Morgunblaðið - 15.10.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983
37
Katrín Jónasdóttir
frá Núpi -
Fædd 1. febrúar 1896.
Dáin 6. október 1983.
í dag verður til moldar borin að
Breiðabólsstað í Fljótshlið Katrín
Jónasdóttir, sem var húsmóðir að
Núpi í sömu sveit í nærfellt sex
áratugi.
Katrín var fædd að Hólmahjá-
leigu í Austur-Landeyjum 1.
febrúar 1896, dóttir Jónasar
Jónssonar frá Ljótarstöðum og
Ragnheiðar Halldórsdóttur frá
Ósabakka á Skeiðum.
Systkini í Hólmahjáleigu voru
auk Katrínar Guðmundur, lengi
bóndi í Hólmahjáleigu og formað-
ur á áraskipi við Landeyjasand,
Guðríður, sem bjó í Hallgeirsey og
átti fyrir mann Guðmund Guð-
laugsson, Magnús, sem átti Sess-
elju Kristínu Halldórsdóttur frá
Skíðbakka. Þau bjuggu í Hólma-
hjáleigu, síðar á Selfossi, Júlía,
sem átti Guðlaug ólafsson frá Ey-
vindarholti. Þau bjuggu að Guðna-
stöðum, Guðbjörg, sem átti Erlend
Árnason, oddvita á Skíðbakka, og
Jónas Ragnar, sem átti Fanneyju
Þorvaldsdóttur, en hann stundaði
verkamannavinnu í Reykjavík.
Öll þessi systkini horfin af svið-
inu, utan Guðmundur, sem dvelur
að Ási í Hveragerði, níræður.
Heimilið í Hólmahjáleigu var
traust og gott. Þar var mikið unn-
ið, mikil farsæld og ráðdeild.
Bóndinn virtur formaður við
brimströndina og flutti oft fólk og
farangur til Vestmannaeyja, auk
þess að róa til fiskjar frá hafn-
leysinu og sækja björg í bú með
hásetum sínum. Þrjár systur frá
Hólmahjáleigu urðu húsfreyjur
góðar í sinni heimasveit, skiluðu
miklum dagsverkum með dugnaði
og þeim óeigingjarna velvilja og
hlýja hug til samferðamannanna
sem fylgir fólkinu frá Hólmahjá-
leigu.
Hinn 2. júli 1922 giftist Katrín
Guðmundi Guðmundssyni. Brúð-
kaupið fór fram f foreldrahúsum
hennar að Hólmahjáleigu.
Ungu hjónin hófu þegar búskap
á austurjörðinni að Núpi en á
vesturjörðinni bjuggu Guðrún
Pétursdóttir og Guðmundur Er-
lendsson, hreppstjóri, og var ná-
grenni á Núpsbæjum eins og best
gerist. Guðmundur Guðmundsson
var fimmti maður í beinan karl-
legg sem bjó í austurbænum á
Núpi og síðar tók sá sjötti við.
Hann andaðist 11. apríl 1970 og
höfðu þau Katrín og Guðmundur
þá verið gift í nærfellt hálfa öld.
Virðingin var gagnkvæm, þegar
maður sá Núpshjónin saman var
engu líkara en þau væru nýbúin að
setja upp hringana. Hjónin á Núpi
voru gæfufólk sem ræktuðu með
sér kærleikann við hina hvers-
dagslegu vinnu. Frá þeim er kom-
inn mikill ættbogi. Þegar Guð-
mundur skáld á Sandi hafði verið í
hjónabandi í aldarfjórðung orti
hann kvæði til konu sinnar, sem
lýkur þannig:
Umhyggja sem ætíð vakir,
eignast mörg og fögur blóm.
Listin sú sem lagið krýnir
leggur mest f eftirhjóm.
Gull á hjálmi dagsins drýgir
dvergur sá, er kveikir eld.
Þegar hlýr á verði vakir
vestanblær um fagurt kveld.
Guðmundur á Núpi var einstak-
ur iðjumaður — sístarfandi. Hann
var mikill ræktunarmaður, smiður
ágætur á tré og byggðu þau hjónin
upp öll hús á ábýlisjörð sinni. Silf-
ursmiður var Guðmundur góður
og smíðaði svipur og tóbaksílát.
