Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.10.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 31 Áfengi og heilsa — eftir dr. Jón óttar Ragnarsson Vegna meinlegrar stokkunar í grein Jóns Óttars Ragnarssonar í blaðinu sl. miðvikudag er hún birt hér aftur. Soma kallaði Aldous Huxley vímuefni „framtíðarinnar" í sinni mögnuðu skáldsögu Brave New World. Með „soma“ er höfundurinn að gefa í skyn að ekkert þjóðfélag nú á tímum fái staðist án vímu- gjafa einhvers konar. Áfengi og saga Hinn lögskipaði vímugjafi Vesturlanda er auðvitað áfengi. Gleymist sú staðreynd oft í um- ræðum um áfengismál. Áfengið var einkum notað í Gamla heiminum og er a.m.k. 8000 ára. Notuðu norðlægar þjóðir einkum bjór en suðlægar létt vín. { Nýja heiminum voru aðrir vímugjafar algengir, þ. á m. kókablöð, þar til Evrópumenn fluttu vínviðinn a milli*. MilHsterku og sterku vínin náðu svo fótfestu á 16. og 17. öld og urðu sums staðar algengasta áfengið, m a. á íslandi. Taflan hér á síðunni sýnir þessa fjóra aðalflokka ífengis og meóalhlutfall vínanda (dreifingin er innan sviga), í hverjum fyrir sig. Áfengi sem lyf Áfengi var upphaflega notað sem lyf og má kalla það elsta lyf mannkynsins. Var það m.a. not- að til að stilla kvalir. Enn þann dag í dag er áfengi mikið notað til að sporna gegn streitu, kviða og svefnleysi svo eitthvað sé nefnt. FÆÐA OG HEILBRIGÐI En vínandi er ekkert venjulegt orkuefni því hann brennur að- eins í lifur og er brennslugetan aðeins um 200 ml i dag. Þetta samsvarar um % flösku af sterkum drykk á dag og jafn- gildir um 50% af meðalorkuþörf fullorðins fólks. Við stöðuga neyslu eykst þolið smám saman þar til vínandinn getur fullnægt allt að 100% af orkuþörfinni. En með þessari orku fylgir lít- ið af bætiefnum og þess vegna þjást áfengissjúklingar oft af ill- kynjuðum bætiefnaskorti. Verst er þetta þegar sterkra og millisterkra drykkja er neytt því hollustugildi þeirra er því sem næst núll. Létt vín eru hins vegar þokka- leg uppspretta fyrir sum stein- efni (m.a. járn) og bjór fyrir sum steinefni og B-vítamín. Áfengi sem orkugjafi Virka efnið í áfenginu er vín- andinn. Er hann m.a. öflugt orkuefni (næringarefni) og gefur hvert gramm 7 he. Þannig fá Vesturlandabúar allt frá 3% (fslendingar) f 14% (Frakk- ar) af hitaeiningunum úr áfengi að jafnaði. Áfengi sem vímugjafi í hófi er áfengi frábær vímu- gjafi sem vinnur gegn streitu og feimni og eflir samkennd og styrkir félagsleg tengsl. f stærri skömmtum koma gall- arnir í ljós: Truflun á tali, hreyf- ingum og dómgreind með auk- inni slysahættu og ofbeldis- hneigð. f enn stærri skömmtum hlýst af svefn eða dá, oft með slæmum eftirköstum, timburmönnum eða fráhvarfseinkennum. Harðast bitnar neyslan á lifr- inni og veidur í fyrstu fitulifur og lifrarbólgu en að lokum ólækn- andi sjúkdómi: skorpulifur. Skorpulifur getur hæglega leitt til dauða og kemur fram þegar dagsneysla meðalmann- sins fer yfir 70 ml af hreinum vínanda að staðaldri. Áfengi sem fíkniefni En löngu áður en dagsneyslan nær þessu marki (5—6 sjússar á dag) getur viðkomandi hafa ánetjast áfenginu. Þeir sem verða háðir áfengi kynnast að lokum fjórðu og skuggalegustu hlið áfengisins: áfenginu sem fíkniefni. Þrátt fyrir lægstu meðalneyslu á Vesturlöndum hafa fslendingar kynnst áfengissýkinni í ríkum mæli. Það er nefnilega ekki aðeins magnið af áfengi sem drukkið er sem máli skiptir, heldur einnig hvernig það er drukkið. Lokaorð í þessari grein var fjallað um hin fjögur andlit áfengisins. f þeirri næstu verður fjallað um hinar hrikalegu afleiðingar áfengissýkinnar og varnir gegn henni. Helstu gerðir Tef»DÓ Bjór Léttvfa Milliflterk rin Sterk rín áfengis % Vfnaodi S (2—8) 10 (8—12) 20 (18—21) 40 (40-50) *í Nýjn heiminum óx önnur vínviöartegund (sbr. Vínland hrf) góda) sem hentar ekki eins vel til víngerðar eins og hinn forni (og hreini) vínviður Gamla heimsina. FljóLsdalur: Unnið að vega- gerð vegna Fljótsdals- virkjunar Geitagerði í október. SUMARIÐ reyndist hér mjög