herra, hefur þegar tekið
fyrstu skóflustungu að nýrri
flugstöð við Keflavíkurflug-
völl en fram að stjórnar-
skiptum lá það mál í láginni.
Og þannig mætti áfram rekja
þau stakkaskipti sem urðu
við það að Alþýðubandalagið
missti stjórnartaumana — þá
fór framfaragustur um þjóð-
lífið.
Mikilvægast er að ekkert
það sé gert sem verði til þess
að verðbólguhraðinn aukist
að nýju og þjóðarbúið taki
enn eina kollsteypuna með
þeim hörmulegu afleiðingum
sem henni fylgdu. Á meðan
almenningur hefur þá trú að
ríkisstjórnin sé á réttri leið
að þessu leyti nær áróður
stjórnarandstöðunnar ekki
eyrum hans — hvað svo sem
líður ráðherrajeppum og öðru
slíku. Til þess að staðfesta
enn og aftur þann voða sem
við blasti ef óðaverðbólga
dembdist yfir þjóðina að nýju
er nauðsynlegt að þingmenn
leggi sig fram um að kynna
almenningi þau ósköp sem
framundan voru fyrir sjö
mánuðum þegar þingi var
slitið og hvað hefur áunnist
við það að breytt var um
stefnu með aðild Sjálfstæðis-
flokksins að ríkisstjórn.
Þetta átti auðvitað að gera í
sölum alþingis strax í sumar
— en betra er seint en aldrei.
Alþingi kemur saman
Geigur, gröf
og gildra
Leíklíst
Jóhann Hjálmarsson
Þjóðleikhúsið:
LOKAÆFING
eftir Svövu Jakobsdóttur.
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Leikmynd og búningar:
Birgir Engilberts.
Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir.
í Lokaæfingu er á óvæginn
hátt fjallað um áhrif sprengj-
unnar á líf fólks, hugsanir þess
og gjörðir. Að leikritið gerist í
kjarnorkubyrgi í einbýlishúsi í
Reykjavík segir reyndar ekki
nema hálfa sögu. Það er með
ólíkindum hve Svövu Jakobs-
dóttur tekst vel að láta verk sitt
vera lítt snortið af þessu
áhyggju- og umræðuefni
margra. í staðinn er vegið að
hjónabandi, samskiptum kynj-
anna þar sem konan sættir sig
fullkomlega við hlut hins fót-
umtroðna. Hún talar að vísu um
að ekki sé nógu heimilsilegt í
byrginu og hún geti ekki hugsað
sér heiminn án Bachs. En hve
djúpt er á þessum hugrenning-
um?
Ari er verkfræðingur, Beta pí-
anókennari. Ari á að vera dæmi-
gerður tækniáhangandi. Það er
hann líka. Við greinum mann-
lega drætti í mynd hans, en of
fáa. Eiginlega er hér algjört
vélmenni á ferð. Beta er aftur á
móti kvenleikinn sjalfur, en
ófyrirgefanlega heimsk. Maður
skilur ekki hve langt hún lætur
eiginmanninn teyma sig. Leikn-
um lýkur þegar geðveikin hefur
náð tökum á þeim hjónum.
Það hvarflar að manni að
Svava Jakobsdóttir sé að vara
við því að menn fái sprengjuna á
heilann. Nóg mun vera af slíku
fólki. Lokaæfing býður upp á
margar ráðningar og það er einn
af kostum verksins. Lokaæfing
er kannski þroskaðasta verk
Svövu í leikritagerð. En ekki er
þar með sagt að verkið sé galla-
laust. Gallinn er fyrst og fremst
fólginn í því viðhorfi að gera
karlmanninn sem slíkan að
tákni. Konan er af holdi og blóði,
maðurinn skuggi. Hann er allt
það sem við getum ekki sætt
okkur við: sjálfselskur, sjálf-
umglaður hrokagikkur og morð-
ingi drauma konunnar. Við höf-
um enga samúð með honum. Frá
upphafi er hann viðurstyggi-
legur.
Edda Þórarinsdóttir leikur
Betu og leggur sig alla fram. í
lokin rís hún upp í þeirri mót-
sögn verksins sem er frá höfund-
arins hendi mjög snjöll lausn:
„Nú getur ekkert bjargað okkur
nema sprengjan." Edda þróast
og vex með framvindu verksins.
í fyrstu er persónan tilþrifalítil,
en í algjörum ósigri sínum vex
hún og miðlar því sem mikilvægt
er. Hún er fulltrúi hins mann-
lega, þess sem er af ætt vonar-
innar. En líka varnarlaust.
