Morgunblaðið - 29.10.1983, Side 45

Morgunblaðið - 29.10.1983, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI - TIL FÖSTUDAGS Vona að hinar mörgu kon- ur á alþingi vilji efla siðmenningu þjóðarinnar — með því að greiða fyrir því að lítilmagnanum sé sýnd mannúð Lesandi skrifar: „Kæri Velvakandi! í útvarpsumræðunum á alþingi um daginn sagði einn ræðumaðurinn eitthvað á þessa leið: „Siðmenningu þjóðar má marka af þeirri mannúð sem sýnd er lítilmagnanumÞað mun hafa verið einn fulltrúi kvenna- iistans sem komst svo að orði. Nú bíð ég þess spenntur að þessi kona og stöllur hennar styðji Þor- vald Garðar Kristjánsson i viðleitni hans til að fá því framgengt að minnsta lítilmagnanum, ófædda barninu, verði sýnd meiri mannúð en reyndin er og ekki hreinlega grandað með fóstureyðingu af svokölluðum félagslegum ástæðum, eins og nú er leyfilegt ef fólki býður svo við að horfa. Samkvæmt skilgreiningu al- þingiskonunnar eru sumar núver- andi reglur vægast sagt ómannúð- legar og ískaldar, enda getur það ekki verið í anda siðmenningarinnar að deyða barn þótt ófætt sé, nema líf móðurinnar sé í veði. „Nema líf móðurinnar sé i veði“ — e.t.v. er allt að þvi óþarfi að gera þá undantekningu, vegna þess að að- stæður eru nær aldrei með þeim hætti að nauðsynlegt sé að grípa til fóstureyðingar til að bjarga móður- inni. Bandarískur skurðlæknir, C. Ever- ett Koop, hefur sagt: „Það er blekk- ing að afsaka fóstureyðingu með því að verið sé að vernda líf móðurinnar. Ég hef starfað að handlækningum í 36 ár og þekki ekki eitt einasta dæmi þess að nauðsynlegt hafi reynst að deyða barnið til að bjarga lífi móð- urinnar. Ef hættu ber að höndum þegar komið er að lokum meðgöngu- tímans, reynir læknirinn annað hvort að koma af stað fæðingu eða framkvæmir keisaraskurð. Markmið hans er að bjarga lífi beggja, móður og barns. Menn reyna aldrei af ásettu ráði að granda barni vegna þess að tvísýnt sé um líf móðurinn- ar.“ „Það er trú okkar að manngildið sé mesti fjársjóður jarðar," eru niðurlagsorð greinar sem birtist í Mbl. í dag, 21. okt. Er þetta ekki dýrmætt sjónarmið? Jú, vissulega. Hlýtur það ekki að ná til „byrjunar" mannsins, ófædda barnsins, lítil- magnans? í dálkum þínum í dag er vitnað til kaldranalegra ummæla konu sem óttast að „frelsi" kvenna til fóstur- eyðinga verði nú skert og segir það „ábyrgðarhlut" að halda þessum „rétti", hér sé um að ræða „frelsis- mál“ kvenna. En er þetta ekki líka „frelsismál" barnsins? Nei, sam- kvæmt þessu á konan að hafa allan rétt, jafnvel vald á lífi barnsins sem hún gengur með, það er réttlaust. Þarna er einmitt grafið undan sið- menningunni. Við lendum á stigi dýrsins. Þessar konur ættu m.a. að hlusta á kveinstafi sumra kynsystra sinna sem gengust undir fóstureyðingu — en hjartanu blæðir. „Hvers vegna sagði enginn mér þetta?“ Þetta er réttmæt spurning stúlku sem þjáist af afleiðingum fóstureyðingar. „Hvers vegna sagði enginn mér að mér mundi finnast ég eins og móðir með tóman faðminn?" „Hví sagði enginn mér frá því að ég ætti á hættu að geta ekki átt fleiri börn vegna líkamlegra afleiðinga fóstur- eyðinga?" Þetta eru ekki fræðilegar eða póli- tískar spurningar. Þær snerta lífið sjálft. Vissulega hugsum við með sársauka til barna sem voru svipt lífsréttinum strax á fósturskeiði. En konurnar sem gengust undir fóstur- eyðingu eru líka aumkunarverðar. Sumar verða beiskar, jafnvel harðar. Aðrar verða miður sín af sorg eða samviskubiti. Því fer fjarri að flest eða öll vandamál leysist og konan verði frjáls þegar hún kemur heim af spítalanum. Margar konur hafa áfram sterka móðurkennd þó að barnið sé ekki lengur til. Það er stað- reynd. Fóstureyðing leysir ekki öll vandamál. Hún veldur oft nýjum. Einu gildir hvað menn gera úr orð- inu „sekt“. Það er eitt af því sem gerir okkur að mönnum, þrátt fyrir spillt eðli okkar og hæfileikann til að gera sjálfum okkur og öðrum illt, að við eigum vonir og þrár, við óttumst og gleðjumst, við gerum mun á réttu og röngu. Má ekki segja að móðurk- enndin feli þetta allt í sér? Ef konur bæla hana niður, eiga