Morgunblaðið - 29.10.1983, Síða 36

Morgunblaðið - 29.10.1983, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 t Móðir okkar og tengdamóöir, INGIBJÖRG DADADÓTTIR, Vallargerði 30, Kópavogi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 27. október. Börn og tengdabörn. t JÓN GUDMUNDSSON frá Stóru Giljá í Þingi lést í Hrafnistu föstudaglnn 21. þ.m. Jaröarförin fer fram frá Foss- vogskapellu fimmtudaginn 3. nóvember kl. 3 eftir hádegi. Hjörtur Jónsson. t Faðir okkar, tengdafaöir og afi, ÞÓRARINN J. BJÖRNSSON, Hrafnistu, Hafnarfirói, lést þann 27. okt. í St. Jósepsspítala. Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Ágúst Hubertsson, Guöjón Þórarinsson, Hrafnhildur Guöjónsdóttir, Aöalbergur Þórarinsson, Ólafía Einarsdóttir og barnabörn. t Jaröarför móöur okkar og tengdamóöur, ELÍNAR PÁLSDÓTTUR, áöur til heimilis aö Mýrargötu 10, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 31. þ.m. kl. 15.00. Siguröur Gunnarsson, Edda Garöarsdóttir, Kristján Gunnarsson, Eygló Jónasdóttir, Unnur Gunnarsdóttir, Helgi Björgvinsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra er vottuöu okkur samúö og vinarhug viö fráfall og útför, HJALTAJÓNSSONAR, Karfavogi 21. Sérstakar þakkir viljum viö færa Karlakór Keflavíkur, Sigurði Björnssyni lækni og starfsliöi 3B á Landakoti. Anna Magnúsdóttir, Óli Þór Hjaltason, Sigurveig Þorleifsdóttir, Hjalti Örn Ólason, Ólöf S. Gestsdóttir, Ólafur Eyþór Ólason, Jóhanna Reynisdóttir, Ingibjörg Óladóttir, Steingrímur Pétursson. t Þökkum innilega þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför EYJÓLFS EYJÓLFSSONAR, Hnausum í Meöallandi. Þakkir færum viö einnig starfsfólki Elliheimilisins Grundar. Megi Guö blessa ykkur öll. Sigurlín Siguröardóttir, Vilhjálmur Eyjólfsson. t Innilegar þakkir til þeirra er vottuöu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför ÓSKARSJÓNASSONAR, Njálsgötu 72. Magnea J. Þ. Ólafsdóttir, Garöar Óskarsson, Egill Óskarsson, Geir Óskarsson, Þrúóur Óskarsdóttir, Guöbjört Óskarsdóttir, barnabörn Guðrún Magnúsdóttir, Sigríóur Þorbjarnardóttir, Bjarndís Jónsdóttir, Gunnlaugur Hannesson, barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem vottuöu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, sonar og afa, SÍMONAR G. MELSTEÐ, rafvirkjameistara, Efstasundi 62. Guö blessi ykkur öll. Laufey Kristjánsdóttir, Helga Melsteö, Jóhann Melsteó, Gunnlaugur Melsteð, Anna Sigríöur Melsteö. Elva Dögg Melsteð, Helga S. Melsteö, Eyjólfur D. Melsteö, Minning: Arnþór Árnason frá Garði í Mývatnssveit Gamall vinur minn Arnþór Árnason frá Garði í Mývatnssveit verður til moldar borinn í sinni heimabyggð í dag. Hann var fædd- ur í Garði 28. október 1904, sonur Árna Jónssonar bónda þar og konu hans Guðbjargar Stefáns- dóttur frá Haganesi, yngstur 8 systkina. Arnþór lauk kennara- prófi 1932, kenndi einn vetur í Hálsasveit í Borgarfirði, tíu ár við Norðfjarðarskóla og fimm ár í Lundi í Öxarfirði. Árið 1948 flutti hann til Vestmannaeyja og vann þar við ýmis störf í fiskverkun og fleiru tii 1966. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og átti þar heima til dauðadags. Arnþór kvæntist eftir- lifandi konu sinni Helgu Lovísu Jónsdóttur frá Vatnsleysu í Skagafirði vorið 1936 og eru börn þeirra þrjú; Ásrún Björg, Árni Jón og Helga. Auk þess misstu þau dreng á fyrsta ári haustið 1948. Annað áfall fyrir Arnþór kom skömmu síðar þegar Helga missti heilsuna. Þá ábyrgð axlaði hann einn án aðstoðar samfélagsins og veitti Helgu síðan þá vernd og ör- yggi sem hún þarfnaðist, af sér- stakri þolinmæði og skilningi. Þeim sem lítið þekktu Arnþór gæti hafa komið sú þolinmæði og natni, sem hann sýndi Helgu sinni, á óvart. í margra augum var hann hrjúfur, allt að því fráhrind- andi. Það er satt að hann var stundum harður í horn að taka, ef með þurfti, skapmikill og sterkur persónuleiki. Hreinskilni og það að liggja ekki á skoðunum sínum er óþægilegt í augum sumra manna. Mér datt oft í hug séra Sæmundur Hólm í lýsingu Bjarna Thorarensen sem „batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferða- menn“. En sá Arnþór sem ég þekkti best í ein 20 ár var hinn óþreyt- andi sögumaður, með næmt auga fyrir hinum skoplegu hlutum til- verunnar, sérstaklega minnugur og fróður. Hann var stöðugt með allan hugann við sveitina sfna, sveitina okkar, Mývatnssveit. Það- an voru flestar frásagnirnar, frá æsku- og unglingsárum hans og fyrir þann tíma, ljóslifandi lýs- ingar á fólki og aðstæðum fyrir 50—100 árum síðan. Það er ómet- anlegur skóli fyrir nútímabörn allsnægta og hraða að fá slíka inn- sýn í líf afa sinna og langafa frá mönnum, sem til þekktu og kunna þá list að segja frá. Helsta áhugamál Arnþórs voru bækur. Hann safnaði bókum, eink- um fslenskum fróðleik, og þó að ég hafi ekki mikið vit á slíku þá grun- ar mig að það safn sé býsna merkilegt. Hann batt inn bækur bæði fyrir sig og aðra og útvegaði vinum og kunningjum hinar og þessar bækur, sem erfitt var að ná í. Hann átti líka mikið safn ljóða- bóka og var prýðilega skáldmælt- ur sjálfur eins og hann átti kyn til. Ekki veit ég hve mikið af vísum hans og ljóðum hefur birst á prenti, enda var það ekki í hans eðli að trana sér fram á þann hátt. Hann sagði einhvern tíma að lík- lega hefði Þura systir hans gert vitleysu með því að gefa út vfsna- kverið. Vísur hennar hefðu lifað alveg eins án þess. En Arnþór hafði yndi af vísnagerð. Hann skrifaði þær gjarnan á afskurðar- pjötlur af bókbandsefni, dró svo stundum fram nokkra svona miða og sýndi mönnum sem komu í heimsókn, einkum ef gestirnir voru kunnugir tilefni vfsnanna. Sjálfsagt hefur mikið af svona vísnamiðum týnst, en það væri þess virði að grafast fyrir um það. Nú er Arnþór kominn heim í sveitina sína fyrir fullt og allt. Þar mun honum gott að hvíla. Björn Dagbjartsson Minning: Perla Höskulds- dóttir. Hellubœ Fædd 8. febrúar 1935. Dáin 23. október 1983. { dag verður jarðsett frá Reyk- holtskirkju Perla Höskuldsdóttir, er lést aðfaranótt 23. október síð- astliðinn. Langri og erfiðri bar- áttu er lokið, baráttu er staðið hafði í næstum þrjú ár og var háð með eindæma miklum dugnaði og viljastyrk. Hann var ekki auð- veldlega brotinn niður lífsviljinn hjá þessari kjarkmiklu og bros- mildu konu. Perla var fædd 8. febrúar 1935 að Saurbæ í Flóa, og var ynstra barn þeirra hjónanna Gíslínu Magnúsdóttur og Höskuldar Eyj- ólfssonar