Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 og andsúper Myndheildir augnabliksins 12 Súper Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson B<‘rj>lind Gunnarsdóttir UOÐ FYRIR LÍFI. Kápumynd: Magnús Þór Jónsson. Útgefandi: Höfundur 1983. Töluverður hluti Ljóða Berg- lindar Gunnarsdóttur í Ljóð fyrir lífi fja.Ha um vanda konunnar í samtímanum, þær kröfur sem til hennar eru gerðar og almennar staðnaðar hugmyndir um konuna. í kaflanum Ur lögbók mannanna heitir eitt ljóðanna Súper súper .. Það er svona í heild sinni: Vertu dugleg vertu sterk vertu raunsæ umfram allt: raunsæ Þú átt jú fyrir þér að sjá ekkert tilfinningavingl ekkert fálm ekkert hik í baráttunni dugir engin linkind. Næsta ljóð nefnist ... og and- súper og stendur nær veruleikan- um: Ég er oryggislaus áttu öryggi aflögu? Ég er ástvana geturðu gefið mér örlitla ást? ég er kona en er það þess vegna sem ég þarfnast öryggis þrái ást? heyrðu ertu annars aflögufær? Það er með þessum hætti sem Berglind Gunnarsdóttir lætur okkur sjá tvær hliðar á sama máli. Hún vopnast kaldhæðni þegar annað er ekki til bjargar. Þetta kemur kannski enn betur í ljós í Þúsund og einn eyjaklasi þar sem því er haldið fram að menn séu „eyjaklasar/í hafsjó félagslegs veruleika". Og þrátt fyrir alla súp- ermarkaði fyrirfinnst ekki: „líf án útilokunar/líf án innilokunar/iíf án einsemdar". Ljóð Berglindar um konur og samfélag eru að mínu viti athygl- isverð og vel orðuð eins og dæmin sanna. Þrátt fyrir ýmsa hnökra og ljóð misjöfn að gæðum eins og gengur er Ljóð fyrir lífi heilsteypt ljóðasafn sem vekur til umhugs- unar og gerir það á listrænan hátt. Það er eitt sem telst kostur við ljóð Berglindar, en það er að henni tekst yfirleitt að skila trú- verðugri mynd, hún glutrar ekki niður hugmyndum sínum eins og svo oft vill brenna við hjá byrj- endum í skáldskap. Metnaður hennar lýsir sér m.a. í því að hún tekur sér fyrir hendur að leggja út af ljóði Brechts Til hinna óbornu og gerir það smekklega. Einnig þýðir hún laglega ljóð eftir ekki minni spámann en Pablo Neruda: Kennd. í því segist skáldið hafa varðveitt eina hvöt: „einmanalega kennd“. Það er skáldi mikils virði að sinna slíkri tilfinningu. Hver veit nema það sé einmitt hún sem gæðir Ljóð fyrir lífi því lífi sem vekur eftirtekt. Jóhann Hjálmarsson Myndlist Bragi Ásgeirsson Ung íslenzk listakona, sem bú- sett er í Stokkhólmi, Erla Þórarins- dóttir að nafni, heldur sína fyrstu einkasýningu hérlendis í Nýlista- safninu við Vatnsstíg og stendur hún yfir til sunnudagskvölds. Erla hefur haldið þrjár einka- sýningar í Stokkhólmi á undan- förnum árum ásamt því að hafa tekið þátt í nokkrum samsýning- um ytra. Hér heima þekkjum við verk hennar frá ágætu framlagi á sýningunni UM 1983 á Kjar- valsstöðum, sem athygli vakti. Á sýningunni í Nýlistasafninu kynnir hun margar nýjar hliðar á sér og hún lýsir list sinni á réttan hátt er hún talar um nokkur sek- úndubrot sem komi á óvart og að það sé „kikkið", eða innblásturinn. Myndir hennar bera það með sér í ríkum mæli, að þær séu öðru frek- ar innblástur augnabliksins, leik- ur, upplifun, sprell og spé. Gjörn- ingar á margvíslega vegu, sem í ríkum mæli eru undir áhrifum frá nýbylgjumálverkinu og mörgu öðru í táknmáli nútímans, sem víða sér stað t.d. í veggkroti ýmiss konar, eða réttara sagt „Graffiti" eins og það nefnist. Erla vill vera þar sem hlutirnir eru að gerast og hrærast í þeim af lífi og sál, en hér er sá fyrirvarinn að engin algild lögmál eru til yfir það hvað