þær á hættu að verða harðlyndar og fráhrindandi þó að þær ætli sér það ef til vill ekki. Sumar konur taka út sálarkvalir af löngun til að bera aftur barn und- ir belti og leyfa því að fæðast. Er það ekki í raun og veru versta grimmd, hjúpuð í innantóma vinsemd, að ganga út frá því að allar konur vilji hafa aðgang að fóstureyðingu og gefa einhver yfirborðsleg ráð — eins og stundum er.gert — nema tekin séu fyrir þau alvarlegu og raunveru- legu vandamál sem eru þessu sam- fara? Já, hvað skyldu hinar mörgu kon- ur á alþingi gera í þessum málum? Ég vona innilega og bið að þær vilji efla siðmenningu þjóðarinnar með því að geiða fyrir því að lítilmagnan- um sé sýnd mannúð. Lesandi." Vonum að gatna- málastjóri geti veitt okkur hughreystingu íbúi við Þórsgötu (7620—0904) hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma smáathugasemd að í dálkum þín- um um götuna okkar. Það var byrjað að eiga við Þórsgötu sfðast í maí eða byrjun júní og enn er hún lítið annað en holur og grjót og mikið steinkast frá umferðinni. Gangstéttir eru allar ófrágengnar. Ökutækjum er nú lagt beggja vegna götunnar, svo að útilokað er fyrir bíla að mætast þar. Við erum afar óhress með ástandið hérna, íbúarnir, og vonum að gatnamála- stjóri geti veitt okkur hughreyst- ingu með fregnum um að það sé bjartara framundan. Inneignina verð- ur að sækja nið- ur í Tryggvagötu Jakob Hólm hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Mig langar til að orða við þig mál sem snertir a.m.k. allt Reykjavíkursvæðið. Eins og kunnugt er, er aðeins lesið af rafmagns- og hitaveitumælum einu sinni á ári, yfirleitt, en fólk greiðir samkvæmt áætlun milli álestra. Þannig eignast sumir inn- stæðu, en aðrir skulda, eftir því hvort áætlað hefur verið of eða van hjá þeim. Hinir síðarnefndu, skuldararnir, geta greitt það sem á vantar í hvaða sparisjóði eða pósthúsi sem er, og hafa þá gíró- seðil í höndunum til þess. Þeir, sem eignast hafa innstæðu á reikningum sínum, verða hins veg- ar að gera sér ferð niður í Tryggvagötu til þess að ná í pen- ingana. Þeir geta ekki einu sinni komið því í kring, að upphæðin gangi upp í næsta reikning, t.d. með einu símtali. Nei, og þá virð- ist gírógreiðslukerfið einnig ónot- hæft. Og þetta á jafnt við um þá sem búa í miðbæ Reykjavíkur og hina sem búa í Kópavogi, Mosf- ellssveit, Garðabæ og Hafnarfirði. Ég er að hafa orð á þessu, af því að það hringdi til mín gamall maður úr Hafnarfirði og bað mig um að sækja fyrir sig 101 krónu niður í Tryggvagötu. Ég er í Kópavogi, svo að það er sýnt, að kostnaðar- samt verður að nálgast þessa pen- inga. Þessu þarf að breyta. Opið í kvöld frá 9—3. Nesley diskótekari poppmúsik. Aldurstakmark 20 ár. ^ Miðaverð kr. 80,- \ fl J JJ Lokað f kvöld vegna einkasamkvæmis l /<IA5ÓLWIL (Café Rosenberg) Sovéskir dagar Tónleikar og danssýning listamanna frá Sovétlýðveldinu Litháen í Gamla bíói sunnudag- inn 30. okt. kl. 14. Einsöngur og tvísöngur: Regina Matsioute, heiöurslistamaður litháíska Sovétlýöveldsins og óperusöngvarinn Eduardas Kaniava, þjóðlistamaöur Sovétríkjanna. Einleikur á píanó: Muza Rubackyte, verðlaunahafi í alþjóölegri samkeppni píanóleikara. Þjóödansar og þjóðlög: Söng- og dansflokkurinn „Vetrunge". Aðgöngumiöar á kr. 170.- seldir i Gamla bíói og á litháísku listsýningunni í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýningin er opin virka daga kl. 17—22, um helgar kl. 15—22. Stjórn MÍR. M I ® ® ® ® ® ® ® ® ® m m NY OG BETRI BORG Nú bjóðum við upp á lystauka meðan þú velur eitthvað af okkar fjölbreytta matseðli. Sýnishorn af matseðli: Forréttur: Innbakaður hörpuskelfiskur, framreiddur með krydduðum hrísgrjónum og ítalskri koníaksrjómasósu. Aðalréttur: Heilsteiktar grísalundir a la Borg, fram- reiddar með fylltum tómötum, kartöflu- krókettum og rjómapiparsósu. Eftirréttur: Melónur í portvíni. Lifandi tónlist Hinn sívinsæli Guðmundur Ingólfsson leikur fyrir mat- argesti frá kl. 19-22. VERIÐ VELKOMIN Borðapantanir í síma 11440 151 m S I i i s? s i i S m 1 i i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.