Bóngóður granni með bjart og
jákvætt lífsviðhorf, laus við bar-
lóm og bölsýni. Það er hlýlegt að
horfa heim til Núpsbæjanna með
hvít þil og falleg tré í varpa, aflíð-
andi brekkur upp í heiði bryddað-
ar mósvörtum klettum.
í austurbænum á Núpi uxu úr
grasi tíu börn, sem öll lifa. Allt
tápmikið dugnaðarfólk og velvilj-
inn frá foreldrahúsum hefur fylgt
þeim út í lífið.
Þegar yngsta barn þeirra hjón-
anna á Núpi var nýlega tveggja
- Minning
ára tóku þau bróðurbarn Katrinar
til fósturs og ólu upp sem sitt eig-
ið. Tólfta barnið fermdist frá
heimili þeirra og var þar að
nokkru uppalið.
En auk alls heimilisfólks hlutu
margir skjól á Núpi. Þar réði
hjartalagið en ekki fermetrafjöldi
í gólfum. Þrjár gamlar konur voru
kvaddar hinstu kveðju frá heimili
þeirra, þar sem þær höfðu leitað
athvarfs, áður en samfélagið fór
að sinna þeim, sem enga eiga að.
Og það þótti fleirum en gömlum
andstæðingum gott að dvelja á
Núpi. Sömu börn voru þar í sveit
ár eftir ár og fannst þau vera eins
og í foreldrahúsum.
Katrín á Núpi lærði ung karl-
mannafatasaum út í Vestmanna-
eyjum. Hún komst yfir að sauma
meira en á stóra fjölskyldu. Á
seinni árum saumaði hún upp-
hlutsbúninga. En á árum áður átti
hún vefstól og sló vefinn. Þegar
þrekið var farið að bresta fyrir
nokkrum árum fluttist hún að
Dvalarheimilinu Lundi í Hellu-
kauptúni og þar kvaddi hún þetta
líf að morgni þess dags, sem fjöll
urðu í fyrsta sinni, hvít á þessu
hausti.
Hjónin á Núpi voru einhuga,
hamingjan var heimafengin. Slíkt
fólk gengur í morgunbirtunni
glatt til starfa og gleymir ekki að
þakka Guði gæfu og góða daga, er
í takt og sátt við hina hversdags-
legu tilveru, en jafnframt ávallt
tilbúið til að verða öðrum til góðs.
Kirkjugarðinn á Breiðabólsstað
ber hátt. Þaðan er fagurt að horfa
yfir grösugt land, eggslétt tún,
akra og engi út á blikandi haf með
Eyjarnar eins og álfaborgir við
sjónarrönd.
Bráðum bætist við í garðinn
minnisVarði um Katrínu á Núpi,
sem lengi setti með gerðarþokka
og reisn stóran svip á mannlífið í
Fljótshlíðinni.
Pálmi Eyjólfsson
Við fráfall Katrínar á Núpi leita
ýmsar kærar minningar á hugann.
Ég kom að Núpi fyrst í kringum
1949 og kynntist þá Katrínu og
manni hennar Guðmundi Guð-
mundssyni, en bæði tóku þau mér
strax sem einu af sínum börnum
og reyndust mér þannig æ síðan.
Katrín var stórbrotin kona í
gerð og raun, skapmikil og sterk,
hlý og heiðarleg í allri umgengni
og umtalsbetri manneskju hef ég
ekki kynnst, því aldrei heyrði ég
hana hallmæla neinum, heldur
færði alla hluti til betri vegar.
í minningu okkar verður hún
ávallt hin sterka kona, auðug af
fróðleik og vizku, persónuleiki
hennar var óvenju mikill og eftir-
minnilegur. Hún var sannur full-
trúi hins íslenzka alþýðufólks og
sómdi sér hvarvetna sem höfðingi
í sjón og raun. Ætíð var hún veit-
andi, þótt oft væri ekki af miklu
að taka, gjafmild og gestrisin svo
af bar og naut þá ekki sízt styrks
frá manni sinum, sem ávallt var
henni fylgjandi í einu og öllu.
