Morgunblaðið - 29.10.1983, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983
Mesta mein
aldarinnar
Þriggja kvölda
námskeið
um áfengismál
„MEKTA mein aldarinnar" er yfir-
skrift þriggja kvöida námskeiðs um
áfengismál, sem hefst í Reykjavík
mánudagskvöldið 31. október. Á
námskeiðunum mun Hrafn Pálsson
flytja erindi og ræða við þátttakend-
ur um áfengismál, og auk þess mun
lyfjafræðingur ræöa um ýmsar
verkanir áfengis- og lyfjaneyslu á
mannslíkamann.
í frétt, sem Morgunblaðinu hef-
ur borist um námskeiðið, segir að
það sé öllum opið, jafnt þeim, sem
eiga við áfengisvandamál að
stríða og öðrum. Námskeiðið er
ætlað öllum áhugamönnum, en
ekki síst þeim, sem umgangast
fólk, sem á við áfengisvanda að
stríða, börn, makar, vinnuveitend-
ur, vinnufélagar og svo framvegis.
Þátttaka er bundin við 30 manns í
hverju námskeiði, og er þátttöku-
gjald 800 krónur, eða sem svarar
verði rúmlega einnar áfengis-
flösku. Innifalin í námskeiðsgjald-
inu eru ýmis gögn, sem þátttak-
endum verða afhent, en í fyrir-
lestrum verður stuðst við bókina
„Mesta mein aldarinnar" eftir Jos-
eph P. Pirro leiðbeinanda við
Freeport-sjúkrahúsið í Bandaríkj-
unum.
Námskeiðið hefst sem fyrr segir
nú á mánudagskvöldið, en þátt-
taka tilkynnist í síma 16440 milli
klukkan 18 og 29, laugardag,
sunnudag og mánudag, segir að
lokum í fréttatilkynningu, sem
Morgunblaðinu hefur borist.
Hrafn Pálsson þýðandi og Joseph P.
Pirro höfundur bókarinnar Mesta
mein aldarinnar, en námskeiðið um
áfengismál er byggt á bókinni að
hluta til.
Hraðfrystihús Skjaldar hf. á Patreksfirði, sem Byggðasjóður hefur selt heimamönnum, en sjóðurinn eignaðist frystihúsið á nauðungaruppboði fyrr á
þessu ári. Morgunbl»*ið/t'ritlþj«fur
Patreksfjörður:
Byggðasjóður selur heima-
mönnum frystihús Skjaldar
Kaupverðið 7—8 milljónir, eða Byggðasjóði „að skaðlausu“
STJÓRN Framkvæmdastofnunar
ríkisins ákvað á fundi sínum í
gærmorgun að selja undirbúnings-
nefnd um stofnun fiskvinnslu á
Patreksfirði frystihús það, er
Byggðasjóður leysti til sín á uppboði
í haust, gamla Skjaldarhúsið svo-
kallaða. Hyggjast heimamenn nú
hefja fiskvinnslu og frystingu í hús-
inu og stefna að því að byrja rekst-
ur strax eftir áramót. Á næstu dög-
um verður boðað til stofnfundar
nýs hlutafélags á Patreksfirði, sem
mun kaupa húsið og reka það, að
sögn Hilmars Jónssonar, spari-
sjóðsstjóra á Patreksfirði, sem er
einn af forystumönnum undirbún-
ingsnefndarinnar.
„Við gerum ráð fyrir að það
taki okkur 2—3 mánuði að koma
húsinu í gang þannig að við mun-
um byrja í upphafi vetrarvertíðar
á frystingunni," sagðí Hilmar
Jónsson í samtali við blm. Morg-
unblaðsins í gær. „Við erum þeg-
ar búnir að tryggja okkur afla
eins báts, Jóns Þórðarsonar BA,
sem er um 200 lestir, hópur
manna hér á staðnum hyggst
kaupa annan bát og einnig fáum
við afla allmargra smærri báta
og af trillum frá því í mars og
fram á haustið. Það er náttúrlega
aldrei hægt að fullyrða hvort
hráefni verður nóg, en við gerum
ráð fyrir að vinna 2—3000 tonn
yfir árið. Úr vertíðarbátunum
reiknum við með samtals 1500
tonnum og 7—800 tonnum úr
minni bátunum."
Tilboð undirbúningsnefndar
hins nýja félags í frystihúsið
hljóðaði upp á að húsið yrði keypt
„Byggðasjóði að skaðlausu", sem
mun þýða, að kaupverð hússins
verður 7—8 milljónir króna.
Hilmar sagði áætlanir hópsins
gera ráð fyrir að uppbygging hús-
sins myndi kosta um 6,5 milljónir
króna í tveimur áföngum. „Véla-
búnaðurinn mun kosta um 3,5
milljónir og af þeim kostnaði
fáum við sjálfkrafa % hluta að
láni erlendis frá. Fjármögnun að
öðru leyti er ekki endanlega lokið
en hlutafé okkar er nú þegar orð-
ið 2,5 milljónir og á vafalaust eft-
ir að verða meira. Ábyrgð fyrir
því láni fæst væntanlega í við-
skiptabanka hlutafélagsins, hver
sem það verður. Væntanlega
verður það einhver af þremur
bankastofnunum hér á Patreks-
firði," sagði Hilmar.