eiginlega sé að gerast á hverjum tíma. Það kemur í ljós seinna meir og víst er að hlutirnir gerast alls staðar, þar sem ein- staklingurinn er virkur hvort sem það telst gilt þessa stundina eða ekki. Það er fátt ef þá nokkuð sem ég hef ekki séð hliðstætt áður á sýn- ingu Erlu, ekki aðeins nýlega held- ur og einnig fyrir margt löngu. En Erla á vissulega til að bera ríka litakennd og vilja til að takast á við raunveruleikann og umhverfið í listviðleitni sinni. Orkuna virðist hún hafa nóga en í senn laus- sem óbeislaða. Framtíðin sker ein úr hvaða braut Erla muni marka sér og hvaða árangri viðleitni hennar skilar, en henni fylgja allar góðar óskir ásamt þökkum fyrir við- kynninguna. Bragi Ásgeirsson David Pizarro Orgeltónleikar í Ffladelfíukirkjunni Tónlíst Ragnar Björnsson Pizarro, dómorganleikari í New York, lauk fjögurra mánaða tónleikaferð um Evrópu með tónleikum í Fíladelfíukirkjunni sl. föstudag. Tónleikarnir voru haldnir á vegum Félags ís- lenskra organleikara og eftir að- sókn að dæma hefur kynning á tónleikum þessum eitthvað farið úrskeiðis og svo sýndist, að ekki einu sinni meðlimir organistafé- lagsins hafi vitað um þá. Pizarro hefur einu sinni áður haldið tónleika hér á landi, í Krists- kirkju og sýndi þá að hann er afbragðs organleikari, með mikla reynslu og kunnáttu. Piz- arro hefur nokkuð sérstæðan en sterkan persónulegan stíl, og þótt maður sé honum ekki alltaf sammála er túlkun hans eigi að síður sannfærandi og ómenguð, og formskynjun hans er mjög sterk. Tæknin virðist óbrigðul og fyrirhafnarlaus og aldrei notuð til þess að sýnast. Pizarro á það til að velja á efnisskrá sína verk- efni, sem sumir mundu telja að ekki ættu heima á tónleikaskrá og vekur e.t.v. furðu manns fyrst í stað. En kannski er það rétt, eins og einn organleikari orðaði það eftir tónleikana, erum við ís- lenskir organleikarar of hátíð- legir í vali verkefna á okkar eig- in tónleikum. Vonandi á Pizarro eftir að gista ísland oftar á ferð- um sínum milli Evrópu og Am- eríku og að þá verði ekki kynn- ingin á honum útundan. Daginn eftir tónleikana hélt Pizarro fyrirlestur í Fíladelfíu- kirkjunni um Brahms og orgel- verk hans. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum organistafé- lagsins, en kynning á þeim lið virtist einnig hafa gleymst. Ragnar Björnsson W.H. Auden Siglaugur Brynleifsson Humphrey Carpenter: W.H. Auden. A biography. Unwin Paperbacks 1983. Að undanskildum William Morris hafa ensk skáld ekki haft nein tengsl við ísland fyrr en Aud- en. Það kemur fram í þessari ævisögu að hann ólst upp við þann grun að hann væri af íslenskum ættum. Auden fæddist 21. febrúar 1907 í York á Norður-Englandi, en á þeim landsvæðum voru áhrif norrænna víkinga mjög sterk um tíma — Danalög. Faðir Audens, sem var læknir, taldi sig vera af- komanda Auðunnar skökuls, sem var af ætt Hunda-Steinars, kona hans Álof — ólöf var dóttir Ragn- ars loðbrókar, sonur þeirra Björn var faðir Auðunnar skökuls, sem nam Víðidal og bjó á Auðunnar- stöðum. Þessi ættstofn kemur víða fram þegar tekið er að rekja mið- aldaættir, en flestir Islendingar, sem geta rekið ættir sínar aftur í aldir, geta talið sig komna af Auð- unni skökli, svo er einnig um ýms- ar þjóðhöfðingjaættir í Evrópu, Hinrik ljón, forfeður Romanoff- anna, Hannoverættin, sem nú er við völd á Englandi o.fl. o.fl. En þess ber að geta að ættfærsla á miðöldum var oft heldur en ekki vafasöm og gjarnan hlaupið yfir eða bætt inn í ættlið, sem tengdi ættina við einhverja fræga ætt. Það er