Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 22
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 Það er oft svo, aö mest er skrif- aö um þá, sem einna minnst hafa fram aö f»ra. Aö sjálfsögöu er þetta ekki algilt fremur en annaö. Hinu veröur ekki neitaö, aö verk þeirra hlédrægari fá aldrei sömu umfjöllun og hinna, sem eru iön- ari viö aö koma sér á framfæri. Undarlega hljótt hefur veriö um einhvern ötulasta núlifandi boöbera íslenskrar tónlistar. Mér er til efs, aö nokkur íslenskur hljómlistarmaöur — ekki einu sinni þeir félagar í Utangarðsmönnum á blómaskeiöi þeirrðr hljómsveitar — geti státaö af því að hafa komiö fram yfir 100 sinnum á rétt rúmum 4 mánuöum, eins og sá sem hér um ræöir. í ofanálag hefur viökomandi í flestum tilvikum séö um akstur frá einum landsfjóröungi til annars á tónleika- feröalögum á milli þess sem lögin hafa veriö kyrjuö fyrir framan hljóö- nemann. Eru menn nokkru nær viö hvern er átt? Nei, ég átti ekki von á því. Þetta er Bergþóra Árnadóttir, sem «1 í ! ' * , 1 é * h/ i m * * Jhj ■ Á tónleikum meö Svein Nymo og Tryggva HUbner ( Menningarmiöatöðinni í Geröubergi. Járnsíðan ræðir við Bergþóru Árnadóttur aö sitja meö hann í sófanum og sþila bara á gítarhálsinn. Þaö var ekki nokkur leiö fyrir mig að beita honum á annan hátt á þeim aldri." —Hvernig semuröu lögin þín í dag? „Þau eru samin á gítarinn. Annars hef ég ákveöna reglu meö öll þau lög, sem ég sem. Ég sef á laginu eina nótt. Muni ég þaö þegar ég vakna er ég nokkuö sátt viö þaö. Muni ég þaö tveimur dögum síöar er ég á því að þaö sé bara gott. Gleymist þaö ekki í viku nota ég það.“ Lék viðbeinsbrotin á fyrstu opinberu tónleikum sínum veriö hefur að því er virðist meö öllu óþreytandi viö tónleikahald. í flest- um tilvikum hefur hún komiö fram með Aldrei aftur-hóþnum. Auk hennar mynda þeir Pálmi Gunnars- son og Tryggvi Húbner þennan hóþ. Á lokahnykk yfirreiöar sinnar um landið bætti hún Norömanninum Svein Nymo, liprum fiölara, í hópinn. Ég hitti Bergþóru aö máli kvöld eitt fyrir nokkru. Hún virtist þurfa aö segja frá ýmsu svo ég innti hana fyrst eftir því hvaö henni lægi helst á hjarta þá stundina. Skortur á athygli .Það, sem er mér efst í huga, er hversu illa mér tekst að vekja at- hygli fjölmiöla á því sem ég er aö gera. Þaö skiptlr í raun engu vlö hvaöa fjölmiöil er átt, þeir eru allir eins — áhugaleysiö uppmálaö. Vlö reyndum t.d. að vekja athygll sjón- varpsins á okkur í fyrra, en án árangurs og þannig hefur þaö veriö í flestum tilvikum. Annars finnst mér þaö óttalega skrýtiö en um leiö ánægjulegt, aö á sama tíma og ég er aö berjast vlö aö koma tónlist minni á framfæri hér heima skuli finnska sjónvarpiö falast eftir henni í þátt um ísland, sem geröur var hér á landi fyrir skemmstu. Mín tóniist var eingöngu notuö. Svo er annaö, sem ekki sak- ar aö minnast á úr því sjónvarpiö dróst inn í umræöuna. Hér heima er tónlistarmönnum varla boöiö í sjón- varpiö upp á annaö en að „mæma“. Þeir finnsku voru ekkert aö basla meö svoleiðis yfirklór þegar þeir tóku upp lag í þáttinn sinn í níst- ingskulda á Þingvöllum. Þar söng ég bara beint inn á segulband.