Morgunblaðið - 29.10.1983, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983
Er allt kerfíð að
bila í saumunum?
— eftir Leif
Sveinsson
„Foreldrarnir keppast
við að leggja ólöglega
bifreiðum sínum með
ótrúlegustu tilbrigðum,
þannig að fyrstu minn-
ingar barnanna eru
lögbrot foreldranna.
Ekki er það gott vega-
nesti að fara með út í
Jífið.“
Með lögum skal land byggja,
en ólögum eyða, sagði hinn vísi
lögmaður Njáll. Þessi setning
hefur komið upp í huga margra á
síðustu árum, þegar virðingar-
leysi fyrir lögum og reglum hef-
ur aukist óhugnanlega mikið.
Fyrir handan íbúðarhús mitt f
Tjarnargötu er rekið barnaheim-
ilið Tjarnarborg. í fjörutíu ár
hefi ég haft þá ánægju að fylgj-
ast með þessum skemmtilegasta
hópi mannfólksins, 3—6 ára
börnunum. En hvernig tekst að
ala þau upp í virðingu fyrir lög-
um og reglum. Foreldrarnir
keppast við að leggja óiöglega
bifreiðum sínum með ótrúleg
ustu tilbrigðum, þannig að
fyrstu minningar barnanna eru
lögbrot foreldranna. Ekki er það
gott veganesti að fara með út i
lífið. Þegar neðar dregur í göt-
una tekur ekki betra við. í hús-
unum nr. 10 A-D er mikið af
Leifur Sveinsson
gömlu fólki, sem bæði sér illa og
á bágt með að fóta sig í hálku.
Bifreiðastöður eru bannaðar
beggja megin götunnar, en bif-
reiðaeigendur hafa það að engu.
Leggja þeir bifreiðum sínum um
allar gangstéttir, meira að segja
leggja þeir fyrir framan gömlu
brunastöðina bíl við bíl og verð-
ur sjóndapurt fólk þá að hrekj-
ast út á götu fyrir þessum
lögbrjótum. Ef pantaður er bíll
að Tjarnargötu 10 í flughálku,
kemst hann ekki að húsunum til
að taka farþegann, heldur verð-
ur hann einnig að taka hann
úti á miðri götu. Lögregluþjónar
sjást einstaka sinnum á þessum
slóðum og nenna þeir í fæstum
tilfellum að sekta lögbrjótana,
fara heldur eftir reglunni, sem
wm
Bifreið lagt ólöglega við Tjarnargötu 33.
séra Arni Þórarinsson sagði frá,
er hann spurði um fyrirrennara
sinn í prestsembætti fyrir vest-
an: Hann var ósköp vinsæll,
skipti sér ekki af neinu, var svar
Snæfellinganna.
Um hundahald hefur verið
Bifreiðum lagt ólöglega við Tjarnargötu 10 A-D.
rætt mikið undanfarið og er það
mál sára einfalt. Hundahald er
bannað samkvæmt lögum í
Reykjavík. Þeir sem halda
hunda eru lögbrjótar og ber
lögreglunni skilyrðislaust að
fjarlægja þá hunda, sem yfir er
kvartað, hvort sem er af hávaða
eða þeir ráðast að fólki. Við
Reykvíkingar, sem reynum að
hlýða lögunum, kærum okkur
ekki um þetta fólk f bænum og
bendum þeim á önnur bæjarfé-
lög, þar sem hundahald er leyft.
Taki það heimilishundinn fram
yfir Reykjavík, þá verði því að
góðu. Treysti lögreglustjórinn í
Reykjavík sér ekki til þess að
framkvæma lög og reglur þá ber
honum að segja af sér. Æviráðn-
ing í slík embætti er mjög
óheppileg og ætti að breyta
löggjöf í þá átt, að í sýslumanna-
og lögreglustjóraembætti væri
aðeins skipað til 5 ára, síðan
yrðu þessir embættismenn flutt-
ir til. Þá fengjum við Reykvík-
ingar kannske lögreglustjóra,
sem gæti þaggað niður í eins og
einum hundi.
Leifur Sreinsson er torstjóri Timb-
urrerzlunarinnar Völundur hf.
Laugardaginn 29. októbern.k. höldum við vörukynningu
í versluninni frá kl. 9.00-16.00.
Við bjóðum þér uppá kaffi og kex um leið og við kynnum fyrir þér það nýjasta í vetrartískunni.
Ogekkinógmeðþað. Viðætlumaðgera enn betur og veita 10% kynningarafslátt.
Tískusýningarfólk sýnir fyrir utan verslunina kl. 14.00.
Austurstræti 10 S' slmi 27211
meira en venjuleg verslun