Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983
Skreið fyrir olíu:
Lítum á málið með
jákvæðum augum
— segir Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra
„ViAskiptaráðuneytið hefur alltaf
litið jákvæðum augum á alla við-
Landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins:
Formanns-
kosningin
á morgun
Á LANDSFUNDI Sjálfstæðisnokks-
ins í dag starfa fulltrúar fram að
hádegi í „starfshópum“ eins og sagt
er í útgefinni dagskrá. Tími til þess
er ætlaður milli 10 og 12. Frá klukk-
an 14 til 19 verða siðan almennar
umræður.
leitni til að koma skreiðinni til Níg-
eríu og svo er ennþá,“ sagði Matthí-
as Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra,
í samtali við Mbl., er hann var innt-
ur álits á þeirri fullyrðingu Þórðar
Ásgeirssonar, forstjóra OLÍS, að
hægt væri að selja skreiðina til Níg-
eríu í skiptum fyrir olíu þaðan.
„Hins vegar liggur það fyrir, að
í Nígeríu eru vöruskipti ekki leyfð
og á því hefur ekki orðið nein
breyting mér vitanlega," sagði
Matthías Á. Mathiesen ennfrem-
ur.
Matthías Á. Mathiesen, við-
skiptaráðherra, sagði ennfremur,
að nokkrir aðiiar hefðu kannað
þennan möguleika. Það hefði hins
vegar ekkert gerst í málunum síð-
an í júlí.
Miðstjórn ASÍ:
Nokkrir fulltrúar sjálfstæðiskvenna á landsfundi.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Á morgun, sunnudag, verða um-
ræður fyrir hádegi og afgreidd
verða ýmis mái landsfundarins,
meðal annars stjórnmálaályktun.
Tími til þess er ætlaður milli
klukkan 10 og 12. Klukkan 14 til 18
eru síðan kosningar, sem hefjast
með kosningu formanns og í dag-
skrá er ætluð ein klukkustund til
þeirra. Klukkan 15.30 verður kjör-
inn varaformaður og klukkan 18
er gert ráð fyrir kosningu annarra
miðstjórnarmanna. Að kosningum
loknum verða fundarslit.
Stokka ber upp verðákvörð-
unarkerfí landbúnaðarins
Verdlagning á eggjum, alifuglum og svínum fari ekki inn í kerfið
Klukkan 20.30 hefst síðan kvöld-
fagnaður landsfundarfulltrúa í
Sigtúni, þar sem fundarstörf öll
fara fram þessa tvo daga, sem eft-
ir eru af landsfundinum.
Kolafarmur-
inn var
tryggður
Sementsverksmiðja ríkisins var
með tryggingu hjá Almennum
tryggingum á 5.300 tonna kola-
farmi þeim er var í þýzka skipinu
ms. Kampen, sem fórst undan
suðurströnd íslands á þriðju-
dagskvöld.
Sementsverksmiðjan ber því
ekki fjárhagslegan skaða vegna
atburðarins, en verksmiðjan
mun vera búin að tryggja sér
nýjan farm af kolum í Evrópu,
en birgðir í landinu eru til um
mánaðar.
Aimennar tryggingar eru síð-
an með endurtryggingu hjá er-
lendum aðila, þannig að þeir fá
sinn hluta væntanlega greiddan.
„MIÐSTJÓRN ASÍ lýsir yfir ein-
dreginni andstöðu við þær hugmynd-
ir sem á kreiki eru um að fella verð
lagningu á eggjum, alifuglum og
svínum undir úrelt verðlagningar- og
framleiðslukerfi landbúnaðarins,"
segir m.a. í ályktun miðstjórnar Al-
þýðusambands íslands, sem sam-
þykkt var í gærdag.
Miðstjórnin bendir á að fram-
leiðendur þessara afurða hafa
jafnan lagað framleiðslu sína að
þörfum innlends markaðar án
íhlutunar Framleiðsluráðs eða
sexmannanefndar. Með þeirri
kerfisbreytingu sem nú er unnið
að stefnir til verðhækkunar og
hugsanlega offramleiðslu á þess-
um afurðum. Stefnt er að því að
mæta tilheigingu til offramleiðslu
með því að halda framleiðslu niðri
með kvótakerfi og draga þannig úr
afköstum. Jafnframt því sem ný
framleiðsla yrði bundin við lög-
býli, sem hamlað gæti stórrekstri í
þessum greinum.
Miðstjórn ASÍ bendir á, að með
þeim vinnubrögðum sem í æ rík-
ara mæli hafa verið tekin upp við
verðlagningu búvara hefur í reynd
verið komið á beinum samningum
framleiðenda búvöru við ríkið.
„Verðlagningarkerfi landbúnaðar-
ins er með öllu rofið úr tengslum
við neytendur í landinu, en verð
ákvarðast út frá forsendum sem
sexmannanefnd hefur engin áhrif
á. í ljósi þessara aðstæðna skorar
miðstjórn Alþýðusambandsins á
Sjómannafélag Reykjavíkur og
Landsamband iðnaðarmanna að
draga fulltrúa sína nú þegar út úr
sexmannanefnd, þar sem þeir hafa
ekki raunhæfar aðstæður til þess
að gæta þeirra hagsmuna sem þeir
Akureyri, 4. nóvember, frá Hirti Gíslasyni,
blm. MorgiinblaAsins.
AÐALFUNDUR LÍÚ á Akureyri
samþykkti í dag að beina þeim
tilmælum til stjórnvalda að allar
veiðar í flottroll verði bannaðar.
