Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 43 íslenska hljómsveitin: Getur ekki hafið starfsemi nema til komi fjárstuðningur ÍSLENSKA hljómsveitin getur ekki hafið annað starfsár sitt nema til komi opinber aðstoð, að því er kom fram á blaðamannafundi sem stjórn hennar boðaði til í síðustu viku. Hefur verið falast eftir slíkri aðstoð, að upphæð 800 þúsund krónur, en stjórn hljómsveitarinnar gerir ráð fyrir að hljómsveitinni takist sjáifri að afla 65—75% af rekstrarfé sínu. Stofnuð til að skapa starfsvettvang fyrir unga tónlistarmenn fslenska hljómsveitin var stofn- uð í fyrrahaust með það að markmiði „að skapa starfsvett- vang fyrir unga og hæfileikaríka hljómlistarmenn hér á landi og flytja fjölbreytta og vandaða tón- list“. Á fyrsta starfsári sínu hélt hljómsveitin 9 tónleika hérlendis og voru áskrifendur að tónleikum hljómsveitarinnar rúmlega 400. Sögðu forráðamenn hennar að ekki hefði þurft að kvarta undan viðtökum almennings, enda hefði ætlunin í upphafi verið að leita ekki opinberrar fyrirgreiðslu, heldur treysta á áhuga almenn- ings og aðila i atvinnulifinu. Reynslan hefði hins vegar sýnt að aðgöngumiðaverð á tónleika hljómsveitarinnar þyrfti að vera að minnsta kosti helmingi hærra en það nú er til að hljómsveitin bæri sig. Þó hefði tekist að gera upp við alla sem hlut áttu að tón- leikum hljómsveitarinnar síðast- liðið ár til fulls, nema hvað síðustu tónleikana snerti. Aðgangseyrir á tónleika óraunhæfur Síðan segir í frétt frá hljóm- sveitinni: „Sá aðgangseyrir, sem almenningur á að venjast og mið- að er við, er ákvarðaður af aðilj- um, sem njóta opinberra styrkja, en af því ræðst óhjákvæmilega miðaverð annarra hópa, sem ekki njóta slíkra „niðurgreiðslna", bæði þeirra, sem greiða hljóðfæra- leikurum full laun samkvæmt taxta FÍH, og hinna, sem leika op- inberlega án þóknunar." Stjórn íslensku hljómsveitar- innar vildi að það kæmi skýrt fram, að hún væri ekki með þessu að vega að tilverugrundvelli Sin- fóníuhljómsveitar íslands, sem hefði þurft að berjast fyrir til- verurétti sinum í 40 ár, frá því hún var stofnuð, þar til hún komst inn á fjárlög fyrir fáum árum. List þyrfti stuðnings við og „stjórn hljómsveitarinnar bendir á að eigi að verða framþróun sem er í lág- markssamræmi við aukinn fjölda menntaðara tónlistarmanna, verð- ur að bæta úr hinni erfiðu sam- keppnisaðstöðu. Að öðrum kosti á íslenska hljómsveitin, ellegar aðrir sambærilegir hópar nú og fram- vegis, sér enga lífsvon," segir í frétt er kynnt var blaðamönnum á fundinum. Engir miðar í lausasölu Nú er hafist handa um að safna áskrifendum að tónleikunum sem fyrirhugaðir eru í vetur, en þeir verða sex talsins, ef á annað borð verður af starfsemi í vetur. Það er háð tveimur forsendum, annars vegar að fyrrgreind fyrirgreiðsla fáist hjá hinu opinbera og hins vegar að 400 áskriftir safnist fram að næstu mánaðamótum. Aðeins er hægt að fá miða að öllum hljómleikunum sex í áskrift, og engir miðar verða seldir í lausa- sölu. Menn þurfa að gerast áskrif- endur fyrir 28. október og er áskriftargjald með tvennum hætti, annars vegar 1.600 krónur og hins vegar sérstök styrktar- áskrift að upphæð 2.400 krónur. Áskriftargjaldið greiðist á tíma- bilinu 1.