Morgunblaðið - 29.10.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 29.10.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 3 Þessa mynd af Sandey II á Sundunum tók Ölafur K. Magnússon, Ijósmyndari Morgunblaðsins, á hádegi sl. fimmtudag, daginn áður en slysið varð. Þormóður rammi á Siglufirði: Fjármálaráðuneytið leitar nýrrar stjórnar 65—70 milljónum skuldanna breytt í nýtt hlutafé ríkissjóðs? EMBÆTTISMENN í fjármálaráðu- neytinu leita nú ákaft manna, sem hafa tíma, þekkingu og aðstöðu til að taka að sér stjórn fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækisins Þormóðs ramma hf. á Siglufirði. Eins og fram hefur komið í Mbl. hefur fjármálaráðuneytið ákveðið að setja fyrirtækinu nýja þriggja manna „starfsstjórn" og fjármálastjóra í stað þeirrar stjórnar, sem nú situr á Siglufirði. „Það verður og hlýtur að takast á næstu dögum að leysa þetta mál,“ sagði Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri í fjármálar- áðuneytinu, í samtali við Mbl. í gær- kvöldi. Laun og olíuskuldir Þormóðs ramma voru greidd í gær eftir að fjármálaráðuneytið hafði tekið að sér hlutverk banka og lánað fyrir- tækinu gegn veðim í afurðum vik- unnar. „Þessi gjörð hefði ekki komiff til ef bankaviðskipti fyrirtækisins hefðu verið með eðlilegum hætti," sagði Höskuldur. „Það má vafalaust finna fleiri fyrirtæki, sem eru í svip- uðum erfiðleikum og Þormóður rammi, en þau geta haldið áfram starfsemi vegna þess að þau eru í bankaviðskiptum." Höskuldur sagði að enn hefði ekki tekist að finna fyrirtækinu, sem ér að 70 hundr- aðshlutum í eigu ríkissjóðs, við- skiptabanka. Ctvegsbankanum hefði verið ætlað fyrirtækið í upp- stokkun bankanna en stjórn bank- ans hefði óað við að bæta Þormóði ramma í hóp fyrirtækja í erfiðri stöðu. Það væri ekki ætlun ríkis- sjóðs að leika þetta bankahlutverk áfram. Tillögur Framkvæmdastofnunar ríkisins, sem forsætisráðherra voru sendar sl. miðvikudag, gera ráð fyrir að 65—70 milljónum króna af skuldum fyrirtækisins við endur- lánasjóð ríkisins verði breytt í hlutafé ríkissjóðs. Þessi upphæð er tilkomin vegna erlendra lána, sem tekin voru á síðasta ári til að ljúka byggingu frystihúss Þormóðs ramma á Siglufirði. Lán þessu voru tekin í Japan gegn veði í togurum fyrirtækisins, Sigluvík og Stálvík. Höskuldur Jónsson kvaðst ekki geta tjáð sig um tillögur Framkvæmda- stofnunar varðandi Þormóð ramma, enda hefðu þær ekki borist fjármálaráðueytinu. Fundur SVS og Varðbergs: Ritstjóri Financial Times talar í dag MALCOLM Rutherford, stjórnmála- ritstjóri Financial Times í Lundún- um, talar á fundi Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs í há- deginu í dag, laugardag. Ræðir hann um stefnu Breta í varnarmálum og öryggismál Evrópu. Vetrarstarfið hófst með því hjá Samtökum um vestræna sam- vinnu og Varðbergi að Max Kamp- elman, sendiherra Bandaríkjanna á Madridráðstefnunni, lýsti störf- um ráðstefnunnar. Fundurinn með Malcolm Ruth- erford fer fram í hliðarsal Súlna- salar Hótel Sögu en gengið er til hans um aðaldyr hótelsins. Salur- inn verður opnaður klukkan 12 á hádegi. Fundurinn er opinn fé- lagsmönnum og gestum þeirra. Malcolm Rutherford UPP MEÐ SÓLGLERAUGUN Það getur vel verið að verslanirnar við Laugaveginn séu búnar að taka niður fulla sólgleraugnastandana eftir rigningar- sumarið og setja þá bakvið. En þú skalt setja upp sólgleraugunog ganga f Kanarf- klúbb Flugleiða, Útsýnar, Úrvals og Samvinnuferða/Landsýnar! Við fljúgum til Las Palmas á Gran Canaría f beinu leiguflugi á þriggja vikna fresti frá og með 14. desember og vikulega frá 2. nóvember í áætlunarflugi um London þar sem hægt er að hafa viðdvöl í bakaleiðinni. Við bjóðum úrval frábærra gististaða: hótelíbúðir með 1 eða 2 svefnherbergjum, hótelherbergi og smáhýsi með 1 eða 2 svefnherbergjum. Við bjóðum dvöl í: 1,2, 3,4, 6, 9 eða jafnvel 24 vikur! Við bjóðum hagstætt verð: Frá 19.460.- kr. í eina viku og frá 22.155.- kr. í þrjár vikur, miðað við 2 í hótelíbúð. 21 vika á Broncémar miðað við 2 í íbúð kostar aðeins 78.000.- kr. Þú kemur heim 9. maí! Þú sérð Kanarfeyjar f réttu Ijósi f gegnum gleraugun! URVAL ÚTSÍTlf Samvinnuferóir-Landsýn FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.