Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983
Held maður komist ekki langt með
þyí að velkjast með tízkustraumum
— segir Ása Ólafsdóttir vefari
Er íslenzkir myndlistarmenn sem dveljast langdvölum í útlöndum
koma heim til að sýna verk sín kemur ekki i óvart þegar myndirnar
endurspegla framandi umhverfí og náttúru eða bera þess önnur augljós
merki að listamaðurinn hefur orðið fyrir meiri eða minni áhrifum af
alþjóðlegum straumum í myndlist. Sú er ekki raunin í I.istmunahúsinu
við Lækjargötu þar sem Ása Ólafsdóttir vefari sýnir ofnar myndir og
klippimyndir um þessar mundir, en Ása hefur verið búsett í Svíþjóð
undanfarin átta ár. Myndir hennar eru hlutlægar, eða „fígúratívar", og
myndefnið er rammíslenzkt. í flestum myndanna mætast miklar and-
stæður á myndfletinum, — annars vegar sterkir dimmir fletir og hins
vegar margbrotnar myndir, í flngerðum litum. Landslag og fornir garpar
í litklæðum koma þar fyrir og í einni gefur að líta „Islandsför Sancho
Panza“ en einnig hann og múlasninn draga dám af íslenzkum hetjum.
Fyrsta spurningin sem ég lagði fyrir Ásu í samtali í vikunni varðar efnið
sem hún vinnur úr:
— Nei, það er ekki íslenzkt.
Það er kannski það eina sem
ekki er íslenzkt 1 myndunum.
— Ull er það efni sem þú not-
ar helzt. Hví notarðu ekki ís-
lenzka ull?
— Sú ull sem völ er á hér
hentar alls ekki í myndverk.
Efnið verður að vera gljáandi
þannig að það varpi frá sér ljósi,
en eins og íslenzka ullin er unnin
þá er hún mött og gleypir eigin-
lega ljósið er það kastast á flöt-
inn. Það vaeri tilvalið að nota ís-
lenzka ull ef hún væri betur unn-
in, t.d. væri togið alveg kjörið
því það er svo gljáandi en það er
ófáanlegt hér, hvernig sem á því
stendur. Eg hefði mikinn áhuga
á að vinna úr íslenzku ullinni og
það er sárt að eiga þess ekki
kost. Mér er sagt að það borgi sig
ekki að taka ofan af, þ.e. að að-
skilja þel og tog, en það held ég
sé á misskilningi byggt. Þvert á
móti held ég að hvort tveggja
yrði mjög eftirsótt, bæði hér
heima og erlendis. Víða um lönd
hefur textíllist og margskonar
listiðn fleygt fram hin síðari ár
og verulega fínt efni á borð við
íslenzka ull er hvarvetna eftir-
sótt og selt dýrum dómum.
Opinberir aðilar hér á landi ættu
að gaumgæfa þessa möguleika
vel og vandlega, finnst mér, og
það er sorglegt ef íslenzk þjóð
týnir niður því að fara með ís-
lenzka ull. Hér er verið að bruðla
með tvenns konar verðmæti,
tímanleg og menningarsöguleg.
— Hvers lenzk er þá ullin sem
þú notar?
— Norsk. Af fé syðst í Noregi.
Auk ullarinnar nota ég líka
talsvert hör og mohair til að fá
mismunandi áferð.
— En litirnir?
— Þeir eru þýskir. Ég lita allt
mitt efni sjálf og nota til þess
kemíska liti. Það væri gaman að
nota jurtaliti en þeir eru því
miður ekki eins varanlegir og
kemísku litirnir. Með hinum síð-
arnefndu er hægt að ná mjög
góðum árangri og fá nánast
hvaða litbrigði sem er, jafnvel
þau sömu og með jurtalitum svo
ekki sést munur á, en þegar
myndvefnaður er annars vegar
verður að gera þá kröfu að litirn-
ir haldi sér.
* — Nú er vefnaður einhver
seinlegasta aðferð sem beitt er í
myndlist. Hvað olli því að þú
tókst þessa aðferð framyfir aðr-
ar?
