Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 j;)Vté eram ab gœia ví2> pá hugmynd cá> breg&K. oKlcor i blo. Geturéu komib e-fh’r prjdv- rn'mútur eba. sao?" love 7S \C^D ,.. að færa henni morgunkaffið í rúmið. TM Rm U.S Pat Otf — all rights reserved c 1980 Los Angeles Times Syndicate Velkominn á hótelið, að vanda bíð- ur tveggja manna herbergi. HÖGNI HREKKVÍSI „llmferðaröryggi er best tryggt þar sem minnstur trafali er í umferðinni, þar sem hún rennur um göturnar og greinist í allar áttir án vandræða af krossgötum.“ Nær öll umferðaróhöpp verða þar sem leiðir skerast Hallgrímur Jón Ingvaldsson skrif- ar: „Velvakandi. Allir þekkja umferðarljós og taka þeim sem sjálfsögðu öryggisatriði í umferðinni. Segja má að ljósin, eins og þau eru kölluð í daglegu tali, sinni því hlutverki að stýra umferð- inni, þannig að þeim bílum sem þau hleypa framhjá, er ætlað gott svig- rúm til að skipta um akreinar með tilliti til akstursstefnu o.s.frv. Ljós ættu helst ekki að vera nema f al- þéttasta kjarna borga eða bæja, og helst ekki nema á einni götu eða aöalverslunargötu hvers byggðar- lags. Undanfarin ár verður að telja, að átt hafi sér stað hrapalleg mistök f umferðaruppbyggingu höfuðborg- arsvæðisins. Gatnamót hafa verið höfð of þétt og of mörg á aðalbraut- um, og ekkert pláss er fyrir umferð- arbrýr eða hringtorg, sem yrði ör- uggasta og ódýrasta leiðin í um- ferðinni. Allar leiðir til borgarinnar eru nú hindraðar af umferðarljós- um, þó að um þjóðbrautir sé að ræða. Það getur tekið jafnlangan tíma að aka frá Selfossi til Reykja- víkur eins og það tekur að aka gegn- um Reykjavík, Kópavog og Garða- bæ, leið sem er þjóðbraut og ætti því að vera hindrunarlaus. Leiðir eins og Kleppsvegur, Sæ- tún, Skúlagata, Hringbraut, Mikla- braut, Vesturlandsvegur, Kringlu- mýrarbraut og Reykjanesbraut ættu að vera óskornar, en það er sjálfsagt fjarlægur draumur. Það þekkja allir vegabrýrnar við Elliða- ár og í Kópavogi. Þar var vel að verki staðið. En betur má ef duga skal. Það besta er aldrei of gott, þegar um öryggi í umferðinni er að ræða. Umferðaröryggi er best tryggt, þar sem minnstur trafali er í um- ferðinni, þar sem hún rennur um göturnar og greinist í allar áttir án vandræða af krossgötum. Þetta ger- ist með undirgöngum, stöplabrúm, vegalykkjum og hringtorgum. Þar er hægt að láta alla umferð renna fram eins og blóð um æðar manns. Það kostar mikið að breyta vega- „Umferðarljós ættu helst ekki að vera nema í alþéttasta kjarna borga eða bæja, og helst ekki nema á einni götu eða aðalverslunargötu hvers byggðarlags." kerfi höfuðborga, en það kostar lfka peninga að gera ekkert í orðsins fyllstu merkingu, því að það að sitja í bíl sínum á ljósum er tímasóun. Það er erfitt að segja, hvað margir bílar eru kyrrstæðir á ljósum og hvað margar klukkustundir á degi hverjum. En til að gera sér ein- hverjar hugmyndir um hvað biðin á ljósunum kostar, verður að finna einhverja meðaltölu. Talan gæti verið 100 bílar í 10 tíma á dag 5 daga í viku eða 260 daga ári. Dæmi: Meðallaun eins manns f hverjum bíl kr. 100 á tfmann. 10 GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Oft hefur slegist í brýnu. Rétt væri: Oft hefur slegiö í brýnu. tfmar á 100 = 1000x100 = 100.000x260 = 26.000.000. Sem sagt .tuttugu og sex milljónir króna á ári í vinnutap. Þetta fé er þjóðinni tapað. Og ekki er allt komið enn. Bensínið flæðir í inngjöfum og spóli til að ná yfir á grænu ljósi eða af eintómri spennu, sem einkennir umferð borgarinnar. Hugsum okkur að 8 lítrar sé meðal- eyðsla á tímann. 8x22,90 = 183,20x10 = 1.832x100 = 183.200x260 = 47.632.000. Talan er hrikaleg, fjöru- tíu og sjö milljónir sexhundruð þrjátíu og tvö þúsund krónur. Það sem kom af stað þessari um- hugsun hjá mér, voru ljós, sem búið er að setja upp á milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar, þar sem landslag og allar aðstæður kölluðu á umferð- arbrú. Hverjir ráða svona vitleysu? Það er e.t.v. ekki mikil bið á þessum ljósum nú um stundir. En hvað verður í framtíðinni? Hafa ber í huga, að nær öll um- ferðaróhöpp verða þar sern leiðir skerast. Það er því enginn vafi á því, að óhöppum og þar af leiðandi slysum mundi stórfækka, ef greitt yrði fyrir umferðinni með þeim breytingum, sem að framan greinir. Ekki er hægt að sleppa bíleigend- um f umræðu um bíla. Tugþúsundir bíla skipta um eigendur á ári hverju. Það heitir umskráning, þeg- ar hlaupið er og beðið hér og þar. Oft koma þá upp mál sem enginn skilur og menn fá stundum á til- finninguna, að starfsmenn hinna ýmsu þjónustustofnana hafi gaman af því að flækja einföldustu atriði frekar en að leysa úr þeim. Það virðist eins og einfaldasta aðferðin við skráningu bíla hafi gleymst, en það er landsnúmerið, þ.e. númer sem helst áfram á bílnum við eig- endaskipti. Það mætti einnig hugsa sér, að bílasölur tilkynntu eigendaskipti og sæju um gjöld þar að lútandi, auk þess sem þær mundu senda tilkynn- ingu til tryggingafélaganna. Ekki sakaði þá, að bílasölurnar hefðu að- gang að veðbókum með aðstoð tölvutækni, því að það yrði tvímælalaust til bóta fyrir kaup- endur og seljendur, sem verða að þola mikið vinnutap, eins og málum er nú háttað á þessu sviði. Landsnúmer verður að koma, því fyrr því betra fyrir þjóðarhag. Og svo er það bifreiðaskatturinn, kr. 165 á bíl, innheimtur með miklu umstangi. Væri ekki snöggtum ódýrara að innheimta þann skatt f bensínverðinu, eins og marga aðra skatta? Það yrði aðeins í aurum tal- ið, sem bensínið hækkaði. Engum bregður við það nú orðið!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.