Morgunblaðið - 09.10.1983, Síða 38

Morgunblaðið - 09.10.1983, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1983 Eins dauöi er annars brauö — Stuö og List hættar: Ný hljómplötuverslun tekur senn til starfa Slegist um gítarjöfur Ygvie Malmsteen heitir hann og er sænskur. Ef marka má fregnir í meira lagi efnilegur gít- arleikari í ofanálag. Járnsíöan rakst fyrir stuttu á litla klausu í enska poppritinu Sounds, þar sem skýrt var frá því aö tveir af kunnari söngvur- um þungarokksins, Phil Mogg, fyrrum í UFO, og Graham Bonnet, áöur m.a. í Rainbow, heföu háö mikiö kapphlaup um aö ná í stráksa. Báöir eru þeir kappar aö safna liöi í nýjar sveitir og haföi Bonnet vinninginn í þessu til- viki. Veröur gaman aö sjá út- komuna úr söfnun söngvar- anrla. Auglýsingar inn í poppiö? Auglýsingaheimurinn lætur ekki aö sér hæöa. Ekki aöeins eru íþróttafélög oröin háö stór- fyrirtækjum á margan hátt, heldur láta nú poppsveitir glepjast af gylliboöum stórfyr- irtækjanna hver á fætur ann- arri. Þaö nýjasta er, aö Suöur- ríkjarokktríóiö 72 Top hefur gert samning viö Schlitz-bjór- fyrirtækiö um aö auglýsa vökv- ann vinsæla viö hvert hugsan- legt tækifæri. Gildir þá einu hvort um er aö ræöa sjón- varpsefni eöa tónleika. Fleiri stjörnur eru reyndar meö bjór- fyrirtæki upp á vasann. Hver veit nema viö fáum aö sjá Bubba Morthens eöa Hjört Geirsson sprangandi um með auglýsingu frá Kók eöa Pepsí. Herdís Hallvarösdóttir — haatt í Grýlunum. Grýlur í hléi til áramóta Járnsíöunni barst fyrir nokkrum dögum sá orörómur til eyrna, aö Grýlurnar væru búnar aö leggja upp laupana. Þetta mun ekki allskostar rétt, en hins vegar munu Grýlurnar hafa afráöiö aö taka sér hlé til áramóta. Eins og skýrt var frá á Járn- síðunni á sínum tima er Herdís Hallvarösdóttir, bassaleikari sveitarinnar, hætt og munar um minna því hún var tvímælalaust prímusmótor flokksins. Þrátt fyrir mikinn ákafa gekk leitin aö nýjum bassaleikara eitthvaö treglega, enda ekki á hverrar konu færi aö fyila skarö Herdísar. Leitinni hefur nú veriö hætt aö sinni á meðan þær srjár, sem eftir eru, leggja höf- uöiö i bleyti og hugsa ráö sitt. Um tveggja ára skeið hefur Halldór Ingi Andrésson, fyrrum poppskríbent hér á Mbl. með meiru, veitt hljómplötudeild Fálk- ans forstööu. Járnsíðan hefur nú fregnað, að Halldór sé búinn aö segja starfi sínu lausu hjá Fálkan- um og hyggist stofnsetja sína eigin plötuverslun. Eftir þvi sem næst veröur kom- ist veröur verslun Halldórs Inga aö Laugavegi 28, örstutt frá verslun- um Fálkans og Skífunnar. Þá er Gramm ekki langt undan. Stendur til aö opna hana 7. október ef allt fer aö óskum. Eins dauöi er annars brauö og sú speki á ekki síöur viö í poppinu en á öörum sviöum. Tvær plötu- verslanir eru nýlega búnar aö leggja upp laupana, STUÐ-búöin og List. Kemur fall þeirrar fyrr- nefndu talsvert á óvart því rekstur hennar virtist standa meö miklum blóma. Hins vegar hefur samdrátturinn í plötusölu undanfarna mánuöi vafalítiö þrengt lllilega að minni búöunum jafnt sem þeim stærri. Þær minni hafa einfaldlega minna bolmagn til aö þrauka af erfiöa tíma. Pax Vobis á uppleið Hljómsveitin Pax Vobis hefur á undan förnum vikum vakiö talsverða athygli. Sveit þessi er skipuö fjórmenningunum Ás- geiri Sæmundssyni/söngur og hljómborö, Skúla Sverrissyni/- bassa, Þorvaldi