Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 49 Biskupar íslands frá 1800, en málverk af þeim öllum prýða skrifstofu biskups íslands. Frá vinstri: Geir Vídalín 1801—1823, Steingrímur Jónsson 1824—1845; Helgi Thordersen 1846—1866, Pétur Pétursson 1866—1889, Hallgrímur Sveinsson 1889—1908, Þórhallur Bjarnason 1908—1916, Jón Helgason 1917—1938, Sigurgeir Sigurðsson 1939—1953, Asmundur Guðmundsson 1954—1959, Sigurbjörn Einarsson 1959—1981, en enn hefur ekki verið máluð mynd af núverandi biskupi íslands, herra Pétri Sigurgeirssyni. þá má eflaust láta sér detta margt í hug, sem bæta má í aðstöðu bisk- ups án þess að verulegar breyt- ingar séu gerðar á embætti hans. Til dæmis er hægt að létta af hon- um miklu vinnuálagi með auknu starfsliði. Ég er þeirrar skoðunar, að til þess að biskupsþjónustan í landinu verði virkari þurfi að brjóta upp núverandi fyrirkomu- lag með tvennum hætti. í fyrsta lagi þarf að skýra og ákvarða bet- ur stöðu kirkjunnar allrar gagn- vart ríkisvaldinu, svo að þau sam- skipti verði ekki með því móti, að spila þurfi þau eftir eyranu frá degi til dags. í þessu efni hefur þegar verið hafizt handa. Nefnd starfar nú að endurskoðun kirkju- legrar löggjafar á íslandi og önn- ur nefnd starfar að því að rann- saka hverjar kirkjueignir séu. Enn má nefna, að á vegum ráðu- neytisins starfar nú nefnd, sem rannsakar starfskjör presta, en það er mál, sem varðar alla söfn- uði, að prestar valdi fjárhagslega þeirri þjónustu, sem þeir eru sett- ir til. í öðru lagi þarf að endurskipu- leggja alla biskupsþjónustuna inn á við i kirkjunni og færa hana í nánari tengsl við söfnuðina. Þetta krefst skiptingar biskupsdæmis- ins. Mikið hefur verið rætt og lengi um skiptingu biskupsdæmisins. Áður minnti ég á hvernig hug- myndin um endurreisn stólanna lá að baki, er stofnað var til embætta vígslubiskupa. Kirkjuþing hefur tvisvar samþykkt frumvarp um skiptingu biskupsdæmisins í þrennt. Kirkjumálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um tvo bisk- upa. Biskup og kirkjuráð hafa gert það í málinu sem þeir hafa séð ástæðu til, en samt hefur þetta dagað uppi. Rökin fyrir þessari skiptingu hafa einfaldlega verið þau, að bæta þyrfti biskupsþjón- ustuna og efla starf biskupa í kirkjunni. Gagnrök hafa verið borin fram, og virðast þau hafa dugað til að sannfæra þá, sem taka eiga lokaákvörðun í þessu máli. Ætla ég nú að drepa stutt- lega á þessi gagnrök. Það geri ég vegna þess að þau snúast um kjarna málsins, eins og vera ber í málefnalegum umræðum. Kostnaður Því hefur verið haldið fram, að skiptingu biskupsdæmisins fylgdi óheyrilegur kostnaðarauki, og að þeim peningum væri betur varið öðru vísi í þágu kirkju og kristni í landinu. Ekki hef ég séð neinar raunhæfar kostnaðaráætlanir þessu til stuðnings. Ekki er raun- hæft að margfalda með þremur þann kostnað, sem tengist emb- ætti biskups Islands nú, því að skipting biskupsdæmisins felur ekki í sér að stofna eigi þrjár þjóð- kirkjur á ísiandi. Ýmsar stofnanir kirkjunnar yrðu óskiptar eftir sem áður, og sitthvað af því, sem nú er unnið á vegum biskups, yrði ekki gert á þremur stöðum í senn. Ekki verður því þó neitað, að ein- hvem kostnað hefur skiptingin í för með sér. Þeir, sem skipting- unni eru fylgjandi, telja, að þess- um fjármunum yrði vel varið, og að þeir kæmu ekki að meira gagni öðru vísi fyrir kirkju og kristni. Hið sama gildir þvi um þennan kostnað og um allan tilkostnað einstaklinga og samfélags, að það verður að meta í samhengi við það hvers menn vænta í aðra hönd. Óheppileg dreifing valda og áhrifa Stundum er því haldið fram, að nær væri að styrkja einn biskup til aukinna áhrifa en að hafa þrjá, sem skipta með sér þessum áhrif- um. Þetta kemur til af þeim al- genga misskilningi, að vald- dreifing sé háð því lögmáli, að það minnki, sem af er tekið. Þá hugsa menn sem svo, að vald