Hann sagðist reikna með að
20—30 manns muni starfa í hinu *
endurreista frystihúsi þegar það
væri komið í fullan gang. „Við er-
um ekki að stofnsetja þetta fyrir-
tæki til höfuðs Hraðfrystihúsi
Patreksfjarðar, kaupfélagshús-
inu,“ sagði Hilmar. „Það er ljóst
að það verður ekki um neina sam-
vinnu að ræða þar á milli enda
treystum við okkur ekki til að
bjarga HP þegar búið er að koma
því á kaldan klaka. Meginmálið
er að með þessu tekst að koma í
veg fyrir atvinnuleysi á Patreks-
firði.“
Jens Valdimarsson, kaupfé-
lagsstjóri og stjórnarformaður
Hraðfrystihúss Patreksfjarðar
hf., sagðist í samtali við frétta-
mann Mbl. ekkert geta sagt um
þessa ákvörðun stjórnar Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins.
„Þetta verður þeirra mál og
þeirra höfuðverkur, þessa nýja
félags," sagði Jens. „Ég vona að
þetta verði þessum mönnum og
byggðarlaginu til framdráttar."
Hann sagði að almennt hlutafjár-
útboð félagsins á kaupfélags-
svæðinu gengi sæmilega, um 30
einstaklingar og fyrlrtæki hefðu
ákveðið að leggja fram hlutafé til
uppbyggingar HP en það væri
ljóst að ekki yrði um að ræða
neina samvinnu eða sameiningu
HP og hins nýja félags.
Bæði skip HP, togarinn Sigur-
ey og vélbáturinn Þrymur, eru nú
á veiðum. Sigurey mun leggja upp
á ísafirði að aflokinni yfirstand-
andi veiðiferð en afla Þryms er
landað á Patreksfirði og hann
síðan fluttur landveginn til
Bíldudals.
Ákvörðun stjórnar Fram-
kvæmdastofnunar um þessa ráð-
stöfun Skjaldarhússins var tekin
með fjórum atkvæðum gegn
þremur. Á móti voru tveir full-
trúar Framsóknarflokksins og
fulltrúi Alþýðubandalagsins en
með þrír fulltrúar Sjálfstæðis-
flokks og fulltrúi Alþýðuflokks-
ins.
ísafjörður:
Lögreglumaðurinn hef-
ur sagt upp störfum
LÖGREGLUMAÐURINN, sem viðurkennt hefur að hafa
misfariö með blóðsýni á ísafirði, hefur sagt upp störfum. Svo
sem fram kom í Mbl. í gær, þá stóðu yfirheyrslur í fyrrakvöld
yfir tveimur lögreglumönnum vegna meintrar aðildar að mál-
inu, en þessum sömu mönnum var sagt upp störfum um
helgina vegna meints brots í starfi í hinu svokallaða ís-
bergsmáli, sem upp kom þegar tollvörður tók með samþykki
skipstjóra tvo bjórkassa og tvær áfengisflöskur af tollbirgð-
um Isbergs þann 1. september síðastliðinn.
Tildrög málsins eru þau, að
þann 15. október síðastliðinn var
maður — vitni í ísbergsmálinu,
tekinn grunaður um ölvun. Blóð-
sýni var tekið af honum og við-
urkenndi hann við yfirheyrslu að
hafa neytt áfengis. Hinn grunaði
hafði í hótunum við lögreglu-
mennina og vaknaði grunur um
að tengsl væru á milli hótana
hans og Isbergsmálsins, en ekk-
ert hefur efnislega komið fram
sem styður það.
Hvað sem veldur, þá fór hinn
grunaði á lögreglustöðina dag-
inn eftir og fékk sprautu og glas
hjá lögreglumanninum, sem sagt
hefur upp störfum. Hann kom
síðar um daginn með nýtt blóð-
sýni og það var sent suður en
ekki blóðsýnið, sem tekið var um
nóttina þegar hann viðurkenndi
að hafa neytt áfengis.
Við yfirheyrslur viðurkenndi
annar lögreglumaðurinn, sem
yfirheyrður var í fyrrakvöld, að
hafa rætt um leiðir til þess að
týna hinu upphaflega blóðsýni.
Hann neitaði allri aðild, sagði
þetta hefði aðeins komið fram í
samræðum og hann hefði ekki
hvatt til þess að misfarið væri
með blóðsýni né heldur latt til
verknaðarins. Hinn neitar allri
aðild. Það skal tekið fram, að
tollvörðurinn er ekki viðriðinn
þetta mál.
Bæði þessi mál verða send rík-
issaksóknara um helgina.
Tónleikar í Bústaðakirkju
Sunnudaginn 30. október heldur
Nýja strengjasveitin tónleika f Bú-
staðakirkju. Á efnisskránni er fiðlu-
konsert eftir P. Nardini, sinfónfa fyrir
strengi eftir C.P.E. Bach og sinfónfur
nr. 1 og 51 eftir J. Haydn. Einleikari á
fiðlu er Laufey Sigurðardóttir.
Síðastliðin 3 ár hefur Nýja
strengjasveitin haldið nokkra
sjálfstæða tónleika og vakið athygli
fyrir vandaðan flutning. Er þess
skemmst að minnast þegar tékkn-
eski hljómsveitarstjórinn Josef
Vlach stjórnaði sveitinni í ágúst síð-
astliðnum við mjög góðar undirtekt-
ir tónleikagesta og gagnrýnenda.
Nýja strengjasveitin er nú skipuð
16 hljóðfæraleikurum en að þessu
sinni koma einnig fram Daði Kol-
beinsson og Janet Wareing, óbó, Jos-
eph Ognibene og Jean Hamilton,
horn.
Á tónleikunum verður leikið án
stjórnanda en konsertmeistari er
Michael Shelton.
Tónleikarnir hefjast kl. 17.
(Fréttatilkynning)