Sigurður Karlsson, hinn ágæti
leikari, er í miklum vanda stadd-
ur í hlutverki Ara. Þessu hlut-
verki verður ekki skilað á þann
veg að viðunandi sé. Það er mis-
heppnað frá upphafi. Leiðinlegt
var að fylgjast með tilraunum
Sigurðar til að blása í það lífi.
Þegar best lét var eins og maður
væri á sæmilegri skólasýningu.
Leikstjórinn hefði frekar átt að
fá sér róbót og segulband í stað
manns.
Sigrún Edda Björnsdóttir er í
dálitlu hlutverki, nemandi Betu í
píanóleik. Hún er eins og gestur
og í raun ekki annað þótt henni
sé ætlað annað. Að vísu er hlut-
verkið ekki smátt með endalokin
í huga og Sigrún Edda gerir því
góð skil, en maður hefur á til-
finningunni að þetta hlutverk
hefði mátt þurrka út með meiri
ögun höfundarins. Það þarf ekki
nema tvær persónur til að koma
óhugnaði til skila. Og nóg er um
óhugnað í tvíleik þeirra Eddu og
Sigurðar.
Það er ef til vill óviðeigandi að
byggja leikdóm á því hvernig
verk eigi ekki að vera. En ekki
verður hjá því komist að horfast
í augu við þann vanda sem
gáfaður höfundur er staddur í
þegar hann vill túlka mikil og
sígild sannindi. Hjónabandslýs-
ingin er að mínu viti kjarni
Lokaæfingar. Hið félagslega
þokar fyrir vanda manneskjunn-
ar. Það er styrkur Svövu Jak-
obsdóttur að þessu sinni. En þá
vaknar sú spurning hvað
sprengjan er að gera í verkinu.
Hefði ekki verið eðlilegra að það
fjallaði nær eingöngu um hjóna-
bandið og vandkvæði þess?
Svava Jakobsdóttir er einn af
okkar bestu smásagnahöfund-
um. Hún hefur af miklu innsæi
og listrænum þrótti sýnt okkur
manneskjuna nakta, afklædda
hégóma sínum. Það kemur því
ekki á óvart að henni sé Jesaja
hugfólginn í skáldskap sínum
um misgjörðir jarðarinnar:
„Geigur, gröf og gildra koma yfir
þig, jarðarbúi."
í sögum sínum hefur Svava
Jakobsdóttir lagt áherslu á hið
stutta og næstum ógreinilega bil
milli hversdagsleiks og fárán-
leiks. Hún hefur með slíkum að-
ferðprn vakið til umhugsunar.
Og það gerir hún eftirminnilega
í Lokaæfingu. Þrátt fyrir einstök
atriði sem skera í augu og eru
einhvern veginn máttlítil vegna
þess hve tilfinningarík þau eru
er svo sannarlega komið verk
sem fær okkur til að taka af-
stöðu. Med eða á móti þykir mér
ekki leið til að skilja Svövu. En
að láta þetta verk orka á sig
kemst enginn hjá sem sér það og
heyrir. Ég lít á Lokaæfingu sem
lífsmark í íslenskri leikritagerð.
En það er eins og mörgum ís-
lenskum leikritahöfundum sé
fyrirmunað að skapa eitthvað
sem stendur f heild sinni.
Hin tæknilega hlið: leikmynd,
ljós, var fagmannleg og í góðum
leikhúsanda.
—
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
| Reykjavíkurbréf
!...... Laugardagur 8. október .
Samgöngur og
byggöaþróun
Bættar samgöngur breyta lífs-
háttum fólks. Þetta er gömul saga
og ný, sem blasir við á Suður- og
Suðvesturlandi eftir þá byltingu í
samgöngumálum þess landshluta,
sem orðið hefur með varanlegu
slitlagi á vegum.
Áreiðanlega er töluvert um það,
að fólk, sem búsett er á Suðurnesj-
um sæki vinnu daglega til höfuð-
borgarsvæðisins og aki milli
vinnustaðar og heimilis á spar-
neytnum bílum. Með sama hætti
er algengt, að fólk, sem búsett er á
höfuðborgarsvæðinu sæki vinnu
til Suðurnesja. Þeir, sem búsettir
eru á Suðurnesjum, en sækja
vinnu til Reykjavíkur eða ná-
grannabyggða, hafa vafalaust
margir hverjir komizt að þeirri
niðurstöðu, að þetta sé hagkvæmt
m.a. vegna þess, að húsnæðis-
kostnaður sé lægri utan Reykja-
víkursvæðisins. Áðrir kostir sem
fylgja búsetu utan höfuðborgar-
svæðisins eru fámennið og betri
aðstæður til barnauppeldis. Þeir
dagar eru sjálfsagt ekki margir á
ári hverju, sem fólk getur ekki
komizt til vinnu sökum ófærðar.
