Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 12
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 53 A réttum kili Eitrað andrúmsloft Loft var því lævi blandið er skúturnar tvær, Australia II og Liberty, biðu merkis ræsisins við upphaf fyrsta áfangans. Ástralirnir, undir stjórn John Bertrand, höfðu allt að vinna. Dennis Conner, skipstjóri Lib- erty, stóð hins vegar frammi fyrir þeim vanda að halda uppi heiðri Bandaríkjamanna eftir 132 ára einokun frá upphafi keppninnar um Ameríkubikar- inn. Hann var því ekki öfunds- verður af hlutskipti sínu. Eftir undankeppnina töldu flestir sannað, að Australia II væri hraðskreiðari en Liberty þótt ekki hefðu þær enn reynt með sér. Menn töldu því kjarna málsins snúast um áhöfn skút- anna. Þrátt fyrir mikla og góða reynslu Bertrand og áhafnar hans hölluðust fleiri að sigri Conner og hans manna þó Lib- erty væri ekki talin eins hraðskreið. Álagið á Conner var geysilegt fyrir keppnina. Það hafði enda verið sagt, að tapaði hann fyrir Áströlunum í keppninni kæmi höfuð hans í stað bikarsins eft- irsótta í höfuðstöðvum Sigl- ingaklúbbs New York-borgar. Auðvitað lagði enginn trúnað á slíkt en þessi yfirlýsing þótti sína öllu öðru betur, að hér var ekki einungis um venjulega íþróttakeppni að ræða, heldur var þjóðarheiður í veði. Þá hef- ur ekki verið minnst á fjármun- ina, sem eru í spilinu. Keppnin um Ameríkubikar- inn hefur farið fram á sjónum undan Newport á Rhode Island í áratugi. Newport er ekki stór bær á bandaríska vísu, íbúar aðeins 34.000. Því hefur keppn- in um Ameríkubikarinn smám saman þróast upp í að verða stór hluti tekna bæjarfélagsins. Það eru enda engir fátæklingar, sem koma við sögu í þessari keppni. Þótt hér heima á íslandi gegni e.t.v. öðru máli er sigl- ingaíþróttin víðast hvar erlend- is nær einvörðungu ríkra manna sport. Flestir hinna 2500 meðlima Siglingaklúbbs New York-borgar teljast enda vera úr efstu stigum þjóðfé- lagsins og efnaðir vel. Það er víst líka vissara að eiga vænar fúlgur þegar þátttaka í Amer- íkubikarnum er annars vegar. Talið er, að ekki kosti undir 2 milljónum dollara að gera út skútu í keppnina. Umreiknað í íslenskar krónur eru það 55—56 milljónir. Dágóð upphæð! Út- gerð margra skútanna fór langt uppfyrir þessa tölu. Það er því ekki á færi annarra en auðkýf- inga að standa að útgerð skútu í keppni um Ameríkubikarinn. Blaðakóngurinn Bond Það er blaðakóngurinn Alan Bond, sem stóð straum af kostnaði við þátttöku Australia II í keppninni í ár. Bond er ekki óvanur því að leggja stórfé af mörkum í tengslum við þessa keppni. Hann lagði nú undir í fjórða sinn og var aldrei ákveðnari. Sjálfum telst honum til, að hann hafi lagt fram meira en sem svarar 400 millj- ónum íslenskra króna á einum áratug. Hann stóð að útgerð áströlsku skútanna Southern Cross 1974, Australia 1977 og samnefndrar skútu 1980. Eftir að hafa mistekist í þriðju tilraun sinni 1980 var Bond niðurbrotinn maður og al- farið á því að leggja fjármuni sina í eitthvað arðbærara þrátt fyrir dálæti sitt á siglinga- íþróttinni. Undarleg kúvending varð hins vegar á afstöðu hans sem hann og Ben Lexcen stóðu hlið við hlið og virtu Australia fyrir sér eftir tapið 1980. „Nei, við reynum einu sinni enn,“ sagði Bond við Lexcen. „Við getum unnið bikarinn, ég veit við getum það. Ben, þér hefur hér með verið falið að hanna nýja skútu fyrir keppn- ina 1983.“ Þar með hófst undir- búningurinn að nýju. Það var ekki fyrr en í átt- undu tilraun, að Lexcen var sáttur við útkomu teikninga sinna af nýju skútunni. Þótt hönnun væri lokið þurfti að reyna áhrif nýja kjalarins. Prófanir fóru fram í Hollandi og er talið að sá liður einn, þ.e. hönnun og prófanir, hafi kostað Bond um 14 milljónir króna. Hann var óhagganlegur í þeirri skoðun sinni, að ekkert skyldi til sparað til þess að freista þess að ná Ameríkubikarnum úr klóm Bandaríkjamanna. Hönnun kjalarins var haldið leyndri og er keppnisnefndin bandaríska skoðaði skútuna í upphafi undankeppninnar til að ganga úr skugga um að