er þar bjuggu. Eldri systkinin eru: Valgerður, búsett í Reykjavík, Svava, búsett í Banda- ríkjunum, og Gísli, sem býr á Hofsstöðum. Hún var ung að ár- um, er foreldrar hennar fluttu búferlum í Borgarfjörðinn, nánar tiltekið að Hofsstöðum í Hálsa- sveit, en þaðan er Höskuldur ætt- aður. Þar átti hún sín bernsku- og æskuár, alltaf starfsmikil og dug- leg, vinnandi öll þau verk sem til féllu hvort sem það var úti eða inni. Árið 1957 hóf Perla búskap með Jens Péturssyni. Bjuggu þau fyrst í Reykjavík en fljótlega lá leiðin upp í Borgarfjörð. Hellubæ nefndu þau bæinn sinn, nýbýli sem þau reistu af miklum dugnaði á öðrum helmingi Hofsstaða jarðarinnar. Börnin komu eitt af öðru. Elst er Stefánía, f. 1959. Hennar maður er Geir Viðar Garðarsson, og eiga þau einn son, Fjölni Má. Næstelst er Gíslína, f. 1962. Hún á fyrir mann Sigurð Einarsson og eiga þau einnig einn son, Davíð. Næst í röðinni er Svava, f. 1966 og yngst- ur er svo Höskuldur, f. 1968. Tvö yngstu búa ennþá heima. Soninn Þröst átti Jens frá fyrra hjóna- bandi, en konu sína, Guðríði Hafliðadóttur, missti hann við fæðingu drengsins árið 1956. ólst hann upp hjá þeim Perlu og var ætíð sem eitt af hennar börnum. Þröstur er kvæntur Hönnu Hall- grímsdóttur og eiga þau eina dótt- ur, Perlu. Eins og gefur að skilja var oft annasamt á Hellubæ meðan börn- in voru minni. Jens er trésmiður og vann svo til alltaf utan heimil- isins og þó búskapurinn væri ekki mikill eða stór í sniðum þá var það góð viðbót fyrir húsmóðurina að anna því þegar hann var fjarver- andi. En eitt var það sem alltaf giaddi Perlu, hversu erilsamur sem dagurinn hafði verið. Það var að koma á bak á góðum hesti. Hún var alin upp við hestamennsku frá blautu barnsbeini og sá starfi sem fylgdi og sú ánægja sem þeir veittu var jafnan hennar líf og yndi. Á skilnaðarstundu koma marg- ar minningar í hugann, sér í lagi frá þeim tíma er lítil stúlka sem átti heima suður með sjó, fékk að eyða sumardögum í sveitinni hjá afa og ömmu. Þá var það heldur ekki verra að eiga þarna frænku, sem tók mann gjarnan með sér þegar hún fór bæjarleið, og auð- vitað var mesta sportið að fara slíkar ferðir ríðandi. Jafn fús var hún líka að taka svari þessa stelpukorns, sem átti það til að verða þreytt í sólskini og heyskap og fann þá kannski upp á því að setjast á einhvern þúfukollinn og segjast vera í sumarfríi. Henni var þá gjarnan sagt í gamansöm- um tón með brosi á vör, að það færi nú best á því að stelpan heyj- aði svolítið handa henni Rauðku sinni. Oft lá leiðin líka að Hellubæ á seinni árum og brá Perla sér þá gjarnan á hestbak með frænku sinni og þótti þeirri síðarnefndu það skemmtun hin besta. Jafnan vorum við aufúsir gestir, ég og fjölskylda mín, og að lokum vilj- um við þakka fyrir allar þær án- ægjulegu stundir sem við höfum átt á Hellubæ. Blessuð sé minning Perlu. Sigga t Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför KATRÍNAR JÓNASDÓTTUR fré Núpi, Fljótshlfö. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum vlö öllum þelm sem sýnt hafa vinarhug viö andlát og útför, JÓHANNS KR. MELDAL fré Melrakkadal. Börn hins létna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.