Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 5 Athugasemd frá Lista hátíð í Reykjavík Konurnar í Hringnum undirbúa basarinn. Basar Hringsins er í dag MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Lista- hátíð í Reykjavík: „í Morgunblaðinu í dag er frétt um starf framkvæmda- stjóra Listahátíðar. Vegna þessarar fréttar telur framkvæmdastjórn Listahátíðar óhjákvæmilegt að taka Bjarni Ólafsson fram, til að forðast misskilning, sem af fréttinni gæti leitt, að hér er um persónulegt mál að ræða sem valdið getur bæði óþægindum og særindum fyrir viðkomandi aðila. Venja er að fréttir frá hátíðinni berist beint frá framkvæmda- Skýrsla viðskipta- ráðuneytis: Skreiðar- og þorskhausa- birgðir mun minni en í fyrra SKREIÐARBIRGÐIR voru 30. sept- ember sl. alls 8.330 tonn, en voru á sama tíma í fyrra 10.900 tonn sam- kvæmt birgðaskýrslu Fiskifélagsins. horskhausabirgðir voru 30. sept- ember sl. alls 1.300 tonn en voru 10.900 tonn á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram i nýrri skýrslu viðskiptaráðuneytis. Skreiðarbirgðir voru því 2.570 tonnum minni í lok september sl. en á sama tíma í fyrra og þorsk- hausabirgðir 9.600 tonnum minni 30. september sl. en í fyrra. Segir einnig í skýrslunni að gert sé ráð fyrir að nú séu til í landinu u.þ.b. 160.000 pakkar af hausum. Einnig segir að í Noregi sé gert ráð fyrir að til séu u.þ.b. 450.000 pakkar af skreið og 100.000 pakkar af hausum. stjórn og þá fyrir tilstilli fram- kvæmdastjóra eða í útsendum fundargerðum hátíðarinnar. Þessi frétt er ekki komin frá hátíðinni sjálfri, né framkvæmdastjórn. Rétt er því að vekja athygli á að vegna þessa máls var eftirfarandi bókun gerð á fundi 27. október sl. og verður sú fundargerð send út í dag. Bókunin er svohljóðandi: „Ákveðið að veita Bjarna ólafs- syni veikindafrí til óákveðins tíma, en Guðbrandur Gíslason mun taka við starfi hans á meðan. Bjarni mun fara erlendis til að gangast undir læknisaðgerð." Frá framkvæmdastjórn Lista- hátíðar í Reykjavík 1984.“ KVENFÉLAGIÐ Hringurinn heldur sinn árlega handavinnu- og köku- basar laugardaginn 5. nóv. nk. kl. 14 í Vörðuskóla á Skólavörðuholti (inn- gangur frá Barónsstíg). Síðustu árin hefur félagið safn- að fé til tækjakaupa fyrir allar deildir Barnaspítala Hringsins svo og til fleiri líknarmála. Meðal annars gaf félagið á síð- astliðnu ári lessjónvarp, ásamt fjölritara fyrir blind og sjónskert börn. Allur ágóði af basarnum rennur til líknarmála, sem og aðrar fjár- aflanir Hringsins. Saltfiskbirgð- ir 11.000 tonn BIRGÐIR saltfisks voru í lok októ- bermánaðar um 11.000 tonn að verð- mæti um 550 milljónir króna, en ógreitt andvirði útflutts fisks er um 500 milljónir kr. Samkvæmt birgða- skýrslu Fiskifélags íslands voru saltfiskbirgðir 30. september 1982 aftur á móti 19.000 tonn. Þetta kem- ur fram í nýrri skýrslu viðskipta- ráðuneytisins. Saltfiskbirgðirnar nú í lok október skiptast þannig: Saltufsi 2.000 tonn, saltflök 1.000 tonn, blautverkaður þorskur 7.000 tonn og þurrfiskur 1.000 tonn. Segir í skýrslu viðskiptaráðuneytis að vegna samdráttar í skreiðarfram'- leiðslu hafi mikið verið saltað af ufsa á síðustu vetrarvertíð, en treglega hafi gengið að selja ufs- ann fyrir viðunandi verð. Samvinnuferðir-Landsýn efnir til samkeppni. um nafn á „sumar“húsin í Hollandi