hún væri í einu og öllu byggð sam- kvæmt reglunum var hún bund- in þagnareiði. Öfund hinna keppendanna var mikil, en engra þó eins og Bandaríkja- manna. Þeir skynjuðu, að eitthvað óvenjulegt gæti verið í uppsiglingu. Þeir reyndu ítrek- að að komast að hönnun kjalar- ins, en Ástralirnir gættu hans eins og sjáaldurs auga síns. Þeim tókst þó ekki að sjá við einum úr áhöfn kanadísku skútunnar Canada 1 er hann kafaði undir skútuna rétt fyrir dögun dag einn í júlí með neð- ansjávármyndavél að vopni. Öryggisverðir við Australia II gripu hann glóðvolgan og Ástr- alirnir féllu frá öllum ákærum á hendur honum, en ekki fyrr en hann hafði látið filmuna úr vélinni af hendi. Alvöruþungi Þetta atvik varpaði vissulega skugga á keppnina, en undir- strikaði jafnframt, að baráttan um Ameríkubikarinn var ekki lengur græskulaus keppni í anda íþróttanna. „Ég kom hingað fyrst 1974,“ sgaði Warr- en Jones, einn stjórnarmanna Konunglega siglingaklúbbsins í Perth í Ástralíu. „Þá var þetta spennandi skemmtun. Skemmt- unin er rokin út í veður og vind. Keppnin hefur snúist upp í grafalvarlegt fyrirbrigði." „Þetta er eins og að fara á fótboltaæfingu dag hvern,“ sagði einn úr áhöfn Liberty. Áhöfn bandarísku skútunnar bjó í Newport í allt sumar 1 sérstaklega leigðum húsum við undirbúning titilvarnarinnar. Áhöfnin var á sérstöku fæði allan undirbúningstímann og háttatími var aldrei síðar en kl. ellefu á kvöldin. Ekki þar fyrir, Ástralirnir tóku lífinu ekki með neinni ró. Þeir voru komnir á fætur kl. 5 á hverjum morgni og hálfri klukkustund síðar hófust strangar æfingar. Mikið skyldi til mikils vinna. Það benti þó fátt til annars en Bandaríkjamenn ynnu rétt eina ferðina fyrirhafnarlítið er keppnin hófst. Þeir unnu á fyrstu leiðinni og aftur á þeirri næstu. Keppnin er með því fyrirkomulagi, að alls er siglt sjö sinnum eða þar til annár hvor aðilinn hefur borið sigur úr býtum í fjögur skipti. Aldrei í sögu keppninnar hafði þurft að sigla sjö sinnum til að fá fram úrslit. Bresku skútunni Endeavour tókst að velgja Rainbow Bandaríkjamanna hressilega undir uggum 1934. Úrslit fengust ekki fyrr en að sjöttu siglingu lokinni, 4—2. Eftir það höfðu Bandaríkja- menn alltaf unnið 4—0 eða 4-1. Hrokagikkirnir í Siglinga- klúbbi New York-borgar, og þeir eru hreint ekki fáir ef marka má blaðaskrif, voru því sigurvissir sem fyrr að annarri siglingunni lokinni. Þá loks létu John Bertrand og menn hans til sín taka. Australia II vann þriðju siglinguna, en Banda- ríkjamenn aftur þá fjórðu. Staðan því 3—1 og þeim dugði sigur í einni hinna þriggja sigl- inga, sem eftir voru. Samhent áhöfn Bertrand var hins vegar ekki á þeim buxunum að gefa neitt eftir. Eftir sigur á fimmtu sigling- unni — siglt er eftir fyrirfram ákveðinni leið, tæplega 40 km langri — færðust Ástralirnir allir í aukana, en taugaveiklun gerði vart við sig í herbúðum Bandaríkjamanna. Þegar Australia II kom svo á undan í mark í sjöttu siglingunni runnu tvær grimur á hrokagikkina frá New York. Ætlaði Conner virkilega að missa bikarinn úr greipum sér? Sækappinn Bertrand Þegar hér var komið sögu var John Bertrand ekki í nokkrum vafa. Ekkert komst að í huga hans nema sigur. Nú skyldi það loks takast. Ekki skorti Bertr- and reynsluna. Þeir, sem gerst þekkja til hans, segja hann hinn fullkomna siglingamann. Hann lagði upphaflega stund á verkfræði og síðar fór hann út í skipaverkfræði. Siglingar voru frá unga aldri hans einasta áhugamál og á löngum ferli sín- um hefur hann orðið sér úti um dýrmæta reynslu á fleyjum allrar hugsanlegrar gerðar. Hann tók þátt í Ólympíuleikun- um 1972 og 1976 fyrir hönd Ástralíu og varð sér úti um bronzverðlaun í sínum flokki 1976. Draumar hans um gull- verðlaun á ÓL runnu út í sand- inn 1980 er Ástralir sniðgengu Ólympíuleikana í Moskvu af pólitískum ástæðum. Það var einmitt þá, að Bond hafði sam- band við hann og bauð honum skipstjórn á Australia-skút- unni. Sú tilraun gekk illa. Bandaríkjamenn unnu 4—1. „Við hefðum átt að geta unn- ið þrjár eða jafnvel fjórar