Morgunblaðið - 15.10.1983, Page 24

Morgunblaðið - 15.10.1983, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 fMtognitlFlftfefö Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Augiýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. „Sumarþing til sölu“ Asl. vori var mikill þing- meirihluti fyrir því að Alþingi kæmi saman til starfa fljótlega að kosningum loknum, sem ráðgerðar vóru og fram fóru 23. apríl sl. Talsmenn allra þingflokka, utan þingflokks framsóknar- manna, höfðu lýst yfir stuðn- ingi við tillögu til þingsálykt- unar, sem kvað á um vor- eða sumarþing. Tillagan um sumarþing studdist fyrst og fremst við þá staðreynd, að neyðar- ástand blasti við í íslenzkum þjóðarbúskap, eftir fimm ára stjórnaraðild Alþýðubanda- lagsins. Flestir töldu Alþingi hafa bæði rétt og skyldu til að fjalla og taka ákvarðanir um viðbrögð og varnir. Þinghlé hafa að vísu oft- sinnis verið jafn löng og nú. Allir stjórnmálaflokkar, sem aðild hafa átt að ríkisstjórn- um gegn um tíðina, bera ábyrgð á hliðstæðum þing- hléum. Hættuboðar í þjóðar- búskapnum, verðbólgan, sam- dráttur þjóðarframleiðslu um 10% á hvern vinnandi íslend- ing, viðskiptahalli við um- heiminn, erlend skuldasöfn- un, viðvarandi rekstrartap undirstöðuatvinnuvega og viðblasandi stöðvun fyrir- tækja með tilheyrandi at- vinnuleysi, undirstrikuðu þörfina á sumarþingi. Meira að segja Alþýðubandalagið, sem ekki kallar allt ömmu sína, setti fram kosninga- stefnuskrá um „fjögurra ára neyðaráætlun". Allar líkur bentu til þess á sl. vori að tillaga til þings- ályktunar um sumarþing myndi fá greiða leið gegn um þingið með stuðningi Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Þá skeður það, að fram kemur, ekki vonum fyrr, til- laga um vantraust á Hjörleif Guttormsson, þáverandi iðn- aðar- og orkuráðherra. Al- þýðubandalagið vildi allt til vinna að koma í veg fyrir að þingheimur gæti tekið af- stöðu til þeirrar tillögu. Það var undir þessum kringum- stæðum sem Svavar Gests- son, formaður Alþýðubanda- lagsins, gerði sér grein fyrir því, að hann hefði „sumarþing til sölu“. Þeir settust nú niður á markaðstorgi hinna klóku stjórnmálamanna, Steingrím- ur Hermannsson og Svavar Gestsson, og sömdu um að svæfa tvær þingsályktunar- tillögur, aðra um sumarþing, hina um vantraust á þáver- andi orkuráðherra. Þeir sungu þessar tillögur í svefn með vögguvísu vinstri sam- vinnu — í endað fimm ára stj ór nar samstarf. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, talar nú, öðrum meir, um það hneyksli að hans dómi, að sumarþing var ekki kvatt saman. Þörfin hafi verið brýn, ekki sízt vegna þess að ríkisstjórnin hafi með bráða- birgðalögum gengið á samn- ingsbundnar verðbætur launa. Það virðist löngu „gleymt" að sjálfur stóð hann fjórtán sinnum að verðbóta- skerðingu launa á fimm ára ráðherraferli, eða þrisvar sinnum á ári að meðaltali. Það þótti tíðindum sæta, á liðinni tíð, þegar seld vóru norðurljósin. Það að „selja sumarþing" er engu síður frumlegt. Það fer mörg hug- sjónin á spottprís á pólitískri útsölu Alþýðubandalagsins. Ráðherrasósíalisminn lifir — í hugum og gerðum þeirra er skópu hann. Stjórnar- skrárbrot? Sérhver þingmaður skal vinna eið eða dreng- skaparheit að stjórnar- skránni undir eins og búið er að viðurkenna, að kosning hans sé gild.