Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 11
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 51 ÖRVERUFRÆÐI eftir dr. Ara Kr. Sæmundsson Plöntuveirur Það eru margir, sem ekki gera sér grein fyrir því, að veirusjúk- dómar hrjá jafnt plöntur sem dýr og menn. Reyndar herja veirur á bókstaflega allar lífverur, hvort sem þar er um að ræða bakteríu, kartöflugras, silung eða mús. Veirur geta til og með lagst á veir- ur, svo það má með sanni segja að veirur séu sýklar sýklanna. Hér er ætlunin að gera stuttlega grein fyrir plöntuveirum. Þessar veirur eru mjög margvíslegar að lögun og gerð (mynd 1), og um 300 ólíkar plöntuveirur hafa nú verið einangraðar og auðkenndar. Þar sem plöntur hafa ekkert eða mjög frumstætt ónæmiskerfi, þá eru þær yfirleitt mjög illa á vegi staddar, ef þær eru svo óheppnar að verða fyrir veirusýkingu. Plöntuveirur og berar þeirra Plöntur eru staðbundnar lífver- ur. Þær eru ekki haldnar þeim ósið að vera síhóstandi framan í hvor aðra eða yfirleitt að vera að Laufblaö af tóbaksplöntu með veiru- sjúkdóm. (Úr bók K.M. Smith). smám saman upp og deyja (mynd 3). Oft má sjá mjög sérstök sjúk- dómseinkenni tengd æðakerfi plantnanna. Æðarnar grotna niður, en áður geta þær misst all- an lit, orðið því sem næst glærar. Sjúkdómseinkenna verður einnig oft vart í blómum og ávöxtum. Blómin aflitast og ávextirnir verða allir aflaga, hýðið sprungið, og þeir ekki beint spennandi til átu. Sjúkdómur sá sem ákveðin veira veldur, er oft mjög einkennandi fyrir þá veiru í náttúrulegum hýsli sínum. Hafa plöntuveirufræðing- ar valið þann kostinn að skýra veirurnar í höfuðið á hýslinum að viðbættum klassískum einkennum veirusýkingarinnar. Verða þessi nöfn oft ákaflega skrautleg og næstum ógerlegt að þýða þau yfir á íslensku, eða hvernig líka nöfn eins og upprúllað-laufblað-á- kartöflugrasi-veiran (potato leaf- roll virus) eða svartir-hringir-á- kálblaði-veiran (cabbage black ringspot virus). Lokaorð Plöntuveirur hafa valdið og valda enn ómældum skaða. Þær eru þyrnir í augum bænda og garðyrkjumanna, þar sem þær leggjast á nytjaplöntur, skraut- jurtir og tré. Veirusjúkdómar i plöntum eru einnig erfiðir viður- eignar, eins og gefur að skilja. Það gefur augaleið að rannsóknir á veirusjúkdómum í plöntum og dreifingu þeirra beinast fyrst og fremst að því að reyna að skil- greina smitleiðir. Sú hefur líka órðið raunin, að baráttan við plöntuveirur hefur fyrst og fremst beinst gegn berunum sjálfum. Þeir eru sjálfsagt mikilvægasti hlekkurinn í þessari sjúkdóms- keðju, og ef hægt er að greina þá og lífshættir þeirra eru vel þekkt- ir, þá eru aðgerðir raunhæfar. Annað sem menn hafa reynt að gera, er að rækta upp plöntu- stofna, sem eru ónæmir gagnvart sýkingu með ákveðinni veiru. Þó eru ekki allir veirusjúkdómar til ama í plöntum. Þannig valda t.d. veirur hinum klassísku litabreyt- ingum, sem sjá má á blómum sumra túlípana, og hafa af mörg- um verið talin til fegurðarauka fremur en hitt. Heimildir: K. M. Smith (1977). Plant vinises, ('hapman & Hall, London. L. Bos (1970). Symptoms of virus dis- eases in planLs Centre for Agricultural Publishing and Documentation, Wag- eningen. Plöntuveirur eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hér má sjá veirur, sem sýkja m.a. tóbaksplöntur, tómatplöntur og baunagrös. Veirur sem þessar eru u.þ.b. 1/50000 úr millimetra f þvermál. (Ur bók L. Bos). kássast hver utan í annarri. Mað- ur skyldi því ætla að plöntuveirur ættu erfitt uppdráttar, þar sem hinar klassísku smitleiðir dýra eru ekki fyrir hendi til að bera þær á milli. Plöntufrumur hafa líka utan um sig hlífðarvegg úr beðmi (cellulose), sem er góð vörn gegn alls konar utanaðkomandi áreiti. En plöntuveirur hafa séð við þessu og hafa komið sér upp flóknu kerfi bera (vectors), sem sjá um dreifinguna. Það má með sanni segja að allar lífverur, sem nærast á plöntum geti gegnt hlut- verki bera, en ýmiss konar skor- dýr eru þó fremst í flokki. Algeng- ast er að skordýr beri veirur á milli í munnvatni. Þegar skordýr nærast á laufblöðum sýktrar plöntu, þá innbyrða þau um leið töluvert magn af veirum. Veirurn- ar berast síðan úr meltingarfær- unum yfir í blóðrásina og enda loks í munnvatnskirtlunum. Það- an eiga svo veirurnar greiða leið inn í ósýkta plöntu, þegar viðkom- andi skordýr fara að gæða sér á henni. Afkastamest skordýra við veiruburð er eflaust blaðlúsateg- und ein, Myzus persicae, en talið er að hún beri á milli a.m.k. 50 ólíkar plöntuveirur. Aðrir berar, í hópi þeirra afkastameiri, eru ýmsir smámaurar (mites) og svo þráð- ormar (nematodes). Þráðormar gæða sér á rótum plantna og bera í þær sýkilinn svo að segja frá öfugum enda. Aðrar smitleiðir sem mætti nefna, eru með afleggj- urum og fræjum. Afleggjari, sem tekinn er af sýktri plöntu, er að öllum líkindum einnig sýktur, og þar af leiðandi plantan, sem upp af honum vex. Einnig eru þess dæmi að plöntuveirur berist á milli kynslóða með fræjum. Sjúkdómseinkennin Sjúkdómseinkennin geta verið margvísleg. Algengast er að sjúk- dómseinkennanna verði fyrst vart á laufblöðum, t.d. sem litlir hring- laga blettir (mynd 2). Þessir blett- ir stafa af því að þegar frumurnar deyja, þá brotnar blaðgrænan niður, ekki ósvipað því sem gerist á haustin, og önnur litarefni verða meira áberandi. Laufin veslast svo ,upplausntil abyrgðar Á RÉTTRI LEIÐ Sunnlendingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Hellubíói fimmtudaginn 20. október kl. 20.30. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra ræðir störf og stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn flokksins í kjördæminu mæta á fundinn. Allir velkomnir. Sjálfstæöisflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.