Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983
35
Fræðsluþættir frá Geðhjálp:
Vetrarstar fið
Góðir lesendur!
Nú tökum við upp þráðinn aft-
ur með fræðsluþætti Geðhjálpar
eftir langt og gott sumarfrí. Þó
sumarið hafi ekki verið með því
besta sem komið hefur, var það
engu að síður gott sumar hjá fé-
laginu. Við ætlum í vetur að
reyna að miðla ykkur fræðslu-
efni er varðar geðræna erfið-
leika, við munum fá sérfræðinga
til að skrifa og einnig fólk sem
hefur reynt ýmislegt en stendur
upprétt og hefur ekki látið bug-
ast. Við fengum á síðastliðnum
vetri margar óskir um að fleiri
segðu frá reynslu sinni úr lífinu,
þær greinar sem birtust um
reynslu annarra virðast hafa
aukið skilning margra og ýmsir
töluðu um að margt sem þar
kom fram þekktu þeir af eigin
reynslu. Einnig þeir sem höfðu
ekkert hugsað um þessi geðrænu
vandamál, töldu svona frásagnir
auka skilning. Þá er það vel.
Þessum þáttum er ekki ætlað
að bjarga öilum heimsins vanda-
málum heldur að auka skilning
og fræða fólk um hvað til ráða
er, ef þú sem þetta lest eða ein-
hver þér nákominn á í erfiðleik-
um, hvernig hægt er að hjálpa
sér sjálfur og hvert er hægt að
leita. Við gerum okkur ekki oft
grein fyrir því hvað við höfum
það gott og búum í dásamlegu
landi, alstaðar í kringum okkur
eru hræðilegir hlutir að gerast,
stríð milli þjóða, atvinnuleysi og
sveltandi fólk, að ekki sé talað
um þau börn sem fæðast aðeins
til að lifa við hörmungar í nokk-
ur ár og deyja svo.
Einhver segir, hvað kemur
mér það við. Jú, kæri vinur.
Okkur koma allar lifandi mann-
eskjur við. Á íslandi í fámenninu
eigum við að styðja þá sem í erf-
iðleikum lenda til sjálfsbjargar.
Þeim eigum við að hlúa vel að
sem eru líkamlega og andlega
fatlaðir, og geta ekki séð um sig
sjálfir. Ég bið ykkur að láta frá
ykkur heyra, hvað þið viljið
fræðast um, koma með spurn-
ingar sem við munum leita svara
við. Ekki láta okkur í Geðhjálp
mata ykkur með fræðslu. Þessir
þættir eru opnir öllum er með
mannleg vandamál hafa að gera.
f vetur mun félagið gangast
fyrir fyrirlestrum um geðheil-
brigðismál. Þeir verða haldnir á
geðdeild Landspítalans í
kennslustofu á 3. hæð. Þeir verða
allir á fimmtudögum og hefjast
kl. 20.00 og verða í þeirri röð sem
hér segir:
1. des. 1983, Anna Valdimars-
dóttir sálfræðingur. Kynning
á námskeiðum í sjálfsstyrk-
ingu.
26. jan. 1984, Oddi Erlingsson
sálfræðingur. Um sjálfshjálp-
arhópa.
16. febr. 1984, Ingólfur S.
Sveinsson geðlæknir. Um
endurhæfingu geðsjúkra.
8. mars 1984, Eiríkur Örn Arn-
arson sálfræðingur. Hugræn
meðferð á depurð.
5. apríl 1984, Högni óskarsson
geðlæknir. Meðferð geðklofa
utan stofnana.
3. maí 1984, Guðrún Jónsdóttir
geðlæknir. Orsakir, meðferð
og fyrirbygging á sjálfsvígum.
Ef fleiri fyrirlestrar verða í
boði í vetur, verða þeir auglýstir
sérstaklega.
Heilræði vikunnar er:
Verum bjartsýn!
Ég kveð að sinni,
Andrea
eggjavöruverksmiðju. Þannig er
leitast við að draga úr sveiflum á
markaðnum og halda verðlagi
jöfnu eftir því sem tök eru á.
í meginatriðum myndi eggja-
dreifingarstöð hér á landi starfa
eins. Bóndinn gæti einbeitt sér að
framleiðslunni og losnaði við þann
kostnað sem er samfara dreifingu
og sölu eggjanna. Hann gæti því
lækkað verðið á eggjunum og
lækkunin rynni til eggjadreif-
ingarstöðvarinnar. Samkvæmt
þeim útreikningum sem gerðir
hafa verið ætti tilkoma eggja-
dreifingarstöðvar ekki að hækka
verð eggjanna, jafnvel er hugsan-
legt að það myndi lækka ef stöðin
fengi umtalsverða markaðshlut-
deild. Neytandinn myndi því fjár-
hagslega standa í sömu sporum og
kaupa egg á svipuðu verði og áður,
en munurinn væri sá, að nú væru
eggin flokkuð og gæðaskoðuð og
auk þess dagstimpluð. Þannig
væri búið að færa umsetningu á
eggjum í líkt horft og er á sölu
mjólkur, kjöts og annarra mat-
væla.
