Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 Um framtíð biskupsembætta í kirkjunni: Biskupinn í Reykja- vík - Biskup íslands Eftir séra Sigurð Sigurðarson Ekki tel ég mér fært að gefa neina tæmandi lýsingu á störfum biskups íslanus, enda er það ekki tilgangur minn með þessu riti að sýna fram á að hann vinni til launa sinna. Hverjum þeim, sem vita vill, er fullljóst, að hann hlýt- ur að vera önnum kafinn maður. Allir vita, að hann vígir presta og kirkjur og kemur opinberlega fram við mörg tækifæri, bæði í safnaðarsamhengi og í fjölmiðlum frammi fyrir þjóðinni allri. Hann sér um framkvæmd prestskosn- inga og gerir tillögur um setn- ingar í prestaköll. Hann visiterar söfnuði landsins einhvern sumar- part. Biskup á setur í mörgum nefndum og er þá oft formaður þeirra. I sumum tilfellum er þessi nefndaseta ákvörðuð í lögum. Hann stjórnar öllum störfum á biskupsskrifstofu, þar sem séð er um framkvæmd margvíslegra um- svifa, sem varða kirkjuna alla. Hann ber ábyrgð á fjármálastjórn sjóða, sem eftir stofnskrám eru í vörzlu hans. Stundum er vanda- málum presta og safnaða skotið til biskups, og þarf hann þá að fjalla um þau. Þannig má áfram telja. Ekki læt ég hér staðar numið vegna þess, að ekki væri fróðlegt að tæma listann, heldur vegna hins, að ég hef ekki tíma, rúm eða þekkingu til að gera slíkt að svo stöddu. Það, sem ég ætla að fjalla um hér á eftir, er staða þessa emb- ættis gagnvart ríkinu annars veg- ar og kirkjunni hins vegar. Biskup og ríkisvald Islenzk stjórnvöld hafa kosið að líta á biskup sem fulltrúa kirkj- unnar í einu og öllu og taka orð hans sem hið síðasta orð frá kirkj- unni. Þetta fyrirkomulag er ekk- ert séríslenzkt fyrirbæri, heldur hegðar ríkisvald flestra landa sér á nákvæmlega sama hátt, einnig þar sem ekki eru þjóðkirkjur. I þessu telur ríkið sig gera rétt og í þessu er fólginn styrkur fyrir kirkjuna víðast hvar, og sýnir þetta eitt með öðru styrk biskups- embætta í þeirri heimsskipan, sem við búum við. Ef litið er á þetta viðhorf ríkisins til biskupa frá alveg kirkjulegu sjónarhorni, er þetta styrkur kirkjunnar allrar, að því leyti, sem biskupar eru i lifandi tengslum við söfnuði sína. Hérlendis liggja ákveðnir hlutir í augum uppi um viðskipti biskups við ríkisvaldið, en aðrir virðast nokkuð á huldu. Árlega gengur biskup á fund fjárveitinganefndar, eins og svo margir, og gerir grein fyrir fjárhagsáætlunum sínum. í sambandi við veitingar embætta hefur hann samskipti við ráðu- neyti á mjög formlegan hátt. Þeg- ar svo kemur að málefnum eins og meðferð kirkjueigna eða fram- gangi kirkjulegrar löggjafar, verð- ur allt þokublandið um hvort bisk- up er nokkur valdamaður gagn- vart ráðuneyti og Alþingi, og hvort hann er einu sinni tekinn þar sem marktækur ráðgjafi. Nú tala ég nokkuð óljóst vegna þess, að of margt í samskiptum ríkis og kirkju er óljóst og óskilgreint í lögum og reglugerðum. Sérstak- lega tel ég þetta eiga við um allt það efni, sem varðar eignir og fjármuni. Slík orð má e.t.v. reyna að gera léttvæg með einfaldri yfir- lýsingu einhvers ráðuneytis- starfsmanns eða starfsmanns biskupsskrifstofu í þá átt, að þetta séu óraunhæfar grunsemdir og hugarórar um þessi mál, allt séu þetta opinber samskipti sem öllum geti verið ljós og fari eftir laga- ákvæðum. Slík yfirlýsing mun þó ekki breyta þvf, að oft heyrast menn meta líkurnar á framgangi kirkjulegra málefna eftir því, hvernig biskupi og nýjum ráð- herra verði til vina. Ef að t.d. prestar eru haldnir hugarórum um ráðuneytið, er alls ekki útilok- að, að ráðuneytismenn séu haldnir hugarórum um kirkjuna. Ýmislegt bendir til að samskiptin þurfi skýringa við. Hvað sem þessu líð- ur, er ljóst, að ríkisvaldið á íslandi ætlast til þess, að biskup tjái því sannferðuglega vilja og þörf kirkj- unnar. Ekki skal tortryggður heiðarleiki þeirra og góður ásetn- ingur í þessu efni, þó að dregið sé í efa, að heildarviðhorfið til kirkj- umála sé þeim jafn skýrt eins og t.d. til heilbrigðis- og mennta- mála. Málsvari kirkjunnar Eins og ég sagði hér að framan, er biskup álitinn málsvari kirkj- unnar gagnvart rfkisvaldinu, en það á einnig við um fleira. Þjóð- „Þjóðkirkjan á við fleiri öfl að skipta en ríkisvald- ið. Það geta menn t.d. séð af ályktunum síðustu prestastefnu. Þar er m.a. ályktað um friðarmál, mannréttindamál og áfengismál. Allar þessar ályktanir spretta af því, að einhverju leyti, að hreyf- ingar um þessa mála- flokka hafa leitað stuðn- ings sérstaklega hjá þjóð- kirkjunni. Þannig vitna þessar ályktanir um það, að þó kirkjan hefði ekkert nýtt til málanna að leggja, er hún krafín um sam- stöðu eða andstöðu við ótal mörg málefni.