Morgunblaðið - 19.10.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 19.10.1983, Síða 14
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 Ályktanir Á ÞINGI Sambands ungra sjálfstæðismanna sem nýlega var haldið í Reykjavík voru sam- þykktar fjölmargar ályktanir í mörgum málaflokkum. Það var yfirlýst stefna ungra sjálfstæðismanna að á þinginu myndu þeir einkum einbeita sér að gerð samþykkta í þeim málaflokkum sem ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins fara með í ríkisstjórninni. Meginefni þings Sambands ungra sjálf- stæðismanna var „Atvinnuþróun og há- tækniiðnaður“, en um það efni fjölluðu þrír kunnir sérfræðingar, en einnig var í lok þingsins samþykkt ítarleg ályktun um þetta mál. Þá má auk þess nefna að samþykktar voru ályktanir um efnahags- og viðskipta- SUS-þings mál, menntamál, utanríkismál, öryggis- og varnarmál, húsnæðismál og orku- og iðnað- armál, auk margra annarra ályktana um ein- staka málaflokka, ásamt almennri stjórn- málaályktun. Ályktanir þær sem þingið samþykkti voru flestar samþykktar samhljóða, en þær sem ekki hlutu slíkan algeran stuðning, hlutu að- eins örfá mótatkvæði, þannig að af því má sjá að einhugur ríkti á þinginu. Hér á eftir fer nokkur hluti ályktana SUS-þingsins, en ályktanir um samgöngumál, sjávarútvegs- mál, orku- og iðnaðarmál, heilbrigðismál, húsnæðismál, málefni þróunarríkja og um- hverfismál verða birtar síðar. Frá setningu SUS-þings, formaður Heimdallar í ræðustól. Menntamál: Nemendum gefist aukinn kostur á vali Skólar gegna mjög mikilvægu hlut- verki í samfélagi nútímans. MeðferA og öflun upplýsinga skiptir æ meira máli. Þekking verður sífellt mikilvæg- milli skóla ari fyrir gengi einstaklinga á vinnu- markaði og gæfu þeirra sjálfra. Til að efla hvern einstakling og hæfileika hans þarf að þroska með honum virðingu fyrir menntun og menningarlegri arfleifð þjóðarinn- Efnahags- og viðskiptamál: Einkaframtak og atvinnufrelsi tryggir lífskjör og hagsæld VIÐ MYNDUN ríkisstjórnarinnar í maí síðastliðnum voru um margt óvenju dökkar blikur á himni efnahagsmála og þótti sýnt að héldi svo fram sem horfði skapaðist alvarlegt hættuástand með uggvænlegum afleiðingum fyrir efnahag og atvinnustarfsemi. 27. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir yfír stuðningi við þá viðleitni ríkisstjórnar- innar að vinna bug á efnahagsvandanum, en fyrstu aðgerðir hennar hafa þegar skilað þeim árangri að tryggja rekstur atvinnuvega og hafa með því forðað þjóðinni frá atvinnubresti sem yfír vofði. Verðbólga er þegar tekin að hjaðna verulega og frekari merki þess munu koma í Ijós á næstunni. Hér er um að ræða úrslitatilraun til að kveða þennan vágest í kútinn og eiga engir meiri hagsmuna að gæta en launþegar að það takist. Þingið leggur áherslu á að upphafsráðstafanirnar eru tímabund- ins eðlis og gerðar í því skyni að skapa svigrúm fyrir frekari aðgerðir, sem horfa til lengri tíma. Óhjákvæmilegt er að beita tiltækum stjórnar- tækjum á sviði ríkisfjármála og peningamála í því augnamiði að skapa aðhald og festu, enda er markviss stjórn í þessum efnum nauðsynleg forsenda þess, að varanlegur árangur náist í glímunni við verðbólguna. I þessu sambandi skal lögð áhersla á eftirfarandi atriði sem m.a. er ætlað að hamla gegn óhóflegri peningaþenslu. Vinna verður bug á rekstrarerf- iðleikum ríkissjóðs og tryggja hallalausan ríkisbúskap. Erlendar lántökur verði háðar ströngu aðhaldi og komi einungis til greina við fjármögnun arð- bærra og gjaldeyrisskapandi verk- efna. Vaxtastefnan miðist við að hvetja til sparnaðar og tryggja jafnvægi á lánsfjár- og