Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 Spjallað við Ölöfu Kolbrúnu Harðar- dóttur um óperuna La Traviata og hlutverk hennar þar Ólöf Kolbrún Harðardóttir í hlutverki Violettu. „Við sættumst að lokum “ „Þetta er afskaplega dramatískt hlutverk og það erfiðasta sem ég hef sungið til þessa," sagði Ólöf Kolbrún Harðardóttir um hlutverk sitt í óperunni La Traviata, sem merkir hin afvegaleidda eða hin ber- synduga. La Traviata, sem er um- fangsmesta sýning íslensku óperunnar, að Töfraflautunni undanskilinni, verður frumsýnd í kvöld. Um 100 manns standa að sýningunni, meðtalinn kór ís- lensku óperunnar og óperu- hljómsveitin. Bríet Héðinsdóttir leikstýrir verkinu, hljómsveitar- stjóri er Marc Tardue og dansar eru eftir Nönnu Ólafsdóttur. Richard Bulwinkle bjó til leik- myndina, Kristín Magnúsdóttir búninga og Árni Baldvinsson sá um lýsingu. Aðalhlutverkin þrjú eru í höndum þeirra Garðars Cortes, Halldórs Villhelmssonar og Ólafar Kolbrúnar Harðar- dóttur, sem blm. Mbl. spjallaði við um sýninguna . „Óperuna gerði Giuseppe Verdi eftir einni frægustu ást- arsögu allra tíma, Kamelíu- frúnni eftir Alexandre Durnas," sagði ólöf Kolbrún. „Kamelíu- frúin eða Violetta Valery er ung og glæsileg kona, ástkona fyrir- manna sem kaupa blíðu hennar dýru verði. Hún gerist upphaf- lega gleðikona til að framfleyta sér og í upphafi óperunnar er hún á framfæri efnaðs baróns. Á vegi hennar verður ungur sveita- maður, Alfredo (Garðar Cortes), og áður en hún geri sér full- komna grein fyrir því finnur hún fyrir tilfinningum í hans garð sem hún veit ekki hvers kyns eru. Hún hefur aldrei borið slík- ar tilfinningar til nokkurs manns. Nú, til að gera langt mál stutt, hún yfirgefur sitt fyrra líf og þau flytja saman út á lands- hyggðina. Þar eru þau sæl og hamingjusöm í þrjá mánuði, þar til Alfredo fer til borgarinnar til að reyna að bjarga fjárhagnum. Á meðan kemur örlagavaldurinn til sögunnar, faðir Alfredos (Halldór Vilhelmsson). Erindið er að leysa upp sambúð Violettu og Alfredos því dóttir hans hyggst giftast manni, sem ekki getur sætt sig við að slíka konu í fjölskyldunni. Til að bjarga heiðri elskhuga síns og fjöl- skyldu hans ákveður Violetta að yfirgefa Alfredo, skrifar bréf um að hún kjósi fremur sitt fyrra líferni. Leiðir þeirra liggja síðan ekki saman aftur fyrr en í lok óperunnar. Þetta hlutverk reynir mikið á röddina, sérstaklega f seinni hlutanum. Að því leyti er það mun erfiðara en hlutverk Mímí- ar í La Boheme, en þessi tvö hlutverk eru þau stærstu sem ég hef fengist við. Síðan er annað sem mér fannst mjög erfitt við hlutverkið framan af og það var að setja mig inn í spor Violettu og sætta mig við þessa ákvörðun hennar. Hlutverk Violettu, eins og öll önnur hlutverk, krefst þess að flytjandinn skilji hugsun og gjörðir þeirrar persónu sem hann er að túlka. Eg var lengi vel mjög ósátt við það að hún skyldi láta neyða sig til að yfir- gefa Alfredo og það líf sem hún var hamingjusamlega sátt við. Ég vildi sjá hana rísa gegn ör- lagavaldinum, en þarna kom auðvitað sú hugsun inn í að ég sá Violettu með augum 20. aldar konu. Konur í dag myndu aldrei sætta sig við slík örlög, þær myndu berjast á móti þeim. Eft- ir miklar bollaleggingar í sam- ráði við Bríeti og Marc Tardue tókst mér þó að sætta mig við þá ákvörðun sem Violetta tekur. Það má orða það þannig að við Violetta höfum að endingu orðið sáttar hvor við aðra,“ sagði Ólöf Koibrún Harðardóttir að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.