Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 Tarzan, Jane og aparnir. Klíkan horfir i ívar flengja kennarann. Bamaleikritið Gúmmí-Tarzan í Félagsheimili Kópavogs: „Þetta er fyrsti stóri bit- inn á leiklistarbrautinni“ - segir Páll Hjálmtýsson, 13 ára, sem fer með aðalhlutverkið Leikritið GÚMMÍ-TARZAN gengur fyrir fullu húsi hjá Leikfé- lagi Kópavogs þessa dagana og var mikið um að vera er blm. Mbl. leit þar inn rétt fyrir sýningu síðast- liðna helgi. Tarzan sagðist fyrsti maðurinn sem ég rakst á heita, en við nánari athugun kom í Ijós að þetta var Gunnar Magnússon, formaður leik- félagsins, og bað ég hann að segja mér aðeins af starfseminni? Rekið á núllinu „Leikfélag Kópavogs er á tutt- ugusta og sjötta ári og hefur starfað nokkuð samfleytt frá stofnun, ef undan er skilið eitt hlé,“ sagði Gunnar. „Hér í félags- heimili Kópavogs höfum við að- stöðu okkar og í viðbyggingu sem er að rísa verða búningsherbergi og æfingasvið leikfélagsins, en auk þess standa til talsverðar breytingar á salnum. Við fjár- mögnum uppsetningar með styrkjum frá ríki og bæ og því sem inn kemur, en eins og önnur áhugaieikhús er þetta rekið á núllinu og þeir leikarar sem að þessu standa gefa vinnu sína. Nú, aðsókn er yfirleitt ágæt en mjög sveiflukennd. Af sýningum sem við höfum haft má nefna Þorlák- ur þreytti, Aldrei friður, Leyni- melur 13 og Hlauptu af þér horn- in. Á þessu leikári vonumst við til að geta sett upp tvær til þrjár sýningar og er Gúmmí-Tarzan sú fyrsta. Leikritið er gert eftir samnefndri bók Ole Lund Kirke- gaard, en leiktexta gerðu Jón Hjartarson, Þórarinn Eldjárn og leikhópurinn. Við höfum staðfært þetta talsvert, og höfum alveg nýja tónlist, sem samin er af Kjartani ólafssyni. Uppsetningin tók 1 'k mánuð og á þeim tima var einnig tekin upp plata sem stefnt er að að komi út í næstu viku. Leikritið fjallar um litinn pjakk sem ... ja, viltu ekki bara tala við hann sjálfan?" Galdranornin breytir öllu „Hann sjálfur" heitir Páll Hjálmtýsson (13 ára), og fann ég hann inni í búningsherbergi. — „Sagan snýst um ívar eða Gúmmí-Tarzan eins og krakkarn- ir uppnefna hann," sagði Páll um leið og hann smeygði sér i bún- inginn. „Hann er voða mikið út- undan, er til dæmis ekki i neinni klíku og af því að hann er ekki eins og hinir verður hann skot- spónn allra. Hann hittir galdra- norn sem býður honum eina ósk, sem verður til þess að hann upp- lifir undarlegasta dag lifs sins. Þetta er svona meginsöguþráð- ur.“ — Hefurðu leikið áður, Páll? — „Ja, aðeins í skólanum, en annars er þetta fyrsti stóri bitinn minn á leiklistarbrautinni." — Ætlarðu að leggja á hana ? Axel Örn Bragason: Ég leik púka... Páll Hjálmtýsson: Ég er með alveg voðalega kvikmyndadellu ... Ljósmyndir MBL/Friðþjófur. — „Nei, mér hefur alltaf þótt gaman að leika, það er ekki það, en ég er með alveg voðalega kvikmyndadellu. Mig langar til að skrifa handrit og taka kvik- myndir, og hef verið að fá hug- myndir að kvikmyndum síðan ég var 10 ára. Það hefur nú ekki orð- ið mikið úr ennþá en þó hef ég aðeins verið að fikta með 8 mm vél sem ég á, og það með alveg ágætis árangri, þó ég segi sjálfur frá. Ég stefni því frekar á kvik- myndirnar en leiklistina í fram- tíðinni, en við skulum sjá hvað setur.