Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 47 Arnór — Ásgeir Þór 0—1 Ingi R. — Guðm. Árnason 1—0 Baráttan í toppnum var ekki eins friðsæl og úrslitin gefa til kynna en þar fóru nokkur upplögð tækifæri forgörðum. Fyrst átti Jó- hann t.d. yfirburðastöðu gegn Sævari, en úrvinnslutækni hans brást og rétt undir lokin sást Sæv- ari yfir vinningsleið. Eftir áföll í byrjun voru þeir Ásgeir og Ingi komnir á toppinn að nýju, en Arnór Björnsson féll í gildru með yfirburðastöðu gegn Ásgeiri. Fyrir síðustu umferð var staðan þannig að Guðmundur hafði 5% vinning, en Margeir, Jó- hann, Sævar og Ásgeir allir 5 v. 7. umferð: Guðmundur — Sævar 1—0 Jóhann — Margeir 'k — ‘k Ásgeir Þór — Ingi 0—1 Elvar — Dan ‘k — 'k Arnór — Guðm. Halldórss. 0—1 Guðm. Árnason — Benóný 1—0 Óli Valdimarsson — Tómas 'k — 'k Guðmundi nægði jafntefli til að ná efsta sætinu, en í miðtaflinu urðu Sævari á slæm mistök og yf- irburðasigur stórmeistarans því staðreynd. Tafl Jóhanns og Mar- geirs einfaldaðist snemma og Ás- geir Þór réð ekki við þungan stíl Inga R. Keppnin.um unglinga- og öld- ungaverðlaunin var mjög spenn- andi. Benóný missti niður unna stöðu gegn Guðmundi Árnasyni, sem þar með hlaut unglingaverð- launin. Tap Benónýs þýddi síðan að Óli náði öldungaverðlaununum með jafntefli við Tómas Björns- son, sem þar með varð að sjá af Unglingaverðlaununum. Þá skauzt Halldór Karlsson skyndilega upp og deildi „öldunga“verðlaununum með óla. Úrslit mótsins: 1. Guðmundur Sigurjónsson 6lk v. af 7 mögulegum. 2. -5. Margeir Pétursson, Guð- mundur Halldórsson, Jóhann Hjartarson og Ingi R. Jóhannsson 5 lk v. 6.-7. Sævar Bjarnason og Ásgeir Þór Árnason 5 v. 8.—10. Elvar Guðmundsson, Guð- mundur Árnason og Guðmundur Ingvi Jónsson 4 lk v. því mótið á Fáskrúðsfirði var tutt- ugasta helgarmótið, en Helgi hef- ur ávallt hreppt þau. Helgi var þó ekki með á þessu móti því hann var öruggur um að hljóta „fimm móta verðlaunin" áð- ur en það hófst. Þetta er í fyrsta sinn sem hann lét sig vanta á helgarmót, fram að þessu hafði hann verið með í öllum nítján mótunum. Velgengni hans á þeim hefur verið mikil og svo mikil á stundum að stungið hefur verið upp á því að skíra þau upp og nefna „Helgamót", en ekki helgar- mót. Hvítt: Guömundur Sigurjónsson Svart: Sævar Bjarnason Spánski leikurinn 1. e4 — e5 Yfirleitt teflir Sævar frönsku vörnina, 1. — e6. 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 - Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 — d6, 8. c3 - 0-0, 9. h3 — Ra5, 10. Bc2 — c5, 11. d4 Þetta lokaða afbrigði er kennt við Chigorin, fremsta skákmann Rússa á síðustu öld. 11. — Dc7, 12. Rbd2 — cxd4, 13. cxd4 - Rc6, 14. Rb3 — a5, 15. Be3 — a4, 16. Rbd2 — Be6, 17. a3 Hvítur fellur auðvitað ekki í gildruna 17. d5?! — Rb4, 18. Hcl — Rxa2!, 19. dxe6 — Rxcl, 20. Dxcl — Hac8 með vinningsstöðu á svart. 17. — Ra5, 18. Hcl í nýútkominni bók frá ensku Batsford-skákbókaútgáfunni um þetta afbrigði telur höfundurinn, Rússinn Anatoly Bikhovsky, 18. Rg5 — Bc8, 19. f4 vænlegra til árangurs. 18. — Hfc8, 19. Rg5 — Ba2! Þarna er svarti biskupinn vel geymdur, því eftir 20. Hal — Bc4 verður hvítur að eyða leik í að koma hróknum aftur í spilið. 11,—15. Dan Hansson, Arnór Björnsson, Óli Valdimarsson, Tómas Björnsson og Halldór Karlsson 4 v. 16,—21. Sturla Pétursson, Sigurð- ur Örn Pétursson, Benóný Bene- diktsson, Steingrímur Helgason, ómar Ármannsson og Stefán Guðjónsson 3'k v. Sem áður segir hlaut Guðmund- ur Árnason unglingaverðlaunin og þeir Óli Valdimarsson og Halldór Karlsson öldungaverðlaunin. Áslaug Kristinsdóttir sem hlaut 3 v. hreppti kvennaverðlaunin. Beztum árangri dreifbýlismanna náði Guðmundur Ingvi Jónsson, Egilsstöðum, sem hlaut 4'k v. og þeir Páll Ágústsson og Elís Rafnsson náðu beztum árangri Fáskrúðsfirðinga, hlutu 3 v. hvor. Helga vantaði í fyrsta sinn Keppendur voru alls 36 talsins, þar af 18 frá höfuðborgarsvæðinu, en hinir 18 komu víðs vegar af Austfjörðum. Á sunnudagskvöldið voru verðlaunin afhent og flutti Sigurður Gunnarsson, bæjar- stjóri, þá stutt ávarp, en síðan af- henti Albert Kemp, hreppsnefnd- armaður, verðlaunin. Auk áðurnefndra verðlauna hlaut Helgi ólafsson svonefnd „fimm móta verðlaun", 25.000 kr. en þau eru veitt fyrir beztan sam- anlagðan árangur á fimm helgar- mótum í röð. Þetta var í fjórða sinn sem þessi verðlaun voru veitt, 20. f4 — Rd7, 21. Rgf3 — Bf6, 22. Bd3 — Db7, 23. De2 — Hcb8? Betra var 23. — Rc4! og senni- lega stendur svartur sízt lakar. 11 & m * lii 1 £ 41 1 i & A B 2 ■ÍLJSfá A Aé att' & i n & 24. Bxb5!! Það er auðvelt að láta sér yfir- sjást svona þrumuleiki. Hvítur vinnur dýrmætt peð, því 24. — Dxb5? gengur ekki vegna 25. Hc8+! — Rf8, 26. Dxb5 - Hxb5, 27. Hxa8. 24. — exd4, 25. Rxd4 — Rc5, 26. e5! Þannig viðheldur hvítur öruggu^ frumkvæði sínu. Lok skákarinnar teflir Guðmundur einnig af mikl- um krafti. 26. — dxe5, 27. fxe5 — Be7, 28. Rf5 — Bf8, 29. Rd6! — Bxd6, 30. exd6 — Re6, 31. Bxa4 - Dxb2, 32. Dd3 Ekki strax 32. Hcl? — Rd4! og svartur nær mótspili. 32. — Rb7, 33. Hc2 — De5, 34. Bc6 — Rbc5, 35. Dfl og svartur gafst upp, því hann tapar a.m.k. skipta- mun. 35. — Rd4 er einfaldast svar- að með 36. Rf3!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.