innan stofnunar eða skipulagsheildar sé einhver ákveðin stærð, sem þá sé til skiptanna ef valddreifing á sér stað. Rannsóknir félagsfræðinga benda til þess, að þessu sé ekki svona varið, og að afleiðingar valddreifingar geti einfaldlega orðið til þess, að aukið vald og áhrif verði til innan stofnunarinn- ar. Öll styrkist hún þá við þetta. Hugmyndir um skiptingu bisk- upsdæmisins byggjast einmitt á því, að með því móti muni kirkjan í heild verða sterkari og samein- aðri. Bætt biskupsþjónusta muni leiða til sterkari safnaða, en í þeim liggur grundvöllur alls áhrifamáttar kirkjunnar. Liggur það ekki í augum uppi, að áhrif biskupa standa ínokkru hlutfalli við styrkleika safnaðanna? Einnig má ætla, að út á við hefði niður- staðan af samráði þriggja mynd- ugra biskupa meira vægi en skoð- un eins. Hér má raunar skjóta því inn í, að í guðfræðinni er sú skoðun á undanhaldi, að einn biskup, einn og sér, geti ráðið úrslitum um margt. Við tökum eftir því, að æ oftar er páfinn nefndur biskupinn í Róm. Að baki því býr sú hugsun, að hann sé ekki yfir aðra biskupa hafinn og að hann þurfi á samráði þeirra að halda. Hann er þeim þá fremri í því einu, að vera settur til að skipa forsæti þeirra í kærleika, einingarinnar vegna. Sögurómantík Algengt er, að við fyrstu sýn virðist mönnum áformin um endurreisn biskupsstólanna fela í sér sögurómantík eða fortíðar- dýrkun. Mikið hefur verið rætt um endurreisn á biskupssetrunum fornu, Skálholti og Hólum, og hef- ur þegar verið hafizt handa um hana. í upphafi tengdist þetta starf hugmyndum um endurreisn biskupsstólanna og gerir það enn í hugum flestra. Þó hefur það viljað brenna við í seinni tíð, að menn tali um endurreisn í Skálholti eða á Hólum án þess að víkja nokkuð að skiptingu biskupsdæmisins. Að hafa í frammi einhver endurreisn- arumsvif á þessum stöðum, stað- anna vegna, getur auðvitað kallast söguleg rómantík eða þá rækt við liðna tíð. Slík umsvif eiga sér takmörk, eins og t.d. sézt af því, hve tómt mál það virðist að tala um einhverja frekari endurreisn Þingvalla en orðin er, síðan að ákveðið var að flytja Alþingi ekki þangað. Þeir eru margir sögustað- irnir á íslandi, og hægur vandi er að finna einhvern fornhelgan stað fyir hvert svið þjóðlífsins. Menn geta jafnvel látið endurreisn bisk- upssetranna fornu snúast um ann- að en kirkjuleg efni. A.m.k. hef ég heyrt talað um viðgang bænda- skólans á Hólum, sem ómissandi þátt í endurreisn Hólastaðar. Fólk ætti að gera sér fulla grein fyrir því, að þó að umræður um skiptingu biskupsdæmisins hafi tengst umræðum um endurreisn á biskupssetrunum fornu, þá er þetta tvennt ekki sami hluturinn. Skipting biskupsdæmisins og end- urreisn biskupsembættanna að norðan og sunnan felur í sér veru- lega skipulagsbreytingu í kirkj- unni. Um þessa breytingu er beðið vegna þarfa kirkjunnar í nútíð og í framtíð. Sú umræða sprettur af því, að horft er fram og mið tekið af nútíma breytingum. Þannig er ómögulegt að halda því fram, að hugmyndir um skiptingu bisk- upsdæmisins séu sprottnar af sögulegri rómantík eða fortíðar- dýrkun. Of smá biskupsdæmi Til eru þeir, sem óttast, að með þrískiptingu biskupsdæmisins yrðu biskupsdæmin of iitlar ein- ingar og vanmegnug um flest. Minni ég í því sambandi á það, sem fyrr er sagt, að í þessari skiptingu fælist ekki að stofnaðar yrðu þrjár þjóðkirkjur. Raunar er augljóst og æskilegt, að þrír bisk- upar hefðu náið samband og sam- starf. Einnig má benda á, að þau biskupsdæmi i heiminum, sem sterkust eru talin frá kirkjulegu sjónarmiði, eru ekki ávallt þau auðugustu eða stærstu. Athyglis- vert er að lesa það, sem hinn kunni guðfræðingur Lesslie New- bigin hefur um stærð biskups- dæma að segja. Sjálfur var hann alinn upp í kalvínskri kirkju, þar sem engir biskupar voru til. Þegar mótmælendakirkjurnar á Suður- Indlandi sameinuðust, varð þessi sami maður