— Ég býst við að það hafi ver-
ið nálægðin við þetta efni sem
þar réð mestu. Þó ekki sé nema
sjálf snertingin við efnið. Auk
þess lætur mér vel að framkalla
þær myndir sem mig langar til
með þessum náttúrutrefjum, og
frá því að ég var smástelpa hef
ég alltaf verið að handleika tusk-
ur og garn og búa eitthvað til.
Ég var byrjuð að sauma á
saumavél þegar ég var fimm ára
og síðan tók ég að prjóna og
hekla, sauma út og stoppa og
staga og breyta fötum meira og
minna stjórnlaust. Ég var slæm
með það langt fram eftir aldri að
þrífa eitthvert efni og kasta mér
út í verkefni en leggja það síðan
frá mér áður en ég lauk við það,
líklega af því að þá var ég búin
að fá leið á hugmyndinni. Það
var svo ekki fyrr en ég settist við
vefstól að ég fann að það var
einmitt vefnaður sem hentaði
mér betur en allt annað. Þarna
sat ég fyrir framan ramma sem
var afmarkaður og í honum var
uppistaðan og ekki um annað að
gera en halda sig innan þessa
ramma.
— Myndefnið, hvaðan færðu
það?
— Ég held mér sé óhætt að
segja að það sé mjög persónu-
bundið. Ég hef ekki trú á pólitík
í myndlist. Það sem maður vill
koma á framfæri verður að
koma innan frá. Ég held maður
komist ekki langt áleiðis í
myndlist með því að taka undir
með einhverjum áróðurskór eða
velkjast með tízkustraumum.
— Hvað um spjótsodda og
hernaðarbrag sem víða má sjá í
myndum þínum?
— Þetta eru tákn um átök
innra með mér sjálfri. Þú sérð
líka mýkri form, t.d. laufblöð eða
spjótsodda sem líkjast laufblöð-
um, — nú eða þá laufblöð sem
minna á spjót. Mjúku formin
endurspegla lundina þegar hún
er hvað Ijúfust. Ég er ekki sér-
lega blíð í garð umhverfisins öll-
um stundum. Maður má til að
verja sjálfan sig.
— Gagnvart hverju?
— Til dæmis þjóðfélaginu.
Það þjóðfélag sem ég hef verið í
undanfarin ár kallar á varnir
einstaklingsins. Sænskt þjóðfé-
lag er að verða hálfgert lögreglu-
ríki. Einstaklingnum er ekki
treyst til að bera ábyrgð á sjálf-
um sér og sínum högum. Það er
óðfluga stefnt að því að svipta
hann sjálfsforræði. Hvarvetna
má sjá þess merki. Það er til
dæmis verið að leiða það í lög í
Svíþjóð að hlera megi síma
hvers sem er, leiki grunur á því
að sá hinn sami hafi komið ná-
lægt fíkniefnum með einhverj-
um hætti. Hvar á að draga
mörkin? Og hver á að gæta þess
að það sé gert? Það er talið mjög
óæskilegt að hafa áfengisútsölur
í tengslum við venjulegar verzl-
anir af ótta við að fólk missi
sjálft sig inn um dyrnar um leið
og það kaupir í matinn, og svona
mætti lengi telja. Svona and-
rúmsloft gegnsýrir allt þjóðfé-
lagið. Fólk er tortryggið og vart
um sig og í slíku þjóðfélagi held
ég að fáir uni sér. Að minnsta
kosti ekki ég og því hlakka ég
óskaplega til að flytjast heim
aftur nú eftir áramót.
Viðtal: Áslaug Ragnars.
Ljósm.: Kristján Einarsson.