Eftir að ég giftist Kristínu dótt-
ur þessara heiðurshjóna og við
hófum búskap austur undir Eyja-
fjöllum kom Katrín oft til okkar
og ætíð til að hjálpa og gefa,
sauma og prjóna á börn okkar, því
starfslöngunin var slík að aldrei
féll henni verk úr hendi. Ung
stúlka lærði hún að sauma úti i
Vestmannaeyjum og kom það sér
vel síðar meir, þegar hún ásamt
manni sínum var að koma upp sín-
um stóra barnahópi. Þá þurfti oft
að taka til höndum og vaka fram á
nætur við spuna og vefnað og ann-
að það sem heimilið þarfnaðist.
Ófáir eru líka þeir íslensku bún-
ingar, sem vitna um handbragð
hennar.
Katrín fæddist í Hólmahjáleigu
í Austur-Landeyjum 1. febrúar
1896, dóttir Jónasar Jónassonar og
Ragnheiðar Halldórsdóttur, sem
þar bjuggu um langan aldur. Hún
ólst upp með systkinum sínum,
sem vorú sjö að tölu, en eru nú öll
látin, nema Guðmundur sem verð-
ur níræður 17. október nk. 2. júlí
1922 giftist hún Guðmundi Guð-
mundssyni, bónda á Núpi í
Fljótshlíð, og hófu þau búskap
þar, og á Núpi bjuggu þau óslitið
þar til Guðmundur lést 1970.
Guðmundur var einstakt prúð-
menni og ljúfur í viðkynningu,
glaðsinna og heill, enda var hjóna-
band þeirra sérlega farsælt og til
fyrirmyndar. Börnin urðu 10, sem
öll eru nú gift og búsett víðs vegar
um Suðurland. Auk þess ólu þau
upp fósturbörn og reyndust þeim
sem sínum eigin börnum.
Eftir að Guðmundur lézt, flutt-
ist Katrín í eigið húsnæði á Sel-
fossi og átti þar heima þar til
heilsan bilaði, en þá fluttist hún á
Dvalarheimilið Lund á Hellu, þar
sem hún lézt aðfaranótt 6. októ-
ber, en daginn áður voru 100 ár
liðin frá fæðingu manns hennar.
Á Lundi naut hún einstakrar
hlýju og umönnunar starfsfólks og
vistmanna og eru því öllu færðar
innilegar þakkir fyrir.
Þessar fátæklegu línur eiga að
vera örlítill þakklætisvottur frá
mér, konu minni og börnum, til
þessarar heiðurskonu, fyrir allt
það sem hún gaf okkur, var okkur
og verður okkur, því ávallt munum
við minnast hennar með mikilli
virðingu og þökk.
Útför hennar verður gerð frá
Breiðabólsstaðarkirkju í dag,
laugardag 15. október, kl. 2 e.h.
Bléssuð veri minning hennar.
Ólafur Sigurjónsson.
í dag verður Katrín Jónasdóttir
frá Núpi jarðsungin frá kirkjunni
sinni að Breiðabólstað f Fljótshlíð.
Katrín Jónasdóttir var fædd 1.
febrúar 1896 að Hólmahjáleigu í
Austur-Landeyjum, dóttir Jónas-
ar Jónassonar og Ragnheiðar
Halldórsdóttur. Systkinin frá
Hólmahjáleigu voru sjö talsins.
Þau eru nú öll látin, nema Guð-
mundur, elsti bróðirinn, nú vist-
maður að Ási í Hveragerði, sem
verður níræður nú þessa dagana.
Það hlýtur að hafa verið sér-
stætt mannkostafólk búið mikilli
hjartahlýju, sem bjó að Hólma-
hjáleigu, bæ alveg niður við
brimsorfna strönd, langt úr al-
faraleið þess tíma. Þó munu Land-
eyingar hafa haft töluvert sam-
band með aðdrætti og vinnu við
V estmannaeyj ar.
Minningar uppvaxtaráranna
voru Katrínu helgidómur og það
var bæði fróðlegt og einkar
ánægjulegt að aka með henni um
bernskuslóðirnar.