reyndar ekki ólíklegt að skáldið Auden sé kominn af þess- ari ætt, þar eð ætt hans mun lengi hafa búið á Norður-Englandi, sama er að segja um ætt móður hans. Ættfærslur sem þessar eru gjarnan hafðar að gamanmálum, og það er fremur fátítt að slfkt sé tekið í fúlustu alvöru, þótt dæmi gefist um slíkt mat, eins og þegar einn yfirkontóristi hjá SÍS lét gera ættartölu sína og senda kaupahéðnum út um allar álfur, en þar trónar Auðunn skökull sem forfaðir kontóristans og Rússa- keisara o.fl. ísland varð í barnæsku drauma- land Audens, og átti faðir hans höfuðþátt í því, hann lét drenginn lesa norræna goðafræði og Auden kynntist snemma Eddukvæðun- um. Áður en hann varð læs, kunni hann grískar og norrænar goðsög- ur. Síðan rekur Carpenter lífshlaup skáldsins, skólagöngu og störf að því Ioknu, m.a. kennslu, og var hann fremur óvenjulegur kennari og mjög skemmtilegur að dómi nemenda hans, skólakerfið var þá ekki líkt þvf sem síðar varð, eftir að afmenntun skólarannsókna- deilda hófst fyrir alvöru og tekið var að kenna í gegnum húðina. Auden stóð mikið í ferðalögum og m.a. kom hann hingað til lands 1936 og skrifaði um það ferðalag mjög skemmtilega bók „Letters from Iceland", sem kom út hjá Faber & Faber 1937. Ástandið í Evrópu um þetta leyti var vægast sagt ískyggilegt að dómi ungra menntamanna og skálda, þeir leit- uðu að Shangri-La en sú leit bar ekki árangur „Því hvergi á vor samtími vé þau, er allir unna/ Vor æska ekki neina staðhelgi vernd- aðan reit./ Og fyrirheitið um ævintýraeyna/ er eingöngu fyrir- heit.“ Auden þótti margt furðulegt hér á landi, bæði siðir, matargerð, sem hann kunni mjög ilia, menn og landslag. Hann kunni best við ísafjarðarkaupstað af þeim stöð- um, sem hann heimsótti. Auden kom hingað aftur 1967 og ný útgáfa af „Letters from Ice- land“ kom út 1967 hjá Faber. Aud- en skrifar formála að nýju útgáf- unni og þar segir m.a.: „í barn- æsku var ísland heilög jörð í mfn- um augum, 29 ára gamall kom ég fyrst þangað ... og 56 ára var landið mér heilög jörð, land þar sem töfrabirtan ríkir, birta sem á sér engan líka á allri jörðinni." Hann telur einnig að landsmenn hafi haldið ýmsum sérkennum þrátt fyrir modernismann, þjóð- félagið sé ekki stéttasamfélag, það eina sem hann hefur kynnst og „þeir eru ekki vúlgærir — ekki ennþá“. Þessi setning er lokasetn- ingin í kvæðinu „Iceland Revis- ited“ ort í apríl 1964. Hann segir einnig í sama for- mála að „þeir þrír mánuðir sem ég dvaldi á íslandi eru meðal ham- ingjusamasta tíma í lífi manns, sem hefur átt hamingjusömu lífi að fagna, og ef eitthvað af þessari lífsgleði nær til lesandans, verð ég ánægður." Það var hér á íslandi, sem Aud- en og félagar hans fréttu af borg- arastyrjöldinni á Spáni. Carpent- er lýsir dvöl Audens á Spáni og síðar í Kína. Heimsstyrjöldin brýst út og Auden dvelur í Bandaríkjunum og tekur að kenna aftur, síðan er ævi- hlaupið rakið til Austurrfkis og lokadagsins siðast f september 1973. Höfundurinn fjallar um skáld- skap Audens og þróun hans sem skálds, einnig einkalff hans og lífshætti. Þótt Auden hefði lagt svo fyrir að vinir sínir skyldu brenna öll bréf og nótur, sem hann hefði sent þeim, og lét einnig í ljós andúð sína á að ævisaga sín yrði sett saman, þá telur Carpenter, að hugur hafi ekki alveg fylgt máli og skrifar ævisögu skáldsins af næmi og velvilja. Höfundi hefur tekist að semja sögu Audens á þann hátt að hann ætti ekki að þurfa að snúa sér við í gröfinni þess vegna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.