Attþjío yfir þetta allt saman ? í kjölfar mikilla vinsælda og vel heppnaðra ferða í „sumar“húsin í Hollandi sl. en þangað verður einnig flogið I hverri viku. I krafti mun stærri samnings en fyrr, sumar.hefur Samvinnuferðir-Landsýn nú gert nýjan og einstaklega hagstæðan er Samvinnuferðum-Landsýn unnt að bjóða ferðirnar til Hollands 1984 á samning um Hollandsferðir sumarið 1984. Áfram verður boðið upp á vikulegar óbreyttu verði frá sl. sumri, og er salan nú þegar komin I fullan gang ferðir til Eemhof og nú bætist hinn stórglæsilegi gististaður Kempervennen við. ar- a Frábær afþreying og íþróttaaöstaðc ★ Tennis og minigolf. ★ Bowling. ★ Reiðhjólaleiga, hjólreiðabrautir. ★ Sjóskiði, sjóbretti o.fl. þ.h. ★ Diskótek. ★ Göngusvæð'. ★ Iþróttavellir - opin útivistarsvæði. ★ Leiktækjasalur. * Veðursæld og fallegt umhverfi * Einstök veðurbliða (yfir 2C stiga hiti og sól upp á nær hvern dag allt sl. sumar). * Fjölskrúðugt dýralíf. * Kyrrlátt umhverfi. * Fjölbreyttur gróður. * Viðáttumikil sólbaðsaðstaða ★ Gisting í algjörum sérflokki ★ Yfir 70 m2 smáhýsi og 30 m: ibúðir með glæsilegum innréttingum. ★ Arinn í vistlegri stofu, vel búinni öllum húsgögnúm. ★ Litasjónvarp með fjölda sjón- varpsstöðva auk eigin videó- kerfa Eemhof- og Kemper- vennensvæðanna. ★ Rúmgott eldhús með öllum nauðsynlegum eldunaráhöld- um og borðbúnaði. ★ 3 svefnherbergi í öllum húsum. Samkeppni Og nú efnum við til samkeppni um verðugt nafn á „sumar' húsin i Hollandi, - eitt orð, sem ekki einungis nær yfir glæsileg hús og góða gistingu, heldur einnig alla þá fjölbreyttu þjónustu og aðstöðu, sem boðið er upp á i miðbæ „sumar“húsaþorpanna. Sú staðreynd, að þessi fjölskylduparadis er I fullri notkun allt árið um kring gerir „sumar"húsanafnið siðan enn frekar ófullnægjandi Þess vegna fá nú allir tækifærí til þess að finna „rétta" orðið og freista þess að vinna til veglegra fjölskylduverðlauna næsta sumar. ★ Fullkomin þjónusta ★ Gestamóttaka og upplýsinga- miðstöð opin frá morgni til kvölds. ★ Fjöldi veitingastaða og verslana. ★ Pósthús, banki og önnur þjónusta ★ Barnagæsla og leikskóli. ★ Aðstoð og fyrirgreiðsla (slenskra fararstjóra, hvenær sem a þarf að halda. ★ Fjölbreyttar skoðunar- og skemmtiferðir með íslenskri fararstjórn. * „Hitabeltis“- sundlaug með öllu tilheyrandi ★ Inni- og útisundlaug. * Rennibrautir í innilauginni. * öldugangur og fjör á hálftíma fresti. ★ Sauna og tyrkneskt bað. ★ Háfjallasól, Ijós og „sólarfallbyssa". ★ Heitir pottar, nuddpottar. * Barnasundlaug. * Sundlaugarbar. ★ Hvildaraðstaða. Skilafrestur 1 Tillögum þarf að skila fyrir 10. janúar 1984 og má hver þátttakandi senda allt að 5 tillögur. Þeim skal skilað i umslagi merktu „Orð" til Samvinnuferða- Landsýnar, Austurstræti 12, 101 Reykjavík ásamt nafni, heimilisfangi og símanúmeri sendanda. 2. Dómnefnd skipuð þeim Eysteini Helgasyni, frkvstj. Samvinnuferða-Landsýnar, Gunnari Steini Pálssyni, frkvstj. Auglýsingaþjónustunnar, og Guðna Kolbeinssyni. íslenskufræðingi.mun fjalla um tillögurnar sem berast. 3 Berist fleiri en ein tillaga um það nafn, sem verðlaunin hlýtur, verður dregið um verðlaunahafann. Dómnefnd áskilur sér einnig rétt til að hafna öllum tillögunum. 4. Urslit samkeppninnar verða kynnt I lok janúar. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.