Hvað er ekki
eggjadreifingarstöð?
Því hefur verið haldið fram að
til staðar séu eggjadreifingar-
stöðvar, þ.e.a.s. hver framleiðandi
hafi í raun dreifingarstöð, og því
sé óþarfi að stofna nýja. Þetta er
alls ekki rétt. Þó menn eigi jafnvel
sendiferðabíl þá er það ekki jafn-
gildi dreifingarstöðvar. Flokkun
og gæðaeftirlit með þeim hætti,
sem lýst er hér að framan, eru
skilyrði fyrir því að hægt sé að
tala um dreifingarstöð og þó svo
að einstakir framleiðendur selji
„gæðaegg", „þriggjastjörnu egg“
og fleira þess háttar, þá er þar
ekki um annað að ræða en venju-
leg óflokkuð egg.
Sameiginlegir
hagsmunir
Forsenda stofnunar eggjadreif-
ingarstöðvar er auðvitað að hags-
munum bæði framleiðenda og
neytenda sé betur borgið með
henni en án.
Bændur eiga rétt á að fá greitt
sanngjarnt verð fyrir þá vöru sem
þeir framleiða, þannig að þeir hafi
sæmilegt lífsviðurværi en þurfi
ekki að búa við að eignir þeirra og
afkoma sé í stöðugri hættu, einnig
þeir neytendur sem framleiða egg.
Neytendur eiga rétt á að geta
treyst því að sú vara sem þeir
kaupa sé á sanngjörnu verði, sé
gæðavara, gallalaus, flokkuð og
ekki of gömul — einnig þegar þeir
kaupa egg.
(iudmundur Stcfánsson er búnaA-
arhagfræðingur hji Stéttarsam-
bandi bænda.
Dalvík:
Ný stjórn í sjálfstæð-
isfélaginu á Dalvík
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags
Dalvíkur var haldinn sunnudaginn
30. október sl. Á fundinum fór fram,
auk venjulegra aðalfundarstarfa,
kjör fulltrúa á landsfund flokksins
jafnframt stjórnarkjöri og kjöri full-
trúa á kjördæmisþing.
Formaður félagsins var kosinn
Trausti Þorsteinsson og með hon-
um í stjórn Friðrik Friðriksson,
Hallgrímur Antonsson, Sigriður
Rögnvaldsdóttir og Þorgils Gunn-
laugsson.
— Fréttaritarar.
í tilefni 50 ára samstarfs við AVERY verðum við
með kynningu á AVERY Commander búðarvog-
um dagana 8. og 9. nóvember nk. kl. 10-16 '
í husakynnum okkar, Sundaborg 22.
Sérfræðingur á vegum AVERY verður staddur hjá
okkur báða dagana og mun hann leiðbeina og gefa
góð ráð varðandi notkun voganna.
Umsögn
Hrafn Bachmann
Kjötmiðstöðinni Laugalæk_______
Æðislegar!
Ég mundi ekki treysta mér til að
reka verslun í dag án AVERY
voga. Gefur neytandanum fullar
merkingar á miðum.
Gísli Halldórsson
Kostakaup Hafnarfirði__________
Okkur líkar hún mjög vel. Flýtir
fyrir afgreiðslu og prentar út ná-
kvæma vörulýsingu. Mjög öruggt
tæki.
Björn Kristjánsson
Hagkaupum Skeifunni____________
Sérstaklega goð ög einföld í
notkun.
Jóhann Kiesel
Vörumarkaðinum Eiðstorgi______
Mjög einföld í notkun. Neytandinn
vigtar sjálfur vöruna, t.d. appel-
sínur. Aðeins er ýtt á einn takka
og prentarinn gefur út miða með
öllum upplýsingum um verð, þyngd
og vörutegund. Hægt að fylgjast
vel með hvað við kaupum og hvað
við seljum, þar af leiðandi góð
nýting á vörum.
Runný Bjarnadóttir
Norðurtanganum ísafirði_______
Ákaflega nákvæm. Skammar mig
ef ég geri vitleysu.
AVERY Commar
WEIGHT
kg
PRICE/kg
$
ABCDE
AVERY Commonder ~)
WEIGHT PRICE/ kgi PRICE
kg $ $
^ 14.815 6.43 95.26 J
Áprentaðir miðar frá Vörumerkingu hf.
Fulikomin vogaþjónusta og vogaverkstæði að
Smiðshöfða 10. Sími 86970.
SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800
llLÍtrjtjr-lUíiíílÍÍ 5*Sfé<n^O£iOia-W5;^il r*fí XMJltl ilA-kiM***-**. **#* ■**&* c*4j
-4