Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1983, Blaðsíða 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1983 „Stuðlar skólinn að betri menntun og auknu lýðræði?" Þessari spurningu varpaði ólafur Proppé, uppeldisfræðingur fram í samnefndri ræðu sinni á uppeldismálaþingi f Reykjavík fyrir nokkru. í erindinu fjallaði Ólafur um grunnskólann á breiðum grundvelli og ýmis mál sem honum tengjast. Samræming í íslenska skólakerfinu var eitt þeirra atriða sem hann minntist á, með eftirfarandi orðum: — Skólakerfíð okkar, eins og mörg önnur skólakerfí, einkennist í ríkum mæli af tilraunum til samræmingar á inntaki. Þctta kemur m.a. fram í meira og minna samræmdum prófum sem mikið eru notuð í skólum okkar á öllum skólastigum, en gleggst í „samræmdu prófun- um“ f 9. bekk grunnskólans. Að auki er víðtæk samræming á því, hvernig skólavikan gengur fyrir sig, á bunaði og uppröðun í skólastof- unni og stærð námshópa, svo minnst sé á nokkur veigamikil atriði. Mikill þrýstingur hefur verið undanfarin ár, og er enn, á samræmingu á markmiðum, námsefni og námsraati á framhaldsskólastigi og þá eink- HVAÐ á að sam- ræma í grunn- skólakerfinu og hvað ekki? „Samræming sem er einum til góðs má ekki skaða nám annars.“ Björn Jónsson, skólastjóri Hagaskóla. ijóem. MU./KEE. „Aðbúnað vantar víða. Jafnvel eru til skólar þar sem skólataflan og krítin eru einu kennslutækin.“ Sigurður Helgason, deildar- stjóri grunnskóladeildar. Lj6em. MW./KÖE „Samræmd próf sem draga nem- endur í dilka ætti að afnema“ Grunnskólalögin og almenn nímsskrá gera ráð fyrir ákveðinni samræmingu f skólakerfinu. Þar fyrir utan er skólum gefið ákveðið frjálsræði til að fara sínar eigin leið- ir. Slíkt er nauðsynlegt til að ná fram því megintakmarki að þroska hvern einstakling sem best, í stað þess að steypa alla í sama mót. Bent hefur verið á að litlir möguleikar séu á því að koma til móts við hvern einstakling í fjöl- mennum bekkjum ólíkra nem- enda, eins og tíðkast á lands- byggðinni. Það er vissulega rétt. Vandi kennarans við slikar að- stæður er mikill, þegar framan- greint markmið er haft í huga. Sigurður Helga- son, deildarstjóri grunnskóladeild- ar menntamála- ráðuneytisins Meðvitað eða ómeðvitað miðar kennarinn oft sína kennslu við svokallaða meðalnemendur. Það verður til þess að á sama tfma fá þeir sem eru þroskaðri og þeir þroskaminni ekki verkefni við sitt hæfi. Eitt af því, sem hindrar kennar- ann í viðleitni sinni til að hjálpa nemendum til að þroskast í sjálfstæða einstaklinga, er skortur á verkefnum og hjálpartækjum. Mikið vantar á að nóg sé til af uppsláttarbókum á íslensku. Bók- um sem í máli og myndum gætu hjálpað nemendum í þekkingarleit sinni og því að læra að vinna sjálfstætt. Grunnskólar eru margir hverjir illa búnir hvað varðar bókakost og kennslutæki. Jafnvel eru enn til skólar þar sem skóiataflan og krítin eru einu kennslutækin. Þó fer þeim skólum fjölgandi sem hafa innan veggja sinna myndar- „Skortir tengsl á milli grunnskóla og atvinnulífsa Nauðsynlegt er að samræma vissa þætti í skólastarfi, eins og tímafjölda nemenda í sama árgangi, ýmis verk- efni og fleira. Margt ber þó að varast. Samræmdur námshraði innan bekkja, miðaður við meðalhraða nemenda, hefur einkennt íslenska grunnskóla- kerfið og hugarfar margra foreldra. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að skaða nám fjölda nemenda. Það kemur niður á námi þeirra sem lakast standa svo og þeirra sem vel eru á veg komn- ir. Á síðustu árum er, sem betur fer, farið að sinna betur þeim nemend- um sem eru slakir i námi og þurfa mikinn stuðning, en nægjanlegt til- lit er ekki tekið til þeirra sem eiga auðvelt með nám, geta hraðað því og aukið við sig. Ekki vil ég mæla með því að gamla A — B bekkja- skiptingin sé í hávegum höfð, en ég tel að nám eins og það er i dag nýtist í of mörgum tilvikum ekki nema svokölluðum meðalnemend- um. Alla nemendur ber að hvetja og styðja. Það skaðar námshæfileika nemanda sem er góður f námi, að fá ekki tækifæri til að ráðast í verk- efni sem reyna á getu hans, meðan á grunnskólanámi stendur. Ef nem- endur eru aðeins að fást við verk- efni sem krefjast lítils af þeim, hlýtur það að koma niður á fram- haldsnámi þeirra og stuðla að óraunhæfu mati þeirra á sjálfum sér. Alvarlegasta gallann á grunn- skólanum í dag tel ég þó vera sam- bandsleysi á milli skóla og atvinnu- lífs. Hér á þéttbýlissvæðinu starfa grunnskólar svo til án tengsla við atvinnulif í landinu og er svo farið með marga framhaldskóla. Þetta er afskaplega erfitt vandamál þar sem þéttbýli er komið á ákveðið stig og lausn engan veginn auðveld. Sam- bandsleysi skóla og atvinnulífs veldur síðan skilningsleysi ungs