“ Bergþóra dæsir og sígur saman í sætinu. Þaö er eins og einhver vonl- eysisglampi sé í augunum. En ekki lengi. „Viö skulum ekki eyöa meiri tíma í þetta," segir hún og sýpur á írska kaffinu. „Jú, annars, bættu því viö af marggefnu tilefni, aö ég er hvorki dóttir Árna Björnssonar þjóöháttafræðings né Árna Björns- sonar læknis. Ég er iöulega spurö aö þessu og eldra fólk heilsar mér oft sem dóttur annars þessara manna. Ég er dóttir Árna (gítars) Jónssonar í Hverageröi." Á bílaverkstæði — Hvar lékuö þiö á þessum lokaspretti tónleikaferöalags ykkar áöur en haldiö var í höfuöborgina á ný? „Viö spiluöum á Snæfellsnesinu. i Ólafsvík, Grundarfiröi og í Stykkish- ólmi. Komum margsinnis fram á hverjum staö. Þaö var erfiö törn og lítiö upp úr henni aö hafa fjárhags- lega. Núna er ég oröin svo þreytt eftir allt þetta tónleikahald aö ég held svei mér að ég sé komin með útbrot! Nei, annars, þaö er kannski ekki alveg svo slæmt. Þó var margt gott viö þetta feröalag vestur. i Ólafsvík spilaði ég t.d. einu sinni fyrir einn áhorfanda. Þaö var reynd- ar á bifreiöaverkstæöi. Ég var meö sprungið dekk og söng nokkur lög fyrir verkstæöismanninn á meöan hann geröi viö þaö. Þegar ég svo ætlaöi aö borga honum viðgeröina vildi hann ekki taka viö neinum pen- ingum. Ég gaf honum þá kassettu, en þá gaf hann mér nýja slöngu í dekkiö. Þá hætti ég, þakkaöi fyrir mig og fór.“ —Hvaö kom til aö þíö buöuö Nymo að koma hingað til lands aö spila með ykkur? „Viö kynntumst honum og datt í hug, aö e.t.v. væri gaman aö bjóöa honum hingað uppeftir. Viö sjáum svo sannarlega ekki eftir því, en mikið hroöalega var dýrt undir manninn flugfariö! Okkur taldist til, aö þaö væri ódýrara ef hann hefði komiö frá Bandaríkjunum en N-Nor- egi, þar sem hann býr. Ekki fengum viö neinn styrk til þess að hjálpa upp á sakirnar og er Nymo þó síst ómerkilegri listamaöur en margir þeirra, sem fluttir hafa veriö til landsins. Hefur þó veriö borgaö meö mörgum þeirra í bak og fyrir. Þaö er svona aö vera ekki í klassík- inni, „göfugu" tónlistinni". Það var fyrir 15 árum Þaö eru oröin 15 ár frá því Berg- þóra kom fyrst fram á opinberum vettvangi. Hún lót sig þá hafa það, aö taka þátt í hæfileikakeppni, sem Ólafur Gaukur stóö fyrir í Tónabæ. „Ég spilaöi rifbeinsbrotin þá og bara lög eftir mömmu,“ sagöi Bergþóra brosandi. „Ég man ekki betur en Jörundur Guömundsson hafi stigiö sín fyrstu spor í „bransanum" viö þetta sama tækifæri." Þótt þetta hafi veriö í fyrsta skipti, sem Bergþóra kom fram opinber- lega, haföi hún dundaö viö laga- smíöar og söng frá því hún var barn aö aldri. Sjálf segir hún aö fyrsta lagiö, sem hún samdi, hafi veriö spilaö í útvarpinu þegar hún var bara sex ára gömul. Var þaö lag hennar viö Ijóöið „Sveinninn rjóöa rósu sá“. Ég spuröi Bergþóru á hvaöa hljóöfæri hún hafi samið þetta fyrsta lag sitt. Hún hló, en sagöi svo: „Pabbi átti rosastóran spánskan gítar meö miklum belg. Ég var vön Með tónlist í æðum Þaö má meö sanni segja, aö Bergþóru hafi veriö tónlistin í blóö borin. Faöir hennar lék mikið á gítar og er jafnvel taliö, aö hann hafi fyrstur manna beitt því hljóöfæri í hljómsveit hérlendis. Þá kenndi móöir hennar á gítar og munnhörpu. Fyrir nokrum dögum kom Aftur- hvarf, þriöja sólóplata Bergþóru, út. Fylgir hún í kjölfar Bergmáls, sem út kom í fyrra, og hlaut mikiö lof gagn- rýnenda og ágætustu viðtökur al- mennings. Samkvæmt upplýsingum Bergþóru sjálfrar er Afturhvarf 9. platan, þar sem hún kemur viö sögu aö einhverju leyti. Fyrsta framiag hennar á hljómplötu var á Hrif-2, sem út kom 1977. Bergþóra hefur haft þaö fyrir venju, aö semja lög sín viö texta þekktra eöa lítt þekktra skálda. Gef- ur þaö snotrum lögum hennar aukiö gildi. Sjálf er Bergþóra ágætlega fær textasmiöur, en gerir lítiö af því aö flíka textum sínum, a.m.k. ekki á plötum. M.a. hefur hún samiö lög viö nokkur Ijóöanna í Skólaljóöum. Hefur hún meira aö segja sótt um styrk til Menningarsjóðs til þess aö vinna aö lagagerö viö Ijóö úr bók- inni til þess aö þaö megi veröa til þess aö auövelda börnunum lær- dóminn. Flestir kannast eflaust viö þaö, aö miklum mun