peninga- markaði. Tryggt verði að jafnvægi ríki í viðskiptum við önnur lönd. íslendingar bera nú mikinn kostnað af gegndarlausri offjár- festingu á ýmsum sviðum atvinnu- lífsins. Hér er um að ræða afleið- ingu þess að fjármagni hefur verið beint til pólitískra gæluverkefna og atkvæðakaupa en ekki fengið að renna þangað sem það skilaði arði. Hér þurfa að verða á alger Stjómarskrármál: Kynna málið almenningi 27. ÞING SUS vekur athygli á nauðsyn þess að Alþingi láti ekki niður falla umfjöllun um endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Þingið hvetur Alþingi til að gangast fyrir kynningu um þetta mál meðal al- mennings með það fyrir augum að afgreiðslu þessa mikilvæga máls verði lokið fyrir lok þessa kjör- tímabils. umskipti ef ekki á að koma til stöðnunar í atvinnulífi og frekari hnignunar í lífskjörum almenn- ings. Setja ber arðsemissjónarmið í öndvegi og tryggja með því hag- vöxt og sköpun nýrra atvinnu- tækifæra. Endurskoða verður rækilega framlög ríkissjóðs til fjárfestingarlánasjóða. 27. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur til þess, að framleiðsla hefðbundinna greina landbúnaðar verði löguð að þörfum markaðarins. Áhersla skal lögð á að þessi aðlögun taki m.a. mið af landnýtingu og beitarþoli en ekki vélrænu kvótakerfi. Brýnt er að þannig verði staðið að mál- um, að nýjar búgreinar geti skap- að fleiri atvinnutækifæri í náinni framtíð, sem yrði mótvægi við hugsanlegan samdrátt í öðrum búgreinum. 27. þing Sambands ungra sjálf- stæðismanna lýsir yfir stuðningi við áform ríkisstjórnarinnar um sölu ríkisfyrirtækja og hvetur til þess að dregið verði úr umsvifum ríkisins hvar sem við verður kom- ið og rekstur færður til einkaaðila og sveitarfélaga eftir því sem við á. Fjárlagagerð á að miðast við áætlanagerð frá grunni en ekki byggjast á sjálfvirkni. Framfylgja ber þeirri meginreglu að bjóða út rekstur og framkvæmdir á vegum hins opinbera hvar sem því verður við komið. Skatta verður að lækka og einfalda, sem er forsenda fyrir því að skattsvik verði upprætt. Því er treyst að tekjuskattur af al- mennum launatekjum verði af- numinn og að skattlagning fyrir- tækja miðist við að örva eiginfjár- munamyndun og sparnað f atvinnurekstri. Á sviði viðskiptamála leggur 27. þing Sambands ungra sjálfstæðis- manna áherslu á frjálsa verð- myndun, samkeppni og heilbrigða viðskiptahætti. Víða skortir enn mjög á að verðmyndun sé með frjálslegum hætti og bendir þingið t.d. á nauðsyn þess að losa búvöru- verðsmyndun úr viðjum sex- mannanefndar. Ennfremur er brýnt að afnema álagningarreglur innflutningsverslunar, sem ekki hafa verið annað en hvatning til óhagkvæmra vöruinnkaupa er- lendis frá. Fella verður brott hömlur og höft af gjaldeyrisviðskiptum og leyfa ferskum vindum að blása á því sviði. Með því yrði stigið til fulls skref það sem Viðreisnar- stjórnin bar ekki gæfu til að taka. Setja þarf ný lög gegn einokun og hringamyndun og beita tiltæk- um ráðstöfunum til að fella á brott samkeppnishömlur hvar sem þær er að finna í efnahagslífinu. Útflutningsverslunina þarf að gefa frjálsa á sama hátt og losað var um innflutningsverslunina á sínum tíma. Framtak einstaklinga verði virkjað til að leita hagstæðra samninga um olíuinnkaup til landsins og horfið frá því stein- runna ríkisinnkaupakerfi sem nú hefur tíðkast of lengi. Kannað verði gaumgæfilega hvort hagkvæmt er fyrir íslend- inga að heimila erlendum banka- stofnunum að opna hér skrifstofur eða hefja aðra bankastarfsemi. Ríkisbankar verði gerðir að hluta- félögum. Eindregið er varað við hvers konar einokun í sölu matvæla, t.d. á