að sætta sg við, að biskupsembætti væri tekið upp í kirkju hans, og sjálfur varð hann biskup. Stríddi þetta mjög gegn hefð þeirrar kirkjudeildar sem hann tilheyrði, og gegn hans eigin sannfæringu í fyrstu. Eftir mikla athugun og umhugsun komst Newbigin að þeirri niðurstöðu, að biskupsþjónustan væri nær ómiss- andi í kristnum söfnuði. Fyrst þjónaði hann biskupsdæmi, þar sem 80 prestar þjónuðu. Taldi hann það fyllilega nóg verkefni. Seinna urðu prestarnir 120 og fannst honum verkefnið þá orðið ofvaxið einum biskupi. Telur hann, að 100 prestar í einu bisk- upsdæmi séu alveg hámark. til samanburðar má geta þess, að prestar á Islandi eru nú rúm- lega 120 og söfnuðir á fjórða hundrað. Horfurnar eru þær að prestum hlýtur að fjölga á næstu áratugum. Fjöldi safnaða verður líklega svipaður í náinni framtíð. Þó að til séu söfnuðir, sem vegna mannfæðar virðast munu leggjast niður, þá eru aðrir, sem vegna mannfjölda hljóta að skiptast, og enn er ekki lokið þeirri byggða- þróun, sem leitt hefur til mikillar nýrrar þéttbýlismyndunar á Is- landi. Sums staðar hefur biskup- um verið fjölgað, til þess að gera þjónustu þeirra markvissari. Oft gagnrýna menn, hversu risastór og þess vegna sundurlaus mörg biskupsdæmi í Evrópu eru. Þrjú biskupsdæmi á Islandi yrðu ekki minnstu biskupsdæmi í veröld- inni. Auðvelt er að vitna til kunn- ugra manna, sem halda því fram, að ekki sé æskilegt að biskups- dæmi séu stór, og tel ég mig að nokkru leyti hafa sýnt fram á það hér að framan. Lokaorð Þeir, sem lesið hafa þessa grein mína, sjá að í fyrri hlutanum setti ég fram almennar hugmyndir um það í hverju biskupsþjónusta ætti að vera fólgin. I síðari hlutanum reyndi ég að lýsa ákveðnum þátt- um þeirrar biskupsþjónustu, sem við búum við í íslenzku Þjóðkirkj- unni og hvernig mætti bæta hana. Niðurstaða mín er sú, að skipt- ing biskupsdæmisins og nánari af- mörkun samskiptanna við ríkið séu lykilatriðin. Hið síðarnefnda virðist vera í nokkurri endurskoð- un, og meðan svo er tel ég ástæðu- laust að setja fram beinar tillögur um það efni. Hið fyrrnefnda, skipting biskupsdæmisins, tel ég að hafi ekki minni þýðingu fyrir kirkjuna og þjóðina alla. Endur- skoðun biskupsdæma Þjóðkirkj- unnar hefur staðið lengi með þeim mótsagnakenndu afleiðingum, að bæði kirkjuþing og kirkjumála- ráðuneyti hafi lagt til skiptingu biskupsdæmisins, án þess að nokkuð hafi gerst. Legg ég til, að frumvarp kirkjuþings um þrí- skiptingu biskupsdæmisins verði hið fyrsta tekið til umfjöllunar á Alþingi. Þar býst ég við að það verði farsællega afgreitt. Þeir sem vilja frmgang kirkju og kristni, sjá við athugun, að þessi skipting biskupsdæmisins er í senn raun- hæfasta og ódýrasta skipulags- breytingin, sem í einu vetfangi er hægt að gera til að stuðla verulega að því að kirkjan haldi fótfestu í nútíma þjóðfélagi íslendinga. Eitt vil ég svo taka fram að lok- um. I þessum orðum hef ég auðvit- að ekki drepið á allt sem hægt er að segja um biskupsembætti, og margt er ósagt, sem þörf er um að tala. Eitt atriði, sem ég hef nokk- uð gengið fram hjá, er spurningin um áhrifavald biskupa. Vegna þeirra, sem sakna þess vil ég segja þetta. Ég hef háar hugmyndir um áhrifavald biskupa, eins og sögu- leg þróun embættisins allt frá dögum postulanna gefur manni tilefni tiL Vald biskupa í framtíð- inni, eins og oftast í fortíðinni, á að vera í sem ljósustu samhengi við helga þjónustu þeirra og henni samboðið. Svo áhrifamiklir vil ég að biskupar séu á Islandi, að eng- um blandist hugur um, að þeir séu meðal hinna fyrstu, sem íslenzku safnaðarfólki koma í hug, er það les orðin í 17. versi 13. kaflans í Hebrabréfinu, þar sem segir: „Hlýðið leiðtogum yðar, og verið þeim eftirlátir, því að þeir vaka yfir sálum yðar, eins og þeir sem reikning eiga að lúka fyrir þær.“ Sigurður Sigurðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.