Morgunblaðið - 15.10.1983, Side 18

Morgunblaðið - 15.10.1983, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 Á enn að eftia í nýtt bákn? eftir Einar K. Guðfinnsson Sjaldan eða aldrei hafa gæða- mál í sjávarútvegi verið jafn mik- ið til umræðu og nú. Þess bera vitni blaðagreinar, sjónvarpsþætt- ir og aðrar fjölmiðlafréttir, sem taka til meðferðar hinar fjöl- mörgu hliðar þessa mikilvæga máiaflokks. Um margt hefur þessi umræða verið til góðs, þó stundum hafi nokkuð skort á að hún væri nægj- anlega markviss. Afrakstur henn- ar er þó efalítið sá að sjómenn og útvegsmenn ræða meira en áður sin á milli um gæðamálin. Það er einnig ánægjulegt að fylgjast með því hve flestum sjómönnum er umhugað um að koma með góðan fisk að landi. Þetta finnst mér sjálfsagt að komi fram, því að allt- of sjaldan er þess getið sem vel er gert á þessu sviði. Engum blandast hugur um mik- ilvægi þess að farið sé vel með fisk, allt frá því að hann er veidd- ur og þar til að hann er fluttur úr landi á erienda markaði. Undir- staða góðra lífskjara hér á landi er sú að okkur takist að halda sterkri stöðu okkar á samkeppnis- mörkuðum erlendis. Forsenda þess er að við getum sannað hér eftir sem hingað til að íslensku fiskafurðirnar séu þær bestu sem völ sé á. Af þessum sökum er það eðlilegt að menn reyni eftir föngum að bæta gæði fiskaflans. Mönnum er það vitanlega ljóst að margt hefur áunnist við meðferð fisks um borð i veiðiskipum, og í landi. En alltaf má gera betur og að því hljóta all- ir þeir sem að sjávarútvegi starfa að keppa, í bráð og lengd. Eins og eðliiegt er hafa margar tiliögur komið fram um skipan gæðaeftirlits. Nefndir hafa starf- að, jafnt á vegum hins opinbera sem og á vegum sölusamtakanna og annarra til þess að gera tillög- ur um úrbætur. Nú hillir undir það að verulegum skipulagsbreyt- ingum á gæðaeftirlitinu verði Einar K. Guðfinnsson. „Þess í staö færo fiskveið- arnar fram, undir stjórn „mandarína“ bak við skrifborð uppi í Arnarhvoli í Reykjavík. Spyrja mætti: Hver yrði hann sá hinn mikli „mandarín“, sem öllu réði? Hvernig yrði hann valinn?“ hrundið í framkvæmd, eins og kunnugt er og er það vel. Varhugaverð tillaga Ein er sú tiliaga, sem ymprað hefur verið á í þessu sambandi og ég tel sérlega varhugaverða. Það er sú hugmynd að settar verði reglur um hámarksútivistartíma veiðiskipa. Skoðun mín var sú að reglur af þessu tagi væru full- komlega óþarfar og gætu í fram- kvæmd reynst stórhættulegar hagsmunum sjómanna, útvegs- manna og þjóðarbúsins í heild, eins og ég mun hér á eftir leitast við að rökstyðja. Grunneining gæðaeftirlitsins, hlýtur eftir sem áður að vera eft- irlit óvilhalls aðila, sem kaupend- ur og seljendur koma sér saman um. f því sambandi skiptir ekki öllu máli hver hann er. Aðalatrið- ið er að hann sé sanngjarn og heiðarlegur í dómum, fari eftir fyrirfram ákveðnum gæðastöðlum og njóti trausts hagsmunaaðila. Reglur þær sem eftirlit af þessu tagi þarf að styðjast við þurfa í senn að vera skýrar og tæmandi, en ekki of flóknar. Bætt gæði — hærri laun Til viðbótar þessu þarf að skipa málum þannig að til staðar sé hvati hjá sjómönnum til þess að koma með góðan fisk að Iandi. Sá hvati þarf að koma til i gegn um verðlagskerfið. Það er ekki nokkur vafi á því að langvirkasta aðferðin til „gæða- stjórnunar" er einfaldlega sú að verðlauna menn fyrir að bæta gæði aflans. Það er best gert með því að greiða hærra verð fyrir góðfisk, en lakara verð fyrir slæmt hráefni. Það gefur augaleið að fái sjómaður hátt verð fyrir gott hráefni, sem hann ber