Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983
25
IHwgmifrlfifrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, slmi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið.
Landsfundur
— kapítuli í
íslandssögu
Við erum öll, bæði sem þjóð
og einstaklingar, að skrifa
íslandssögu, frá degi til dags.
Við ráðum þó ekki ein sögu-
þræðinum.
Atburðarás í umheiminum og
í lífríki sjávar, svo dæmi séu
nefnd, hafa þar afgerandi áhrif.
Við leggjum að vísu okkar lóð
á vogarskálar í samskiptum
þjóða — og í verndun fiski-
stofna. En við sitjum ekki einir
við stjórnvöl, sízt í fyrr talda
dæminu, þó við höfum þar skyld-
um og hlutverki að gegna.
Þrátt fyrir framansagt gildir
hið fornkveðna, að hver er sinn-
ar gæfu smiður, þjóðir og ein-
staklingar.
Þar undir fellur frumskylda
hverrar sjálfstæðrar þjóðar, að
IryKgja fullveldi sitt og öryggi í
viðsjálum heimi.
Veigamikill hluti þeirrar
skyldu er að standa vörð um
þjóðskipulag þingræðis, lýðræðis
og þegnréttinda; þar sem þunga-
miðjan er, eða á að vera, frelsi
einstaklingsins, velferð hans og
hamingja.
Það var því að vonum að Geir
Hallgrimsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, komst svo að
orði, þegar hann horfði um öxl |
og fram á veg í setningarræðu :
25. Iandsfundar Sjálfstæðis-
flokksins:
„Fyrst vil ég leggja áherslu á,
að Sjálfstæðisflokknum hefur
tekist að standa vörð um sjálf-
stæði og öryggi þjóðarinnar á
þe3su tímabili (þ.e. á formanns-
árum hans), þrátt fyrir hat-
rammar tilraunir til að brjóta
niður þá utanríkisstefnu, sem
Sjálfstæðisflokkurinn markaði
fyrir 35 árum og haldið hefur
gildi sínu siðan. Veturinn 1974
komust andstæðingar Sjálfstæð-
isflokksins nær því marki en
nokkru sinni fyrr að kippa stoð-
unum undan þessari utanríkis-
stefnu. Það mistókst sem betur
fer. Eitt fyrsta verk þeirrar rík-
isstjórnar, sem ég veitti forstöðu
1974—1978, var að endurnýja
vamarsamninginn við Bandarík-
in og staðfesta aðild okkar að
Atlantshafsbandalaginu... Ég
3egi það nú, góðir landsfundar-
fulltrúar, að ekkert skiptir
meira máli í starfi Sjálfstæðis-
flokksins á næstu árum, en að
hann standi trúan og traustan
vörð um þessa grundvallarstefnu
Sjálfstæðisflokksins í utanríkis-
og öryggismálum."
Geir Hallgrímsson vék og að
þeirri eldraun, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn, kjölfestan í íslenzk-
um stjórnmálum, og hann sem
flokksformaður, hefðu gengið í
gegn um:
„Mig hefur ekki skort aðhald,
andstæðingar okkar sjálfstæð-
ismanna hafa sýnt mér þann
heiður að beina skeytum sínum
að mér, sem formanni flokksins,
og ráðlegt sjálfstæðismönnum
að skipta um formann ... Ég hef
aldrei tekið nærri mér árásir
andstæðinganna, en mér hefur
sárnað, þegar sjálfstæðismenn
hafa gengið í gildrur andstæð-
inganna og grafið undan eigin
formanni... “
„Mér var það ofarlega í huga
fyrir réttu ári, að afloknu
prófkjöri í Reykjavík, að efna þá
þegar til landsfundar og segja af
mér formennsku. En ég tók þann
kost að taka úrslitum prófkjörs
eins og lýðræðissinna ber — og
efna ekki til landsfundar í ótíma
fyrir kosningar, áður en flokkur-
inn væri sameinaður. Ég taldi
aftur á móti skyldu mína að
leiða sjálfstæðismenn samein-
aða til sigurs."
Það tókst að samstilla krafta
flokksins á ný, sagði flokksfor-
maðurinn efnislega, þann veg, að
hann er í dag það virka og sterka
þjóðmálaafl, sem hann fyrrum
var og á að vera. „Nú þegar
meirihlutinn í borgarstjórn hef-
ur unnist á ný, úrslit alþingis-
kosninga orðið Sjálfstæðis-
flokknum hagstæð og mál hafa
skipast svo á Alþingi, að Sjálf-
stæðisflokkurinn er sameinaður
við stjórnvöl þjóðarbúsins, þá
ættu þeir innri erfiðleikar, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt
við að stríða, að vera endanlega
að baki ... Élg tel því að ég hafi
sem formaður gengt skyldum
mínum við Sjálfstæðisflokkinn,
sjálfstæðisstefnuna og þær tug-
þúsundir íslendinga, sem fylkt
hafa sér undir merki fiokksins,
og geti nú látið af starfi for-
manns með góðri samvisku."
