Morgunblaðið - 15.10.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983
Útgerðarráð Bæjarútgerðar Reykjavíkur:
Brynjólfur Bjarnason
verði ráðinn í stöðu
framkvæmdastjóra BÚR
ÚTGERÐARRÁÐ Bæjarútgerðar
Reykjavíkur samþykkti á fundi sín-
um í gær að ráða Brynjólf Bjarna-
son hagfræðing í starf
framkvæmdastjóra BÚR. Voru fjór-
ir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
ráðinu hlynntir því að ráða Brynj-
ólf, en þrír atkvæðaseðlar fulltrúa
vinstri flokkanna voru auðir.
Ragnar Júlíusson, formaður
útgerðarráðs BÚR, sagði í sam-
tali við blm Morgunblaðsins í
gær, að verið væri nú að ráða
mann til þess að rétta við hag
Bæjarútgerðarinnar, fram-
kvæmdastjóra sem gæti stjórnað
fjármálum fyrirtækisins.
Björgvin Guðmundsson, annar
framkvæmdastjóra BÚR, sagði í
gær að það væri verið að bola sér
frá BÚR af pólitískum ástæðum
Mál Hólabrekkuskóla:
Málið í athugun
— segir Davíð Oddsson
og Einar Sveinsson, hinn
framkvæmdastjóri BÚR, sagði
að öll framkvæmd þessa máls
væri mjög óvenjuleg og sér öll
óskiljanleg. Brynjólfur Bjarna-
son, hinn nýráðni framkvæmda-
stjóri, sagði í gær, þegar blm.
Mbl. náði tali af honum í Vest-
ur-Þýskalandi, að hann fagnaði
því að vera ráðinn til starfsins
með fjórum samhljóða atkvæð-
um.
Á fundi útgerðarráðs voru
lagðir fram undirskriftalistar
frá starfsfólki, þar sem var lýst
yfir stuðningi við framkvæmda-
stjóra Bæjarútgerðarinnar, þá
Einar Sveinsson og Björgvin
Guðmundsson. Þá voru á fundin-
um einnig bókuð mótmæli og
andstaða vinstri minnihlutans i
ráðinu.
Næsta stig málsins verður það
að borgarráð fær ráðninguna til
staðfestingar, að líkindum næsta
þriðjudag, og síðan mun borgar-
stjórn væntanlega afgreiða málið
á fundi sínum fimmtudaginn í
næstu viku.
Nánar verður sagt frá málinu í
blaðinu á morgun, sunnudag.
„VIÐ ERUM núna með þetta mál í athugun, vegna þess að nu erum við að
fara yfir framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs og þetta er eitt
þeirra mála sem þar verða athuguð,1
samtali við Morgunblaðið.
Hann var spurður hvað borgar-
yfirvöld hygðust fyrir varðandi
mál Hólabrekkuskóla, en kennar-
ar skólans hafa sent borgarstjóra
bréf, þar sem kvartað er yfir að-
búnaði við skólann.
Davíð Oddsson sagði hins vegar,
að menn yrðu að gera sér grein
sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í
fyrir því að víða væri þröngt í búi
peningalega í dag. Að öðru leyti
væri málið í athugun og ekki væri
hægt að gefa frekari svör á þessu
stigi málsins, en bréfi kennaranna
yrði svarað þegar efnisleg tök
væru á.
JNNLENTV
Edda verður ekki
í siglingum
næsta sumar
Liðlega 30 milljóna króna tap
á rekstri skipsins í ár
„FORRÁÐAMENN Farskips hf. hafa ákveðið að ms. Edda verði ekki í
farþegafhitningum milli íslands og Evrópu nk. sumar. Ákvörðunin fylgir í
kjölfar ítarlegrar könnunar á ýmsum rekstrarmöguleikum til að tryggja
rekstrarafkorau skipsins, en hún leiddi í Ijós, að slíkir möguleikar eru að svo
stöddu ekki fyrir hendi," segir í frétt frá Farskip.
„Stærsta vandamálið er há leiga
á skipinu, sem leiðir af sér að far-
gjöld yrðu ekki samkeppnisfær við
önnur millilandafargjöld á þessum
leiðum að ári,“ segir ennfremur.
I sumar var ms. Edda 16 vikur í
siglingum milli Reykjavíkur,
Newcastle og Bremerhaven og
flutti samtals um 15 þúsund far-
þega, eða um 20% minna en áætlað
var upphaflega. Af þessum sökum
verður rekstrartap töluvert, eða
liðlega 30 milljónir króna, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins.
„Þegar ákvörðunin um rekstur
ms. Eddu var tekin fyrir ári, var
vonast til að útgerðin yrði halla-
laus á fyrsta ári. Ýmis ófyrirsjá-
anleg vandamál settu þó fljótt
strik í reikninginn. Farþegar urðu
færri en ráð var fyrir gert, og urðu
t.d. útlendingar talsvert færri en
búist var við. Gengistap varð mikið
og vó þar þyngst stöðug styrking
Bandaríkjadals gagnvart öðrum
vestrænum gjaldmiðlum. Kostnað-
ur, eins og t.d. leiga og olía, var
greiddur í dollurum, en tekjur voru
byggðar á þýzkum mörkum. Efna-
hagsörðugleikar og minnkandi
kaupmáttur íslendinga, auk um-
talsverðrar gengisfellingar í byrj-
un sumars, þyngdu ennfremur
mjög reksturinnsegir ennfremur
í frétt Farskips.
„Ekki er tímabært að segja nú,
hvort þessi rekstur hefst aftur síð-
ar. Tíminn einn getur skorið úr um
það. Hugsjón, góð orð og bjartsýni
nægja ekki í þessum efnum".
Loks segir i frétt Farskips: „Fé-
lagið vill þakka öllum þeim þús-
undum íslendinga, sem ferðuðust
með skipinu, fyrir viðskiptin og
starfsfólki félagsins til sjós og
lands fyrir mikið og óeigingjarnt
framlag þess í þessari frumraun í
rekstri íslenzkrar farþega- og bíl-
ferju.“
1
NÝIAHLMUÍVÉLINA
I sumar hafa allir keypt sér 400 eða 1000 asa filmur til þess að taka myndir [slæmri birtu og litlu Ijósi.
Nú skalt þú skipta um filmu og ganga í Kanaríklúbb Útsýnar, Úrvals,
Samvinnuferða/Landsýnar og Flugleiða, því á Kanaríeyjum skín sólin skært!
Við fljúgum til Las Palmas á Gran Canaría í beinu leiguflugi á þriggja vikna fresti frá og með 14. desember
og vikulega frá 2.nóvember í áætlunarflugi um London þar sem hægt er að hafaviðdvöl í bakaleiðinni.
Við bjóðum úrval frábærra gististaða: hótelíbúðir með 1eða 2 svefnherbergjum, hótelherbergi og smáhýsi
með 1 eða 2 svefnherbergjum.
Við bjóðum dvöl í: 1,2, 3, 4, 6, 9 eða jafnvel 24 vikur!
Við bjóðum hagstætt verð: Frá 19.460.- kr. í eina viku og frá 22.155.- kr. í þrjár vikur, miðað við 2 í hótelíbúð.
21 vika á Broncémarmiðaðvið2 í íbúð kostaraðeins 78.000.-kr. Þú kemurheim 9. maí!
Á Kanaríeyjum eru litirnir ekta!
URVAL ÚTSÍrir Samvinnuferóir Landsýn FLUGLEIDIR