Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 20
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 þannig eiginkona, að vera sífellt gortandi í tíma og ótíma! HÖGNI HREKKVlSI í Vörumarkaðnum á Sel- tjarnarnesi. Búðarleikur Geir R. Andersen skrifar: „Það ætlar ekki að ganga and- skotalaust fyrir þessa þjóð að ná fullu verslunarfrelsi. Þótt Hör- mangarafélagið danska létti klóm einokunarverslunar á íslandi árið 1758 tók ekki mikið betra við. Og allt til þessa hafa þau álög verið á verslun hér á landi, að hún hefur i raun aldrei orðið frjáls. Þessi álög hafa komið fram f ýmsum boðum og bönnum, jafnt í utanríkis- og innanlandsverslun. Verslun í landinu hefur lengst verið með farsakenndum hætti að því leyti, er snýr að neytendum, eins og t.d. þegar þeim var gert að standa utan dyra og versla i lúgu- götum í hvaða veðri sem er. Og enn er þessi háttur tfðkaður hér i höfuðborginni í einstaka hverfum. En stærsti skopleikurinn er þó sá, er snýr að lokunar- eða opnun- artíma verslana í höfuðborginni. Á sama tíma og Reykjavfk hefur boðið fjölbreyttari þjónustu á ýmsum sviðum, sem af skiljanleg- um ástæðum er örðugt að fram- kvæma í fámennum byggðum, þá hefur verslunartími einkum mat- vöruverslana verið andstæður neytendum. Og þetta á við á fleiri sviðum. Bensínafgreiðslur eru t.d. í þeim flokki. Og það sem deilt er um er vinnutími afgreiðslufólks. Hann verður óeðlilega langur, ef komið er til móts við þarfir neytenda, að sögn þeirra er telja sig vera að tryggja rétt afgreiðslufólks! Er þá starfsfólk verslana á Seltjarnarnesi eða f Keflavík, svo dæmi sé tekið, í ánauð? Árum saman hafa verslanir f þessum bæjarféiögum getað boðið neyt- endum þá þjónustu, sem höfuð- borgin hefur ekki. í Keflavfk er ekki einungis hægt að versla til kl. 4 á laugardögum, heldur til kvölds, og sunnudaga þar að auki. — Og þar eru stórar verslanir, vörumarkaðir, sem fólk á aðgang að þá daga, sem við hér í Reykjavík höfum farið í ná- grannabæjarfélögin sömu erinda. Nú hafa þeir á Seltjarnarnesi bætt um betur og bjóða Reykvík- ingum að versla í glæsilegum stór- markaði, þar sem opið er til kl. 4 á laugardögum. Þessi verslun er til fyrirmyndar svo um munar og bílastæði merkt á þann hátt, sem nauðsynlegt er, þannig að hver bifreið hefur rými, svo að opna megi hurðir þeirra að fullu. — Þetta skortir á flestum bílastæð- um hér í höfuðborginni. Þessi merking bílastæða er komin frá Bandaríkjunum, eins og margt annað sem þjónustu tilheyrir. Og enn er fundað í Reykjavík af Kaupmannasamtökunum og Verslunarmannafélagi Reykjavík- ur um „vandann", sem alls staðar hefur verið leystur hérlendis, — nema í Reykjavík. Eitt er það enn, sem kemur neytendum spánskt fyrir sjónir og það er þegar framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna fullyrðir, að lenging afgreiðslutímans hafi í för með sér hækkað vöruverð! — Þetta virðist hvergi vera raunin, hvorki erlendis í verslunum, sem eru opnar um helgar, — né hér á landi, þar sem verslanir eru leng- ur opnar, svo sem á Seltjarnar- nesi. — í svokölluðum söluturnum eða „sjoppum" er heldur ekki um hærra vöruverð að ræða, og er þar víða opið frá kl. 9 á morgnana til kl. 23 að kvöldi. Ef hækkun vöruverðs á að fylgja breyttum og lengri verslun- artíma er skiljanlegri tregða Kaupmannasamtakanna á lengri verslunartíma, og mun slíkt aldrei verða liðið af neytendum. Annars er kannski lítil ástæða nú fyrir þessi samtök, Kaup- mannasamtökin og Verslunar- mannafélagið, sem virðast helst vinna sameiginlega að því að koma í veg fyrir lengri verslunar- tima, að halda áfram viðræðum um þetta efni. Við höfum fengið glæsilega verslun á Seltjarnar- nesi, þar sem fólk virðist koma til að versla hvaðanæva úr Reykjavík á þeim tíma, sem verslanir í Reykjavík eru lokaðar. Og aðrar verslanir á Nesinu, sem áður voru bjargvættur Reyk- víkinga í þessum efnum, eru opnar áfram fram eftir kvöldi alla daga vikunnar. Það er ekki opnunartími fram eftir kvöldi á mánudögum til föstudaga, sem neytendur þarfn- ast. Það er lengdur verslunartími á laugardögum og sunnudögum, sem nauðsyn er á. Það er þá sem flestir eiga frí frá vinnu og það er þá sem fólk getur verslað án þess að vera tímabundið. Samtök kaupmanna og verslun- arfólks í Reykjavík ættu að hætta þeim leik sem þau hafa hingað til verið að leika og er vart hægt að flokka undir annað en „búðarleik", en er að uppistöðu til skipanir nefnda og viðræðuhópa. Því verður ekki trúað, að nær- liggjandi sveitarfélög, sem hafa haft forystuna í því verslunar- frelsi, sem hér þó ríkir, gangist undir það ok, sem Reykvíkingar hafa þurft að þola í verslunarhátt- um. HEILRÆÐI Að gefnu tilefni vill Slysavarnafélag íslands vekja athygli skotveiðimanna á að gæta ávallt fyllstu varúðar í meðferð skotvopna og hafa það jafnan hugfast að fjöldi fólks á öllum aldri leitar útivistar og fer í gönguferðir án þess að gera sér grein fyrir því að á svæðinu sé stunduð rjúpnaveiði. Jafnframt beinir SVFÍ þeim vinsamlegu tilmælum til allra þeirra er útivistar njóta að skipuleggja ferðir sínar um þau landsvæði þar sem rjúpnaveiði er ekki leyfð og bendir í því sambandi á friðlýst útivistarsvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.