„Það er verkefni þessa lands-
fundar að skipa fiokknum nýja
forystu," sagði Geir Hallgríms-
son. „Því valdi sem landsfundar-
fulltrúar hafa í því efni fylgir
mikil ábyrgð.“ — „En umfram
allt verða þó allir að vera á einu
máli um það, að þegar talningu
atkvæða í formannskjöri og eftir
atvikum varaformannskjöri lýk-
ur, þá er kosningabaráttunni um
þessi embætti lokið, þá er fengin
endanleg niðurstaða, sem allir
undantekningarlaust eiga og
verða að virða."
Tuttugasti og fimmti lands-
fundur Sjálfstæðisfiokksins er
kapítuli í íslandssögunni. Mikil-
vægur kapítuli. Þeir rúmlega
þúsund landsfundarfulltrúar,
hvaðanæva af landinu, sem hann
skrá, hafi kjörorð fundarins í
huga: „Fyrir framtíðina".
Rætt vid fulltrúa á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
_ y
4»—
Ragnheiður Þórðardóttir
„Allir stað-
ráðnir
fylgja af al-
hug þeim sem
kosinn
verður“
— Ragnheiður Þórð-
ardóttir, fulltrúi
frá Akranesi
„Það má segja að ég hafi verið við-
loðandi landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins síðastliðin 20 ár, en þó ekki alltaf
sem kjörinn fulltrúi,” sagði Ragnheið-
ur Þórðardóttir, landsfundarfulltrúi
frá Akranesi. „Það bafa auðvitað átt
sér stað á þessum tíma ýmsar breyt-
ingar á landsfundunum, sem mér
finnst hafa gerst í samræmi við aðrar
breytingar í þjóðfélaginu á hverjum
tíma.
Jú, fiokksstarfið á Akranesi er
nokkuð öfiugt,“ sagði Ragnheiður
aðspurð, „þar starfa sjálfstæðisfé-
lögin og halda með sér fundi og full-
trúar fiokksins í bæjarstjórn hafa
haft þann háttinn á að halda opna
fundi með bæjarbúum. Þeir eru
haldnir á hverjum sunnudags-
morgni og geta Akurnesingar komið
og kynnt sér hvað er að gerast í
bæjarmálum.
A þessum landsfundi ber auðvitað
mikið á formannskjörinu. Það sem
mér finnst ánægjulegt er, að þó
margir hafi þegar gert upp hug sinn
varðandi frambjóðendur þá er slík-
ur samhugur í fólki nú að allir virð-
ast staðráðnir í að fylgja af alhug
þeim sem kosinn verður.“
„Dýrmætt
tækifæri fyrir
fulltrúa utan
af landi“
— Erna Nielsen, full-
trúi frá Eskifirði
styrki ríkisstjórnina til að starfa og
breyta ástandi i landinu til betrí
vegar“
Karl Sigurgeirsson
„Mikilvægt að
kynnast
sjálfstæðis-
mönnum af
landinu öllu“
— Karl Sigurgeirsson,
fulltrúi frá
Hvammstanga
Utan af landi er landsfundurinnn
dýrmætt tækifæri til að hitta menn úr
flokksforystunni og koma málum á
framfæri,“ sagði Erna Nielsen, einn
fjögurra fulltrúa frá Eskifirói á lands-
fundinum.
„Flokksstarfið á Eskifirði hefur
nú verið fremur dauft undanfarið.
Það fer þó vaxandi og við erum að
reyna að fá sjálfstæðisfólk þar til að
taka virkari þátt í starfinu. Ég tel
að almennt og gangvart öllum
flokkum sé ríkjandi hræðsla fólks
við að standa opinbertega með þeim
fiokki sem það kýs. Ástæðuna veit
ég ekki, en mér finnst þetta nokkuð
algengt meðal manna, burtséð frá
stöðu þeirra í síjóramálum.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég sit
landsfund Sjálfstæðisfiokksins og
það er von mín varðandi fundinn að
fiokkurinn komi svo sterkur að það
„Þetta er annar landsfundurinn
sem ég sit og hann er töhivert frá-
brugðinn þeim síðasta, sem einkennd-
ist nokkuð af átökum innan flokksins.
Nú finnst mér bera hæst viðhorfin
gagnvart ríkisstjórninni og svo auðvit-
að formannskosningin,** sagði Karl
Sígurgeirsson, landsfundarfulltrúi frá
Hvammstanga.