Nokkrar umræður urðu um þessa
tillögu en hún var samþykkt með
nokkrum meirihluta atkvæða
fundarmanna.
Meðal annarra samþykkta
fundarins var að skipuð skyldi
eru settir til að gæta. Með þessu
myndi jafnframt skapast nauð-
synlegt svigrúm til þess að stokka
upp í heild allt verðákvörðunar-
kefi iandbúnaðarins.
Miðstjórn Alþýðusambandsins
skorar á ríkisstjórn og Alþingi að
vinda bráðan bug að breytingum á
níu manna nefnd til að kanna
hvort setja eigi aflamark á allar
botnfiskveiðar á árinu 1985.
Nefndinni er ætlað að skila
niðurstöðu fyrir ágústiok 1984.
Fundurinn beindi því einnig til
stjórnar LÍÚ að hún taki þegar
upp viðræður við stjórnvöld til
að taka ákvörðun um hvernig
takmarka megi sókn fiskiskipa-
flotans í því augnamiði að fiski-
stofnar verði ekki ofnýttir. Á
fundinum kom fram tillaga um
að aðalfundurinn færi þess á leit
við stjórnvöld að leita eftir veiði-
heimildum við Færeyjar á 20
þúsund lestum af þorski á næsta
ári.
Fundurinn samþykkti enn-
fremur að verði grundvöllur út-
gerðarinnar ekki tryggður að
mati stjórnar LÍÚ 1. febrúar
næstkomandi er bráðabirgðalög-
in falla úr gildi, skuli stjórn sam-
takanna kalla trúnaðarráð sam-
takanna til fundar i þeim tii-
gangi að taka ákvörðun um til
hvaða aðgerða skuli grípa til að
tryggja hallalausan rekstur á
meðalskipi fiskiskipaflotans á
næsta ári.
Kristján Ragnarsson var á
fundinum endurkjörinn formað-
ur LÍÚ. Vilhelm Þorsteinsson frá
Akureyri baðst undan endurkjöri
sem varaformaður og kaus stjórn
stöðnuðu verðmyndunarkerfi
landbúnaðarins. Jafnframt skorar
miðstjórnin á landbúnaðarráð-
herra, að hann nýti heimildir til
þess að hefja nú þegar endur-
greiðslur á kjarnfóðurskatti til
alifugia-, svína- og eggjaframleið-
enda.
samtakanna Þórhall Helgason
varaformann í hans stað.
Auglýsingar á Rás 2:
Sama verð og á
dýrustu auglýs-
ingum á Rás 1
JAFNAÐARVERÐ auglýsinga í
allri dagskrá Rásar 2 verður fyrst
um sinn sem nemur um 40,3% af
verði sjónvarpsbirtingar, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, en verðið er það sama og
hæsta verð auglýsinga á Rás 1.
Hámarkslengd hverrar aug-
lýsingar er 1 mínúta, og aðeins
má auglýsa eitt og sama vöru-
merki einu sinni í hverju inn-
skoti, þ.e. auglýsingatíma.
10 sekúndu auglýsing kostar
1.500 krónur, 15 sekúndur kosta
2.250 krónur, 20 sekúndur kosta
3.000 krónur, 40 sekúndur kosta
6.000 krónur, 50 sekúndur kosta
7.500 krónur og 60 sekúndur, eða
1 mínúta, kostar 9.000 krónur.
Skilafrestur tilbúinnar aug-
lýsingar er ein vika fyrir birt-
ingardag. Heimilt er að aftur-
kalla auglýsingu án aukagjalds
viku fyrir pantaðan birtingar-
tíma, ella reiknast 10% af birt-
ingargjaldi og fullt gjald ef aug-
lýsing er afturkölluð innan
tveggja sólarhringa fyrir pant-
aðan birtingardag.
Lágmarkslaun 15 þúsund
Krafa BSRB að lokinni bandalagsráðstefnu:
„Það voru samningréttarmálin og kjaramálin sem voru efst á baugi
á bandalagsráðstefnunni og þá ber fyrst að nefna það að í ályktun var
ítrekað mótmælt og fordæmt bann við samningum í bráðabirgðalög-
unum og mótmælt þeirri skerðingu á samningsrétti, sem er í tvö ár frá
gildistöku laganna, eða fram til 1. júní 1985, í sambandi við vístölu-
bæturnar Enn einu sinni var skorað á Alþingi að fella þetta bann úr
gildi,“ sagði Kristján Thorlacius, en bandalagsráðstefnu BSRB lauk í
gær.
„Hvað varðar kjaramálin var
lögð megináhersla á að bæta
lægstu launin og þar var mótuð
sú stefna að lægstu laun mættu
ekki vera lægri en 15 þúsund
krónur. í öðru lagi að sú kjara-
skerðing sem orðin er og er
orðin gífurlegt vandamál fyrir
alla launamenn í landinu, yrði
bætt og henni náð upp í áföng-
um. í þriðja lagi að teknar yrðu
upp vísitölubætur á ný. Ef það
fengist ekki þá yrði einungis
um skammtímasamninga að
ræða. I fjórða lagi að það yrði
stefnt að jöfnun launakjara í
landinu og tryggt jafnrétti
karla og kvenna í launamál-
um,“ sagði Kristján Thorlacius
ennfremur.
Þá sagði Kristján að fleira
hefði borið á góma. Til að
mynda hefði komið fram sú
hugmynd að BSRB ásamt öðr-
um samtökum launafólks gæfi
út vikublað til að túlka sjónar-
mið verkalýðshreyfingarinnar.
Aðalfundur LÍÚ á Akureyri:
V eiðar í flottroll
yerði bannaðar