auöveldara er aö muna texta sé lagstúfur raulaöur meö. Þegar lög Bergþóru eru höfö til hliösjónar ætti vart nokkur vafi aö leika á, aö þau auövelda börnum aö festa Ijóöin sér í minni. Eins og svo títt er um hiö „opin- bera“ hefur umsókn Bergþóru ekki einungis verið synjað, henni var ekki einu sinni svarað! Hún sagöist myndu reyna umsókn ööru sinni og Styttist í útgáfu Poppbók- arinnar Eins og skýrt var frá á Járn- síðunni fyrr í sumar er von á nýrri íslenskri poppbók fyrir jólin og ber hún einfaldlega nafnið Poppbókin. Þaö er Jens Kr. Guömundsson sem hefur haft veg og vanda af útgáfu bókarinnar. Járnsíðunni barst fyrir skemmstu fréttatilkynning frá útgefanda bókarinnar, Æsk- unni. Þar segir m.a. aö í bókinni sé saga íslenskrar popptónlist- ar rakin stuttlega, þ.e. allt frá fyrstu skrefum Hljóma á frama- brautinni. Þá verður og birtur listi yfir allar helstu poppplöt- urnar, sem komið hafa út á þessu tímabili, og jafnframt munu 25 poppsérfræöingar velja 10 bestu íslensku hljóm- plöturnar frá upphafi. Þá veröa einnig í bókinni við- töl við atkvæðamikla aöila innanpopptónlistarinnar. Nægir þar aö nefna Bubba Morthens, * Ragnhildi Gísladóttur, Egil Ólafsson, Magnús Eiríksson o.fl. Þá er í bókinni aö finna skrá yfir öll hljóðver hérlendis ásamt lista yfir útgefendur og dreifingaraðila. Sem fyrr segir er Jens Kr. Guömunsson höfundur bókar- innar. Hann hefur um margra ára skeið skrifað um popptón- list í blöð og tímarit, nú síöast í Líf og Æskuna. Bara-flokkurinn akureyski. Neyðist BARA-flokkur- inn til að flytja suður? Grafík er enn við hestaheilsu Fremur hljótt hefur veriö um hljómsveitina Grafík í allt sumar. Hún er þó síöur en svo dauð úr öllum æöum, aö sögn Rafns Jónssonar. Þessa dagana standa æfingar yfir af fullum krafti. Hefur nýr söngvari, Björn Helgason, bæst í hópinn, en Vilberg Viggósson, hljómborösleikari, hefur hins vegar hætt. Hyggur hann á nám í klass- tskum píanóleik. Aö sögn Rafns kom plata Graf- íkur, Sýn, þokkalega út í sölu. A.m.k. ekki svo illa, aö alvarlegt tap yröi á. Grafísku sveinarnir eru ekkert á því aö leggja árar í bát og sagöi Rafn, aö þessa dagana væru menn aö bræöa mér sér hvort senda ætti 4—6 laga plötu á markað fyrir jól. Ný plata á leið frá Rolling Stones Öldungarnir síungu í Rolling Stones eru síður en svo að gefa neitt eftir ef marka má nýjustu fregnir. Óðum styttist nefnilega í aö ný plata þeirra kumpána líti dagsins Ijós. Mun hún bera nafniö „Under Cover“. SVO KANN aó fara aö ein af stór- sveitum íslenska poppsins, BARA-flokkurinn frá Akureyri, neyðist til þess aö flytjast búferl- um til þess eins aó geta haldió tónlistarsköpun sinni áfram án þess að bera enn stórfelldari skaöa af útgeróinni en þegar er oröió. Þaö er reyndar ekki ný saga, aö tónleikar BARA-flokksins séu illa sóttir í heimabyggð. Járnsíöunni bárust fregnir af því fyrir nokkru, að einungis 26 manns heföu séö ástæöu til aö berja strákana aug- um á auglýstum tónleikum í heima- bæ þeirra, Akureyri. Svanhildur Konráösdóttir, um- boösmaöur hljómsveitarinnar, játti því í stuttu spjalli viö umsjónar- mann Járnsíöunnar um daginn, aö jjessi hugmynd heföi skotið upp kollinum. Erfitt væri aö gera hljóm- sveitina út frá Akureyri. Hins vegar taldi hún, aö ef af þessu yröi kæmi þaö ekki fyrr en á næsta vori/- sumri. Þangaö til myndi BARA- flokkurinn reyna aö þreyja þorr- ann, góuna og allt hitt hvaö þaö nú heitir. P.s. Annars benda nýjustu fregnir til þess, aö BARA-flokkur- inn haföi þaö ekkert betra í höfuö- borginni. 10—15 áhorfendur í MH sl. miövikudag — hneisal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.