Á næstu árum má búast við, að
þessarar þróunar gæti í vaxandi
mæli og ekki eingöngu milli höf-
uðborgarsvæðisins og Suðurnesja,
heldur muni fólk einnig sækjast
eftir búsetu fyrir austan fjall, t.d.
í Hveragerði, þótt vinnustaður sé i
Reykjavík eða nærliggjandi sveit-
arfélögum. Einnig má búast við,
að þéttbýli rísi á Kjalarnesi eins
og nú hefur raunar þegar orðið.
Hvort sem litið er á þessa fram-
vindu sem jákvæða eða neikvæða,
er ljóst, að með varanlegu slitlagi
á vegum um þessa landshluta hef-
ur grundvöllur verið lagður að
slíkri byggðaþróun. Fólk mundi
ekki aka þessar leiðir til og frá
vinnu á malarvegum.
Ánægjulegt er að sjá, hvað þess-
ari vegagerð hefur miðað vel
áfram hin síðari ár. Nú hefur
einnig verið gert myndarlegt átak
á leiðinni til Þingvalla og verður
vafalaust haldið áfram á næstu
árum. Þetta ef svo fjölfarin leið að
sumri til sérstaklega, að fyllsta
ástæða er til að hraða fram-
kvæmdum þar, og raunar er ekki
ólíklegt, að uppbygging Þingvalla-
vegar og varanlegt slitlag á hann
muni auka umferð til Þingvalla
allt árið um kring og stuðla að því
að íbúar höfuðborgarsvæðisins
njóti þar útivistar að vetri ekki
síður en sumri.
Á hverju ári fer mikill fjöldi
ferðamanna til Þingvalla, Gullfoss
og Geysis. Spurning er, hvort
hægt sé að auðvelda þessa umferð
og stytta vegalengdina, sem ekið
er, með því að lagfæra veginn yfir
Lyngdalsheiði milli Þingvalla og
Laugarvatns. Þetta er skemmtileg
og fjölfarin leið, sem vafalaust
yrði notuð meira með einhverjum
vegabótum þar.
Smásöluverzl-
unin á höfuö-
borgarsvæðinu
Fleira stuðlar að breyttum
lífsháttum fólks en samgöngubylt-
ingin ein. Á undanförnum árum
hefur grundvallarbreyting orðið í
smásöluverzlun á Reykjavíkur-
svæðinu. Kaupmenn á þessu svæði
hafa brotið niður úrelta verðlags-
löggjöf með stóraukinni verðsam-
keppni sín í milli. Þetta er eitt af
fjölmörgum dæmum um það, að
einkareksturinn í atvinnulífinu
hefur tekið frumkvæðið úr hönd-
um stjórnmálamanna, sem hafa
reynzt ófærir um að afnema úrelt
ákvæði í verðlagsmálum.
Með þeirri verðsamkeppni, sem
hefur rutt sér til rúms í smásölu-
verzlun á höfuðborgarsvæðinu,
hafa kaupmenn sýnt í verki gildi
frjálsrar samkeppni og afsannað
staðhæfingar afturhaldssamra og
þröngsýnna stjórnmálamanna um
að kaupmenn mundu bindast sam-
tökum um að halda verðlagi í
hærra lagi, ef verðlagsákvæði
yrðu afnumin. Þessi verðsam-
keppni hefur nú þegar stuðlað að
lægra vöruverði í landinu og mun
gera í vaxandi mæli á næstu ár-
um. Stórkaupmenn verða þess nú
varir, að til þeirra eru gerðar
sterkari kröfur um hagkvæm inn-
kaup og þeir finna, að vörurnar
seljast ekki, ef verð þeirra er of
hátt.
Stöðugleiki í verðlagi undan-
farna mánuði eykur verðskyn
fólks og ýtir undir það, að neyt-
andinn kaupi þá vöru, sem er á
hagstæðustu verði. Þetta, ásamt
öðru, herðir á þeim kröfum, sem
almenningur gerir til stjórnmála-
manna og verkalýðsforingja um
að stofna ekki í hættu þeim ár-
angri sem nú þegar hefur náðst í
að festa verðlagið í landinu. óhik-
að skal fullyrt, að þessi framvinda
mála í verzlun sé einhver sú
merkasta þjóðlífsbreyting, sem
orðið hefur hin síðari ár.