“ Þannig hljóðar 2. grein þingskaparlaga. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, greindi frá því á Alþingi í fyrradag, að hann hafi þá komizt næst stjórnarskrárbroti, er hann hafi staðið að því sem ráð- herra, ásamt Svavari Gests- syni formanni Alþýðubanda- lagsins og félagsmálaráð- herra í fyrri ríkisstjórn, að gefa út bráðabirgðalög í ágústmánuði 1982, án þess að tryggt væri að tilskilinn þing- meirihluti væri til staðar. Annan veg var að málum staðið nú, sagði forsætisráð- herra efnislega. Núverandi ríkisstjórn hafi tryggt sér stuðning rúms meirihluta þingmanna áður en bráða- birgðalög, sem væru liður í að hemja verðbólguna, vóru út gefin. Þau orðaskipti sem forystu- menn Alþýðubandalags og Framsóknarflokks eiga nú á þingi og í fjölmiðlum eru síð- búin viðurkenning á gagnrýni Morgunblaðsins, sem fram var sett meðan þessir forystu- menn héldu sameiginlega um stjórnvöl þjóðarskútunnar. Sýning íslandskorta í Þjóðminjasafninu: „íslandskortin hafa sér- stakan persónuleika" — segir kortasafnarinn og íslandsvinurinn Oswald Dreyer Eimbcke Eimbcke er mikill íslandsvinur. Auk þess að vera ræðismaður ís- lands í Hamborg, hefur hann um 23 ára skeið verið formaður Islands- vinafélagsins í Hamborg (Gesell- schaft der Freunde Islands) og fyrirtæki hans, Theodor & F. Eim- bcke, er umboðsaðili Eimskipafé- lags íslands. Eimbcke er staddur hér á landi um þessar mundir í til- efni sýningarinnar og flytur m.a. erindi um kortasögu við opnun sýn- ingarinnar í dag. Mbl. hitti Eimbcke að máli í gær og ræddi við hann um áhuga hans á íslandskortum og sýn- inguna núna. „Það eru 15 ár síðan ég hóf fyrst að safna kortum fyrir alvöru," sagði Eimbcke, „en þá var ég að undirbúa sýningu í Hamborg á vegum ís- landsvinafélagsins, sem bar heitið „ísland á fyrri öldum" með kortum í eigu dr. Jóns Vestdals. Þá fékk ég áhugann. Það var hins vegar ekki fyrr en 1979 að ég sýndi kort mín á sýningu, fyrst í Gutenberg-safninu í Mainz. Ári síðar hélt ég aðra sýn- ingu í Altona-safninu í Hamborg og þá vildi svo slysalega til að hálfum mánuði eftir opnun sýningarinnar kom upp eldur í safninu og brunnu margir sýningargripir, en kortin mín sluppu fyrir einskæra heppni. Þetta er sem sagt þriðja sýningin á íslandskortum sem ég tek þátt í, en sú fjórða verður á næsta ári í Vín í tengslum við íslenska menningar- viku sem stendur til að halda þar. Auk fslandskorta safna ég kort- um af pólunum báðum og Græn- landi. Þessi svæði hnattarins hafa að mínu mati alveg sérstakan kortfræðilegan persónuleika, liggur mér við að segja. Sérstaklega þegar maður tekur að skoða kortin frá sögulegu og vísindalegu sjónar- horni. Raunar beinist áhugi minn meira að sögu kortagerðar núorðið en beinni söfnun. Eg hef skrifað ýmislegt sögulegs eðlis um gömul kort, einkum fslandskort, og tek meðal annars þátt í skráningu al- fræðirits um sögu kortagerðar sem stendur til að gefa út í Vín á næsta ári. Ég mun skrifa um fsland, Norð- urpólinn og Grænland í það rit. Kortasöfnun er býsna dýrt tóm- stundagaman, en ég hóf söfnun mína á réttu augnabliki, því kortin hafa hækkað töluvert í verði á síð- ustu árum. Ég hefði varla efni á að kaupa sum sjaldgæfustu kortin í dag. Þau kort sem ég á hef ég keypt í tólf