Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 32 32* 30“ 2«° 26* 24* 22° 20" 18° 16° 14° 12° 10° 8° Hvar er loðnuna að finna? Sjávarútvegsráöuneytið hefur gefið út reglugerð um loðnuveiðar fyrrihluta vetrar og hámarksafla þeirra skipa sem úthlutað var leyfi til veiðanna. Svo sem kunnugt er voru loðnuveiðar leyfðar á ný eftir rannsóknarleiðangur þriggja skipa, Bjarna Sæmundssonar, Árna Friðrikssonar og norska rannsóknarskipsins G.O. Sars. Rannsóknin leiddi í Ijós að loðnustofninn á stóru svæði á milli íslands, Grænlands og Jan Mayen, var allmiklu stærri en verið hefur undanfarin tvö ár, eða tæp 1,5 milljón tonn. Á meðfylgjandi korti kemur fram dreifing loðnunnar í hlutfallstölum eins og hún var á meðan á leiðangrinum stóð. Berjast fyrir að fá sem mest í eigin bræðslur • • — segir Orn Erlingsson um sjón- armið eigenda stóru skipanna „STAÐREYNDIN er sú, að bræðslurnar eru komnar með eignaraðild að stóru bátunum og eftir að kvótinn komst á, hafa þær látið flytja aflann langar leiðir heim, samanber Neskaup- stað og Vestmannaeyjar. Því eru þeir að berjast fyrir þessu á allt öðrura grundvelli en hvað varðar skipin sjálf og aflahlut þar. Þeir eru að berjast fyrir því að fá sem mest í bræðslurnar hjá sjálfum sér,“ sagði Örn Erlingsson, út- gerðarmaður í Keflavík, er blm. Morgunblaðsins innti hann álits á samþykkt LÍÚ um kvótaskipt- ingu á loðnuveiðunum. „Þegar kvótinn var upphaflega settur var stór hópur báta, sem tapaði verulegum afla á því. Þó nokkur hluti báta, sem bera í kringum 600 lestir og höfðu allt- af verið með mikinn afla, duttu allverulega niður í afla. Þessir bátar höfðu oft verið nokkuð hærri en sumir stóru bátanna. Þegar kvótinn var samþykktur fyrst mætti það lítilli andstöðu, en heldur meiri seinna árið og þeir, sem þá voru á móti, voru eigendur þessara báta, sem sáu að þeir höfðu mistt spón úr aski sínum. Ég minnist þess ekki, að eigendur stóru bátanna hafi ver- ið á móti þessu, nema eigendur Sigurðar. Þess vegna vildi hópur okkar ná einhverju af þessu til baka og þar sem aflinn verður ekki meiri en raun ber vitni, fannst okkur ekkert vera til skiptanna eftir það, sem á undan hefur gengið, nema til þess að skipta því jafnt Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar: Þessi nýja kvótaskipting gerir veiðarnar mun óhagkvæmari „MEÐ þessari ákvörðun er Ijósit, að verið er að snúa við blaðinu og gera veiðarnar óhagkvæmari fyrir þjóðar- búið með því að auka hlut minnstu skipanna á kostnað þeirra stærri,“ sagði Ágúst Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinn- ar, sem meðal annars gerir út nóta- skipið Sigurð RE, er Morgunblaðið innti hann álits á breytingu á kvóta- kerfi loðnuskipa. „Þegar upphaflega var ákveðið að hafa aflakvóta á loðnuveiðun- um voru eigendur stóru skipanna almennt á móti henni. Það var þó ákveðið með atkvæðagreiðslu að kvóti skyldi vera, helmingur afl- ans skyldi skiptast jafnt milli skipanna og heimingur eftir stærð. Reynslan sýndi það síðan, að það fyrirkomulag kom vel út og ég held, að menn séu almennt hlynntir skiptingunni eins og hún var í upphafi, jafnvel þó, að það fyrirkomulag hafi ekki verið hag- stætt stóru skipunum. Það er alveg ljóst frá okkar hálfu, að hér er fariö mjög aftan að hlutunum, bæði út frá sann- girnissjónarmiði, þar sem stóru skipin, sem hér er um að ræða, hafa ekki möguleika á öðrum veið- um, meðan