Afgreiðslutími
Eitt sinn var haft eftir Geir
Hallgrímssyni, að erfiðasta mál,
sem hann hefði fjallað um á borg-
arstjóraferli sínum, hefði verið af-
greiðslutími verzlana. ósagt skal
látið, hvort þetta mál sé jafn erfitt
viðureignar nú og þá var. Hitt er
ljóst, að verulegar breytingar eru í
aðsigi á afgreiðslutíma verzlana,
hvort sem mönnum líkar betur
eða verr. Samkeppnin í verzlun og
þróun í verzlunarháttum og lífs-
stíl gerir þessar breytingar
óhjákvæmilegar.
Afstaða þeirra kaupmanna, sem
vilja halda afgreiðslutíma verzl-
ana innan ákveðins ramma, er
skiljanleg. Þeir gera sér ljóst, að
lengri afgreiðslutími getur stuðlað
að auknum rekstrarkostnaði og
þar með hærra vöruverði. Á þeim
brennur að sjálfsögðu aukið
vinnuálag vegna lengri eða breytts
afgreiðslutima auk margvíslegs
óhagræðis.
Afstaða forystumanna Verzlun-
armannafélags Reykjavíkur er
einnig skiljanleg. Þeim er
kappsmál að gæta hagsmuna fé-
lagsmanna sinna og koma í veg
fyrir, að vinnutími þeirra verði of
langur og svo óhagkvæmur, að
veruleg röskun verði á einkalífi
verzlunarfólks af þeim sökum.
Þess vegna skyldu menn varast að
með margvíslegum hætti undan-
farin ár. Einhvers staðar á höfuð-
borgarsvæðinu hefur yfirleitt ver-
ið hægt að finna verzlun, sem haft
hefur opið á öðrum tíma en al-
gengast hefur verið. Alþekktir eru
„söluturnar", sem hafa fleiri vörur
á boðstólum en tíðkast í slíkum
verzlunum og hafa opið öll kvöld
vikunnar og um helgar. Aðsóknin
að þessum verzlunarstöðum er gíf-
urleg eins og hver og einn getur
dæmt um, sem þangað leitar og
bíður í biðröðum langtímum sam-
an til þess að fá afgreiðslu.
Gegn þessari þörf neytandans í
þéttbýlinu fyrir breyttan af-
greiðslutíma verður einfaldlega
ekki staðið. Hið æskilega er, að
Kaupmannasamtökin og Verzlun-
armannafélag Reykjavíkur taki
forystu um þessar óhjákvæmilegu
breytingar þannig, að ekki komi
til þeirra leiðinlegu átaka, sem
einatt fylgja í kjölfarið á tilraun-
um einstakra stórmarkaða eða
annarra verzlana til þess að brjót-
ast út úr þeim ramma, sem í gildi
hefur verið um afgreiðslutíma um
nokkurt skeið.
Stórmarkaöir
og kjörbúðir
Fyrir svo sem aldarfjórðungi
fóru svonefndar kjörbúðir að
ryðja sér til rúms, sem í fyrstu
voru nefndar „sjálfsafgreiðslu-
verzlanir". Þegar þessi nýja teg-
und verzlunar kom til sögunnar,
höfðu menn þungar áhyggjur af
því, að dagar „kaupmannsins á
horninu", — sem Örlygur Sigurðs-
son listmálari fjallaði um í
skemmtilegri grein í Lesbók
Morgunblaðsins fyrir skömmu —
væru taldir, og varð af þessu tölu-
vert fjaðrafok um skeið. Niður-
staðan varð hins vegar sú, að
„kaupmaðurinn á horninu" tók
frumkvæðið um að fylgja fram
þessum framförum í verzlunar-
háttum og breytti gömlu búðinni
sinni í kjörbúð — og hélt þar með
velli, eins og allir gera sem fylgj-
ast með tímanum. Þessi viðbrögð
„kaupmannsins á horninu" fyrir
aldarfjórðungi, sýndu framsýni
hans og hæfni til þess að aðlaga
atvinnureksturinn breyttum að-
stæðum.