Eggjadreifíngarstöð
— eftir Guðmund
Stefánsson
Ekki virðast allir á eitt sáttir
um að setja á stofn eggjadreif-
ingarstöð, en Framleiðsluráð
landbúnaðarins samþykkti nýlega
að veita 5,3 milljónum króna til
stofnunar slíkrar stöðvar. F’lest er
eggjadreifingarstöð fundið til for-
áttu. Það er rætt um einokun, að
troðið sé á hagsmunum neytenda,
að verið sé að verja stórfé í óþarfa
yfirbyggingu og að allir almenni-
legir eggjabændur séu settir hjá
og jafnvel að verið sé að reyna að
koma þeim á kné. Þannig sé ekki
heil brú í stofnun og starfrækslu
eggjadreifingarstöðvar.
Andstæðingar eggjadreifing-
arstöðvar eru vafalaust víða úr
þjóðfélaginu, en þeim má þó
skipta i 3 meginflokka. Það eru
áhugamenn ýmsir um frjálsa sam-
keppni, ýmsir eggjabændur, eink-
um þó hinir stærstu, og svo loks
forsvarsmenn neytendasamtaka.
Frjálshyggjumenn
Það kemur út af fyrir sig engum
á óvart þótt talsmenn frjálsrar
samkeppni og hreins markaðsbú-
skapar séu á móti skipulagi á
eggjamarkaðnum. Hér er líka yf-
irleitt um einstaklinga að ræða og
þeir eru ekki umbjóðendur ann-
arra en sjálfs sín. Við því er auð-
vitað ekkert að segja, þótt menn
aðhyllist frjálsa samkeppni. Það
er hins vegar svo, að í nær öllum
stéttum og starfsgreinum þjóðfé-
lagsins ríkir eitthvert skipulag.
Þannig er t.d. kauptaxti verka-
„Andstæðingar eggja-
dreifingarstöðvar eru
vafalaust víða úr þjóð-
félaginu, en þeim má þó
skipta í 3 meginflokka.
Það eru áhugamenn
ýmsir um frjálsa sam-
keppni, ýmsir eggja-
bændur, einkum þó hin-
ir stærstu, og svo loks
forsvarsmenn neytenda-
samtaka.“
fólks fastákveðinn í samningum
samtaka verkafólks og atvinnu-
rekenda, öðrum en múrurum er
óheimilt að stunda múrverk,
leigubílar aka eftir ákveðnum
taxta o.s.frv. Þannig hefur sam-
keppnin í raun verið heft og haldið
innan marka sem flestir telja
skynsamleg. Það er því einkenni-
legt ef sjálfsagt er talið að eggja-
bændur skuli berast á banaspjót
og þeim att út í vonlausa „sam-
keppni'. Vonlausa vegna þess, að
þeir hafa jafnvel verið neyddir út í
verðstríð þar sem smásöluverð
hefur verið lægra en bara fóður-
kostnaður bóndans. Þannig hefur
það verð, sem hann fær fyrir af-
urðir sínar, engan veginn nægt
fyrir breytilegum kostnaði, hvað
þá að hann geti greitt sjálfum sér
laun eða hafi haft fyrir föstum
kostnaði. Slíkt verðhrun er ekki
nema að hluta vegna offram-
leiðslu en aðallega vegna skipu-
lagsleysis. Hvað eftir annað hefur
það gerst á eggjamarkaðnum að
þúfan hefur velt hlassinu. Vanda-
mál eins eða örfárra framleiðenda
hafa færst yfir á heildina. Það er
því eðlileg krafa eggjabænda að
þeir búi við lágmarksskipulag sem
tryKgi þeim eftir föngum sann-
gjarnt verð og sæmilega örugga
lífsafkomu líkt og aðrar stéttir í
þjóðfélaginu hafa.
Stórframleiöendur
En hvers vegna eru þá sumir
eggjabændur á móti eggjadreif-
ingarstöð? Þeir eggjabændur sem
eru á móti eggjadreifingarstöð eru
fyrst og fremst þeir stærstu.
Þeirra sjónarmið eru líka að ýmsu
leyti skiljanleg. Nú er svo komið
að 3—4 stærstu eggjaframleiðend-
urnir hafa um 30—40% mark-
aðshlutdeild. Þessir framleiðend-
ur hafa í mörgu aðra aðstöðu en
hinir smærri. Vegna stærðar bú-
anna og mikillar umsetningar
standa þeir betur að vígi þegar um
undirboð er að ræða, þ.e. þeir þola
betur timabundnar verðlækkanir.
