Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983
63
sjá hvaö geröist. „Þegar óg var á
ferö i Stykkishólmi kom ég þar viö í
barnaskólanum og fékk aö spila.
Mér fannst það óskaplega gaman
þegar börnin tóku undir meö mér í
lögum viö Ijóö úr Skólaljóöum, sem
þau höfðu á boröinu fyrir framan
sig. Kennari (jeirra lýsti eindreginni
ánægju sinni meö framtakiö, en þaö
er eins og bákniö vilji ekki breyta
neinu.“
Klikkun
Undirritaöur fór á tónleika með
Bergþóru í Menningarmiöstööinni í
Geröubergi sama kvöld og þetta
spjall var tekiö. Þar hafa vart veriö
fleiri en 50 manns á stórgóöum tón-
leikum. Ég spuröi Bergþóru hvort
hún þreyttist ekkert á aö spila þegar
aösóknin væri svo ekki meiri en t.d.
þetta tiltekna kvöld og andstreymiö
virtist vera jafn mikiö og raun bæri
vitni.
„Jú, auövitaö sækir aö manni
þreyta af og tii. Þaö er ekki endilega
þreytandi aö syngja svona oft og
mikið, heldur er þaö allt stappiö,
sem fylgir þessu. Ég og maöurinn
minn, sem hefur stutt mig dyggi-
lega, eyðum j þetta öllum okkar frí-
tíma og stundum gott betur. Ég tók
mér frí frá vinnu um mánaðamótin
maí/júni til þess aö geta helgaö mig
þessu alfariö. Ég er búin aö koma
97 sinnum fram frá því í sumar
(skiptin eru oröin yfir 100 talsins
þegar þetta spjall kemur fyrir augu
lesenda - innsk. -SSv.) Þetta er svo
erfitt, aö ég er svei mér aö hugsa
um aö fara aftur aö vinna til þess aö
geta slappaö eilítiö af. Þaö er allt í
lagi aö spila 3—4 sinnum í viku, en
þetta er hreinasta klikkun," sagöi
hún.
Er verið að
ganga af lifandi
tónlist dauðri?
Þrátt fyrir allan þann fjölda
hljómsveita, sem í höfuðborg-
inni er starfræktur, fer tiltölu-
lega lítið fyrir því að fólk sæki
tónleika þessara hljómsveita. Á
því eru vissulega undantekn-
ingar eins og Stuömenn og Egó.
Aðrar eru þær varla.
Á tónleikum Kikk í Safari þann
2. október höföu tæplega 50
manns keypt sig inn er umsjón-
armaöur Járnsíöunnar kannaöi
miöasöluna um kl. hálfeitt. Innan
viö helmingur þessa hóps lagöi
viö hlustir. Þannig hefur þaö víst
veriö á fimmtudögum og sunnu-
dögum í Safari meö fáeinum
undantekningum. Húsiö hefur
staöiö sig frábærlega í allt sumar
hvaö lifandi tónlist snertir, en svo
viröist sem ekki kunni allir aö
meta þetta.
Það gefur augaleiö, aö ekki er
hægt aö haldi úti nokkru húsi,
ekki einu sinni fjárhúsi, þegar aö-
sókn á tónleika er ekki nema 50
manns. Svo virðist líka sem ekki
sé heldur hægt að halda úti slík-
um rekstri þótt fullt sé út úr dyr-
um. Þegar um umtalsveröa aö-
sókn er aö ræöa eru þaö „stóru
grúppurnar" sem spila og eru
ekki beint ókeypis eftir því sem
Járnsíöan hefur fregnað.
Samkvæmt heimildum síöunn-
ar tóku Stuðmenn 125.000 krón-
ur fyrir aö spila í Safari í sumar.
Egóiö var þó miklu sanngjarnara,
tók ekki nema 50.000 krónur
fyrir kvöldiö. Fyrrnefnda upp-
hæöin er slík, aö ógerningur er
aö láta enda mætast meö aö-
göngumiöasölunni einni saman,
nema auövitaö miöaverö sé
sprengt upp úr öliu valdi.
Hér er ekki veriö aö gefa til
kynna, aö hljómsveitir eigi aö
spila ókeypis. Hins vegar skýtur
þaö skökku viö á sama tíma og
allir eru aö væla yfir aöstööu-
leysi, aö Safari, sem leggur ríka
áherslu á þátt lifandi tónlistar í
skemmtanalífinu hjá sér, skuli
sitja uppi meö tvær hendur tóm-
ar eöa svo gott sem. Hór veröur
aö koma til einhver hugarfars-
breyting. Staöurinn réttir fram
höndina. Hvernig væri aö hljóm-
sveitirnar réttu fram höndina
líka?
Stuðmenn: Feikilega vinsælir... en feikilega dýrir.
Leggur kjötfjallið upp laupana:
Meatloaf óhress með
útgáfufyrirtæki sitt
HLUNKURINN Meatloaf, sem
nokkrir tugir íslendinga böröu
augum á Donington-hátíöinni í
sumar, er allt annað en hress
þessa dagana þrátt fyrir að
uppselt hafi verið á alla tón-
ieika hans í nýafstaðinni yfir-
reið um Bretland. Bretland hef-
ur reyndar verið höfuövígi hans
þótt kjötfjalliö sé bandarískt að
uppruna.