Nú er alveg ljóst, að nýr þáttur
er hafinn í verzlunarsögu okkar. Á
undanförnum árum hafa svokall-
aðir stórmarkaðir verið að ryðja
sér til rúms og verða stöðugt
stærri. Nokkrar umræður hafa
orðið að undanförnu um áform
Hagkaups um byggingu nýs stór-
markaðar í Nýja miðbænum við
Kringlumýrarbraut og telja marg-
ir „kaupmenn á horninu", að hags-
munum þeirra sé ógnað.
Hvarvetna um hinn vestræna
heim hefur framvindan í verzlun-
arháttum orðið sú, að stórmarkað-
ir rísa, oft í útjaðri borga þar sem
næg bílastæði eru, og þar sem fólk
getur sinnt öllum innkaupum sín-
um á einum stað. Þessi þróun er
að verða hér og um hana á við hið
sama og um afgreiðslutímann, að
hún er óhjákvæmileg vegna þess
að hún sprettur af breyttum lífs-
háttum fólks. Hún er í rauninni til
marks um, að verzlunin er að að-
laga sig breytingum í lífsstíl al-
mennings. Með sama hætti og
„kaupmaðurinn á horninu" tók
forystu fyrir breyttum verzlunar-
háttum fyrir aldarfjórðungi og
byggði upp myndarlega kjörbúð í
stað gömlu verzlunarinnar, þarf
hann nú að vera í fararbroddi.
Stærri einingar
— Samkeppni
vid SÍS
Augljóst er, að breytingin, sem
er að verða í verzlunarháttum,
kallar á stærri einingar í verzlun
og þar með meira samstarf á milli
kaupmanna. Hið sama er að ger-
ast í öllum atvinnurekstri og mun
gæta í vaxandi mæli í atvinnulífi
okkar á næstu árum og áratugum.
Forsvarsmenn fyrirtækja munu
komast að þeirri niðurstöðu, að
samstarf og í sumum tilvikum
samruni fyrirtækja er af hinu
góða.
Fleira kallar á slíkt sameigin-
legt átak en þessar breytingar ein-
ar. Augljóst er, að einkaverzlunin
í Reykjavík stendur frammi fyrir
mestu samkeppni, sem hún hefur
orðið að takast á við um langt
skeið, þar sem eru áform Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga
um nýjan stórmarkað í Reykjavík,
sem opna á á næstunni.
Samkeppnin er góð, hvaðan sem
hún kemur, en samkeppnin frá
Sambandi íslenzkra samvinnufé-
laga er því marki brennd, að þar
er á ferðinni auðhringur, sem
einskis svífst í viðureign við
einkaaðila í atvinnurekstri, ef því
er að skipta. Fyrir liggja yfirlýs-
ingar frá forystumönnum SÍS þess
efnis, að þeir telji sjálfsagt að
samvinnuhreyfingin hafi í sínum
höndum um þriðjung allrar smá-
söluverzlunar í Reykjavík! Aug-
ljóst er að með opnun hins nýja
stórmarkaðar eru þeir að stíga
fyrsta skrefið að þessu marki.
Fengin revnsla af samkeppnis-
aðferðum SÍS-veldisins sýnir, að
þeir eru reiðubúnir til að beita alls
kyns aðferðum til að koma keppi-
nautum sínum í einkarekstri á
kné. Þegar því marki hefur verið
náð á neytandinn hins vegar ekki
margra kosta völ.
Einkaverzluninni í Reykjavík
stafar meiri hætta af þessum út-
þensluáformum SÍS í smásölu-
verzlun í höfuðborginni en hug-
myndum Hagkaupsmanna um
byggingu stórmarkaðar í Nýja
miðbænum. Eips og jafnan stefna v
Sambandsmenn að því að deila og
drottna. Þessi nýja samkeppni
getur haft afdrifaríkari afleið-
ingar fyrir verzlunina í Reykjavík
en togstreita milli einkaaðila um
stórmarkaði.
fordæma tregðu kaupmanna og
launþega í verzlunarstétt í þessum
efnum.
Á hinn bóginn búum við í allt
öðru þjóðfélagi en t.d. fyrir tveim-
ur áratugum. Nú má það heita
regla með tiltölulega fáum undan-
tekningum, að hvert heimili hafi
tvær fyrirvinnur, að báðir foreldr-
ar vinni úti, auk þess sem einstæð-
um foreldrum hefur áreiðanlega
fjölgað. Þessi breyting ásamt
mörgu öðru hefur orðið til þess, að
hinn hefðbundni afgreiðslutími
verzlana hentar einfaldlega ekki
lengur neytendum. Þessi þörf
neytandans fyrir breyttan af-
greiðslutíma hefur fengið útrás
7.. . : '■ • •