fólks á atvinnuvegum og afkomu- leiðum fólks i landinu. Ég nefni matvælafræði sem dæmi, við ís- lendingar byggjum okkar efnahag að miklu á matvælaframleiðslu. Fróðlegt þætti mér að vita hversu margir nemendur i 9. bekk hafa leytt hugann að matvælafræði sem framtíðarstarfi, eða kunna einhver skil á þeirri atvinnugrein, þótt þjóðin lifi fyrst og fremst á frum- framleiðslu matvæla. Breytingar sem orðið hafa á ís- lenska skólakerfinu eru margar til bóta. Það er ánægjulegt að sú upp- talningaraðferð sem notuð var i kennslu hér á landi fyrir um tíu, fimmtán árum hefur hörfað undan breyttum kennsluaðferðum. Þó má varast að samræma kennsluaðferð- ir um of og vissulega ber nemend- um að tileinka sér staðreyndir. „Grunnskólinn sinni nem- endum sem einstaklingum“ Ef ég má fyrst svara því hvar vantar aukna samræmingu í skólakerfinu í dag, þá tel ég að mikið vanti á að grunnskólinn almennt sinni nemend- um sem einstaklingum. Ég tel að sam- ræma þyrfti viðhorf kennara og skóla- stjórnenda til kennslunnar, þannig að gengið sé út frá nemandanum sem einstaklingi í öllu hans námi. Æski- legast væri að líta á líf nemandans í og utan skólans sem órofa heild. Þannig væri gengið út frá stöðu nemandans ( vali viðfangsefna og hann væri með í mótun skólastarfsins. Þá væri hverj- um nemanda gert mun auðveldara fyrir, ef hann þarf að skipta um skóla eða kennara. Hann myndi þá upplifa skólagöngu sína sem „samræmda heild í stað sundurleitra heima". Til þess að svo megi verða þarf áherslubreytingu í menntun skóla- Kristín G. Andrés- dóttir, skólastjóri í Vesturbæjarskól- anum í Reykjavík stjórnenda og kennara. Það þarf að leggja meiri áherslu á uppeldis- fræði, kennsluskipan og kennslu- fræði, en minna á kennslu ákveð- inna námsgreina i kennaramennt- uninni. Ég lit svo á að samræma mætti ákveðið sjálfsmat hvers skóla á skólastarfinu. í skýrslu hvers skóla gæti þá komið fram mat skólastjóra, kennara og annars starfsliðs skólans á ákveðnum þátt- um f skólastarfinu. í mínum huga gætu ákveðnir starfsmenn fræðslu- skrifstofanna annast eftirlit og veitt skólunum kennslufræðilega ráðgjöf, bæði með heimsóknum í skólana og viðræðum við starfsfólk. Með breyttum starfsháttum og námsmati verður að endurskoða starfsaðstæður kennara og nem- enda. Stefna verður að einsetnum skólum og gera ráð fyrir að vinnu- tími kennara sé heilstæður. Ann- aðhvort sé unnið frá átta á morgn- ana til fjögur á daginn, eða frá níu til fimm. Innan þessa tíma skipu- legði starfsfólk skólans sjálft til- högun skólastarfsins og tiltekinn tími væri áætlaður í samstarf og faglega umræðu og f sjálfsmat kennara og skólans f heild. Enn- fremur tel ég að lengja ætti skóla- skyldu í nfu ár hið minnsta og sam- ræma réttindi allra nemenda til framhaldsnáms að loknum grunn- skóla. Til að mæta nútfmakröfum um tækjabúnað, verður að sjá öllum skólum landsins fyrir sambæri- legum aðbúnaði í námsgögnum og kennslutækjum. Ekki er þó þar með sagt að allir skólar hafi þörf fyrir sömu tegundir tækjabúnaðar, en að mfnu mati ber að laga allan tækja- kost að þvf starfi sem fram fer f skólunum, en ekki öfugt. — Hvað má þá ekki samræma? Ég tel að ekkert það megi sam- ræma í innra starfi skóla, sem kem- ur f veg fyrir að starfslið skólans geti framfylgt markmiðsgrein grunnskólalaganna að „haga störf- um sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að aihliða þroska, heilbrigði og mennt- un hvers og eins“. Til að skýra þetta nánar, þá Ift ég svo á að í dag séu ýmsir duldir þættir f skólastarfinu samræmdir f raun. Til dæmis við- horf til náms og kennslu ákveðinna námsgreina, sem bindst oft af ákveðnum afmörkuðum kennslubók- um sem gjarnan eru ætlaðar ákveðnum árgangi í grunnskóla. Ég tel að i framkvæmd séu sam- ræmdu prófin, sem lögð hafa verið fyrir nemendur 9. bekkjar grunn- skóla, í mótsögn við grunnskólalög- in. Kennarar hafa látið stjórnast um of af prófunum. Þeir hafa misst sjónar af nemendunum sem ein- staklingum, en kenna þess í stað námsefnið, námsefnisins og prófsins vegna. Raunar held ég að alfarið ætti að fella niður samræmd próf í grunnskóla. Benda má á að sam- kvæmt framhalds8kólafrumvarpi er framhaldsskólum ætlað að bjóða flestum eða öllum nemendum upp á nám við sitt hæfi. Þannig að eðlilegt hlýtur að teljast að nemendur fái að velja sér násmbrautir eftir áhuga, en ekki samkvæmt einhverri stimpl- un úr grunnskóla. Það skýtur skökku við að skylda nemendur í níu ára skylduskóla og dæma síðan 30% þeirra óhæfa til framhaldsnáms. Spyrja má hverjum hafi mistekist — nemandanum eða skólanum. I dag eru gerðar sömu kröfur til skóla, hvar sem þeir eru staðsettir á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.