Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 Morgunblaðið/Kristján örn. Helgarmótið á Fáskrúðsfirði: Stórmeistarinn Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistari, varð vinningi á undan næstu mönnum á helgarskákmótinu á Fáskrúðsfirði þar sem flestir af okkar sterkustu skákmönnum voru mættir til leiks. Guðmundur hlaut sex og hálfan vinning af sjö mögulegum, en þeir Margeir Pétursson, Guðmundur Halldórsson, Jóhann Hjartarson og Ingi R. Jóhannsson fimm og hálfan. Þessi frábæri árangur Guðmundar lofar góðu fyrir horfur landsliðsins í átta landa keppninni síðar í þessum mánuði, en þar mun hann tefla á fyrsta borði og mæta öflugustu skákmönnum Norðurlandanna, V-Þýzkalands og Póllands. Aðstæður á helgarmótinu á Fáskrúðsfirði voru ágætar, en því miður gleymdist að panta gott veður og alla þrjá dagana sem mótið stóð yfir rigndi sem hellt væri úr fötu. Keppendur urðu því að hírast inni á milli skáka og spillti það að vonum fyrir heim- sókninni, því oft hafa helgarmótin náð hápunkti sínum með skemmtilegum skoðunarferðum. Gangur mótsins í fyrstu tveimur umferðunum gafst heimamönnum og öðrum Austfirðingum sem mættir voru til leiks kostur á að reyna sig gegn gestunum og voru sumar skákirn- ar þá ærið einstefnukenndar enda styrkleikamunurinn sums staðar mjög mikill. í þriðju umferð fóru síðan Reykvíkingarnir að lenda saman og skulum við líta á helstu úrslit frá og með þeirri umferð: 3. umferð: Guðmundur Sig. — Asgeir Þór Arnason 1—0 Benóný Ben. — Margeir Pétursson Tómas Björnsson — Ingi R. Jóhannsson Jóhann Hjartarson — Guðmundur Halldórsson 'k Guðmundur Árnason — Elvar Guðmundsson Arnór Björnsson — Kristján Örn Elísson Dan Hansson — Sturla Péturson Sævar Bjarnason — Viðar Jónsson 0-1 V4-V4 ■'k 1-0 1-0 1-0 1-0 Þrenn úrslit í þessari umferð komu mjög á óvart, sérstaklega frábær árangur tveggja 14 ára gamalia pilta, þeirra Guðmundar Árnasonar og Tómasar Björnsson- ar. Guðmundur hélt skákinni við Elvar ávallt í jafnvægi og vann síðan eftir glæfralega fórn Elvars, sem sennilega vanmat ungan and- stæðing sinn. Tómas þjarmaði lengi að alþjóðlega meistaranum, sem varð að taka á öllu sínu til að halda jafntefli. Þá náði Guðmund- ur Halldórsson jafntefli með svörtu eftir erfiða vörn gegn Jó- hanni Hjartarsyni. Meistari Ben- óný fer aldrei troðnar slóðir og í skákinni við Margeir afrekaði hann það að hróka undir iok skák- arinnar, í 30. leik, og hlýtur það að jaðra við heimsmet, því sem kunn- ugt er framkvæma flestir þá at- höfn í upphafi skákar. Ekki dugði þessi hugkvæmni Benónýs til að bjarga skákinni því riddarapar hans mátti sín lítils gegn öflugu biskupapari. Benóný stendur á því fastar en fótunum að riddarar séu sterkari en biskupar og lætur biskupa sína því oft snemma af hendi, en að þessu sinni varð hon- um hált á slíkri herstjórn. 4. umferð: Dan — Guðmundur Sig. 0—1 Margeir — Arnór 1—0 Ingi R. — Sævar 0—1 Tómas — Jóhann 0—1 Guðm. Halld. — Guðm. Á. 1—0 Nú varð aftur á móti fátt um óvænt úrslit. Inga R. Jóhannssyni var orðið Ijóst að hann yrði ekki með í baráttunni um efsta sætið að sinni þvi Sævar tefldi Nimzo- indversku vörnina af svo mikilli festu og krafti að ekki varð við neitt ráðið. 5. umferð: Guðm. Sig. — Guðm. Halld. 1—0 Sævar — Margeir 'k — 'k Jóhann — Dan 1—0 Eftir annan dag keppninnar var Guðmundur Sigurjónsson einn keppenda með fullt hús. Toppur- inn var nú farinn að grisjast veru- lega og ljóst að hættulegustu keppinautar hans yrðu þeir Mar- geir, Jóhann og Sævar. 6. umferð: Margeir — Guðmundur V4 — V4 Sævar — Jóhann 'k — V4 sigraði örugglega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.