Morgunblaðið - 29.10.1983, Side 27

Morgunblaðið - 29.10.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 27 „Hið óskiljanlega skiptir mestu máli í myndlist“ „ÞAÐ MÁ segja aö hér sé saman- komin mín lífsvinna," sagði Hörður Ágústsson, listmálari, er blm. Morg- unblaðsins ræddi við hann í Lista- safni íslands fyrir skömmu. Yfirlits- sýning á verkum hans verður opnuð í dag f Listasafni íslands og verða þar sýndar um 150 myndir. „Það er svona sitt lítið af hverju hérna,“ sagði Hörður. „Elsta myndin á sýningunni er máluð ár- ið 1945. Þá mynd málaði ég áður en ég fór til Parísar, en fremsti salurinn hérna er tileinkaður Par- ísarárum mínum. Hér eru myndir sem ég málaði þar og þá færði ég oft merka atburði í íslenskt um- hverfi. Þarna í París var nú mikil íslendinganýlenda á þessum árum og ég teiknaði oft íslenska lista- menn sem bjuggu í París og á þessari sýningu eru nokkrar af þeim teikningum. Eftir Parísardvölina breytti ég til í minni myndlist og málaði að- allega myndir, sem skírskotuðu til — rætt við Hörð Ágústsson, sem í dag opnar yfirlitssýningu á Listasafni íslands fortíðarinnar. Upp úr 1952 barst abstraktstefnan til íslands og ég málaði abstrakt myndir í nokkur ár, eða til ársins 57. Þá fékk ég nóg af abstrakt myndum og hóf að vinna ljóðrænar myndir. Þegar tók að líða á myndlistarferil minn, fór ég að huga að einingunni og grunninum. Grunnurinn er frum- form og út frá því er hægt að byggja nýjan heim. Ég byrjaði að vinna myndir mínar út frá eining- unni, og málaði grunnfleti. Ein- ingarnar notaði ég svo til að tákna hreyfingu. í innsta sal Listasafns- ins eru myndir, sem ég kalla í heild „Úr lit- og formsmiðju". Þar eru myndirnar, sem unnar eru á framangreindan hátt.“ Hörður Ágústsson er kennari við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og hefur kennt þar frá árinu 1962. Hann var einnig skólastjóri sama skóla um 7 ára skeið. „Ég var einn af stofnendum tímarits- ins Birtings,“ sagði Hörður. „Og á sínum tíma skrifaði ég heilmargar greinar í það tímarit. Ég skrifaði aðallega um byggingarlist og ís- lenska húsverndun. Ég hef alla tíð kennt og það sem mestu máli skiptir í myndlist er hið óskiljan- lega. Margir segja, að trúarlegra áhrifa gæti í myndum mínum. Ætli ég teljist ekki frekar trúaður. Mér finnst sagan um frelsarann mjög athyglisverð. Hann hlýtur að hafa verið mjög sterkur byltingar- maður, úr því sagan um hann lifir ennþá. Ég heillaðist af sögunni um frelsarann og byltingarmanninn og telst sennilega trúaður þess vegna,“ sagði Hörður Ágústsson að lokum. Sýning Harða, verður sem fyrr segir opnuð í dag og stendur hún til 27. nóvember. Hörður Ágústsson og dr. Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns íslands, við mynd Harðar, sem hann nefnir „í vinnuhléi". Myndin er ein þeirra sem hann málaði í París, er hann dvaldist þar við nám. Ljmm. mu./ke Iðnþing: „Iðnaðurinn mun ekki taka við auknu vinnuafli í framtíðinni“ — sagði Ingjaldur Hannibalsson í erindi sínu „ÞAÐ ER misskilningur, sem oft er haldið fram hérlendis, að iðnaðurinn muni koma til með að taka við auknu vinnuafli á komandi árum. í ýmsum nálægum löndum fækkar starfsmönnum í iðnaði hlutfallslega, og sú þróun verður vafalaust hér á landi einnig," sagði Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Iðntækni- stofnunar fslands, í erindi sem hann hélt á þingi Landssambands iðnað- armanna í gær. Ingjaldur sagði að ástæður þessarar hlutfallslegu fækkunar mannafla í iðnaði í ýmsum lönd- um væru þær miklu tæknibreyt- ingar sem átt hefðu sér stað á undangegnum árum: Örtölvan, vélmenni og nýir fjarskiptamögu- leikar stuðluðu