“ Síðari grein Hér á íslandi, sem annars stað- ar, fer æ meira af tíma biskups í það, að koma fram fyrir kirkjuna gagnvart ýmsum borgaralegum stofnunum og félögum. Enn eykst það álag, sem embættinu fylgir í þeim efnum. Starf biskups inn á við í kirkjunni Biskup íslands sinnir að ein- hverju leyti öllu því, sem ég fyrr taldi sem hina nauðsynlegu þætti biskupsþjónustunnar. Eitt af því er skipulags- og stjórnunarstörf, sem hafa orðið fyrirferðarmikill þáttur í starfi hans. Flestir Is- lendingar gera ráð fyrir því, að biskup hafi verulegt vald í hinum innri málum kirkjunnar. Þeir virðast yfirleitt líta á kirkjuna sem „hierarkiska" stofnun fremur en lýðræðislega. Á síðari árum er oft rætt um nauðsyn á þátttöku leikmanna í störfum kirkjunnar. Ekki er alltaf jafn ljóst, hvað menn eiga við með þessu. Er mein- ingin sú, að leikmenn þurfi að standa sig betur i því að bera Ljósmyndir Mbl. Kristján örn. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, við skrifborð sitt á Biskupsstofu. kirkjan á við fleiri öfl að skipta en ríkisvaldið. Það geta menn t.d. séð af ályktunum sfðustu presta- stefnu. Þar er m.a. ályktað um friðarmál, mannréttindamál og áfengismál. Allar þessar ályktanir spretta af því, að einhverju leyti, að hreyfingar um þessa mála- flokka hafa leitað stuðnings sér- staklega hjá þjóðkirkjunni. Þann- ig vitna þessar ályktanir um það, að þó að kirkjan hefði ekkert nýtt til málanna að leggja, er hún kraf- in um samstöðu eða andstöðu við ótal mörg málefni. Þetta er eitt af einkennum nútímans, og mæðir þessi tilhneiging ekki sízt á bisk- upi. Hann á að segja hvað kirkj- unni finnst, t.þ.a. leiðbeina sam- vizku fjöldans. Biskupar hafa brugðist misjafnlega við þessari kröfu. Sumir hafa svarað af- dráttarlaust slíkum spurningum, og hafa þeir hlotið misjafna dóma fyrir. Aðrir hafa kosið að segja ekki neitt í hasti, og áður en þeir hafa svarað, er yfirleitt búið að stimpla þá afturhaldsseggi og andstæðinga. Þannig hafa biskup- ar nútímans búið við nokkurn þrýsting og þvinganir úr ýmsum áttum. Þessir erfiðleikar eru hins vegar augljós afleiðing þess að tengsl biskups og safnaðar eru ekki nógu náin. Þá kynni einhver að spyrja sem svo, hvort þau þurfi að vera náin, þar sem hver söfnuð- ur hefur sinn prest, og hann á að geta tjáð biskupi hvað söfnuður- inn er að hugsa. Það má líka með sanni segja, að biskup hafi varla nokkuð að segja söfnuðinum og um söfnuðinn, sem presturinn ekki veit. Sá megin munur er á afstöðu biskups og prests í söfnuð- inum, að biskupinn er ekki skriftafaðir og sálusorgari safn- aðarmanna. Hann getur því sagt margt, sem presturinn getur ógjarnan sagt. Hann getur áminnt án þess að særa og án þess að mönnum finnist hann vera að snerta þeirra einna sár. Biskup er því færari um að tala af spá- mannlegum krafti til kirkju sinn- ar og um hana en aðeins ef honum er raunveruleiki safnaðarlífsins nógu ljós. stóla, halda skemmtikvöld og byggja kirkjur, eða er átt við, að þeir þurfi að axla meiri ábyrgð og eiga fullgilda aðild að ákvörðun- um innan safnaða og kirkjunnar allrar? í kirkjuskipan okkar er gert ráð fyrir því, að söfnuðir axli slíka ábyrgð, og má í því sambandi minna á hið mikla vald safnaðar- funda. Hins vegar bregður svo við, að fólk sækir þessa fundi ekki að neinu verulegu leyti og hafnar þannig þátttökunni í ákvörðunum um framtíð safnaðarins og verk- efni. Útkoman verður sú, að fá- mennum hópur, með prestinn í broddi fylkingar, ræður öllu og gerir flest af því, sem gert er. Þannig geta prestar orðið eins