Katrín giftist 1922 Guðmundi
Guðmundssyni frá Núpi í
Fljótshlíð og þar bjuggu þau hart-
nær hálfa öld og eignuðust 10
börn: Guðmundu, Ragnheiði,
Kristínu, Matthildi, Jónas, Sigurð,
Sigurstein, Sigríði, Auði og
Högna. Að eiga og ala upp 10 börn,
þætti víst flestum nóg í dag, en þó
húsakostur væri rýr, var hjarta-
hlýjan og góðvildin því meiri, því
þau tóku í fóstur Unni, bróður-
dóttur Katrínar á þriðja ári. Jón-
as, bróðir Katrínar, þá dauðvona
maður, bað systur sína að taka
litlu stúlkuna í fóstur. Katrínu
fannst i fyrstu nóg með sín 10
börn, og það yngsta á fyrsta ári,
en bar erindið upp við eiginmann-
inn. Guðmundur heitinn segir þá
ósköp rólega eins og hans var
vandi: „Ætli, Katrín mín, að við
hefðum farið að koma barni í fóst-
ur, ef þú hefðir nú átt tvíbura."
Einnig ólust upp um árabil tvö
önnur börn að Núpi, sem Katrín
og Guðmundur reyndust sem sín-
um eigin börnum.
Þegar börnin fóru að eldast, var
heimilið engu líkara hóteli, enda
voru allir ávallt velkomnir og
aldrei hef ég heyrt að ekki væri
nóg til að borða fyrir þá mörgu
munna.
Katrín var einstaklega umtals-
góð til allra, sem voru með henni á
langri lífsleið. Nagg um náungann
eða illt umtal heyrðist ekki á þeim
bæ. Það kom líka í hennar hlut að
veita hjálparhönd á öðrum bæjum
í sveitinni, þegar þess var þörf.
Hún var líka alltaf sístarfandi á
sínu mannmarga heimili, enda
léku flestir hlutir í höndunum á
henni. Hún prjónaði og saumaði
flestar flíkur á heimilisfólkið og í
hjáverkum saumaði hún íslenska
þjóðbúninginn á konur í Rangár-
þingi og víðar.
Félagsmál sveitarinnar hafði
hún líka tíma fyrir. Var formaður
kvenfélags Fljótshlíðar um árabil
og formaður Slysavarnadeildar-
innar í Hlíðinni, því slysavarna-
mál voru fólkinu, sem ólst upp við
hafnarlausan sandinn, afar hjart-
fólgin, enda kom það í þess hlut að
hlúa að strandmönnum, jafnvel af
ýmsum þjóðernum.
Síðustu árin að Núpi bjuggu
Guðmundur og Katrín með syni
sínum Högna og Ingunni konu
hans. Undirritaður kvæntist síð-
ustu heimasætunni frá Núpi, þó
burtfluttri fyrir löngu. Það er
skemmtileg endurminning, þegar
hún að vorlagi fór með mannsefn-
ið sitt í fyrsta sinn heim, þá var
þar allt með fyrri ummerkjum,
nema Guðmundur nýlega látinn.
1971 flytjast Högni og Ingunn
að Selfossi og Katrín með þeim.
Þar bjó hún ein í eigin íbúð í nokk-
ur ár í næsta nágrenni við Magnús
bróður sinn, sem leit við daglega.
Hún var líka einkar vel sett á Sel-
fossi í þjóðbraut fyrir börnin og
þann stóra ættlegg sem frá henni
er kominn.
Þegar Dvalarheimilið Lundur
að Hellu tók til starfa, fluttist
Katrín fljótlega þangað og þar
eyddi hún sínu ævikvöldi. í lok
þessara minningarorða viljum við
þakka innilega Ingvari Ágústssyni
og öllu starfsfólkinu að Lundi
fyrir fórnfúst og gott starf fyrir
gamla fólkið.
Guð gefi Katrínu góða heim-
komu. Blessuð sé minning hennar.