„Auk þess að hér sé tekin afstaða
til tiltekinna mála þá er ekki síður
mikilvæg sú kynning sem verður á
fundinum meðal sjálfstæðismanna
um land allt. Og þetta er vettvangur
okkar sem erum utan af landi til að
benda forystu flokksins á hvar bet-
ur mætti gæta hagsmuna sjálfstæð-
ismanna á landsbyggðinni. Það má
til dæmis senda meira af mönnum
úr forystu fiokksins í heimsóknir til
okkar.
Við erum sjö fulitrúar úr sýsl-
unni. Flokksstarfið þar er að mestu
fólgið í sýslufélagi sem hittist og
heldur með sér fundi. Þeir mættu
vera fleiri en raun ber vitni, en það
er alltaf erfiðara að halda uppi öfl-
ugu starfi þar sem menn þurfa að
fara miklar vegalengdir til að koma
saman, en þar sem stutt er á milli."
Júlíus Rafnsson
„Einna
merkilegust
kynslóða-
breytingin“
— Júlíus Rafnsson,
fulltrúi frá Njarðvík
„EINNA merkilegast við þennan fund
finnst mér vera sú kynslóðarbreyting
sem verður innan flokksins, burtséð
frá því hver frambjóðenda nær kjörí í
formannskosningunni," sagði Júlíus
Rafnsson, einn tólf fulltrúa Njarðvík-
ur á landsfundinum.
„Ég hef setið landsfundi frá því
’67 og þó að heildarsvipurinn hafi
lítið breyst þá hefur hver fundur
sinn sjarma, ef svo má að orði kom-
ast. Þau persónulegu kynni sem hér
myndast á meðal sjálfstæðismanna
vítt og breitt af landinu finnst mér
ekki síður skipta máli en málefnin
sem á dagskrá eru.
Á þessum landsfundi ríkir mikill
samhugur og það er von mín að eftir
fundinn og formannskjörið standi
sjálfstæðismenn enn sterkari og
sameinaðri en nokkur sinni áður.“
„Stefiium að útgáfu greiðslu-
korta innanlands í desember“
segir Einar S. Einarsson, forstöðumaður VISA-Íslands
„Við hjá VISA-íslaadi stefnum að því
að befja útgáfu greiðslukorta til notkun-
ar hér innanlands í byrjun desember,"
sagði Einar S. Kinarsson, forstöðumaður
fyrirtækisins, er Morgunblaðið ræddi
við hann í gær.
Jafnframt munu þau kort, sem þeg-
ar hafa verið gefin út til notkunar
erlendis verða gild í innlendum við-
skiptum. Þá eru vonir við það bundn-
ar, að gjaldeyrisreglur Seðlabankans
verði rýmkaðar innan tíðar, þannig að
eitt kort geti gilt fyrir alla allsstaðar,
þ.e. bæði hér heima og erlendis. Hin
nýju VlSA-kort munu verða búin fjöl-
þættum eiginleikum, sem nánar verð-
ur greint frá síðar.
Að sogn Einars hefur undirbúning-
ur vegna þessara greiðslukorta fyrir-
tækisins til innaniandsnotkunar stað-
ið yfir frá því í haust, en fyrirtækið
tók fyrst formlega til starfa þann 8.
ágúst sl. í nokkra mánuði. Sagði hann,
að þessi mál hefði öll þurft að undir-
búa vandlega og jafnframt hefði tekið
tíma að hanna tölvukerfi í tengslum
við starfsemina. Þegar á allt væri litið
væri vart hægt að segja annað en
málið hefði gengið hratt fyrir sig frá
því hafist var handa.
Einar sagði hin nýju greiðslukort
VISA-íslands vera gefin út á nafni
hvers aðildarbanka eða sparisjóðs og
á ábyrgð þeirra. Bankarnir eru fimm
talsins, þ.e. Landsbankinn, Sam-
vinnubankinn, Iðnaðarbankinn, Bún-
aðarbankinn og Alþýðubankinn, auk
13 sparisjóða, sem hafa sameiginlegt
kort til að byrja með, en verða síðar
einnig með sérheiti. Samtals mynda
hlutaðeigandi bankar og sparisjóðir
81% bankakerfisins, að sögn Einars.
„Hér á landi eru gefnar út u.þ.b.
100.000 ávisanir dag hvern. Við gerum
okkur hugmyndir um að fljótlega
muni kortaviðskiptin nema tíunda
hluta þeirra. Það er ríkt í íslending-
um að nota sér það geti þeir fengið
lánað. I ljósi þess tel ég ekki óeðlilegt
að ætla að þróun greiðslukorta hér-
lendis eigi eftir að verða mjög ör.
Greiðslukort eru orðin mjög ráðandi
víða erlendis og í sumum tilvikum er
hreinlega erfitt að komast leiðar sinn-
ar hafi menn ekki traust greiðslukort.
