Morgunblaðið - 05.11.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983
19
Einn fyrir alla og
allir fyrir einn
Stjórnmálayfirlýsing
Sjálfstæðisflokksins
og
Erindi dr. Þorgeirs Pálssonar um afleiðingu örtölva:
Gamlar og grónar iðngrein-
ar hafa tekið stakkaskiptum
Sjáirstæðisflokkurinn stendur nú
á tímamótum. Núverandi aöstæður í
þjóðfélaginu eru hrikalegar og brýn
þörf nýrra vinnubragða og róttækrar
stefnubreytingar. Til þess þarf öflug-
an og samhuga Sjálfstæðisflokk.
Öflugur flokkur stendur samhuga að
baki forustumanna sinna, þar sem
einn er fyrir alla og allir fyrir einn,“
sagði Inga Jón Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri fræðslu- og út-
breiðslunefndar Sjálfstæðisflokks-
ins undir lok ræðu sinnar á lands-
fundi í gærmorgun.
Meðal þess sem Inga Jóna Þórð-
ardóttir minntist á í ræðu sinni
var að skrifstofa flokksins í aðal-
stöðvum hans í Reykjavík í Val-
höll væri skrifstofa allra sjálf-
stæðismanna, en nokkuð skorti á
að fulltrúar landsbyggðarinnar
gerðu sér fulla grein fyrir því.
Valhöll væri hús allra sjálfstæð-
ismanna, hvaðan sem þeir væru af
landinu.
Þá sagði Inga Jóna að stefnu-
mörkun flokksins værj borin upp
af málefnanefndunum sem starf-
andi væru í hverju kjördæmi.
Tveir þingmenn úr hverju kjör-
dæmi ættu yfirleitt sæti í þeim.
Hún sagði brýna þörf bera til þess,
að opna þessar málefnanefndir
meira og auðvelda hinum almenna
flokksmanni aðgang að þeim og
Inga Jóna Þóröardóttir í ræðustól.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
stefnumótuninni, sem þar færi
fram. Þess utan ætti að vinna að
því að opna flokkinn meira.
I ræðu Ingu Jónu kom fram að
mikið áróðurs-, fræðslu og út-
breiðslustarf hefði verið unnið
innan flokksins frá síðasta lands-
fundi og bæri síst að vanmeta það
starf, jafn mikilvægt og það í raun
væri í nútímaþjóðfélagi.
Sigurgeir Jónsson flutti framsögu-
erindi um stjórnmálayfirlýsingu
Sjálfstæðisflokksins á landsfundin-
um í Sigtúni í gær.
Rakti hann yfirlýsinguna og
lagði m.a. áherslu á kjarnann í
stefnu Sjálfstæðisflokksins, þ.e.
að hver einstaklingur hafi frelsi
og skilyrði til þess að njóta hæfi-
leika sinna og atorku. Þannig væri
hagur þjóðarinnar bestur og af-
koma þeirra, sem minna mega sín,
best tryggð.
Þá sagði Sigurgeir, að á sl. vori
hefði það komið í hlut Sjálfstæðis-
flokksins að takast á við einn erf-
iðasta efnahagsvanda, sem nokkur
ríkisstjórn hefði átt við að etja.
Árangur væri farinn að koma í
ljós og greinilegt væri að ríkis-
stjórnin væri á réttri leið.
Sigurgeir Jónsson
Morgunblaðið/Ól.K.M.
náttúra
Sólrún B. Jensdóttir, sagnfræðing-
ur, sagði m.a. í erindi sínu á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins í Sigtúni í
gær, að leggja þyrfti á það áherslu
að styrkja einstaklinginn til að
standa á eigin fótum. Erindi hennar
bar yfirskriftina „Mannlíf — menn-
ing og umhverfi".
I erindi sínu ræddi Sólrún jafn-
framt nauðsyn þess að viðhalda
sjálfstæðri menningarsköpun
þjóðarinnar, þar sem hún væri
ríkur þáttur í þjóðlífinu.
Þá sagði Sólrún, að þrennt væri
að sínu mati dýrasta eign þjóðar-
innar. Fyrst bæri að nefna menn-
inguna, þá hina ósnortnu náttúru
landsins og loks börnin okkar —
kynslóðina, sem tekur við.
í lok erindis síns minntist Sól-
rún á erindi, sem hún hafði heyrt
börnin
fyrir skemmstu. Þar var fjallað
um skýrslu, þar sem gerð var út-
tekt á stöðu mála í heiminum árið
2000 ef ekkert yrði að gert. Sagði
Sólrún þá mynd hafa verið dökka;
offjölgun, orkuskortur, landeyð-
ing, mengun og annað í þeim dúr.
Fór hún nokkrum orðum um
þessar válegu horfur og sagði
nauðsynlegt að allt yrði gert til
þess að koma í veg fyrir að þessi
dökka framtíðarspá rættist.
Sólrún B. Jensdóttir í ræðustól.
Morgunblaðift/Ól.K.M.
Dr. Þorgeir Pálsson sagði við upp-
haf erindis síns um örtölvubylting-
una á landsfundi Sjálfstæðisfíokks-
ins í gær, að þeir möguleikar, sem
örtölvan veitti til að gæða hinar ólík-
ustu vélar nýjum hæfileikum og
flytja tölvutæknina inn á hvern
vinnustað, væru þegar farnir að
breyta öllu atvinnulífi þróaðra ríkja
og umbylta einstökum iðngreinum.
Erindi sitt nefndi dr. Þorgeir „Ör-
tölvubylting — ávinningur eða at-
vinnuleysi".