löndum, mest þó í London, Kaupmannahöfn, víða í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Yfirleitt í forn- minjabúðum. Ég ferðast mikið starfs míns vegna og því hefur mér reynst þetta mögulegt. Það eru fjölmörg áhugaverð kort á þessari sýningu í Þjóðminjasafn- inu. Ég skal nefna þrjú sem eru í minni eigu. Fyrst er að telja elsta kort sýningarinnar, en það er frá árinu 1493. Kortið er af Evrópu og fsland er teiknað inn á efst í vinstra horni. En elsta kortið af fslandi einu á sýningunni er frá 1528. Þá er á sýningunni frægt kort eftir Fen- eyjabúann Nicolas Zeno, einn mesta falsara í sögu kortagerðarinnar. Hann falsaði kort árið 1558 þar sem hann vakti til lífsins á ný hina ímynduðu eyju Frísland og fleiri eyjar. Hann ruglaði kortagerðar- menn samtímans svo rækilega í ríminu að í tvær aldir var Frísland og aðrar eyjar, sem enga stoð áttu sér í veruleikanum, teiknaðar á landakort. Þetta falskort Zeno frá Haustsýning FÍM: „Fannst sýningarnar orðnar þreyttaru - breyttum þvf til Hauslsýning FÍM (félags fslenskra myndlistarmanna) opnar á Kjarvalsstöö- um í dag. Samtals eru 169 verk til sýnis og eru þau flest til sölu. „Við auglýstum sýninguna í byrjun þessa árs og kynntum hana þannig að fólk gæti undirbúið sig og unnið sér- staklega fyrir þessa sýningu, sem ein- göngu byggist upp á vinnu úr og á pappír,“sagði Sigurður örlygsson formaður sýningarnefndar, en blm. Morgunblaðsins ræddi við hann og Sigurð Þóri ritara sýningarnefndar, á Kjarvalsstöðum, er undirbúningur stóð sem hæst. „Okkur fundust sýn- ingarnar, eins og þær hafa verið und- anfarin ár, orðnar svolítið „þreyttar". Því vildum við breyta til og hafa þessa með öðru sniði. Við höfum áhuga á, að annað hvert ár verði þessar haustsýn- ingar með ákveðnu þema eða þá að unnið verði með ákveðið efni eins og til dæmis í ár. Með því að hafa þennan háttinn á hvetjum við fólk til að vinna með ný efni og sýna á sér nýjar hliðar í listsköpun sinni." Hve margar myndir bárust til sýn- ingarinnar? í - i :;-,S w A r * Roj Friberg, gestur Haustsýningar FÍM á Kjarvalsstöðum. Morgunblaðið/ÓI.K.M. „Samtals bárust okkur 403 mynd- verk eftir 63 höfunda. Sýningarnefnd dæmdi síðan verkin út frá listrænu gildi þeirra og útkoman varð sú að 169 verk, eftir 44 höfunda áttu að okkar mati erindi á sýninguna. Sumum verk- um sem bárust, urðum við að hafna á þeim forsendum að þau væru ekki unnin úr pappa að nægilegu leyti." Nú er þetta fremur fjölmenn sýn- ingarnefnd. Hvernig tókst samstarfið við val á myndverkunum? „Samstarfið var mjög gott, við vor- um að mestu leyti sammála um hvaða verk ættu erindi á sýninguna og eng- inn ágreiningur kom upp hjá okkur í því máli. Það sem kom okkur einna mest á óvart var hinn gífurlegi fjöldi manna, sem sendu verk sín inn og sú mikla fjölbreytni sem einkennir verk- in. Þess má kannski geta að f raun er aðeins eitt verk, sem eingöngu er unn- ið í, úr og á pappa. Það er að segja listamaðurinn notaði eingöngu hvítan pappa í þetta verk, sem hann kallar „Skapandi stærðfræði". En flestir not- uðu liti eða önnur hjálpargögn í mynd- verk sín.“ Er einhver ákveðin myndlistar- stefna ríkjandi í dag? Það er Sigurður Örlygsson sem á orðið: „Nei ég get ekki sagt að nein

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.