minni skipin hafa stundað aðrar veiðar allt árið. Þetta snertir ekki bara útgerð þessara skipa, heldur einnig sjó- menn, sem ráðnir hafa verið á skipin. Þau hafa ekki aðra mögu- leika en að stunda loðnuveiðar og hafa gert það á mjög hagkvæman hátt. Geta borið mikið magn og þessi breyting, að jafna aflamagn- ið enn frekar, þýðir enn meiri olíu- eyðslu fyrir flotann í heild og þeg- ar upp er staðið eru það ekki að- eins útgerðir og sjómenn, sem tapa á þessu, heldur þjóðarbúið í heild. Við erum afskaplega sárir að þessi málamiðlun, sem varð á sínum tíma, skuli hafa verið brot- in. Þá létum við undan hagsmun- um heildarinnar og nú finnst okkur útgerðarmenn smærri skip- anna hafa unnið að þessu máli með mikilli óbilgirni. Með þessu er tekinn af okkur einn túr eða um 1.100 lestir og færðar yfir til minni skipanna. Þó ljóst sé, að þjóðhagslega hagkvæmast er að stóru skipin veiði þetta magn, höf- um við útgerðarmenn þeirra alls ekki farið fram á að svo yrði. Við höfum verið þeirrar skoðunar að öll skipin, 51, ættu að fá að njóta þessa afla og þess vegna sárnar okkur þessi afstaða enn frekar. Við höfum ekki sett okkar eigin hagsmunamál á oddinn í þessum kvótamálum. Sigurður RE var það skip, sem langmestu tapaði á kvót- anum. Hann var hæstur vertíð eft- ir vertíð, en lækkaði mikið eftir að kvótinn var settur á, en samt sam- þykktum við þetta. Röksemdirnar, sem fram hafa komið fyrir breyt- ingunni, eru aðeins eiginhags- munasjónarmið, hagsmunir heild- arinnar eru þar algjörlega fyrir borð bornir," sagði Agúst Einars- son. á milli bátanna. Hvað snertir það, að hagstæðara sé að taka þetta á einum bát frekar en öðr- um, ætti að vera hægt að borga eitthvað fyrir loðnuna, ef það er svona hagstætt að gera Sigurð út á loðnu norður í Dumbshaf og keyra með hana alla leið til Vestmannaeyja. Þá hljótum við að geta gert þetta sæmilegt á minni bátunum, sem sækjum og siglum styttra, og verksmiðjurn- ar, sem ekki taka þátt í útgerð- inni og fá loðnuna inn á hlað, ættu að geta borgað sæmilega. Sem dæmi um það, hvernig þetta hefur gengið síðan kvótaskipt- ingin komst á, má benda á það, að okkar bátar voru alltaf fyrst- ir til að klára kvótann sinn, en sumir hinna stóru höfðu það ekki einu sinni af.“ Hvað finnst þér annars um kvótaskiptingu? „Persónulega er ég á móti allri kvótaskiptingu, en við erum fáir á þeim báti. Kvótaskipting er ekkert annað en að draga allt niður í meðalmennsku og aum- ingjaskap," sagði örn Erlings- son. Enn um framburð — eftir Kristján Árnason Það er langt frá því að mig langi til þess að fara að standa í lang- vinnum blaðadeilum við Ævar Kvaran um framburðarmái ís- lenskunnar, en þar sem fram kem- ur af skrifi hans í Morgunblaðinu 26. október sl. að hann hefur mis- skilið mig að nokkru leyti hlýt ég að biðja Morgunblaðið að birta nokkrar athugasemdir til viðbótar við það sem ég sagði í Lesbók Mbl. 8. og 15. október. Til þess að taka af allan vafa skal ég fyrst árétta þá skoðun mína að upplýst málrækt er betri en málrækt sem byggir á sleggju- dómum og sjálfsupphafningar- hvöt þeirra sem telja sig tala bet- ur en aðrir. Þessi skoðun mælir ekki gegn því að rekin sé ákveðin stefna í málræktarmálum. Ég er hlynntur því að velviljaðir og vel upplýstir kennarar ræði um málræktarefni af skynsemi við nemendur sína, veiti þeim leiðbeiningar um mál- far og innprenti þeim góða siði í