Þorgeir nefndi, að með tilkomu
tölvutækninnar hefði maðurinn
fengið skæðan keppinaut á öðru
sviði, sem fram til þessa hefði ver-
ið hans einkavettvangur. Til sög-
unnar væri kominn tæknibúnaður,
sem gæti allt í senn; skynjað um-
hverfi sitt, unnið úr flóknum upp-
lýsingum með ótrúlegum hraða,
tekið ákvarðanir og komið þeim í
framkvæmd.
„Aldrei fyrr hefur komið til sög-
unnar tækninýjung, sem grípur í
jafn ríkum mæli inn í alla þætti
atvinnulífsins og þá ekki síst
frafnleiðsluiðnaðarins. Gamlar og
grónar iðngreinar hafa tekið
stakkaskiptum á örskömmum
tíma, og þó höfum við enn aðeins
orðið vitni að upphafi þeirrar
þróunar," sagði dr. Þorgeir m.a. í
erindi sínu.
Hann sagði einnig: „Sprottið
Dr. Þorgeir Pálsson í ræðustól.
Moriíunblaðið/Ól.K.M.
hafa upp nýjar iðngreinar, sem
byggja tilveru sína á hagnýtingu
tölvutækninnar á hinum ýmsu
sviðum þjóðfélagsins. Þessi mikil-
vægi þáttur hátækniiðnaðarins er
nú orðinn helsti vaxtarbroddur í
efnahagslífi vestrænna þjóða, sem
hafa horft upp á stöðnun eða
hnignun hefðbundinna atvinnu-
greina, m.a. vegna orkukreppu og
samkeppni frá þróunarlöndun-
um.“
Þá vék dr. Þorgeir að þeim
vangaveltum manna hvort tölvu-
tæknin myndi leiða af sér at-
vinnuleysi eða aukningu atvinnu-
tækifæra. Sagði hann menn skipt-
ast í tvo hópa. Hina bjartsýnni
sagði hann hafa bent á, að aukin
sjálfvirkni og vélvæðing hafi ætíð
leitt af sér fleiri störf en sem nem-
ur fækkuninni og engin ástæða
væri til að ætla að nú yrði breyt-
ing þar á.
Um þátt íslands í örtölvubylt-
ingunni sagði dr. Þorgeir m.a.: „Af
reynslu undanfarinna ára má
draga þá ályktun, að við munum
ekki verða neinir eftirbátar ann-
arra þjóða í að taka hina nýju
tækni í þjónustu okkar. Örtölvan
hefur nú þegar áunnið sér sess í
tækjabúnaði íslenskra fiskiskipa
og framleiðslukerfum frystiiðnað-
arins svo dæmi séu nefnd. Menn
eru jafnvel farnir að sjá fyrir sér
sjálfvirkt frystihús framtíðarinn-
ar, þar sem hlutverk starfsmann-
anna verður fyrst og fremst að
fylgjast með því að tölvuvæddar
vélar og vélmenni vinni sín verk.
Á sama hátt munu skrifstofustörf
hérlendis breytast í samræmi við
erlenda þróun og hafa í för með
sér aukna framleiðni í viðskiptum
og þjónustu."
Mælikvarði á stjórnun
er aðeins árangurinn
— sagði Jón Sigurðsson, framkyæmdastjóri, í erindi sínu
„Á einföldu máli felst stjórnun í
því að gera upp við sig hvað það er
sem við viljum með hliðsjón af því
sem við getum og síðan að sjá til
þess að það gerist fljótt og vel og
með sem minnstum tilkostnaði,"
sagði Jón Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri, í erindi sínu á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins í gær. Erindið
nefndist „Stjórnun — ný vinnu-
brögð, betri árangur“.
Jón sagði ennfremur: „Mæli-
kvarðinn á það, hvort stjórnun er
góð eða slæm, er þess vegna aðeins
einn: árangur. Árangur við að
móta skýrt og skilmerkilega hvað
það er sem menn vilja og síðan
árangurinn við að koma því í
verk.“
í erindi sínu minntist Jón á
falskan kaupmátt og tilurð hans.
Sagði hann ekki einungis óraun-
hæfa kjarasamninga hafa átt sinn
þátt í honum heldur verðbólgu-
umhverfi atvinnurekstrarins og
einstaklinganna, arðlausar fjár-
festingar, léleg afköst og nýting
fólks og tækja, uppbygging alls
konar starfsemi og þjónustu, sem
menn eru tilbúnir að njóta en ekki
greiða fyrir það, sem hún raun-
verulega kostar."
Inga Jóna Þórðardóttir:
Undir lok erindis síns sagði Jón
um jákvæð viðhorf til atvinnu-
rekstrar. „Þvl þurfa öll virk
stjórnmálaöfl að viðurkenna þá
grundvallarforsendu efnahagslífs-
ins, að atvinnurekstur, sem vel er
stjórnað og skilar góðum hagnaði,
í hvaða formi sem hann er rekinn,
er besta tryggingin sem völ er á
fyrir öruggri og sífellt batnandi
afkomu fólksins. I samræmi við
þetta verða hin virku stjórnmála-
öfl að haga sínum markmiðum og
tryggja, að stjórnun þeirra sjálfra
á þeim mikilvægu málefnum þjóð-
félagsins, sem þau fara með, sé
góð.
Og við getum ekki leyft okkur
annað en að leggja sama mæ'i-
kvarða á stjórnun í stjórnmá' m
og stjórnun í atvinnurekstri —
mælikvarða árangursins. Við
verðum að leggja okkur fram
hvert og eitt til að þeim árangri
verði náð.“
Jón Sigurðsson flytur erindi sitt.
Morgunblaíift/ól.K.M.
Erindi Sólrúnar B. Jensdóttir um mannlíf:
Menning, ósnortin