að þvi að draga verulega úr umsvifum ýmissa hefðbundinna iðngreina og minnka þörfina á mannafla í öðr- um. Þess í stað fjölgaði mjög í úpplýsinga- og þjónustustörfum. Það kom fram í erindi Ingjalds, að á tímabilinu frá 1963 til 1979 hefði hlutfallstala starfsmanna í iðnaði á íslandi nokkurn veginn verið sú sama (tæp 18%). Hins vegar hefði orðið veruleg fækkun í landbúnaði (13,7% árið 1963 og 6,9% árið 1979) og nokkur í sjávarútvegi (16,5% árið 1963 og 14,2% árið 1979). Töluvert hefur fjölgað hlutfallslega í opinberum störfum á þessu tímabili (17,2% árið 1963 og 25,0% árið 1979). Á Iðnþingi í gær var fjallað sér- staklega um málefni einstakra greina innan Landssambandsins og lögð fram drög að ályktun þingsins. Þingstörf hefjast klukk- an 9.00 í dag en þinginu lýkur í kvöld. Enn um gæsalappamálið * — eftir Oskar Guömundsson, blaðamann Tilefni svonefnds gæsalappa- máls, sem segir frá á bls. 17 í Morgunblaðinu í gær, er þessi setning í lítilli fregn í Þjóðviljan- um á fimmtudag: „Jóhanna Sigurð- ardóttir lýsti yfir einörðum stuðningi við málið og þakkaði Svavari kurteislega og af háttvísi fyrir mála- fylgjuna." Þingmaðurinn, sem hér um ræðir, telur rangt frá skýrt. Þjóðviljinn hefur fyrir sitt leyti viðurkennt í bréfi, að gæsalappir utanum orðið „þakkaði" hefðu gef- ið gleggri mynd af ræðu þing- mannsins. Hefur blaðið boðist heilshugar til að birta þá leiðrétt- ingu. Hins vegar hefur þingmað- urinn ekki þegið boð Þjóðviljans um birtingu gæsalappanna, né heldur skýrt frá hvað sé rangt í ofangreindri undirstrikaðri máls- grein. Gæsalappakronikka Morgun- blaðsins á bls. 17 í gær var í senn fræðandi og skemmtileg. Enn einu sinni hefur Morgunblaðið brotið blað í íslenskri fjölmiðlun. Það mun nú birta óstyttar ræður af alþingi, þegar þingmenn eru ósátt- ir við endursögn Morgunblaðsins af þeim. Það skal upplýst að marg- ir stjórnarandstöðuþingmenn eru ósáttir við stuttar frásagnir Morg- unblaðsins af ræðum þeirra um fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í vikunni. Af því tilefni munu þeir óska birtingar á óstytt- um ræðum og mega lesendur Morgunblaðsins hlakka til. En áður en að því kemur, ætti Árvakur hf. að kaupa birtingar- réttinn á ræðum Álberts Guð- mundssonar fjármálaráðherra — og gefa út í bókarformi — „kom- plett“, með formála eftir Geir Hallgrímsson stjórnarformann. Með þökk (engar gæsalappir) fyrir birtinguna. F.h. Þjóðviljans. óskar Guðmundsson blm. Óskar (iudmundsson er þingfrétta- maður l'jóóviljans. „Keppum við íþróttaþætti sjónvarpsins". Frá vinstri: Peter Soby Krist- ensen, Valgeir Guðjónsson, Ann Sandelin, „hástökkvarinn" og Keld Jorgensen. Ljésm. Mbl./RAX „Fólk nær heim fyrir ensku knattspyrnuna“ — rætt við aðstandendur „Noröurljósa“, norræns kvikmyndaklúbbs „„Vandamálamyndir" er það fyrsta, sem fólki dettur í hug, þegar minnst er á norrænar kvikmyndir, “sagði Valgeir Guðjónsson, er blaða- maður Morgunblaðsins ræddi við hann og félaga hans, þá Peter Soby Kristensen og Keld Jorgensen fyrir skömmu. Tilefni þessa spjalls við þá félaga var stofnun norræns kvik- myndaklúbbs, sem nefnist Norður- Ijós og hefur það að markmiði að kynna norrænar kvikmyndir, sem hafa átt erfitt uppdráttar hér á landi. „Á tímabilinu 1%5—1975 voru svokallaðar vandamálamyndir mikið framleiddar á Norðurlönd- um,“ sagði Keld Jorgensen. „Mynd- ir af þessu tagi fjalla aðallega um félagsleg, andleg og sálarleg vandamál, þær eru oftast alvarlegs eðlis og hljóta ekki endilega góðan endi, eins og fólk vill. Þessi gamla hugmynd situr enn í fólki, sem er skiljanlegt, því mjög lítið er sýnt af norrænum myndum í sjónvarp- inu. Nú