að landi, þá vandar hann meðferð fisksins. — Ánægjulegt var til þess að vita að þátttakendur í ný- legum og ágætum sjónvarpsþætti um gæði sjávarafla voru allir sem einn sammála þessu meginsjón- armiði. Ég er þeirrar skoðunar að stjórnun af þessu tagi geri allt reglugerðarfargan um hámarks- útivistartíma veiðiskipa algjör- lega óþarft. Það kæmi augljóslega af sjálfu sér að sjómenn myndu kosta kapps um að koma með sem best og verðmætast hráefni að landi ef þeir nytu þess í ríkulegri afrakstri. Meðal þess sem þeir myndu vitaskuld hafa f huga er að vera ekki lengur úti en svo, að gæði fiskaflans héldust. Ofurvald eftirlitsmanna Ekki er nokkur minnsti vafi á því að eftirlit með reglum um há- marksútivistartíma yrði þungt í vöfum. Augljóslega þyrfti að ríða þétt net eftirlitsmanna út um all- ar þorpagrundir landsins, til þess að fylgjast með því að menn yrðu ekki „of lengi“ á sjónum. Ég býst þó ekki við því að sjómönnum þætti á bætandi það mikla leyfa- og eftirlitsbákn sem nú er þegar búið að hrúga upp í kring um fisk- veiðarnar. Ég efast líka um að allir hafi hugsað út í það hvert ofurvald yrði selt í hendur þeim mönnum sem eftirlitið hefðu með höndum. Ef þessu kerfi yrði komið á lagg- irnar, er það skoðun mín að fisk- veiðar í þeirri mynd sem við nú þekkjum hér við land legðust hreinlega af. Þetta þykir eflaust djarflega mælt. En menn skyldu átta sig á því að fiskveiðum yrði ekki lengur stjórnað af skipstjórn- armönnum, sem ættu afkomu sína undir sjálfum sér, skipi og áhöfn Þess í stað færu fiskveiðarnar fram, undir stjórn „mandarína" bak við skrifborð uppi f Arnar- hvoli í Reykjavík. Spyrja mætti: Hver yrði hann sá hinn mikli „mandarín", sem öllu réði? Hvern- ig yrði hann valinn? Yrði val hans pólitískt, eða yrði hann afsprengi samkomulags hagsmunahópanna? Hver svo sem niðurstaðan yrði, sjá allir að vald slíks manns, eða manna, yrði mikið; meira en for- dæmi er fyrir í fslenskum sjávar- útvegi. Fyrir nokkrum árum var mikið talað um samræmingu veiða og vinnslu. Ég er ekki viss um að það sjónarmið færi alltaf saman við reglugerðir um hámarksútivistar- tíma. Ætti þá að fórna þvf sjónar- miði á altari enn nýrrar reglu- gerðar? Spyr sá sem ekki veit. Einkennileg í framkvæmd Hver sá, sem hefur minnsta snefil af þekkingu á sjávarútvegi, veit ósköp vel að f framkvæmd yrði reglugerð um hámarksúti- vistartíma mjög einkennileg f framkvæmd, svo ekki sé meira sagt. Framkvæmdinni má vel lýsa með dæmi úr hversdagslífinu. Dæmi sem auðveldlega gæti kom- ið upp ef við féllum f það ólán að taka upp reglur um hámarksúti- vistartíma. ímyndum okkur að reglugerð væri nú f gildi um hámarksútivist- artíma fiskiskipa. Samkvæmt henni ættu skipin ekki að vera lengur úti en f viku f senn. Við þær aðstæður gæti eftirfarandi at- burður vel átt sér stað: Togari úr Reykjavík leggur af stað á veiðar. Hyggst skipstjórinn í upphafi reyna fyrir sér með karfa út af Reykjanesi. Þegar á miðin kemur, er þar algjör ör- deyða og eftir nokkrar klukku- stundir án árangurs afræður skip- stjórinn að halda vestur á Hala þar sem hann hafði frétt af sæmi- legum þorskafla. Það er komið á annan sólarhring, þegar skipið kemst loks á miðin vestra. Eins og gengur eru veður válynd á Vest- fjarðamiðum og varla er togarinn búinn að vera að veiðum nema hálfan eða einn sólarhring þegar veðrið versnar og flotinn leitar vars. Garðurinn stendur einn til tvo sólarhringa og mjög er farið að saxast á útivistartímann, þegar unnt er að hefja veiðar á ný. Ein- ungis er hægt að vera að í þrjá sólarhringa