“ — En hvernig kemur ykkur Ivari saman? — „Ágætlega, það er mjög gaman að leika hann, en samt oft dálítið pirrandi, þetta er svolítið mikið, svona í fyrsta sinn. Tíminn Sigrún Jónsdóttir: Mig hefur alltaf dreymt um að leika ... er mikill sem fer í þetta og það kemur örlítið niður á skólanum. Ég þarf að nota kvöldin til að læra og þá er maður oft orðinn svolítið slappur eftir erfiðan dag, en ... þetta er fyllilega þess virði samt sem áður. Skemmtilegast við þetta allt saman er að sjá ár- angurinn af allri æfingunni, það hefur farið meiri vinna í þetta en fólk getur gert sér grein fyrir og þess vegna vona ég að það verði tekið vel á móti okkur og þetta gangi sem best.“ Að vera krókódíll krefst lipurðar Næstan hitti ég Axel örn Bragason (11 ára). „Ætli ég sé ekki yngstur í sýn- ingunni,“ sagði Axel. „Ég hljóp hér inn á seinustu stundu og fékk engan tíma til að æfa. Ég leik krókódíl og púka, sem krefst mik- illar lipurðar, og er eiginlega það eina sem hægt er að segja um hlutverkið. Þetta er ágætt þegar maður hefur hvort sem er ekkert að gera í frístundunum." ívar er skotinn í Tinnu Sigrún Jónsdóttir (14 ára), sem leikur Tinnu i sýningunni, settist nú hjá okkur. — Er Tinna vinkona ívars? — „Nei, þvert á móti, hún er ferlega leiðinleg við hann,“ sagði Sigrún. „Hann er skotinn í henni en hún fer mjög illa með hann. Þetta er ágæt stelpa þrátt fyrir f að, mætti kannski vera betri við var, en hlutverkið er æðislega skemmtilegt. Mig hefur nefnilega alltaf dreymt um að leika, en ekki gert það nema í skólaleikritum þar til nú. Auðvitað er þetta allt öðruvísi en ég hélt, ekki dans á rósum, heldur erfiðara en ég hefði getað ímyndað mér. Þegar æfingatíminn hófst fannst mér þetta svo mikið að ég var ákveðin í að gera þetta aldrei aftur. En svona eftir á er þetta skemmti- legur tími og nú hefði ég ekkert á móti þvf að taka að mér annað hlutverk." Einbeiting, áhugi, leikgleði „Allir upp á svið f upphitun," kallaði leikstjóri sýningarinnar, Andrés Sigurvinsson, og einn, tveir og þrír: allir komnir upp á svið! „Það er skemmtilegt að vinna með þessum krökkum," sagði Andrés brosandi. „Þau taka þetta alvarlega og það hefur sýnt sig að þau eru engir eftirbátar fullorðna fólksins í einbeitingu, áhuga og leikgleði. Og þau hafa það fram- yfir að þau eru langtum óhrædd- ari við að reyna hlutina." Sýningin var um það bil að hefjast, enda klukkan að verða þrjú og heimsókn minni í Kópa- vogsleikhúsið lokið að sinni. I leikskrá sem Magnús Lofts- son gerði fyrir sýninguna eru nöfn og teikningar af öllum leik- urunum, en þeir eru sextán tals- ins, þar má einnig finna texta við lögin sem þar eru sungin og verk- efni til að leysa þegar heim er komið. Leikmynd gerði Karl Aspelund, lýsingu annast Lárus Björnsson og hljóðstjóri er Egill Árnason. Sýningar á Gúmmf- Tarzan verða á laugardögum og sunnudögum klukkan þrjú f Fé- lagsheimili Kóvavogs. — m.e. í skólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.