þess- ara fimm siglinga 1980,“ sagði hönnuðurinn Lexcen. „Við vor- um bara eins og bjálfar. Sjálfur inn vann í dag,“ sagði Conner og átti bágt með að halda aftur af tárunum. Lái honum hver sem vill. Hann einn var ábyrg- ur fyrir úrslitunum að mati hrokagikkjanna i siglingaklú- bbi New York-borgar. Stað- reyndir um ágæti Australia II umfram Liberty létu þeir sem vind um eyru þjóta. Áustralia II var á „réttum kili“ — það var mergurinn málsins. Fagnaðarbylgja Framan af úrslitakeppninni var áhugi almennings í Ástr- alíu fremur takmarkaður, enda stefndi allt í enn einn ósigur- inn. Málin tóku hins vegar aðra stefnu er staðan var orðin jöfn, 3—3. Þá var sem eldmóður hlypi gervallri þjóðinni í brjóst. Fjölmiðlar fóru hamförum í frásögnum sínum er leið að lok- um keppninnar og almenningur komst ekki hjá því að hrífast með. Innst inni hefur sigurvonin vafalítið blundað í mörgum og þótt flestir segðust hóflega bjartsýnir fór það nú svo, að kampavínsbirgðirnar í landinu seldust upp fyrir úrslitasigling- una. Kom á daginn, að það hafði ekki verið keypt til einsk- is. Eiginkona Bartrand, Roz, tagnar manni aínum eftir aigurinn. var ég verstur allra. Ég var hreinlega kominn með sviðs- skrekk eftir að hafa fylgst með Freedom (bandarísku skút- unni) rótbursta keppinauta sína í baráttunni um fulltrúa Bandaríkjamanna í titilvörn- inni. Við unnum ekki af þeirri einföldu ástæðu að okkur skorti karlmennsku." Ekki lék nokkur vafi á, að pressan var öll á Conner er lokasiglingin hófst. Fyrri hluta leiðarinnar hafði Liberty for- ystu og síðan áfram eftir að stefnan var tekin til lands. Það var hins vegar ekki fyrr en á lokakaflanum, að Australia II þokaðist framúr og tryggði sér bikarinn langþráða. „Betri aðil- Fréttamenn, sem voru í Astr- alíu er sigurinn var í höfn, áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa fagnaðarbylgjunni. Sumir töldu hana engu minni en á meðan Ólympíuleikunum í Melbourne stóð 1956. Þá eignuðust Ástral- ir hvern sigurvegarann á fætur öðrum og þjóðin öll var í sigur- vímu. Fjölmiðlarnir létu ekki sitt eftir liggja á lokasprettinum. Síðustu kílómetrunum á sjöundu siglingunni var lýst beint í útvarpi og sjónvarpi og slík var gleðin er sigurinn var í höfn, að sjónvarpsþulir drógu tappa úr kampavínsflösku og skáluðu við alþjóð með tárvot augu. Á götum úti var fólk víða Fagnaöarlætí i Konungiega aigi- ingaklúbbnum í Parth. í lokaaiglinguna. Denia Conner, akipatjóri Liberty, meö tárin í augunum. Auatralia II og Liberty leggja af etaö á leið til vinnu sinnar er frétt- irnar bárust. Það skipti engum togum, að menn stöðvuðu bíla sína, þeyttu horn og blikkuðu ljósunum í takmarkalausri hrifningu. f höfuðstöðvun Konunglega siglingaklúbbsins í Perth hljóp forseti klúbbsins fram og til baka með stórt veggspjald, sem sýndi hvar kengúra (þjóðar- einkenni Ástralíu) lúskraði á bandaríska erninum. Nokkrum augnablikum áður, þar sem Australia II rann þöndum segl- um eftir haffletinum á loka- sprettinum, höfðu prúðbúnar konur lagst á hnén í klúbbskál- anum og beðist fyrir — slíkur var hugaræsingurinn. Titilyörnin Allir vissu, að Áströlum var mikið í mun að ná bikarnum eftirsótta úr greipum Banda- ríkjamanna. Þessi risastóri silfurgripur, sem kostaði 500 dollara er hann var keyptur 1851, reyndist þjóðinni hins vegar kærari en nokkurn óraði fyrir. Hann verður geymdur í höfuðstöðvum Konunglega sigl- ingaklúbbsins í Perth þar til 1987 eða 1988 er titilvörnin fer fram. Samkvæmt reglugerð keppn- innar setur titilhafinn allar reglur er vörnin fer fram. Þetta hafa Bandaríkjamenn óspart nýtt sér og á stundum farið langt út fyrir mörk hins eðli- lega að mati margra úr hópi áskorendanna. Ástralirnir segja nú og brosa í kampinn: „Næst siglum við á kunnugleg- um slóðum og við setjum regl- urnar. Þá verður þess krafist, að segl allra skútanna verði úr kengúruskinni!" — SSv. (Tektö saman, þýtt og endursagt. Heimildir: Time, Obnerver, Guardian, The Times og AP.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.