meðferð móðurmálsins. Kennar- arnir eiga að vekja áhuga nem- endanna fyrir tungunni, einkenn- um hennar og sögu. Gera þeim ljóst hversu ómetanlegur auður er fólginn í þeim arfi sem tungan varðveitir. Hluti af þessu er að sjálfsögðu greinargerð kennarans fyrir afleiðingum þess ef of miklar breytingar verða á málinu og fornar hefðir týnast. Þetta verður samt allt að gerast á þann hátt að gegni tíðarandanum, þannig að málhreinsandi kennari verði ekki jafn gagnslaus og gaffall í súpu- skál. Það sem ég vil er upplýst mál- rækt, en ekki fordómar. Það er allt of algengt að litlir menn feli sig bak við skel hins rétta máls og noti það til þess að upphefja sjálfa sig. Ef einhverjum verður á að segja: „Mér langar að taka til máls en ég þori því ekki“ í návist litla mannsins með stóra málvöndunarsannleikann, getur sá síðarnefndi hugsað með sjálf- um sér: „Hann er ómerkilegri en ég.“ Þessi misnotkun á málræktinni er hættuleg, og of einstrengings- leg og illa upplýst meinlætastefna gerir engum gagn. Og ég fer ekki ofan af því að háskólarnir eiga frekar að upplýsa en dæma. En svo ég víki að samræmingu framburðarins, þá er svo að skilja á Ævari að hann geri að sínum tillögur Björns Guðfinnssonar frá 1947 um samræmingu framburð- ar. (Hann kallar þetta reyndar „niðurstöður", en að' sjálfsögðu eru þetta einungis skoðanir Björns en engar niðurstöður úr rannsókn- um, því rannsóknirnar voru ein- ungis tölfræðileg könnun á tíðni og dreifingu mállýskueinkenna um landið.) í þessum tillögum Björns felst m.a. að samræma eigi framburð, þannig að harðmæli verði innleitt og gert einrátt á landinu. En því miður var hljómgrunnurinn ekki meiri en svo, að fáir urðu til þess að fylgja þeim eftir að Bimi látnum fyrr en Ævar reis upp. í sjálfu sér hef ég ekkert á móti því að harðmæli fái rneiri út- breiðslu, enda er ég alinn upp við það. Hins vegar getur það ekki orðið annað en hlægilegt þegar harðmælisáráttan er orðin svo mikil hjá hinum snjöllu fagurker- um tungunnar, að þeir skjóta inn hörðum hljóðum þar sem þau eiga ekki að vera samkvæmt eðlilegum harðmælisframburði. Þá tala þeir um stútentsárin og alþinkismenn (og kannski komast þeir í sam- band við enkla fyrir handan). Svona tal er öllum ærlegum norð- lendingum (ekki norðlendinkum) til hinnar mestu armæðu. Og ætli grónum Skaftfellingum verði ekki svipað um það þegar menn fara að hveða hvæði og segja góðan da-ginn, gakktu í ba-ginn. Hér þarf fræðslu og skilning en ekki bara uppblásinn umvöndunarbelging. Eitt af því sem mér skilst á Ævari er það, að það sé óhæfa að hafa ekki samræmdan framburð á íslenskunni, því þá viti menn ekki „Hvað á þá að kenna íslenskum börnum í ís- lenskum skólum? spyr kannski einhver. Þarf ekki að hafa eitthvað opinbert til að kenna þeim? Það þarf að vera til mótuð stefna um kennslu í meðferð tal- aðs máls í skólum landsins. Hins vegar er vel hægt að hafa slíka stefnu án þess að fram- burður allra lands- manna sé samræmdur í hverju smáatriði.“ hvað eigi að kenna. Tungumála- kennarar verði að hafa einhvern framburð að miða við í kennslu sinni. Ég geri ráð fyrir því að hér sé Ævar að hugsa um hliðstæð vandamál í kennslu erlendra tungumála, svo sem norsku eða þýsku, þar sem þarf að ákveða hvaða mállýskuframburð eigi að kenna útlendingum. Hér eru að- stæður íslenskunnar allt aðrar en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.