sviði eggjasölu. Verslun og dreif- ing grænmetis og mjólkurafurða verði gefin frjáls. Opnunartími verslana verði gefinn frjáls. Verktakastarfsemi á Keflavík- urflugvelli verði gefin frjáls og horfið frá ríkisverndaðri einokun þar syðra. Ungir sjálfstæðismenn leggja megináherslu á að stjórn efna- hags- og viðskiptamála miðist við að auka svigrúm og athafnafrelsi einstaklinganna. Leyfa verður hugkvæmni þeirra og framtaki að njóta sín, enda beri aðilar ábyrgð á athöfnum sínum og ákvörðun- um. Ríkið hefur því hlutverki að gegna að skapa umgjörð um at- vinnulífið, sem gerir því kleift að starfa með heilbrigðum hætti, en það er ekki hlutverk ríkisins að hafa með höndum forsjá eða íhlut- un á þessu sviði. Stefna einka- framtaks og atvinnufrelsins, þar sem saman fara frelsi og ábyrgð, tryggir best batnandi lífskjör og hagsæld almennings. ar, fá honum verkefni við hæfi á hverju stigi skólagöngunnar. Á síð- ustu árum hefur tilraunastarfsemi á sumum stigum skólakerfisins ekki verið nægilega markviss, sem hefur leitt til þess að á sumum sviðum gerir nám ekki nægilegar kröfur til nemenda. Þetta er háskaleg þróun sem ber að vara mjög eindregið við. Nemendur eru mjög ólíkir og sér- kenni þeirra ber að virða eftir þvf sem unnt er. Drýgsti þáttur mennt- unar er að kunna að tileinka sér fræðslu. Fræðsla gerir kröfur um öguð og vönduð vinnubrögð. Skólum ber að stuðla að því að nemendur vandi vinnu sína og agi hugsun sfna. Þannig þroskast þeir. Sé þetta f heiðri haft er skólakerfi réttnefnt menntakerfi. SUS-þing fagnar þvf að mennta- málaráðuneytið hefur nú eftir þriggja áratuga hlé komið f hlut Sjálfstæðisflokksins. Þingið væntir þess að menntamálaráðherra muni eindregið beita sér gegn meðal- mennsku sem sést hefur á sumum sviðum skólakerfisins sl. átatugi. Nauðsyn ber til að auka sjálfstæði skólastofnana og stuðla þannig að valddreifingu. Brýnt er að efla áhrif foreldra og aðstandenda nemenda á skólakerfið og gegna foreldrafélög þar stóru hlutverki. Nauðsynlegt er að samráð sé haft við hagsmuna- samtök nemenda. Þingið lýsir án- ægju sinni með skipun nefndar um þetta efni. Margar leiðir eru til að þessu marki, t.d. að auka valdsvið skólastjórna og gefa nemendum aukinn kost á að velja á milli skóla- stofnana. Þar má benda á svokallað ávís- anakerfi, sem felst f því að hverjum nemanda í skólakerfinu er úthlutað föstu fjárframlagi frá hinu opin- bera, sem hann sfðan getur notað til greiðslu þeirrar menntunar sem hann kýs. Þrennt vinnst. Valfrelsi nemenda er tryggt, samkeppni á milli skóla vex og gæði kennslu og menntunar aukast. Örtölvubyltingin kallar á það að skólakerfið bregðist fljótt og vel við. Atvinnulífið krefst þess og hags- munir nemenda gera það líka. Brýnt er að námsmönnum í rafmagns- tæknifræði verði gert kleift að ljúka námi sínu hérlendis. Skólar hljóta að taka eðlilegt tillit til atvinnulífs, sérstaklega í öllu tækninámi. Það er vel að nefnd hefur fengið það verk- efni að kanna þessi tengsl. Einnig er nauðsynlegt að marka almenna menntastefnu. Brýnt er að lög verði sett um framhaldsskó'a og menntun á háskólastigi verði tekin til endurskoðunar. Með auknu valfrelsi hefur aukist nauðsyn á þvf að nemendur fái glöggar upplýsingar um möguleika á framhaldsnámi. Auka ber upplýs- ingastreymi á milli skólastiga svo að hver einstaklingur geti stundað nám á sem markvissastan hátt. SUS-þing skorar á menntamála- ráðherra að láta gera mannaflaspá svo að sem gleggstar upplýsingar liggi fyrir á hverjum tfma um at- vinnumöguleika að loknu námi. Frá þinginu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.