Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983
57
fclk í
fréttum
Verður dðnsku fegurðar-
dísinni vísað úr skóla?
Inge Thomsen
+ Inge Thomsen, danska feg-
urðardrottningin, sem varð
númer þrjú í keppninni Ungfrú
Alheimur í Japan fyrir nokkrum
dögum, á það nú á hættu að
vera rekin úr skóla fyrir vikiö.
Inge Thomsen er í verslun-
arskóla í Danmörku og hefur
staðiö sig mjög vel í námi en hins
vegar fylgdi þaö sigrinum i Jap-
an, aö hún veröur aö fá 14 daga
frí i viöbót viö þaö sem hún haföi
áöur fengiö. Á þetta vill skóla-
stjórnin ekki fallast og hefur gef-
iö í skyn, aö Inge veröi vikið úr
skóla. Ekki vilja skólanefndar-
mennirnir fallast á, aö þeir hafi
einhverja fordóma gegn fegurö-
arkeppnum, heldur aöeins, aö
fordæmiö geti mælst illa fyrir hjá
öörum nemendum.
Ekki er enn ijóst hvort Inge
veröur vísaö út skóla en hún seg-
ist ákveöin í aö vera í Japan í
a.m.k. hálfan mánuð i viöbót. Ef
hún veröi rekin úr skóianum seg-
ist hún bara ætla aö finna sér
einhvern annan skóla því aö hún
stefni aö því aö afla sér mennt-
unar og ætli ekki aö lifa bara á
útlitinu einu saman.
Vill ekki
sjá „súp-
ermann"
framar
+ „Ég vil ekki vita meira af
þessum manni og helst aldrei
sjá hann framar í mínu lífi, jafn-
vel þótt ág beri barn hana undir
belti,“ segir kona aö nafni Gae
Exton og á þá viö sambýl-
ismann sinn um nokkurra ára
skeið, Christopher Reeve, sem
flestir þekkja betur sem „súp-
errnann".
Ástæöan fyrir óánægjunni er
sú, aö þau hjónaleysin ætluöu
loks aö láta veröa af því aö
ganga í þaö heilaga en þá setti
Chris þaö skilyröi, aö geröur yröi
kaupmáli á milli þeirra. Gae er
aöeins Ijósmyndafyrirsæta og
ekki tekjuhá en Chris er hins
vegar forríkur og þykir vænt um
peningana sína. Hann veit líka
sem er aö í Hollywood vilja
hjónaböndin stundum veröa dá-
lítiö endaslepp og þess vegna
vildi hann búa svo um hnútana,
aö Gae gæti ekki gengiö of nærri
honum fjárhagslega ef þau
skyldu skilja.
Gae Exton finnst þetta hin
mesta ósvinna og hefur nú tekiö
saman pjönkur sfnar og flust í
burtu meö Matthew, þriggja ára
gamlan son þeirra Chris. Hún á
von á ööru barni þeirra á hverri
stundu og segist staöráöin f aö
sjá fyrir þeim án aöstoöar frá
Chris.
Chris Reeve hefur tekiö þess-
um tíöindum heldur þunglega
enda þykir honum mjög vænt um
son sinn og hlakkaöi til aö veröa
faöir öðru sinni.
„Annaðhvort svona
eða ég fer ekkert“
+ „Never Say Never Again“, James Bond-myndin meö Sean
Connery, var frumsýnd fyrir nokkru eina og kunnugt er og nú
hafa framleiöendurnir beöiö Connery aö fara í ferðalag um þver
og endilöng Bandaríkin til aö auglýsa myndina. Connery var
meira en fús til þess en þegar hann var beðinn um aö hafa
hárkollu meö í farangrinum sagöi hann þvert nei. „Annaðhvort
verö ég svona eins og óg er eöa ég fer ekkert," sagöi Connery.
LIMMIÐAPRENTUN —
VÖRUMIÐAPRENTUN
Prentum allskonar miöa og merki, til vörumerkinga, vörusend-
inga og framleiöslumerkinga. Ennfremur hverskonar aövörun-
ar-, leiöbeininga- og áherslumiöa.
Allt sjálflímandi á rúllum í einum eöa fleiri litum.
LÍMMERKI,
Síðumúla 21,105 Raykjavfk,
aími 31244.
Finnskar barna- og herra-
kuldahúfur í miklu úrvarli.
GElSiBf
ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM
BROSTU!
MYNDASÖGURNAR
Vikuskammtur af skellihlátri
-t................. ........