konar einræðisherrar í söfnuðun- um, án þess að hafa nokkurn tím- ann eftir því óskað. Slíkt hlýtur að flokkast undir stjórnunarleg mis- tök, ef ekki má skýra það út með því, að misræmi sé á milli laga- ramma safnaðarstarfsins og hins raunverulega kirkjuskilnings fólksins. Þessi mistök eða mis- skilningur virðist mér að gangi svo upp í gegnum kirkjuskipanina alla. I kirkjustjórn sinni hefur bisk- up Islands stofnanir sér við hlið til ráðuneytis og samráðs. Þessar stofnanir eru prestastefna, kirkju- þing og kirkjuráð. Biskup kveður saman prestastefnu og stýrir henni, hann er forseti kirkjuþings og formaður kirkjuráðs. Þannig stýrir hann öllum þessum sam- kundum sjálfur, en hann gerir fleira. Með nánasta starfsliði sínu undirbýr hans alla þessa fundi og ákvarðar sjálfur að mestu leyti dagskrá þeirra. Engin þessara stofnana hefur neina sjálfstæða stöðu gagnvart biskupi, ekkert eigið fjármagn eða starfslið. Þetta felur í sér, að ekki stjórnar biskup einungis fundum þessara stofn- ana, heldur hefur hann og á valdi sínu öll þeirra gögn og gæði. Hann ræður því nánast, hvað kemur upp á borð þessara funda. I ljósi þessa má álykta sem svo, að hann geti ráðið því að verulegu leyti, hvað út úr þessum fundahöldum kemur. Varla er hægt að hugsa sér hægari aðstöðu til að ráðskast með þessar lýðræðislega uppsettu samkundur. Ekki er ég að segja að biskupar hafi yfirleitt gert það, en aldrei hefur verið búist við því að út kæmi bróðurlegt (kollegial) sam- ráð tveggja aðila, þar sem annar hefur allt ráð hins í hendi sér. fs- lenzkir biskupar eru eflaust ekki haldnir neinni einræðiskennd, en þeir búa við skipulag, sem upphef- ur þá yfir kirkjuna, þannig að ekki er gert ráð fyrir að þeir mæti nokkurn tíma jafningja sínum innan kirkjunnar. Þá er líka alveg sama hversu elskuverðar og vand- aðar manneskjur þeir eru, hver um sig, að þeim er þrýst til eins konar alræðisstöðu. Þetta skipu- lag og tiltöluleg einangrun ís- lenzku þjóðkirkjunnar verður til þess að gera biskup Islands að eins konar páfa, í þeirri merkingu, sem sá titill hlaut á ákveðnu skeiði miðalda, og mótmælendur mót- mæltu á siðaskiptatímanum. Af þessum fullyrðingum mínum er ljóst, að ég álít embætti biskups statt í nokkurs konar kreppu. Slíkt valdaembætti hlýtur að verka jafnmikið til sundrungar og flótta og það nokkurn tímann get- ur verkað til einingar. Hér er rétt að ítreka það, að biskup hefir ekki vald á öllu, sem kirkjuna varðar. Ráðuneyti og Al- þingi taka þátt í kirkjustjórninni við okkar aðstæður. Oft vekur það gremju kirkjunnar manna, hve áhrifalítill biskup virðist vera gagnvart þessum aðilum, eins og t.d. í kjaramálum presta, fjár- hagsgrundvelli safnaða og réttind- um til kirkjueigna. Fróðlegt væri að vita, hvað mikið af því áhrifa- leysi stafar hreint og beint af tímaskorti biskups. Virðist mér raunar að allt of margt afdrifaríkt gerist í kirkjunni án þess að bisk- up viti nokkurn tímann um og án þess að hann taki þátt i að móta þar nokkra stefnu. Fer nú að blasa við, að það er ekki öfundsverð staða að vera biskup Islands. I þvi felst að hafa mikið vald í stefnu- mótun stofnunar, sem nær yfir allt landið, og vera sífellt krafinn um frumkvæði á því sviði án þess að búa yfir öllu því sem til þarf til að veita næga forystu. I því felst einnig að þurfa að sækja undir ríkisvaldið fjölmarga hluti, án þess að staðan gagnvart þvi sé nógu skýr. Þetta hvort tveggja krefst nákvæmrar yfirsýnar yfir allan hinn flókna raunveruleika stofnunarinnar. Vandséð er, hvernig biskup á að afla sér þess- arar yfirsýnar, þar sem starfstími hans er nánast fullsettur tíma- frekum opinberum embættisstörf- um, sem eru lögboðin og svo dag- legri afgreiðslu hinna sundurleit- ustu viðfangsefna, sem bisk- upsskrifstofan verður að láta sig varða. Þarna er því ofhlaðið emb- ætti, sem er í hættu með að slitna úr tengslum við kirkjuna og raunveruleika safnaðarlífsins. Hvernig á að breyta til bóta? Ef við veltum því fyrir okkur, hvernig megi bæta og endurreisa biskupsþjónustu í þjóðkirkjunni,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.