Þorvalds- syni/gítar og Sigurði Hannes- syni/trommur. Pax Vobis átti aö leika í Saf- ari þrjú kvöld í þessari viku. Þegar þetta er ritaö (fimmtu- dagur 29. sept.) er ætlun um- sjónarmanns Járnsíöunnar að berja flokkinn augum eitthvert umræddra kvölda. Umfjöllun veröur því væntanlega að finna á næstu Járnsíöu. Ekki sakar aö geta þess í lokin, aö Pax Vobis nýtur nú aöstoöar bassaleikarans kunna Halldórs Bragasonar, m.a. viö hljóöstjórn. Halldór hefur áöur leikiö t.d. í Big Nós Band. Ágúst Ragnarason og Jón Ólafsson Nýr Foss í tónlistinni Það er ekki bara ungviðið í poppinu, sem er iðið viö stofnun hljómsveita. Nýjar sveitir skjóta upp kollinum eins og gorkúlur og enn ein hefur nú látið til sín taka. Nefnist hún Foss. Foss samanstendur af fjórum köppum, sem allir eru gamalreynd- ir í „bransanum”. Tveir þeirra koma rakleiöis úr Start, Jón Ólafsson, bassaleikari, og Ágúst Ragnarsson, gítarleikari og söngv- ari. Hinir tveir eru Axel Einarsson, sem leikur á gítar og syngur vænt- anlega meö Jóni og Ágúst, og Ólafur Kolbeinsson. V-Þjóðverjar stífir af hamingju með strákana Skyldu strákarnir i Mezzo fá aöra álíka tertu eftir Þýskalandsreisuna? Uppselt á alla tónleika Mezzoforte: Sveitinni boöiö á Montreaux-hátíöina á næsta ári „Viö erum vitaskuld mjög ánægðir. Viðtökurnar hér í Þýskalandi hafa verið ótrúlega góðar — miklu betri en bæöi viö og þýsku samstarfsmennirnir geröu ráö fyrir. Við erum til dæmis aö spila hér í Hamborg í kvöld fyrir fullu húsi og allir miðar, rúmlega 1000, seldust upp fyrir nokkrum dögum,“ sagöi Jóhann Ásmundsson, bassaleíkarí hljómsveitarinnar Mezzoforte, ( símtali viö blm. Morg- unblaðsins frá Þýskalandi í gærkvöldi. Þar hefur Mezzoforte veriö tekiö opnum örmum. Þeir hafa leikið fyrir fullu húsi í Múnchen, Hannover, Berlín, Bonn og Boch- um auk Hamborgar og eiga eftir tvenna hljómleika þar t landi áöur en þeir snúa aftur til Englands þar sem þeir hafa nú fasta bú- setu. „Þetta er gaman þegar gengur svona vel,“ sagði Jóhann Ásmundsson. „Áheyrendur kannast viö tónlistina okkar, þaö heyrum viö greinilega á hljóm- leikunum, og eftir tónleikana í Berlín á þriöjudagskvöldiö vorum viö fengnir í klukkutíma útvarps- þátt þar. Síöasta plata okkar hef- ur verið hér á lista í þrettán vikur og þetta viröist allt vera á upp- leiö.“ Jóhann sagöi aö þeir félagar heföu haft sérstaka ástæöu til aö vera glaöir í gær, því þá barst þeim boö um aö leika i upphafi Montreaux-jazzhátíöarinnar næsta sumar. Sú jazzhátíö er tal- in helsta jazzhátíö heims og þar leika aöeins færustu og virtustu jazz- og funktónlistarmenn. „Viö erum mjög hressír með þetta eins og gefur aö skilja,“ sagöi hann. „Viö vorum líka nýlega aö fá fréttir af því aö platan okkar, „Surprise Surprise", gengur vel í Ástralíu og fleiri löndum. Viö hlökkum því til aö senda frá okkur nýju plötuna, sem viö leggjum síöustu hönd á þegar viö komum aftur til Englands. Þaö veröur gaman aö sjá hverjar viö- tökur hún fær. Þaö versta er að viö erum á svo mikilli ferö alla daga aö viö höfum varla tíma til aö skoöa okkur um. Hér þurfum viö aö keyra fimm og sex tíma daglega á milli borga. Þaö veröur því kærkomin hvíld þegar viö komum loks heim til islands í jólafrí — en þangað til höfum viö meira en nóg aö gera,“ sagöi Jó- hann Ásmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.