hag- stætt til heyöllunar. Sláttur hófst á flestum bæjum hér í sveit viku af júlí, sem er með seinna móti, en það voru afleiðingar af köldu vori. Hey- fengur mun vera vel í meðallagi og mikill að gæðum. Fyrstu frost komu í ágústiok og spilltu berjum og annarri upp- skeru. Hreindýraveiðar hófust upp úr 20. ágúst og gengu sæmilega. Fljótsdælingum var úthlutað 75 dýrum að þessu sinni og hafa þau nær öll verið veidd. Svo virðist sem hreindýr haldi sig minna á Fljótsdalsheiði en áður var, hvað sem veldur. Farið var í göngur 16. septem- ber og hrepptu smalamenn miklar þokur og úrfellli. Réttað var í Mel- arétt 22. sept. í björtu veðri og logni. Fé þykir frekar vænt, en heimtur eru slæmar enn sem kom- ið er. f seinni göngur verður farið strax og veður leyfir, en hér hefur verið hvöss austanátt ásamt nokkru úrfelli í þrjá eða fjóra daga. Nokkur snjór er á fjöllum, þó ekki svo að hann torveldi smalamennsku. Barnaskólinn á Hallormsstað hefur tekið til starfa. Starfslið er óbreytt frá fyrra ári. Nemendur eru úr Fljótdals-, Skriðudals- og Vallahreppi. Vegna fyrirhugaðrar Fljótsdals- virkjunnar hefur nokkuð verið unnið að vegagerð á heiðinni og þá fyrst og fremst lagðar slóðir að stíflustæðum. G.V.Þ. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgedeild Sjálfsbjargar Nú stendur yfir tvímennings- keppni hjá deildinni með þátt- töku 14 para og er tveimur um- ferðum lokið. Staða efstu para: Sigurður Björnsson — Jóhann P. Sveinsson 343 Einar Magnússon — Jóhannes Skúlason 340 Katrín Þórðardóttir — Georg Kristjánsson 332 Guðmundur Þorbjörnsson — Þorbjörn Magnússon 330 Meðalskor 312 Þriðja umferð verður spiluð mánudaginn 31. október og hefst stundvíslega klukkan 19.30. Bridgedeild Barðstrendinga- félagsins Staða 10 efstu para í aðaltví- menningskeppni félagsins (32 pör) eftir 3 umferðir: Viðar Guðmundsson — Arnór ólafsson 719 Ragnar Jónsson — Ulfar Friðriksson 714 Sigurbjörn Ármannsson — Helgi Einarsson 695 Birgir Magnússon — Björn Björnsson 690 Ingvaldur Gústafsson — Þröstur Einarsson 690 Ingólfur Lillendahl — Jón Ingason 673 Stefán ólafsson — Kristján ólafsson 663 Þórarinn Árnason — Ragnar Björnsson 654 Hannes Guðnason — Reynir Haraldsson 645 Benedikt Benediktsson — Guðni Sigurhjartarson 640 Mánudaginn 31. október verð- ur spiluð 4. umferð og hefst keppni kl. 19.30 stundvíslega. Spilað er í Síðumúla 25. Bridgefélag Suðurnesja 24 pör mættu til leiks í Butl- er-tvímenningskeppni sem ný- lega er hafin hjá félaginu. Eftir 11 umferðir af 23 er staða efstu para þessi: Einar Baxter — Hreinn Ásgrímsson 132 Jóhannes Sigurðsson — Karl Hermannsson 130 Árni Hermannsson — Ingvar Oddsson 128 Elías Guðmundsson — Kolbeinn Pálsson 128 Karl Einarsson — Sveinbjörn Berentsson 125 Sigurhans Sigurhansson — Arnór Ragnarsson 125 Heimir Hjartarsson — Hafsteinn ögmundsson 124 Kjartan Ólason — Maron Björnsson 122 Meðalskor 110. Næstu 6 umferðir verða spil- aðar á þriðjudaginn í húsi karla- kórsins og hefst keppnin klukk- an 20. Bridgefélag kvenna Mánudaginn 24. okt. var spiluð 3. umferð í Barómeterkeppni fé- lagsins. Stigatala níu efstu para í keppninni er nú þessi: stig. Ása Jóhannsdóttir — Lilja Guðnadóttir 257 Júlíana ísebarn — Margrét Margeirsdóttir 224 Alda Hansen — Nanna Ágústsdóttir 173 Guðrún Jörgensen — Erla Guðmundsdóttir 147 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigríður Pálsdóttir 135 Lovísa Eyþórsdóttir — Ester Valdimarsdóttir 135 Guðríður Guðmundsdóttir — Kristín Þórðardóttir 133 Gunnþórunn Erlingsdóttir — Ingunn Bernburg 123 Sigrún Ólafsdóttir — Elín Jónsdóttir 105 Næst verður spilað mánudag- inn 31. okt. \ 3H Sendum um allan heim! Yfir 25,ára reynsla kominn í gluggann til að minna á að ... Nú er rétti tíminn til að láta Rammagerðina ganga frá jólasendingunum til vina og ættingja erlendis Við göngum frá og sendum jólapakkana um allan heim. Allar sendingar eru fulltryggðar yður að kostnaðarlausu. RAMMAGERÐ1N HAFNARSTRÆTI 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.