Þórarinn A. Magnússon
Ragnar Ingiþórsson
Keflavík - Minning
Fæddur 8. ágúst 1955
Dáinn 10. október 1983
Jóladagur 1955. Mikill annríkis-
dagur hjá sóknarpresti í fjöl-
mennu prestakalli. Guðsþjónust-
um, skírnum og giftingum var
raðað niður á daginn frá morgni
til kvölds, svo þétt, að hver at-
höfnin tók við af annarri. Um há-
degið var hringt og presturinn
beðinn að koma svo fljótt sem tök
væru á og skíra lítinn, dauðvona
dreng.
Til þess var í raun og veru eng-
inn tími fyrr en um kvöldið. En
læknirinn hafði þegar gefið þann
úrskurð, að óvíst væri, hvort lífið
treindist næsta klukkutímann,
hvað þá allan daginn. Því var það
ráð tekið, að fresta guðsþjónustu,
sem framundan var, 1 nokkrar
mínútur, en framkvæma skirnina
áður en hún hófst. — Drengurinn
sjúki hlaut nafnið Ragnar. For-
eldrar hans voru hjónin Ingiþór
Geirsson núverandi slökkviliðs-
stjóri í Keflavík og Laufey Jó-
hannesdóttir. Hann var næstelst-
ur af sex börnum þeirra hjóna.
Elstur er Jóhannes Margeir, næst
Ragnari var Ragnheiður Ása. Hún
lést af slysförum 1965. Þá er
Margrét, svo kemur Heiðar og
yngst er Ragnheiður Ása yngri.
Það mun hafa verið heilahimnu-
bólga, sem gekk svo nærri Ragnari
litla á fyrsta aldursári hans. Hann
náði sér aldrei að fullu eftir hið
harða stríð í árdegi ævidagsins og
bar þess augljósar menjar á með-
an hann lifði.
Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum og átti heimili sitt hjá þeim
alla tíð. Hjá þeim naut hann ein-
stæðrar ástúðar og óbrigðullar
umhyggju, sem hann var í svo
mikilli þörf fyrir. Einnig voru
systkinin honum einstaklega góð.
Sérstökum kærleiksböndum var
hann tengdur Heiðari bróður sín-
um. En þó mun enginn, hvorki
skyldur né vandalaus, hafa átt
jafn sterk ítök í hjarta hans og
föðurafi hans, Geir Þórarinsson,
fyrrverandi vélstjóri og organisti
við Keflavíkurkirkju. Hvenær sem
færi gafst, var hann með afa sín-
um í bílnum hans, — og yfirleitt
reyndi hann að fylgja honum eftir
og vera í návist hans þegar þess
var einhver kostur.
Samband þeirra Ragnars og
Geirs er í raun og veru kapítuli út
af fyrir sig, hugljúfur og heillandi
fagur. Hann mun geymast í minni
þeirra, sem til þekktu, þótt eigi
verði hann festur á blað.
Þótt lífsferill Ragnars lægi að
verulegu leyti utan mannlegrar al-
faraleiðar, þá mátti ýmislegt af
honum læra, m.a. góðleik, hjarta-
hlýju og tryggð. Oft og tíðum
ljómuðu augu hans af þeirri tæru
heiðríkju, sem kölluðu fram í hug-
ann þessi fleygu orð Frelsarans:
„Sælir eru hjartahreinir, því að
þeir munu Guð sjá.“
Fyrir um það bil tveimur árum
fékk Ragnar heilablæðingu og
lamaðist þá að nokkru leyti. Hann
náði sér þó það mikið aftur, að
hann gat komist leiðar sinnar
hjálparlítið, innanhúss að
minnsta kosti. Glaður og hýr, góð-
ur og viðmótshlýr var hann oftast
nær — til hinstu stundar. En lífs-
þrekið hans var smám saman að
dvína. Hinsta kallið kom skyndi-
lega og dálítið óvænt. En ég veit,
að einlægur þakkarhugur til Guðs
sem gaf, blessaði og leiddi, gnæfir
hæst í hjörtum ástvina hans allra.
Sjálfur sendi ég þeim einlægar
samúðarkveðjur mínar og fjöl-
skyldu minnar, um leið og ég
þakka af alhug það sem ég nam og
naut í samfylgd Ragga vinar míns,
drengsins, sem ég skírði dauðvona
á jóladag fyrir 28 árum.
Björn Jónsson.