Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 45 um gengið út frá hefðbundnum hugmyndum um menntaskólanám sem fyrirmynd um góða og nauðsynlega „menntun". Öðru hverju heyrast þó aðrar raddir (t.d. í drögum að endurskoðun á almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla sem gefin voru út af menntamálaráðuneyt- inu, skólarannsóknadeild, í aprfl síðastliðnum), en þær reynast oft hjáróma og valda litlum breytingum á starfí skólanna, enda vart við öðru að búast. Til þess að skólar okkar megi verða betri menntastofnan- ir, í bestu merkingu orðsins, þarf miklu víðtækari umræðu og umhugs- un um þau grundvallarsjónarmið sem ríkja í þjóðfélaginu og tengjast menntun og menningu ... Hvað á þá að samræma í skólastarfí og hvað má ekki samræma? — Þessa spurningu lagði Morgunblaðið fyrir þrjá aðila sem starfa að skólamálum, þau Sigurð Helgason, deildarstjóra í grunnskóladeild menntamálaráðuneytisins, Björn Jónsson, skólastjóra Hagaskóla og Kristínu G. Andrésdóttur, skólastjóra Vesturbæjarskólans. „Fetað í fótspor pólskra stjórnvalda“ - segja alþýðubandalagsmenn á Vestfjörð- um um afnám samningsréttarins „AÐ UNDANFÖRNU hefur bandaríski herinn verið að leita að heppilegum stað undir herstöð á Vestfjörðum. Þessar athuganir eru með fullri vitund og vilja íslenskra stjórnvalda en án vitundar og í andstöðu við heimamenn, eins og samþykkt hreppsnefndar Mýrahrepps ber með sér. Alþýðubandalagið telur, að útbreiðsla hersetunnar til Vestfjarða sé ógnun við lífshætti Vestfírð- inga, auk þess að fera stríðshættu og kjarnorkuhættu heim í hérað," segir m.a. í stjórnmálaályktun kjördæmisráðstefnu Alþýöubandalagsins á Vest- fjörðum, sem haldin var 10. og 11. september sl. Björn Jónsson, skólastjóri Hagaskóla Óhjákvæmilegt er annað en að grunnskólinn beiti sér fyrir „stað- reyndaöflun", þó hafa verði hugfast að slæmt er fyrir nemendur jafnt sem kennara að víkja aldrei frá kennslubókinni. Hér er vert að staldra svolftið við og hugleiða breytilega stöðu nem- enda í skólakerfinu eftir aldri. Þeg- ar kemur upp í efstu bekki grunn- skólastigs, fer nemandinn að kom- ast tii nokkurs aldurs og öðlast smám saman þann þroska sem kenndur er við fullorðinsár. Á þessu stigi hlýtur grunnskólinn að gerast hnitmiðaðri og raunsærri á þá stað- reynd að nemendur hans hverfa brátt inn á framhaldsskólastig og síðan út í lífsbaráttu í hörðum heimi. Heimi þar sem fögur orð og leg skólasöfn. Skólasöfn þar sem vinnuaðstaða er fyrir nemendur jafnt sem kennara og sérmenntað- ur starfsmaður er til leiðbein- ingar. Slikur aðbúnaður er nauð- synlegur til þess að kennarinn geti örvað nemendur sina til sjálf- stæðra vinnubragða og umfram allt til sjálfstæðrar hugsunar. Samræmd próf hafa mikið verið til umræðu að undanförnu, bæði kostir þeirra og gallar. Ég tel að samræmd próf nái þá aðeins til- gangi sínum þegar þau eru lögð fyrir heila aldurshópa með það fyrir augum að kanna árangur háleitar hugsjónir eru ekki einhlit til sjálfsbjargar. Af þessum sökum er mikill og óhjákvæmilegur munur á markmiðum yngri og eldri bekkja grunnskólans. Eins og ég minntist á i upphafi er samræming í ýmsum myndum. Hluti hennar verður til innan veggja skólans, annað er aðsent. Aðsend samræming segi ég og á þá við að hún á sér ekki stað innan skólans, en er fyrirskipuð í grunnskólalögunum, meðal annars i greinavali og námsgögnum. Samræmdu prófin i 9. bekk gera það að verkum að kennsla og að- ferðir kennara um allt land eru samræmdar að miklu leyti. í þeirri aðstöðu reynir mest á hæfileika þeirra við að blanda saman kennslu beint úr bókinni og utan hennar. Oft vill kennslan stjórnast nær ein- göngu af prófunum, en það hlýtur að verða bæði kennurum og nem- endum fjötur um fót. Þó er hættu- legt að fella alla samræmingu inn- an grunnskólanna niður og reyndar ekki framkvæmanlegt. Samræming er góð og nauðsynleg sé hún innan hóflegra marka. En samræming má ekki verða til þess að stilla öllum nemendum upp við sama vegg. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru marg- ir. Samræming í kennslu sem er einum til góðs má ekki skaða nám annars. skólastarfsins. En samræmd próf í þeim tilgangi að draga nemendur í dilka, eins og gert er í 9. bekk grunnskólans, er skaðlegt og ætti sem fyrst að afnema þau. í stað samræmdu prófanna í 9. bekk þyrfti að leiðbeina kennurum um sjálfstætt námsmat, sem í senn væri réttlátt og marktækast fyrir þá skóla sem taka við nem- endum að loknu grunnskólanámi. Jafnframt þarf sérstaka náms- ráðgjöf í 8. og 9. bekk, til að auð- velda nemendum að velja sér framhaldsnám og störf við hæfi. FYRSTA ORDABÓKIN MÍN - —i .,Li.i . ransniNN u vwbson „Fyrsta orða- bókin mín“ í þriðju útgáfu Þessa dagana kemur í bókaversl- anir ný prentun af hinni þekktu barnabók „Fyrsta orðabókin mín“ eTtir Richard Scarry, en hún hefur verið ófáanleg um nokkurn tíma. Þetta er 3. útgáfa bókarinnar á ís- lensku. Útgefandi er Setberg. „Bókin er ætluð litlum börnum,“ segir í frétt frá útgáfunni. „Þar læra þau nöfn á leikföngum sínum og sýnt er i máli og myndum hvað þau gera á leikvellinum eða uppi í sveit. Þau fara til tannlæknis og í sædýrasafn og læra að telja, svo eitthvað sé nefnt. Hvað heita hlut- irnir í eldhúsinu, í skólanum, í fjörunni? Svo er alls konar bílar og tæki. Og hvað skeður þegar börnin verða stór?“ Freysteinn Gunnarsson annað- ist útgáfuna, en til skýringar á texta eru í bókinni um 700 lit- myndir og teikningar. „ET - Geim- dyergurinn“ í bókarformi BÓKIN „ET — geimdvergurinn góði“ er komin út hjá Setbergi. Hún er gerð eftir samnefndri kvik- mynd Steven Spielbergs, sem sýnd var hér á landi við miklar vinsæld- ir mánuðum saman. „Hin hugljúfa lýsing á samskipt- um geimbúans ET og drengsins Elliot greip hugi og hjörtu barna hér á landi sem annars staðar. Og fá hafa þau verið börnin sem ekki sáu kvikmyndina," segir í frétt frá útgefanda. Þýðandi er Óskar Ingimarsson, en bókin er skreytt 50 stórum lit- myndum. Um kjaramál var ályktað m.a.: „Núverandi stjórnvöld hafa gengið lengra en nokkur önnur í sögu lýð- veldisins í þá átt að fótumtroða þau mannréttindi, sem eru horn- steinar lýðræðis og þingræðis. Með afnámi samningsréttar og verkfallsréttar verkalýðsfélag- anna hafa stjórnvöld fetað í fót- spor pólskra stjórnvalda ... Atvinnuleysi og fátækt blasir við íslenskri alþýðu nema almenning- ur rísi upp og hrindi af höndum sér kúgunarlögum íhaldsafl- anna... “ Um landsbyggðarmál segir m.a. í stjórnmálaályktun- inni: „Markaðshyggja stjórnvalda mun ganga af byggðastefnunni dauðri. Atvinnurekstur, fram- leiðsla og þjónusta í hinum dreifðu byggðum getur ekki keppt við Stór-Reykjavíkursvæðið, ef gróðasjónarmiðin ein fá að ráða ... “ Einnig var mótmælt nýgerðum álsamningum og segir m.a. að „með þeim háðungarsamningum, sem gerðir voru í skrifstofuhöllum auðhringsins í Sviss, er enn einu sinni vegið að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. íslenskur almenningur er dæmdur til að greiða skatt til Alusuisse um óákveðna framtíð..." Þóninn Guðmundsdóttir, eigandi hinnar nýju verslunar Katel. Ný verslun við Laugaveg NÝ VERSLUN hefur verið opnuð að Laugavegi 20b (gengið inn frá Klapp- arstíg). Verslunin hefur hlotið nafnið Katel, sem er gamalt íslenskt orð yfír innanstokksmuni. Verslunin hefur á boðstólum gömul afsýrð húsgögn, kola- ofna eins og þá sem tíðkuðust fyrir u.þ.b. 50 árum, galleríplaköt eftir fræga listamenn og ýmsar gjafavörur. Einnig er hsgt að fá innrömmuð plaköt á staðnum. Eigandi hinnar nýju verslunar er Þórunn Guðmundsdóttir. „Áherslubreytinga er þörf í menntun kennara og skólastjórn- enda.“ Kristín G. Andrésdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla. Ljúflm. MbL/KEE. landinu, það sést best á samræmdu prófunum. í mínum huga þyrfti að aðlaga skólastarf hvers skóla að þvl um- hverfi sem hann er staðsettur í. Þetta táknar að í stað þess að gera sömu kröfur til allra nemenda á sama aldri, gerum við krðfur um sambærileg gæði námstilboða í hin- um ýmsu skólum, þótt inntak náms- ins sé mismunandi. Nemendur mega ekki gjalda þess hvar þeir búa á landinu, eins og gerist með sam- ræmdu prófin. Ljósm. Mbl. — GBerg. Ný skóbúð á Akureyri AknrejrL 6. október. SKÓVERSLUN Axels Ó., sem rekur nú þegar 2 verslanir í Reykjavfk, eina í Vestmannaeyjum og eina á Siglufirði, hefur nú opnað nýja skó- búð í Skipagötu 5 á Akureyri (þar sem áður var Versl. Chaplin). Þar er boðið upp á allar tegundir skófatn- aðar, m.a. hina vinsælu Puffíns-línu, sem skóverslunin sjálf reyndar framleiðir, og má geta þess að veru- legur hluti þeirrar framleiðslu er unninn fyrir verslunina hjá skógerð Iðunnar á Akureyri. Verslunarstjóri hinnar nýju verslunar er Þórdís Tryggvadóttir og sést hún á með- fylgjandi mynd í versluninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.