Þeir hafa fyllt upp í það rúm sem
skapast hefur í hvert sinn sem
smærri framleiðendur hafa horfið
af markaðnum og þannig aukið
markaðshlutdeild sína. Nú þegar
hafa þeir mikil áhrif á þróun
markaðarins og þau áhrif aukast
að sjálfsögðu með aukinni mark-
aðshlutdeild án þess að enn sé
tímabært að nefna einokun. Því
hefur margsinnis verið haldið
fram, að það séu einmitt þessir
stóru framleiðendur sem fram-
leiða ódýrustu eggin og stuðli að
lægra vöruverði til neytenda.
Þetta kann auðvitað að vera rétt,
þótt þess sjái ekki stað enn sem
Guðmundur Stefánsson
komið er. Egg eru verðlögð af
stjórn Sambands eggjaframleið-
enda og það vill svo til að flestir
stærstu eggjaframleiðendurnir
eiga sæti í stjórninni. Þeir standa
því að baki þeirri verðlagningu
sem er á eggjum og sú verðlagning
er neytendum ekkert hagfelldari
en verðlagning annarra búvara.
Meðan jafnvægi ríkir á eggja-
markaðnum taka allir eggjabænd-
ur fullt verð hvort sem þeir eru
stórir eða smáir.
Neytendasamtökin
Hlutur stjórnar Neytendasam-
takanna í þessu máli er á vissan
hátt annars eðlis. Þar er um að
ræða fámennan hóp fólks sem tal-
ar i umboði miklu meiri fjölda. Að
mínu mati hafa Neytendasamtök-
in að nokkru leyti tekið skakkan
pól í hæðina. Þau hafa nær ein-
göngu horft á eggjaverðið og það
er auðvitað kappsmál að það sé
sem lægst. Hitt er annað, að hagur
neytenda er ekki eingöngu fólginn
í lágu verði heldur líka og e.t.v.
miklu frekur í vörugæðum. Ég
held að hag neytenda sé best borg-
ið með „sanngjörnu" verði og
fyrsta flokks gæðum. Sem betur
fer eru gæði eggja hér á landi yfir-
leitt með ágætum. Því er þó ekki
að leyna að of oft fá neytendur
blóðegg, sprungin egg og stundum
of gömul egg. Þá er það auðvitað
hvimleitt að í sömu pakkningunni,
sem inniheldur aðeins 10 egg,
skuli finnast allt frá alstærstu og
niður í alsmæstu egg og allt þar á
milli.
Hvað er eggja-
dreifingarstöð?
Fyrir skömmu skoðaði ég eggja-
dreifingarstöðvar í Noregi og þar
er nokkuð annað lag á hlutunum
en hér landi. I stuttu máli starfar
eggjadreifingarstöð þannig, að egg
eru sótt til bænda einu sinni i
viku. Þegar í stöðina er komið eru
öll egg nákvæmlega skoðuð og
gegnumlýst og tínast þá úr
5—10% eggjanna. Það er vegna
blóðs, sprungna eða annarra galla
í skurn, óhreininda eða annarra
þeirra ástæðna sem gera eggin
óhæf til að fara á almennan mark-
að. Þetta er sem sé gæðaeftirlit
sem snýst eingöngu um gæði og
heilbrigði eggjanna. Þau egg sem
standast allar gæða- og heilbrigð-
iskröfur eru síðan stærðaflokkuð í
8 stærðarflokka og stærstu og
smæstu eggin tekin frá. Öðrum
eggjum er síðan pakkað í 6, 10, 15
og 30 eggja pakkingar og pakkarn-
ir dagstimplaðir. Neytandinn get-
ur síðan keypt smá, meðalstór eða
stór, jafnvel mjög stór egg í mis-
munandi stórum pökkum. Um-
framframleiðsla á eggjum svo og
þau egg, sem ekki fara á almennan
neytendamarkað, fara til vinnslu i