eru norrænar kvikmyndir með allt öðru sniði. Þær íslensku myndir, sem framleiddar eru, eru mjög sambærilegar við aðrar nor- rænar kvikmyndir. í raun eru ís- lenskar kvikmyndir miklu líkari þeim myndum, sem framleiddar eru á hinum Norðurlöndunum, en t.d. breskum eða bandarískum." Ann Sandelin er forstjóri Nor- ræna hússins. Hún er í fram- kvæmdanefnd kvikmyndaklúbbs- ins. „Þegar fram líða stundir," seg- ir hún, „kemur vel til greina að setja saman kvikmyndadagskrá með ákveðnu þema, eða taka fyrir myndir ákveðinna höfunda. Við höfum jafnvel rætt um að setja saman dagskrá með eintómum unglingamyndum. Eftir að mynd- irnar hafa verið sýndar hér í Nor- ræna húsinu, getur fólk fengið þær leigðar. Þannig gætu skólar tekið einhverjar myndir á leigu og notað kennslu“. Sagði hún að dönsku- kennarafélagið hefði tekið þeirri hugmynd mjög vel. „Allar kvik- myndirnar, sem kvikmyndaklú- bburinn hefur til sýninga, fáum við leigðar til lengri eða skemmri tíma,“ sagði Valgeir. „Þetta eru allt 16 mm filmur og flestir skólar og sumir einstaklingar eiga ein- mitt kvikmyndavélar fyrir þessa filmustærð, eða hafa greiðan að- gang að þeim.“ „Það er eitt, sem er að gerast og er að mínu mati mjög athyglis- vert,“ sagði Valgeir, „og það er að þessar myndir, sem flokkast undir vandamálamyndir, voru fram- leiddar á Norðurlöndum á tímabil- inu '65—75. Upp úr því fóru Norð- urlandabúar að einbeita sér meira að gerð annarskonar mynda. En nú er einmitt verið að framleiða þess- ar vandamálamyndir í Ameríku og Bretlandi. Sjáðu til dæmis „Kram- er gegn Kramer“, sú mynd er dæmigerð vandamálamynd. Þann- ig að segja má að kvikmyndagerð á Norðurlöndum sé töluvert á undan þeirri bresku og amerísku.“ Kvikmyndaklúbburinn Norður- ljós er öllum opinn. Þrenns konar áskriftarkort er hægt að kaupa kort. sem kosta 20 kr. fyrir eina sýningu, 60 krónur fyrir fjórar sýningar og 100 krónur fyrir átta sýningar. Myndirnar verða sýndar í Norræna húsinu á laugardögum kl. 17.15. „Fyrsta myndin verður sýnd á laugardaginn kemur (29. okt.) og hún fjallar um hástökkv- ara,“ sagði Keld. „Það er kannski ekki tilviljun að við völdum ein- mitt mynd um íþróttamann sem fyrstu myndina, því við keppum nefnilega við íþróttaþætti sjón- varpsins, með því að hafa sýn- ingarnar á þessum tíma.“ „En það er nú allt í lagi“, greip Valgeir fram í, „því sýningum lýkur á skikkanlegum tíma, þannig að fólk nær alveg ensku knattspyrnunni.“ Sögðust þeir vona að fólk sýndi klúbbnum áhuga og tóku fram að væntanlegir klúbbfélagar kæmu til með að ráða að mestu leyti ferð- inni, hvað varðaði starfsemina í framtíðinni. „Starf klúbbsins mið- ast náttúrulega við að koma til móts við óskir félagsmanna,“ sagði Ann Sandelin. „Að lokum getur farið svo, að ekki verði eingöngu sýndar myndir frá Norðurlöndum, heldur frá hvaða landi sem er. Við teljum að starfsemi klúbbsins geti stuðlað að betri bíómenningu á ts- landi og aukið menningartengslin milli nágrannaþjóðanna." Valgeir sagði að þar sem klúbburinn væri ekki farinn að starfa ennþá að ráði, væri erfitt að gera sér grein fyrir hvernig starfsemi hans myndi ganga á komandi árum. „Til greina kemur að mynda einskonar umræðuhóp eða hópa, sem hittast og ræða um kvikmyndir, gerð þeirra, höfunda o.s.frv., það er augljóst að svona klúbbar geta endalaust hlaðið utan á starfsemi sína. Það fer allt eftir kröfum og óskum félagsmanna." Að lokum sögðu þeir að miklu máli skipti, að hver þjóð gæti hald- ið uppi virku menningarlífi og Is- lendingar hefðu ekki ástæðu til að horfa eingöngu á bandarískar og breskar kvikmyndir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.