Óánægja Meatloaf á rætur aö
rekja beint til plötufyrirtækisins
Epic. Heldur hann því blákalt
fram, aö Epic hafi engan veginn
gert nægilega mikiö í því aö
kynna plötur hans, Dead Ringer
for Lobe og Midnight at the Lost
And Found, í Bandaríkjunum.
Eftir frumraun hans, Bat Out
of Hell, sem seldist óhemjuvel
um heim allan (vel yfir 10.000
eintök hér heima á íslandi — en
þaö var líka á þeim tíma er plöt-
urnar seldust (1978). — innsk.
— SSv), hefur heldur hallaö und-
an fæti hjá honum þótt frammi-
staöa hans á Donington-tónleik-
unum sannaöi aö hann er síöur
en svo dauöur úr öllum æöum.
Bat Out of Hell hefur selst í
1,25 milljónum eintaka í Bret-
landi og er á vinsældalistum,
fimm árum eftir útkomu hennar.
Dead Ringer hefur selst í
Með fullar hendur fjár ... eða
„Tek ég hérna hvolpa ... “ Meat-
loaf á sviði ásamt söngkonunni
Carla de Vito.
500.000 eintökum og nýjasta af-
sprengiö, Midnight at the Lost
And Found, hefur veriö á uppleiö
í Bretlandi. Móttökurnar í
Bandarikjunum sem og annars
staöar í hinum vestræna heimi
hafa hins vegar veriö dræmar.
Er nú svo komiö, aö Meatloaf
neitar aö syngja inn á fleiri plötur
hjá Epic og segist ekki láta í sér
heyra á plasti fyrr en hann fái
annan útgefanda.
Námskeið
Vegna mjög mikillar eftirspurnar hefst nám-
skeiö í manneldisfræði 24. október í Menn-
ingarmiðstöðinni, Gerðubergi.
Megrunarnámskeið hefst 26 okt.
Nánari upplýsingar eru gefnar í síma
74204.
Kristrún Jóhannsdóttir,
manneldisfræðingur.
CPM-áætlanir 1
MARKMIÐ:
— CPM eða Critical Path Method er kerfisbundin aðferð við áætlana-
gerð sem á að tryggja að fljótvirkasta og ódýrasta leiðin sé.farin að settu
marki og sparar þannig tíma, mannafla og fjármuni.
— CPM hentar hvers konar framkvæmdum hjá fyrirtækjum, hinu opin-
bera og einstaklingum.
— CPM á að gefa stjórnendum meiri yfirsýn yfir framkvæmdirnar.bæði
sem heild og einstaka verkhluta.
— CPM á að gera stjórnendur framkvæmdanna að raunverulegum
stjórnendum.
EFNI:
Skilgreining þátta og hugtaka. Örvarit, hönnun tímareikninga. CPM,
ákvarðanaatriði við verkskiptingu, endurskoðun verkáætlana, upp-
lýsingaöflun o.fl.
ÞÁTTTAKENDUR:
Stjórnendur fyrirtækja, yfirverkstjórar, og aðrir þeir sem standa fyrir
framkvæmdum, eiga erindi á þetta námskeið.
LEIÐBEINANDI:
Eirikur Briem rekstrarhag-
fræðingur. Lauk prófi í rek-
strarhagfræði frá Háskólanum
í Linköping, Svíþjóð. Starfar
nú sem fjármálastjóri Raf-
magnsveitu Reykjavíkur.
TIMI:
27.-28. október 1983 kl. 14-19. 29. október kl. 9-12 og 14-18, samtals 17
klst.
CPM-áætlanir2
MARKMIÐ:
Tilgangur námskeiðsins er að kynna frekari notkunarmöguleika CPM-
áætlana við gerð framkvæmdaáætlana, m.a. varðandi kostnaðar- og
framkvæmdaeftirlit.
EFNI:
- Upprifjun á CPM-áætlanagerð frá fyrra námskeiði, örvarit. timaút-
reikningar, kostnaðarmat.
- Presidence örvarit.
- Kostnaðareftirlit og greiðsluáætlanir.
- Lykilatriði í framkvæmdaeftirliti.
- Raunverkefni og tölvuvinnsla.
ÞÁTTTAKENDUR:
Námskeiðið er ætlað stjórnendum, skipuleggjendum og eftirlitsmönnum
meiriháttar verka. Undirstöðuþekking í CPM-áætlanagerð nauðsynleg.
LEIÐBEINANDI:
Eiríkur Briem rekstrarhag-
fræðingur. Lauk prófi í rekstr-
arhagfræði frá Háskólanum i
Linköping, Svíþjóð. Starfar nú
sem fjármálastjóri Rafmagns-
veitu Reykjavíkur.
TÍMI:
24.-25. nóvember 1983 kl. 14—19,26. nóvember kl. 09-12 og 14-18, samt.
17 klst. Síðumúli 23, 3. hæð.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags ríkis-
stofnanna greiðir þátttökugjald fyrir félaga sína á þessu
námskeiði og skal sækja um það til skrifstofu SFR.
STJÓRNUNARFÉLAG
ÍSLANDS §i«23