eða svo, vegna þess að reglur úm útivistartíma banna mönnum að vera lengur úti en viku í senn. Þeim ber að hlýða, því menn vita vel að vökul augu „úti- vistar-eftirlitsins" fylgjast vel með öllu. Það sér hvert mannsbarn að ólfklegt er að mikið hafi aflast f þessum túr. Lftið sem ekkert afl- aðist — í þessum ímyndaða túr — fyrstu sólarhringana. Olíukostn- aður, sem hlutfall af aflaverð- mæti, hefur verið mikill. Sóunin hefur verið í hámarki. Þarf þjóð- arbú okkar fyrst og fremst á því að halda? Fáránleiki ofstjórnunar Þetta litla dæmi sýnir okkur fáránleika ofstjórnunarinnar á fiskveiðum. Það sýnir okkur að í framkvæmd yrði kerfi hámarks- útivistartíma í senn óréttlátt og óhagkvæmt. Eins og fyrr segir, er sjálfsagt og eðlilegt að hyggja vel að gæðum sjávaraflans. Hins vegar þurfum við að forðast ofstjórnun, sem jafnan leiðir til sóunar og órétt- lætis. Gæðaeftirlitið þarf að vera einfalt í sniðum og ótvírætt. Mik- ilvægur liður í því er að efla vilja fólksins sem vinnur að sjávarafl- anum til þess að bæta meðferð hráefnisins. Það verður ekki gert með ómennsku leyfafargani. Áhrifaríkasta aðferðin er að auka ábyrgð starfsfólksins og umbuna því fyrir góð vinnubrögð sem leiða til aukinnar verðmætasköpunar. Bolungarvík 3. október 1983. Einar K. Guðfinnsaon er útgerðar- stjóri fýrirtækja Einars Guðfinns- sonar í Bolungarrík. Hann skipaði X sæti i framboðslista Sjilfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Umhverfismál á kvikmyndahátíð Evrópu: „Maðurinn og vatnið" Umhverfismála kvikmynda- hátíð Evrópu var haldin í Rott- erdam í Hollandi dagana 26. september til 2. október, af Menningarstofnun Evrópu. Var þetta jafnframt kvikmyndasam- keppni um viðfangsefnið Maður- inn og vatnið. Þrjátíu og sjö myndir kepptu til verðlauna en rúmlega tvö hundruð myndir voru sendar inn í keppnina. Alþjóðleg dómnefnd sjö manna var skipuð til að meta þær og dæma til þeirra verð- launa sem í boði voru, og átti sæti í henni Hjálmar R. Bárðar- son siglingamálastjóri. Aðalverðlaun kvikmynda- hátíðarinnar hlaut kvikmynd- in „A Week of Sweet Water" (Einnar viku rigning), eftir David Wallace, gerð á vegum sjónvarpsstöðvar BBC. Fjallar hún um fjölskyldu í Sahel í Afríku, og er baksviðið vatns- skorturinn sem fólk á þessu Merki hátíðarinnar. • þurrlenda svæði á ætíð í bar- áttu við. Margar aðrar myndir hlutu verðlaun, má þar nefna sænsku myndina „Ánnu en tyst vár" (Raddir vorsins þagna) er hlaut verðlaun framkvæmdastjórnar Efna- hagsbandalags Evrópu (EBE) og bresku myndina „Desper- ate Measures" er hlaut verð- laun þings EBE. Sú fyrr- nefnda er gerð af Bo Landin og Hans Östbom á vegum sænska sjónvarpsins. Fjallar hún um hvernig loftmengun og súrt regn dreyfist um jörð- ina og veldur dauða lífs í ám og vötnum, og eyðingu skógar- svæða, á stöðum fjarri meng- unarvöldunum. Sú síðar- nefnda er eftir Tony Marriner, framleidd af Greenpeace- samtökunum, og sýnir losun lággeislavirkra úrgangsefna í hafið frá Bretlandi, Hollandi, Sviss og Belgíu og aðgerðir Greenpeace-samtakanna til að tefja eða hindra slíka losun frá skipi á úthafinu. Þessi mynd hlaut einnig sérstaka viðurkenningu dómnefndar. Kvikmyndahátíð þessi er Úr verðlaunakvikmyndinni „Einnar viku rigning". önnur sinnar tegundar sem haldin hefur verið en Menn- ingarstofnun Evrópu, sem hef- ur það hlutverk að styðja menningarleg, félagsleg, vís- indaleg og fræðsluleg sam- skipti í Evrópu, hefur ráðgert að hafa slíkar kvikmyndahá- tíðir annað hvert ár framveg- is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.