Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 1
Myndasögur Skák/bridge Ólöf Kolbrún ... 42 Kennsla 44/45 Skák 46/47 Biskupsembætti.. .48/49 Leiklist 50 Plöntuveirur 51 Sjónarhorn 54/55 Midvikudagur 19. október 56 56 Fólk í fréttum 57 Bíó/dans/leikhús 58/59 Velvakandi 60/61 Popp 62/63 A leiÖ til sigurs! Australia II siglir þöndum seglum aö markinu „Þad verður geysilega erfitt að ná bikarnum úr höndum Bandaríkja- manna, en takist það ekki nú veit ég ekki hvenær það verður,“ sagði Ben Lexcen, hinn 47 ára gamli hönnuður áströlsku skútunnar Australia II, áður en úrslitakeppni baráttunnar um Ameríkubikarinn hófst. Lexcen hafði lög að mæla. Að lokinni undankeppn- inni, þar sem 7 skútur frá 5 löndum höfðu reynt með sér í keppninni um áskorendasætið í úrslitaviðureigninni gegn bandarísku skútunni Liberty, duldist engum að hér var á ferð fyrsta skútan í fimm áratugi, sem virtist geta veitt Bandaríkjamönnum verðuga keppni. Þessi staðreynd fór heldur ekki framhjá Bandaríkjamönnum sjálfum, sem neyttu allra bragða til þess að reyna að fá Australia II dæmda úr leik fyrir ólöglegan útbún- að. Þessi „ólöglegi“ útbúnaður, sem þeir vísuðu til, var nú og áður Á réttum kili Glaöbeittir þre- menningar: John Bertrand, skipstjóri skút- unnar (t.h.), Phil Judge, einn úr áhöfn- inni, og Alan Bond (t.v.), sá er kostaði út- gerð skútunnar í keppnina, fagna sigri. óþekkt tegund kjalar, sem Lexcen hannaði. Skipti það forráðamenn Siglingaklúbbs New York-borgar litlu þótt engar athugasemdir hefðu verið gerðar við kjöl skipsins í undan- keppninni. Bandaríkjamennirnir gengu meira að segja svo langt í ör- væntingarfullum tilraunum sínum til þess að fá kjölinn, sem þeir höfðu reyndar aldrei séð, dæmdan ólögleg- an, að þeir höfðu samband við hlutað- eigandi í Hollandi, þar sem Lexcen hafði reynt kjölinn í sérstakri þar til gerðri laug, og reyndu að fá þá til að staðfesta að þeir hefðu átt hlut að máli við hönnun kjalarins. lltanað- komandi aðstoð við hönnun hefði þýtt brot á reglugerðunum, sem reyndar hafa alla tíð verið settar af Banda- ríkjamönnum sjálfum. Hollendingar fúlsuöu hins vegar við agninu og lýstu þessari tilraun Bandaríkjamanna, sem „undirförulli og lævíslegri“. Hvernig áhöfn skútunnar Australia II náði Ameríkubikarnum úr klóm Bandaríkjamanna eftir 132 ára einokun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.