—5. nóvember, en tilkynnt verður 1. nóvember hvort af öðru starfsárinu verður og fer það eftir undirtektum almennings og stjórnvalda. Sex tónleikar fyrir- hugaðir í vetur Á tónleikadagskrá hljómsveit- arinnar í vetur kennir margra grasa. Fyrstu tónleikarnir eru Ný söKgplata Jóhanns Más Jóhannssonar Akureyri, 11. október. Ný söngplata er korain út með söng Jóhanns Más Jóhannssonar við undirleik Guðjóns Pálssonar, og hafa þeir félagar annast og kostað útgáfuna sjálfir. Platan hefur verið nefnd „Bóndinn“, og á henni eru 17 lög, öll íslensk, nema eitt ítalskt, en öll með íslenskum texta. Sigfús Halldórsson tónskáld gaf þeim fé- lögum eitt lagið skömmu fyrir hljóð- ritunina, Grenitréð, við texta Heið- reks Guðmundssonar. Þeir Jóhann Már og Guðjón hafa unnið saman í 3 ár og komið fram á skemmtunum víða um land, einkum á Norðurlandi, og eru mörg af vinsælustu lögunum á skemmtiskrá þeirra komin á plöt- una. Jóhann Már Jóhannsson er Ak- ureyringur að uppruna, sonur hjónanna Fanneyjar Oddgeirs- dóttur og Jóhanns Konráðssonar söngvara. Platan dregur nafn sitt af því, að hann hefur verið bóndi í nærri 10 ár, lengst af í Keflavík í Hegra- nesi í Skagafirði. Hann byrjaði að syngja með Karlaskórnum Geysi á Akureyri og naut þá tilsagnar Sig- urðar Demetz Franzsonar, en síð- ar var hann félagi í Karlakór Blólstaðarhlíðarhrepps. Einnig hefur hann lengi verið vinsæll og eftirsóttur einsöngvari. Guðjón Pálsson er Vestmanney- ingur og hefur fengist við tón- listarstörf í áratugi, verið söng- stjóri, organisti og píanóleikari, hefur stjórnað danshljómsveitum og er nú skólastjóri Tónlistarskóla Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga. Hljóðritunin fór fram í Stúdíó Bimbó á Akureyri (Pálmi Guð- mundsson), pressun hjá Alfa hf. í Hafnarfirði og skurður í London. Valprent á Akureyri prentaði um- slag, ljósmyndir tók Gísli Sigur- geirsson, hönnun annaðist Guð- brandur Magnússon, Sauðárkróki, en litgreiningu og filmuvinnu Ríkharður B. Jónasson, Akureyri. Sv.P. Frá blaðamannafundi íslensku hljómsveitarinnar. Talin frá vinstri: Gyða Jónsdóttir, starfsmaður, Ásgeir Sigurgests- son, ritari, Guðmundur Emilsson, formaður, Sigurður I. Snorrason, gjaldkeri, og dr. Þorsteinn Hannesson, varafor- maður. Morgunblaftið/KÖE. fyrirhugaðir 10. nóvember og bera þeir yfirskriftina „Frá nýja heim- inum“. Verða þar fluttir negra- sálmar og tónlist eftir Gershwin, Copland o.fl. og meðal annars syngur Kristinn Sigmundsson ein- söng. Aðrir tónleikarnir verða 29. des. Verða þar flutt verk eftir Viv- aldi, Saint-Saéns, Britten o.fl. Stjórnandi verður Kurt Lewin og Jón Þorsteinsson, tenórsöngvari, syngur einsöng. Þriðju tónleikarn- ir, sem verða 26. janúar, heita Fjöltefli og verða þar leikin verk eftir Beethoven, Seiber, Hinde- mith o.fl. Fjórðu tónleikarnir eru fyrirhugaðir 23. feb. og verða þar flutt verk frá Norðurlöndunum, meðal annars eftir Sibelius og Grieg. Fimmtu tónleikarnir verða 24. mars og bera þeir yfirskriftina „Tónlist á tyllidögum". Sjöttu og síðustu tónleikarnir verða 19. apr- íl og verða þar flutt verk eftir Brahms, Wagner o.fl. Þá er ætlun- in að fá margt erlendra gesta í heimsókn, sem munu leika og syngja með hljómsveitinni, marg- ir án endurgjalds. Auk þessarar starfsemi er fyrir- hugað að hljómsveitin komi fram á Myrkum músíkdögum í febrúar, á Listahátíð í júni og fari í tvær tónleikaferðir til útlanda í boði erlendra aðila. 8ESJI í? HJALPAKKOKKUmN KENWOOD chef Verð kr. 8.430,- (Gengi, 13.1083) með þeytara, hrærara, hnoðara, grænmetis- og ávaxtakvörn, plasthlíf yfir skál. KENWOOD CHEF er til í þremur mism. litum. Ennfremur er ávallt fyrirliggjandi úrval auka- hluta, svo sem, hakkavél, grænmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressa, kartöfluafhýðari, dósahnífur ofl. Eldhússtörfin verða leikur einn með KENWOOD CHEF RAFTÆKJADEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.