Að hafa slíkt kort í fórum sínum und-
irstrikar jafnframt, að viðkomandi
njóti trausts banka síns eða spari-
sjóðs og sé öruggur viðskiptavinur,"
sagði Einar.
Þá lét Einar þess getið, að þeir sem
hefðu hug á að fá sér VISA-greiðsluk-
ort ættu að snúa sér beint til VISA-
bankanna eða sparisjóðanna. Sömu-
leiðis þeir verslunarstjórar og þjón-
ustuaðilar, sem hyggja á að bjóða
viðskiptamönnum sínum VISA-
greiðslukortaþjónustu. Þóknun af öll-
um viðskiptum yrði haldið í lágmarki.
Einar sagði í lokin, að hvað sem
segja mætti um greiðslukort, væri
Ijóst, að þau væru ákafiega þægilegur
greiðslumáti. I ljósi hinnar öru tölvu-
þróunar myndu lestæki í verslunum
gera þau enn hagkvæmari og jafn-
framt öruggari í notkun í framtíðinni.
Fyrsta húsið í Reykjavik með límtrésstoðir Byggingarvönivershinar Tómasar Björnssonar, Akureyri. Ljóamynd MbiVKee.
Límtrésframleiðsla
hafin á Akureyri
Árni Árnason. „Það er bjartsýni að
hefja framleiðslu á límtré fyrir norð-
an þegar markaðurinn liggur í
Reykjavík, en það færi þó líklega
illa ef allir flyttu á mölina"
Ljósmynd Mbl./Kee.
Byggingavöruverslun Tómasar
Björnssonar (BTB) á Akureyri bóf
fyrir skömmu framleiðslu i límtré
til byggingar, og nú er risið í
Reykjavík fyrsta húsið með stoðum
úr límtré eingöngu frá BTB.
Morgunblaðið átti í tilefni þessa
stutt viðtal við Árna Árnason, for-
stjóra fyrirtækisins, um þessa nýju
starfsemi.
„Iðnaðurinn og vinnslan sem við
höfum hafið er hliðarstarfsemi,
þróun svipuð og orðið hefur hjá
mörgum öðrum byggingavöru-
verslunum,“ sagði Árai. „BTB er
langstærsta timburverslun utan
Reykjavíkur, okkar sérsvið er inn-
fiutningur á byggingartimbri sem
við mestmegnis höfum selt á
Norður- og Austurland. Fyrir
tveimur árum hófum við timbur-
iðnað, fyrst með því að setja sam-
an planka með fingrun og nú í
sumar hófum við að fúaverja
timbur og framleiða panel og
límtré. Þetta hefur hingað til ver-
ið fiutt inn erlendis frá í stórum
stíl, en við vonumst til að þessi
Kyndingin sem á að hita verksmiðjuhúsið og þurrka timbrið, hún gengur
fyrirsagi
framleiðsla okkar verði til þess að
innfiutningurinn minnki. Því
þessi iðnaður skapar ekki aðeins
atvinnu heldur sparar einnig
A.í’=gs'D’;tí<ES>ai)íMr:yRjos
(j * v<Gxnxn>
Teikning af framtíðarhúsnæði BTB. Annað húsið er risið, en frágangi ekki lokið.
gjaldeyri.
Það er skammt síðan við byrj-
uðum en okkur virðist sem mark-
aðurinn fyrir þessar vörur okkar
ætli að verða mestur í Reykjavík.
Það er dýrt fyrir okkur vegna
fiutninganna að sækja á markað
hér og að því leyti til viss bjart-
sýni að reisa þessa verksmiðju
fyrir norðan. Én það hefur þó
aldrei hvarfiað að okkur að reisa
hana í Reykjavík. Verslunin er
gamalgróin á Akureyri og líklega
færi illa ef allir fiyttu á mölina.
Við hófumst handa fyrir rúmu
ári við að reisa iðnaðarhús, það er
2500 fermetrar að stærð og stend-
ur í Glæsibæjarhreppi rétt utan
við bæjarmörk Akureyrar. Fyrir-
hugað er að húsin verði tvð, annað
fyrir byggingavöruverslunina sem
á að vera með nýtisku sniði og hitt
fyrir límtrésverksmiðju eingöngu.
Én nú er útlit fyrir að bið verði á
að við getum lokið byggingu þess
fyrra. Það hús höfum við aðeins
getað tekið í notkun að litlu leyti.
Og á meðan er límtrésverksmiðjan
í mjög ófullkominni aðstöðu. Það
stendur á að selja húseignir okkar
í miðbænum. Akureyri má segja
að sé í öldudal og það gengur illa
að selja fasteignir, en vonandi er
að breyting verði á því. Við eigum
allar vélar og einnig nýstárlega
kyndingu sem mun þurrka timbrið
og hita upp húsið með trjákurli og
sagi því sem myndast við fram-
leiðsluna.